Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 6
M ARGIR eiga í megnustu vandræðum að skil- greina þessa gerð bíla og engin opinber skil- greining er til. Er þetta jeppi, jepplingur eða eitthvað allt annað? Bíllinn sem um ræðir er Volvo XC90 sem nýkominn er á markað. Sumir segja að jeppi þurfi að hafa millikassa og vera smíðaður á sjálfstæða grind. XC90 er hvor- ugt. En fellur hann þá undir jepp- lingaflokkinn. Trauðla. Til þess er bíllinn of stór og verklegur í afl- og drifrás. Nei, sportjeppi má hann heita. Þetta er stærsti og dýrasti bíll sem Volvo hefur nokkru sinni framleitt en þessi gerð bíls er þó ekki ný af nálinni. BMW setti X5 á markað fyrir nokkrum árum og Lexus býður sams konar gerð af bíl, Lexus RX300. Þessir bílar, ásamt Mercedes-Benz ML, sem er byggður á grind og hefur milli- kassa, njóta sívaxandi vinsælda jafnt vestanhafs sem í Evrópu og nú ætlar Volvo að slást í leikinn. Prófaður var Volvo XC 90 með fimm strokka dísilvélinni. Ættarsvipnum haldið til haga XC90 er einu númeri stærri og hærri en XC70, og hann hefur allt til að bera til að slá í gegn hjá bíl- kaupendum; þ.e. smíðagæði, fjöðr- unareiginleika og rásvissu, vélar, drifkerfi og síðast en ekki síst ör- yggisbúnað. Það eina sem setur strik í reikninginn er hátt verð al- mennt á þessari gerð bíla, en það virðist þó ekki hafa fælt frá íslenska kaupendur því Brimborg hefur þegar selt þá bíla sem fyrirtækið fær afhenda á þessu ári. Athygli vekur hve vel hefur tek- ist við hönnun bílsins að halda Volvo-ættarsvipnum til haga. Bíll- inn er kraftalegur að framan með v-laga vélarhlíf, framstæðu grilli og stórum stuðurum. Hann virkar ekki stór við fyrstu sýn en er þó tæpir 4,80 m á lengd, eða 13 mm lengri en BMW X5, 16 mm lengri en Merced- es-Benz ML og 22 mm lengri en Lexus RX 300. Sporvíddin er meiri í XC90 en bæði BMW X5 og Merc- edes-Benz og bíllinn virkar fyrir vikið stöðugur og traustvekjandi. Að innan er allt til alls og frá- gangur og efnisnotkun eins og hún gerist best. Hurðir falla þétt að stöfum og bíllinn ber með sér gegn- heil smíðagæði sem ökumaður upp- lifir enn frekar þegar farið er að keyra bílinn. Staðalbúnaður er vökvastýri með veltu og aðdrætti, Volvo hljómtæki með átta hátölur- um og fjarstýringu í stýri, skrið- stillir er líka í stýri og rúður og úti- speglar eru rafdrifnir. Upphitun er í framsætum og aksturstölva í mælaborði. Eina sem manni finnst skorta í staðalbúnaði er rafstýring í ökumannssæti en bæði framsætin er samt með handstýrðri hæðar- og mjóbaksstillingu. X90 er aðeins 87 mm lengri en XC70 en þetta ásamt svonefndri cab-forward hönnun gerir það að verkum að nægt pláss er fyrir þriðju sætaröðina og samt talsverðan farangur þar fyrir aftan. Þriðju sætaröðina, sem er tvö sæti með þriggja punkta beltum og höf- uðpúðum, er síðan hægt að fella of- an í gólfið þegar þau eru ekki notk- un þannig að úr verður slétt gólf. Sætisbök í miðjuröð er líka hægt að fella fram eins og sætisbak fremra farþegasætis og þá er komið gríð- arlegt flutningsrými í bílinn, eða allt að 2.404 lítrar. Þriðja sætaröðin er þó ekki staðalbúnaður hér á landi. Afturhlerinn opnast upp í þægi- lega hæð svo hægt er að standa uppréttur undir honum. Lítil brík ofan við afturstuðarann opnast þó ekki sjálfkrafa heldur er hún felld sérstaklega niður þegar á þarf að halda. Bríkin ber um 100 kg og er þægileg til að standa á t.d. ef ætl- unin er að setja farangur á topp- grind. Vélin er 2,4 lítra, fimm strokka dísilvél sem liggur þverstæð í vél- arrýminu. Hún skilar að hámarki 163 hestöflum og dugar bílnum al- veg bærilega, en er aflminni en í keppinautunum tveimur, BMW og Mercedes-Benz. Hámarkstog er 340 Nm við 1.500-4.500 snúninga á mínútu en nefna má að 2,7 l samrás- ardísilvél Mercedes-Benz togar heila 400 Nm við 1.800 snúninga og sex strokka samrásardísilvél BMW 410 Nm. XC90 með 2,5 lítra bensín- og dísilvélinni eru með fimm þrepa geartronic-sjálfskiptingu og 2,9 lítra bensínvélin fjögurra þrepa geartronic. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dísilgerðin kostar frá 5.690.000 kr. Mesta veghæð í þessum flokki bíla. Afturhlerinn opnast í tvennu lagi. Viðarstýrið er aukabúnaður. Hágæða- sportjeppi frá Volvo 3@ A47 B6   ! %    &             67   3  )        '  !" C #            ' &$#  &&$)  3 )  ,-  1/ @C&&    1/ @C&&   *    +   !  %" & " * )  !%$ 3   ?&D( ' F5 4B   ! %          656   ( A6 > &    ! %       6      !" #$  6 B MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MMC Pajero Sport árg. 2000, ekinn 69 þ. km, áhv. 1.050.000. Verð kr. 3.150.000. VW Golf 1,6 comfortline árg. 1998, ekinn 34 þ. km. Verð kr. 980.000. Skoda Fabia árg. 2000, ekinn 31 þ. km. Verð kr. 1.100.000. VW Polo 1,4 comfortline árg. 2000, ekinn 30 þ. km. Verð kr. 1.080.000. Honda Civic v-tec árg. 1999, með öllu, ekin 79 þ. km. Verð kr. 1.390.000. Nissan Micra árg. 2001, ssk., ekinn 28 þ. km. Verð kr. 1.180.000. Nissan King Cab árg. 2002, ekinn 5 þ. km, áhv. kr. 1.450.000. Verð kr. 2.850.000. TILBOÐ kr. 2.400.000. Jeep Grand Cherokee Limited árg. 2001, ekinn 19 þ. km. Verð kr. 5.300.000. (Einnig til hvítur 2002) Subaru Forester árg. 1999, ekinn 100 þ. km, ssk. Verð kr 1.280.000. Jeep Grand Cherokee Laredo árg. 2002, dísel túrbó, 35”dekk, áhv. kr. 3.000.000. Verð kr. 5.700.000. Bílasalan er staðsett í Vatnagörðum 38 (gengt IKEA) S. 517 0000 netfang: planid@planid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.