Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 4 . J A N Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  INGI 26 BINGÓ!/2  ÞORRAMATURINN ÞJÓÐLEGI/3  ÍSLENSK FLÍK ENGRI LÍK/4  SAMSTARF NEMA LHÍ OG HR – HUGMYNDARÍKIR HÓPAR/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  B ÓNDADAGUR er í dag, fyrsti dagur þorra. Dagurinn hefur í sjálfu sér enga sérstaka þýð- ingu í huga karla nú til dags, nema ef vera skyldi að eig- inkonan eða unnustan færði þeim blómvönd í tilefni dagsins. Sá ágæti siður mun hafa hafist um og eftir 1980, líklega í tengslum við vaxandi jafnréttisumræðu, því frá því um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hefur það tíðkast að karlar færi konum sínum blóm á konudaginn, fyrsta dag góu. Í íslensku bændasamfélagi hér fyrr á öldum var þorrinn tileink- aður húsbóndanum, en góa hús- freyjunni, og í gömlum heimildum má finna frásagnir um sérstakar at- hafnir sem tengdust bóndadegi. Um þetta segir meðal annars í þjóð- sagnasafni Jóns Árnasonar: „Þess vegna var það skylda bænda „að fagna þorra“ eða „bjóða honum í garð“ með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðr- um bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta hét „að fagna þorra“. Reyndar segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, í riti sínu Saga daganna, að heimildum beri ekki alveg saman um hvort það er hús- freyjan eða húsbóndinn sem bjóði þorra inn. Í þeirri eldri er það hús- freyjan, en í hinni yngri er það hús- bóndinn. „Eldra viðhorfið fær stuðning í sumum þorrakvæðum, til dæmis vísum um „kallinn Þorra“ frá árinu 1744 eftir síra Benedikt Jónsson úr Bjarnanesi. Þar hvetur hann hverja snót til að taka með blíðuhótum á móti Þorra. Ein vísan er á þessa leið: Konur allar kveð ég þess, kasti á palla og búi sess. So má falla, ef syngið vess, sjálfur kallinn verði hress. Árni Björnsson segir ennfremur að sami meiningarmunur hafi verið þekktur meðal núlifandi fólks, þar sem um nokkra svæðaskiptingu væri að ræða á þá lund að á landinu norðvestanverðu, frá Borgarfirði til Skagafjarðar fylgdi meirihluti eldra dæminu, að konan eigi að taka á móti þorra, en á Suðurlandi væri því öfugt farið. „Þessi munur er samt meira í orði en á borði því niðurstaðan er hin sama,“ segir Árni. „Hvort sem húsfreyja eða húsbóndi tekur á móti þorra þá er það einkum bónd- inn sem nýtur gæðanna hvar sem er á landinu. Hann fær besta kjötbit- ann (nýrnastykki, síðu, bringubita), ellegar brauð, kökur eða lummur eru skammtaðar öllum nema hon- um, sem fær að borða ómælt. Marg- ir geta þess einnig að honum sé fært í rúmið um morguninn, jafnvel að þetta sé frídagur bóndans.“ svg@mbl.is Þorramaturinn þjóðlegi Berlæraðir á bóndadegi 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.