Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 3

Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 B 3 FYRIR rúmum fjötutíu ár-um, 6. febrúar 1958, birtiMorgunblaðið frétt þarsem segir meðal annars: „Nú á síðasta aldarfjórðungi hafa ýmis átthagafélög tekið upp þann sið að hafa þorrablót og láta bera þar á borð íslenskan mat, verkaðan að forn- um hætti: reyktan, súrsaðan og mork- inn. Matur sá, sem þarna hefur verið á borðum, hefur verið torfenginn ella, og hefur það verið sælkerum bæjar- ins nokkurt áhyggjuefni. Má reyndar telja fullvíst, að átthagafélag Stranda- manna og önnur slík samtök séu góð- ur félagsskapur, en ekki er til þess ætlast, að þar komi aðrir en þeir, sem geta rakið ættir sínar í viðkomandi héruð, svo að ýmsir hafa ekki átt þess neinn kost að snæða það góðmeti, sem hér um ræðir. Hinn hugkvæmi veitingamaður í Nausti við Vestur- götu, Halldór Grön- dal, hefur nú gert ráðstafanir til að hér verði bót á ráðin. Frá og með deginum í dag geta menn fengið þar í veitingahúsinu sér- staklega tilreidda ís- lenska máltíð, en þar sem allmikið þarf fyr- ir öllum undirbúningi að hafa verður ekki unnt að selja matföng þessi nema keypt sé máltíð handa þremur saman hið fæsta. Maturinn verður reiddur fram í trogum. Hafa þau verið smíðuð sér- staklega fyrir veitingahúsið eftir trogi í Þjóðminjasafninu...“ Samkvæmt heimildum bauð Naustið meðal annars upp á súr svið, lundabagga, hangikjöt, súrsaða hrútspunga, hákarl, bringukolla, glóðarbakaðar flatkökur og rúgbrauð með smjöri, svo nokkuð sé nefnt. Mæltist þetta vel fyrir og landfleyg varð vísa, sem Helgi Sæmundsson orti af þessu tilefni og Naustið notaði síðan öðru hvoru í auglýsingum: Inni á Nausti aldrei þver ánægjunnar sjóður. Þorramaturinn þykir mér þjóðlegur og góður. Víst er að framtak veitingamanns- ins í Naustinu varð til að festa í sessi þann sið að „blóta þorra“ með matar- og drykkjuveislum á þessum árstíma og er siðurinn enn í hávegum hafður þótt á síðustu árum hafi þeim fjölgað sem harðneita að leggja sér þennan mat til munns. Í frétt Morgunblaðsins hér að framan er tal- að um „íslenskan mat, verkaðan að fornum hætti: reykt- an, súrsaðan og morkinn.“ Þar er ennfremur talað um „góðmeti“. Ekki er víst að forfeður okkar hefðu samþykkt það orðalag. Miklu frem- ur er líklegt að þeir hafi kviðið því að þurfa að „þreyja þorrann og góuna“ með þessu fæði, sem var tilkomið af illri nauðsyn. Aðrar geymsluaðferðir á matvælum voru ekki fyrir hendi. Skiptar skoðanir Þeirri staðreynd verður hins vegar ekki haggað að margir nútímamenn hafa talið sér trú um að þorramatur- inn sé bæði „þjóðlegur og góður“ eins og Helgi Sæm. orðaði það. Hér verð- ur ekki reynt að bera brigður á þá skoðun manna. Hins vegar er freist- andi að rifja upp andstæðar skoðanir, sem meðal annars má lesa um í ágætri grein sem einn af matgæðing- um Morgunblaðsins, Steingrímur Sigurgeirsson, ritaði í blaðið á þorra árið 1995 undir yfirskriftinni: Þetta er ógeðslegt. Í grein sinni segir Stein- grímur meðal annars: „Gamlar hefðir þurfa ekki endilega að vera góðar. Sumar eru þess eðlis að þær mættu vel falla í gleymsku. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að ég til- heyri mjög fámennum minnihluta þessarar þjóðar þegar ég held því fram að þorramatur sé slík hefð.“ Steingrímur gerir síðan stuttlega grein fyrir því hvers vegna þorramat- urinn fær magann á honum til að herpast saman og segir meðal annars: „Útlit. Það skiptir miklu máli hvernig maturinn lítur út. Fagur- grænt grænmeti, blóðrautt nautakjöt eða litríkir ávextir endurspegla fersk- leika. Það gerir þorramaturinn ekki. Hann er litlaus, náfölur, grár og gugginn og hefur yfir sér skemmt og óheilbrigt yfirbragð.“ Um ilminn af matnum segir Stein- grímur: „Þorramatur ilmar ekki. Það er af honum óþefur. Hrútspungar, súrt slátur og annað af því tagi lyktar líkt og mjólkurvara sem gleymdist í ísskápnum áður en maður hélt í langt frí til útlanda. Skápurinn bilaði degi síðar og það kom hitabylgja. Annar þorramatur, s.s. hákarl, minnir af- ur á móti einna helst á einhver efni sem hægt væri að nota ef salernið stíflaðist.