Morgunblaðið - 24.01.2003, Síða 42

Morgunblaðið - 24.01.2003, Síða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss og Gissur fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Rán kom í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan, kl. 13.30 bingó. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 böðun, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 hár- greiðslustofan opin, að- stoð við böðun, og opin handavinnustofa, kl. 11.15 hádegismatur, kl. 15 kaffiveitingar. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs o.fl., kl. 9.30 gönguhópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göng- unni, allir velkomnir, kl. 14 brids og almenn spilamennska. Korpúlfar, Grafar- vogi, samtök eldri borgara.Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á föstudögum kl. 14. Ný- ir félagar velkomnir. Upplýsingar gefur Þráinn í síma 545 4500. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 11.30 há- degisverður, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil kl. 14.30 kaffiveitingar. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt og brids kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Laugardagur 25. janúar: Heilsa og ham- ingja“ kl. 13.30 í Ás- garði, Glæsibæ. Erindi flytja: Hannes Péturs- son yfirlæknir um „geðklofa“ og Jóhann Axelsson prófessor um „vetraróyndi“. Allir velkomnir. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband eftir hádegi, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14. kóræfing. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 9.15 vefnaður, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistahóp- ur, kl. 10 ganga. Kl. 14– 15 söngur. Bóndakaffi í Gullsmára. Konum bent á að bjóða bónda sínum í pönnukökur og súkkulaði á bóndadag- inn í dag kl. 15. Hraunbær 105. Kl. 9 baðþjónusta, handa- vinna, útskurður, fóta- aðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10–11 kántrídans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30– 14.30 sungið við flyg- ilinn, kl. 14–15 félags- ráðgjafi á staðnum, kl. 14.30–16 dansað í kaffi- tímanum við lagaval Halldóru. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerðir, kl. 11.30 matur, kl. 12. 30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fann- borg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugardög- um. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105, nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Þorrablót verður laugardaginn 1. febrúar á Catalínu, Hamraborg 11. Uppl. s 696 2193, 867 1135, 896 3965. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl.13–15 á Loftið í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leik- föng og dýnur fyrir börnin. Í dag er föstudagur 24. janúar, 24. dagur ársins 2003. Bóndadag- ur. Orð dagsins: Ver eigi fjarri mér, því að neyðin er nærri, og enginn hjálpar. (Sálm. 22, 12.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI fagnar eindregið skel-eggri framgöngu íslenzkra stjórnvalda, sem nú hafa byrjað að sekta óheiðarlega ferðamenn, sem koma með hrátt kjöt, t.d. útlenda skinku og pylsur og illa merkta osta, sem gætu verið úr ógerilsneyddri mjólk, með sér til landsins í farangri sínum. Víkverja finnst kominn tími til að hart sé tekið á þessum inn- flutningi, sem stofnar heilsu og nátt- úrulegum yfirburðum íslenzkra bú- fjárstofna í hættu. En Víkverja þykir þó ekki nóg að gert. Enn eru talsverðar gloppur í því kerfi, sem á að verja heilsu íslenzks búfénaðar. x x x TIL að mynda flytur varnarliðið áKeflavíkurflugvelli inn sína eigin matvöru og Víkverja skilst að ís- lenzk yfirvöld séu ekkert að setja út á að þar komi t.d. hrátt kjöt inn í landið. Um daginn vitnaðist að hundur, sem varnarliðið hefur sér til halds og trausts, hefði ekki þurft að fara í sóttkví í Hrísey eins og aðrar innfluttar skepnur. Yfirdýralæknir