Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F SÍMAR EFTIRLIT SKIP Síminn hefur tekið í notkun MMS-þjónustu, sem gerir mögulegt að senda myndir og hljóð milli farsíma. Viðtal við Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Fjár- málaeftirlitsins, um störf stofnunarinnar. Ráðgarður Skiparáðgjöf ehf. er um þessar mundir að hanna frysti- togara fyrir portúgalska útgerð. MMS/4 UPPBYGGINGU/6 HÖNNUN/12 PHILIP Green, Deutsche Bank, stjórnendur Arcadia og fleiri geta stað- fest að húsleit ríkislögreglustjóra hjá Baugi á síðasta ári varð til þess að upp úr samstarfi Baugs og Philip Green um kaup á verslunarkeðjunni Arcadia slitn- aði, sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Philip Green keypti verslunarkeðj- una sjálfur án þátttöku Baugs. Ekki liggur fyrir niðurstaða í rannsókn ríkislögreglustjóra en starfsmenn efna- hagsbrotadeildar gerðu húsleit hjá Baugi og höfuðstöðvum verslunarkeðjunnar SMS í Færeyjum, sem Baugur Group er helmingshluthafi í. Húsleitin var gerð í kjölfar kæru Jóns Geralds Sullenberg- ers, eiganda Nordica-heildsölunnar í Bandaríkjunum, á hendur forsvarsmönn- um Baugs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Jón Ásgeir teldi að Baugur hefði orðið af 31 milljarði króna vegna þessa. Fyrir liggi að hægt hefði verið að greiða upp þann hluta Arcadia sem Baugi var ætl- aður, sem var um helmingurinn, á örfá- um mánuðum. Í grein blaðsins er vitnað í grein í Financial Times frá því fyrir síð- ustu helgi þar sem greint var frá því að Green hefði nú þegar geitt niður tæpa 45 milljarða íslenskra króna af láni upp á 102 milljarða sem hann tók vegna kaup- anna í lok ágúst í fyrra. Jón Ásgeir sagði í samtali við Morg- unblaðið að það sé hluthafa Baugs að ákveða hvort þeir sæki rétt sinn í þessu máli. Þeir hafi orðið fyrir stórkostlegu tjóni. Hann segir að ríkislögreglustjóri hafi farið inn á skrifstofur Baugs í leit að gögnum vegna meints fjárdráttar stjórn- enda félagsins frá hluthöfunum. Millj- arða hagsmunir hafi hins vegar verið eyðilagðir með þeim aðgerðum. Meint fórnarlömb, þ.e. hluthafarnir í Baugi, hafi því orðið að algjörum fórnarlömbum. V I Ð S K I P T I Hluthafar Baugs ráða ferðinni Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, segir að félagið hafi orðið af 31 milljarði króna vegna húsleitar ríkislög- reglustjóra ÁFRÝJUNARNEFND sam- keppnismála hefur staðfest ákvörðun samkeppnisráðs um að ekki sé tilefni til aðgerða vegna viðskiptahátta Sementsverk- smiðjunnar hf. á Akranesi. Fyrirtækið Aalborg Portland Ísland hf. sendi kæru til Sam- keppnisstofnunar fyrir tæpu ári þar sem það vildi að kannað yrði hvort Sementsverksmiðjan (SV) hefði brotið gegn góðum við- skiptaháttum í skilningi sam- keppnislaga. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu í október sl. að þrátt fyrir mikla markaðshlutdeild á íslenskum sementsmarkaði þá væri háð miklum vafa að hægt væri að meta Sementsverksmiðjuna sem markaðsráðandi. Því var ekki tal- in ástæða til að aðhafast frekar í málinu. Aalborg Portland Ísland hf., sem flytur inn sement til landsins, kærði þessa ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála, sem nú hefur skilað sín- um úrskurði. Í niðurstöðum áfrýjunarnefnd- ar segir m.a.: „Markaðshlutdeild SV er með þeim hætti að jafn- gilda myndi markaðsráðandi stöðu við flestar aðstæður eftir hefðbundnum viðmiðunum. Hins vegar fer ekki á milli mála að að- staðan á sementsmarkaði hér á landi er sérstök eins og nú er háttað, ekki síst með hliðsjón af því að kaupendur eru örfáir að því er varðar stærsta hluta vör- unnar. Hefur þetta óhjákvæmi- lega mikil áhrif á mat þess, hvort um markaðsráðandi stöðu sé að ræða eða ekki.“ Samkeppnisyfirvöld snúast í hringi Bjarni Óskar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Aalborg Portland á Íslandi, er ósáttur við niður- stöðu áfrýjunarnefndar. „Þetta er skondin niðurstaða í ljósi þess að SV var með um 80% markaðs- hlutdeild á þeim tíma sem um er rætt. Benda má á að í maí á síð- asta ári komst Samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að SV væri í markaðsráðandi stöðu, þegar kæra SV á hendur okkur var tek- in fyrir. Þannig hafa samkeppn- isyfirvöld farið í hringi, eru í raun búin að snúa við mati sínu á nokkrum mánuðum án þess að nokkuð markvert hafi gerst á tímabilinu. Í skjóli þess að um ríkisfyrirtæki er að ræða þá virð- ist það vera vilji iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem fer með málefni SV auk m.a. samkeppnis- mála, að beina þarna inn hundr- uðum milljóna af almannafé til að niðurgreiða sement. Fram hefur komið að verksmiðjan var rekin með u.þ.b 230 milljóna króna tapi árið 2001 og upplýst hefur verið að mikill taprekstur hafi verið á árinu 2002,“ segir Bjarni. Engin ákvörðun um framhaldið SV keypti ráðandi hlut í Ein- ingaverksmiðjunni, sem var einn af viðskiptavinum Aalborg, á haustmánuðum. Með því segir Bjarni að SV hafi fært viðskipti við fyrirtækið yfir til sín. „Það skýtur skökku við ef aðilar sem eru að berjast á sementsmark- aðnum geta keypt þessa örfáu kaupendur sem eru forsenda þess að staða þeirra sjálfra telst ekki markaðsráðandi,“ segir Bjarni og bendir einnig á að ríkið hafi samþykkt að kaupa lóð af sjálfu sér, lóð SV við Sævarhöfða fyrir líklega hundruð milljónir króna sbr. afgreiðsla fjárlaga vegna ársins 2003. Bjarni segir stjórn Aalborg ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvert framhaldið verði. Hann segir að næsta skref myndi vera að fara með málið fyrir dómstóla. „Það er til skoðunar hvað við gerum. Við erum orðin leið á þessum málaferlum en verðum að skoða hvað rétt er að gera í framhaldi af þessum síðasta úr- skurði.Hann er staðfesting á því að ríkisvaldið virðist komast upp með að halda þessum niður- greiðslum áfram,“ segir Bjarni. Sérstakar aðstæður á sementsmarkaði hér Ekki tilefni til aðgerða vegna viðskiptahátta Sementsverksmiðjunnar á Akranesi Morgunblaðið/Þorkell  Miðopna: Uppbyggingu eftirlitsins lýkur aldrei

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.