Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 B 9 bílar EINN af senuþjófunum á Detroit- bílasýningunni á Dodge-bás Daiml- erChrysler er snoturlega teiknaður og stór Magnum SRT-8, sem talið er að verði settur alla leið í fram- leiðslu. Líklegt þykir að Magnum eigi að leysa af hólmi Chrysler 300M sem hefur verið til sölu í Evrópu. DaimlerChrysler ætlar að auka mjög úrval af bílum frá Chrysler-armi fyrirtækisins í Evr- ópu og líklegt þykir að Magnum verði boðinn í álfunni undir heitinu 300N. Í Magnum-hugmyndabílnum er 5,7 lítra, V8 vél en í framleiðslu- gerðinni verður öllu hógværari afl- rás. Margt í bílnum sýnir í hvaða átt fyrirtækið er að fara með bíla sína. Magnum fær t.a.m. fjöðrunarkerfið, sjálf- skiptingu og stýris- búnaðinn beint frá Mercedes-Benz E, sem nýlega kom breyttur á markað. Þetta er fimm dyra bíll og afturhlerinn er stór og með góðu að- gengi að farangurs- rýminu. Að innan er mikið af leðri og burstuðu áli og sömu- leiðis er burstað ál á framstuðaran- um og í hliðarlistum bílsins. Enn er þó óljóst hvort bíllinn verði mark- aðssettur í Evrópu sem Dodge eða Chrysler, en DaimlerChrysler íhugar nú að hefja markaðssókn í álfunni með Dodge-merkið. Annar Dodge sem vakti athygli í Detroit er næsta kynslóð Durango- jeppans. Sala hefst á þessum stóra jeppa í nýrri gerð í Bandaríkjunum í árslok. Að innan er mikið af leðri og burstuðu áli. Magnum SRT-8 Líklegt þykir að Magnum verði boðinn í álfunni undir heitinu 300N. SJÁLFSKIPT útgáfa af þriðju kynslóð Opel Vectra er nú komin til landsins, en tvær beinskiptar útgáfur voru kynntar hjá Bíl- heimum í október á síðasta ári. Sjálfskipta Vectran er með 2,2 lítra bensínvél í tveimur gerðum, Comfort og Elegance. Verðið á þessum bíl er tæplega 2,5 millj- ónir króna. Meðal búnaðar í Comfort- bílnum verða 16 tomma felgur, átta öryggisloftpúðar, loftkæld miðstöð, rafmagn í rúðum og speglum, útvarp/geislaspilari með fjarstýringum í stýri og margt fleira. Búnaður Elegance- útgáfunnar verður auk þess sem er í hinum bílnum, 16 tomma ál- felgur, krómlistar í kringum glugga, ljóskastarar á framstuð- ara, leðurklætt stýrishjól, samlitir hurðarhúnar, rafmagn í aftur- rúðum, upphituð sæti, hraðastill- ar, aksturstölva og fleira. Fyrir utan nýtt útlit þá hefur nýi Opel Vectra-bíllinn stækkað verulega frá því sem áður var og skilar það sér einkum í auknu far- þegarými. Jafnframt hefur hann mælst hljóðlátari en eldri gerðin. Eins og fram kemur, er um tvær gerðir að ræða, staðaútgáf- an verður Vectra Comfort með 1,8 líta vél, en Vectra Elegance er með stærri vélinni, 2,2 lítrum. Þrátt fyrir nokkurn mun á stað- albúnaði geta viðskiptavinir ráðið nokkru um búnað bíla sinna, þannig verður hægt að fá Vectru Elegance með minni vélinni svo dæmi sé tekið. Bíllinn er nú þegar til sýnis hjá Bílheimum. Nýja sjálfskipta Opel Vectran. Nýja Vectran komin sjálfskipt BÍLVOGUR EHF. • AUÐBREKKU 17 • 200 KÓPAVOGI Sími 564 1180 • GSM 898 7130 • Netfang: bilvogur@binet.is Hyrjarhöfða 7, sími 567 8730 LAKKVÖRN Á BÍLINN Nýbýlavegi 10 og 32 • Kópavogi • S: 554 2510 - 554 2590 Tjónaviðgerðir á öllum tegundum bíla TOYOTA ÞJÓNUSTA Bæjarflöt 5 112 Reykjavík S. 577 7774 892 7774 Bílaréttingar - Bílamálun - Bílaleiga SMÁAUGLÝSINGAR Aðeins 1.689 kr. án myndar og 2.948 kr. með mynd. Við myndum bílinn fyrir þig. Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins. Sími 569 1111 eða augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.