sagði aðspurður um þetta hér í blaðinu, að þetta væri nú í lagi af því að hundurinn væri undir heraga. Ætli hráa kjötið á varnarsvæðinu sé líka undir heraga og aldrei hleypt út fyrir girðingu? Víkverji er hræddur um ekki. Hvað ef það slys ætti sér nú t.d. stað að varnarliðsmenn færu í lautarferð utan varnarsvæðis og gæf rolla reyndi að sníkja sér bita af nestinu þeirra? Hvað ef hún fengi skinkubrauðsneið? Víkverji hefur af þessu miklar áhyggjur. x x x ÖNNUR gloppa í kerfinu er auð-vitað undanþága erlendra sendi- ráðsmanna frá farangursskoðun, en samkvæmt lögum og alþjóðasátt- málum má ekki leita í farangrinum þeirra nema „gildar ástæður“ séu til að ætla að í farangrinum séu t.d. vörur, sem lúta sóttvarnarreglum. Víkverja skilst að þetta þýði að hrá- ar nautatungur verði nánast að lafa út úr ferðatöskum diplómata til þess að leitað sé í þeim. Þetta er auðvitað engan veginn nógu gott og verður að setja einhvern veginn undir þennan leka. Sennilega þarf að meðhöndla rusl frá sendiráðum og jafnvel heim- ilum sendiráðsmanna sérstaklega til að gæta þess að óæskilegar mat- vörur komist ekki út á meðal ís- lenzks fénaðar. x x x VÍKVERJI hefur heimildir (aðvísu allsendis óstaðfestar) fyrir því að yfirdýralæknisembættið hyggist bregðast við með útgáfu tveggja upplýsingabæklinga, „Smit- varnir í sendiráðum“ og „Sóttvarn- arliðið á Miðnesheiði“. Verði gamalli hugmynd Víkverja, um að þjálfa upp sérstaka hunda til að leita að ostum og skinku í farangri ferðamanna í Leifsstöð, jafnframt hrint í fram- kvæmd ætti varnarmúrinn um ís- lenzku dýrin að vera orðinn sæmi- lega heldur. Morgunblaðið/Ásdís Hættulegt! ÁÐUR hvessti og lægði, nú bætir í vind og dregur úr vindi. Hvað veldur þessari breytingu á tungutaki veð- urfræðinga? Þórður frá Vallnatúni, safnvörður í Skógum, gaf út stórmerka bók um veðurfar. Þar er ótrúlegur fjöldi orða sem veðurfræðingar og frétta- menn ættu að kunna skil á. Hvað veldur því að erlend- ar veðurstofur minnast aldrei á Ísland í veður- fregnum sínum? Það sýnir afskiptaleysi íslenskra veð- urfræðinga og stjórnvalda að hvorki Sky-sjónvarps- stöðin né CNN birta veð- urfregnir héðan. Hvað eru nú stórkarlalæti ráðherra, forstjóra, sendiherra og þeirra sem sífellt sitja ráð- stefnur og staðhæfa að Ís- land megi sín mikils? Væri ekki ráð að stjórnvöld beindu tilmælum til þess- ara áhrifamiklu stöðva að þær taki íslenska storma og stórviðri inn á veðurkort sín? Hitastigið mætti fylgja. Pétur Pétursson þulur. Áhyggjur MIG langar að vekja at- hygli á grein í DV hinn 16. janúar sl. Þar koma fram áhyggjur Hákonar Aðalsteinssonar, skógarbónda og skálds, vegna Kárahnjúkavirkjun- ar og ósvaraðra spurninga varðandi bæði náttúruna og það þegar svo stórt fyrir- tæki sem Alcoa er að nema land á okkar litla Íslandi. Björg. Fróði og félagar – Áskorun ÉG vil hér með skora á Rík- issjónvarpið að endursýna teiknimyndirnar sem heita Einu sinni var … Fyrir þá sem ekki muna þá fjölluðu þessir þættir um Fróða og félaga sem sáu um að stjórna líkamanum. Þetta allt með veirurnar og hvað gerðist þegar bein brotnaði og þegar maður fékk hita og svona. Þessir þættir hafa gífurlegt fræðslugildi og hafa allir gaman af þessu, bæði börn sem full- orðnir. Mig langar mjög til þess að sjá þessa þætti aft- ur í sjónvarpinu því þeir voru mjög skemmtilegir. Með von um góð við- brögð. Ein áhugasöm. Tapað/fundið Eyrnalokkur tapaðist EYRALOKKUR með tveimur svörtum steinum tapaðist 17. janúar sl. í Lionshúsinu, Auðbrekku 25, Kóp. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 554- 0345. Ýmislegt í óskilum Í MIÐASÖLUNNI á Hlemmi er ýmislegt dót í óskilum svo sem gleraugu, veski, lyklakippur og margt fleira. Hægt er að nálgast hlutina á afgreiðslutíma miðasölunnar sem er frá kl. 8–20 virka daga og frá kl. 12–20 laugardaga og sunnudaga. Dýrahald Nebbi er týndur NEBBI hefur ekkert sést síðan laugardaginn 18. jan- úar sl. og er hans sárt sakn- að. Hann er 9 mánaða gelt- ur fress, með eyrnamerk- inguna 02G277 og býr í Hólmatúni 35, Álftanesi. Nebbi er brúnbröndóttur með hvíta bringu og hosur. Hann er græneygður og með hvíta blesu upp með nefinu vinstra megin og er mjög blíður og góður kisi. Hann gæti hafa lokast inni einhvers staðar, vinsamleg- ast kíkið í bílskúra og geymslur. Þeir sem hafa séð til hans vinsamlegast látið vita í síma 692-6670 eða 896-0310. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Íslenskir storm- ar og stórviðri LÁRÉTT 1 vinnumenn, 8 hæðin, 9 huldi, 10 veiðarfæri, 11 kom í verð, 13 þverneita, 15 korntegundar, 18 hugsun, 21 spil, 22 suða, 23 baktala, 24 tíbrá. LÓÐRÉTT 2 geðvond, 3 kunn- ingsskapur, 4 rjúfa, 5 sakaruppgjöf, 6 elds, 7 sjávardýr, 12 atorku, 14 fáláta, 15 nirfill, 16 gjald- gengi, 17 endurtekning, 18 úttroðin, 19 snákur, 20 svelgurinn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hlemm, 4 björg, 7 afmán, 8 líran, 9 ill, 11 part, 13 gróa, 14 eldur, 15 böll, 17 ábót, 20 kar, 22 gettu, 23 umtal, 24 renni, 25 lærir. Lóðrétt: 1 hlaup, 2 eimur, 3 máni, 4 ball, 5 ögrar, 6 gunga, 10 lydda, 12 tel, 13 grá, 15 bögur, 16 látún, 18 bítur, 19 telur, 20 kuti, 21 rusl. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Morgunblaðið/Golli     Eftir að niðurstöður úrprófkjöri Samfylking- arinnar í nóvember lágu fyrir var ekki annað að sjá en að forystumenn flokksins væru ánægðir með úrslitin. Formaður flokksins, Össur Skarp- héðinsson, sagði Sam- fylkinguna koma sterka út úr prófkjörinu. Össur sagði þingflokkinn vera að uppskera fyrir störf sín.     Á þeim vikum sem liðn-ar eru frá prófkjör- inu hafa hins vegar flest- ar fréttir í fjölmiðlum af Samfylkingunni snúist um tilraunir til að breyta niðurstöðum prófkjörs- ins. Fulltrúar þingflokks- ins frækna verða raunar á sínum stað en að öðru leyti virðist sem þeir er þátt tóku í prófkjörinu geti ekki gengið út frá því sem vísu að fá að vera með á listanum. Fyrst var Ingibjörg Sólrún fengin til að taka fimmta sætið á lista í Reykjavík norður og tek- in ákvörðun um að gera hana að sérstöku for- sætisráðherraefni. Nú hefur Samfylkingin dregið upp enn eitt trompið, Ellert B. Schram, fyrrum þing- mann Sjálfstæðisflokks- ins. Til þess að koma Ell- erti fyrir varð að draga til baka loforð um sæti til annars fulltrúa Samfylk- ingarinnar.     Ellert, sem sá raunarástæðu til þess fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar að ítreka í blaðagrein að „mitt at- kvæði verður á sínum stað“, ætlar hins vegar ekki að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir síðustu þingkosningar gældi hann við framboð fyrir Frjálslynda flokkinn en tók að lokum ákvörð- un um að vera áfram í Sjálfstæðisflokknum. „Þrennt hefur þar ráðið mestu. Í fyrsta lagi er ég flokksbundinn sjálfstæð- ismaður og hef enga löngun til að fara í fram- boð fyrir annan flokk enda þótt ég treysti mér ekki til að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í þessum kosningum að óbreyttri stefnu. Í öðru lagi hef ég áður setið á þingi og hef ekki haft metnað til að fara þangað aftur. Ég hef talið þeim kafla í lífi mínu lokið. Í þriðja lagi er ég oddviti stórrar almanna- hreyfingar, íþróttahreyf- ingarinnar, og hef ekki talið það henta hags- munum hennar að ég sé að vasast í flokkspólitísku framboði,“ sagði Ellert við Morgunblaðið í mars 1999.     Málið er allt hiðskrautlegasta. Sam- fylkingin fær nú í fram- boð forseta ÍSÍ, sem telur það ekki henta hags- munum samtakanna að „vasast í flokkspólitísku framboði“ og er jafn- framt flokksbundinn sjálfstæðismaður en telur það raunar vera „algjört aukaatriði í sínum aug- um“. Hvað næst? STAKSTEINAR Aukaatriði á borð við flokksaðild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.