“ Ekki er Steingrím- ur hrifnari þegar kemur að bragðinu: „Það er nautn að finna bragðið af góð- um mat. Þorramatur bragðast hins vegar þannig að menn sjá sig tilknúna til að skola því burtu með brennivíni. Miklu brennivíni og helst áður en þeir finna bragðið.“ Um menningarlega þáttinn segir Steingrímur: „Hver er menningin á bak við vinsældir þorramatarins? Ég held að hluti skýringarinnar sé að hann höfði til frumeðlisins, einhverrar víkingataugar í þjóðarsálinni. Eitt af því helsta sem skilur manninn frá dýrunum er siðmenningin við matar- borðið. Í þorraveislu er hægt að strika þá siðmenningu út með einu penna- striki, grípa sviðakjamma með hönd- unum, plokka út augun með puttun- um, ropa, kneyfa öl og hafa hátt. Mannasiðir verða afkáralegir í þessu umhverfi.“ Annar matarsérfræðingur Morg- unblaðsins, Kristín Gestsdóttir, vill hins vegar gera gott úr þessu og í þætti sínum Matur og matgerð 1997, setur hún fram hugmyndir um „þor- rasnakk“ og „þorraskyi“, sem fylgir hér með, lesendum til gamans og aðdáendum þorrablóta og þjóðlegra hefða til uppörvunnar. Þorramaturinn þjóðlegi Ungir Íslendingar á þorrablóti erlendis. Af viðbrögðum stúlkunnar lengst til hægri má ráða að henni finnist lyktin af hákarlinum miður góð. Auglýsing frá Naustinu frá því um 1960. svg@mbl.is Harðfiskurinn hefur lengi verið viðurkennt snakk, en skemmti- legt er að klippa hann með skær- um í ferkantaða litla bita. Hákarl þekkja allir unnendur þorramatar, en hann er líka við- urkennt snakk. Stingið tann- stönglum í bitana. Súran hval má skera í litla ten- inga og stinga tannstönglum í. Hangikjöt má skera í teninga og stinga tannstönglum í. Sviðasultu, blóðmör og lifr- arpylsu má skera í teninga, setja tannstöngla í og borða eins og það kemur fyrir eða dýfa í þunna, súra ídýfu. Sjá hér á eftir. Hrútspunga má líka skera í teninga, stinga tannstönglum í og dýfa í áðurnefnda ídýfu. Laufabrauðsdeig má skera undan glasi og búa til lítil laufa- brauð. Flatbrauðsdeig má líka skera undan glasi og búa til lítil flat- brauð, eða skera hið keypta í litla geira. Rófur má sjóða (ekki of lengi), skera í teninga og setja með slátrinu, sviðunum, hangikjötinu og og hrútspungunum. Hráar rófur, hráar gulrætur og hrátt hvítkál má skera í þunn- ar sneiðar eða ræmur og dýfa í þykka ídýfu. Sjá hér á eftir. Þunn ídýfa Helmingi meira er notað af mat- arolíu en sítrónusafa. t.d. 1 dl sítrónusafi og 2 dl matarolía. Steinselja er klippt út í og allt sett í hristiglas og hrist vel. Sós- an þykknar þegar sítrónusafinn og matarolían blandast saman. Þykk ídýfa 1 dós sýrður rjómi 1 msk. mæjonsósa 2 tsk. tómatsósa 1–2 tsk. sætt relish eða annað hliðstætt 2 skvettur af tabaskósósu salt milli fingurgómanna Allt hrært saman og sett í skál. Hrært skyr 1 dós óhrært skyr í ferköntuðum dósum. (Það er hið upprunalega skyr.) 1–2 msk. sykur eða meira ef vill 1–1½ dl mjólk Allt hrært vel saman, helst í hrærivél. Borðað með rjóma- blandi eða tómum rjóma. Jarðarberjaskyr – búðingur 1 stór dós jarðarberjaskyr 1 lítil dós hreint skyr 2 egg 1 peli rjómi 1 pk. jarðarberjahlaup frá Toro 2 dl sjóðandi vatn 1. Leysið hlaupduftið upp í helmingi minna sjóðandi vatni en stendur á pakkanum. Kælið án þess að hlaupi saman. 2. Hrærið saman jarðarberja- skyrið, hreina skyrið og eggin, setjið kalt hlaupið út í. 3. Þeytið rjómann og setjið saman við. Hellið í skál og látið stífna. Þorrasnakk og þorraskyr Að hætti Kristínar Gestsdóttur MARBERT www.forval.is NÝTT NÝTT MARBERT eru sérfæðingar í farða, og hefur nú rannsóknarstofu MARBERT tekist að búa til nýja tegund farða sem sameinar kosti allra annarra farða sem þú hefur áður kynnst. Það er blautt viðkomu líkt og kökufarði en matt líkt og púðurfarði. Anti-age Compact Powder Foundation er fyrir allar húðgerðir. Þökk sé þeirra sérstöku vítamínbættu og kremkenndu, en þó 100% olíulausu formúlu, mattar það feita og blandaða húð og nærir þurra. Það endist vel á húðinni og jafnar út misfellur. Áhrifin eru einstök. Silkimött en jafnframt geislandi áferð og húðin verður mjúk og vel varin. Þessi einstaka nýjung frá MARBERT inniheldur vörn 15. Líttu við á næsta MARBERT útsölustað og prófaðu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.