Morgunblaðið - 24.01.2003, Side 4

Morgunblaðið - 24.01.2003, Side 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ en – east and north 1.–3. Þau einkenni, sem höfðuðu mest til mín, voru hin mikla og frumlega notkun á skinnum með mis- munandi efnum sem má rekja til þjóðlegra menn- ingaráhrifa (indjána, kúreka, víkinga, inka). Einnig glæsilegir og litskrúðugir kyrtlar og flíkur, sem endurspegla forna og dularfulla menningarheima, t.d. rússneska keisaratímabilið. Austurlenskra og arabískra áhrifa gætir áfram í efnis- og litavali. 4. Þær klæða sig eins margbreytilega og þær eru margar. Þær vilja ráða sér sjálfar, en hafa það sammerkt að vilja vandaðan, þægilegan og þokka- fullan klæðnað. 5. Já, til Sviss og Noregs. Skinn hefur verið Sigríði Sunnevu Vigfús-dóttur hugleikinn efniviður allar götur fráþví hún stundaði nám í fatahönnun við Poli- moda-skólann í Flórens á Ítalíu. Þar syðra kynntist hún ítölskum umboðsaðila, sem seldi löndum sínum skinn, sem þeir síðan saumuðu úr hágæðatískuf- líkur og hirtu ekki um að geta þess að skinnið væri íslenskt. „Ég ákvað að sérhæfa mig í hönnun úr skinnum, enda óvíða hægt að fá hágæðaskinn eins og frá Skinnaiðnaði á Akureyri og Loðskinni og Sjáv- arleðri á Sauðárkróki,“ segir Sigríður Sunneva sem skiptir jöfnum höndum við þessi þrjú fyr- irtæki. Hún lauk námi 1992, starfaði síðan sem fata- hönnuður á Ítalíu um tveggja ára skeið áður en hún tók til óspilltra málanna við að hanna, sníða og sauma úr skinni hér á Fróni. Til skamms tíma var hún á Akureyri þar sem hún hannaði undir merkinu Sunneva design, en frá því hún flutti suð- ur hefur hún rekið verkstæði við Skúlatún. „Núna hanna ég líka undir merkinu en, sem stendur fyrir East and North, eða austur og norður. Þessi hönn- un er frábrugðin Sunnevu design að því leytinu að skinnflíkurnar eru prýddar austurlenskum vefnaði, annaðhvort úr silki eða bómull. Undir þessu merki hanna ég líka púða, teppi, húsgagnaáklæði og sitt- hvað fleira til híbýlaprýði,“ segir Sigríður Sunn- eva. Jakkinn, sem Pálína Jónsdóttir er í, er dæmi- gerður fyrir nýju línuna. Að framan er aust- urlenskur vefnaður, en annars er hann úr lambs- skinni með áprentuðu og plöstuðu krókódílamynstri. Í sama stíl er taskan, sem fyr- irsætan er með um sig miðja, en kraginn er refa- skinn. „Hluti af þessum austurlenska vefnaði er antík efni, sem ég kaupi gegnum sambönd mín í New York. Japanska silkið í pilsinu er líka þaðan. Þessi fágætu efni og sérvalin skinnin gera það að verkum að engar tvær flíkur verða eins.“ Þrátt fyrir mikinn stofnkostnað í góðum vélum, tækjum og tólum, lætur Sigríður Sunneva vel af afkomunni. Hún er með sex manns í ýmiss konar verktakavinnu; markaðsfræðing, saumakonur og hönnuði. Fatnaðurinn er seldur í 38 þrepum og hjá Sævari Karli, en umsvifin eru stigvaxandi og innan tíðar hyggur hún á eigin verslunarrekstur. Skinnflíkur með austræn yfirbragði Íslenskir fatahönnuðir svara 3 Hvaða breytingar verða á tískunniá þessu ári – vor og haust? ÍSLENSK 1 Hvað einkenndi tískuna síðastliðið ár? Hugmyndaflug og sköp- unargleði er drifkrafturinn í hönnun íslenskra fata- hönnuða eins og end- urspeglaðist í Daglegu lífi síðasta f dag. Valgerði Þ. Jónsdóttur virðis upp á teningnum hjá þeim fimm, s draga fram það nýjasta úr pússi sín svara nokkrum spurningum um tís 2 Hvaðan eruáhrifin? 1. Það sem hefur breyst hér heima síð- ustu 10 árin er að það er kominn vand- aður tískufatnaður fyrir konur 20+. Einkenni þeirrar línu síðasta ár voru náttúruleg efni og jarðlitir. Víðar skálmar á móti þröngum efrihlutum, hægri og vinstri hlið ekki eins, alls konar höfuðföt áberandi (ekki þó hatt- ar), treflar, grifflur, belti og margslags skraut. 2. Áhrifin eru sterkust frá ýmsum herra- og herklæðnaði í bland við mjög kvenlegan fatnað frá ýmsum tímabil- um. 3. Svipuð áhrif verða áfram, t.d. víðar skálmar. Við bætast hnébuxur (poka og ekki poka) og buxur svipaðar dæmi- gerðum karlabuxum. Einnig koma samfestingar sterkt inn. Efri hlutar og spariklæðnaður verða mjög kvenlegir. Aðaleinkenni seinasta árs eins og síð- astliðinna ára er frelsið til að nýta allt sem áður hefur verið gert og blanda því inn í nýjan tíma á nýjan hátt. 4. Okkar konur (og karlar) taka gæði fram yfir magn. Þær vilja fágaðan, töff stíl og vönduð snið, ekta efni og hönn- un, sem er í takt við það sem er að ger- ast í heiminum. 5. Í augnablikinu erum við ekki í út- flutningi, en í febrúar förum við með tískusýningu til Innsbruck í Austurríki í boði Swarowski og sýningin frá okk- ur stendur yfir í eitt ár í galleríi á þeirra vegum. Byrjar á vetrarlínu 2002/2003 og skiftir yfir í sumarlínu 2003 í apríl eða maí. Viðskiptavinir Spaksmannsspjaravið Bankastræti eru aðallegakonur, 20 ára og og eldri,“ segja eigendurnir, Björg Ingadóttir og Vala Torfadóttir, sem í ár fagna tíu ára af mæli Spaksmannsspjara. Þegar þær opnuðu búðina hannaði hvor fyrir sig undir eigin merki, en ákváðu síðan að hagkvæmara og skemmtilegra væri að hanna í sameiningu. Eins og nú háttar til eru þær með klæðskera sem jafnframt er kjóla- meistari í fullu starfi, afgreiðslustúlku og nokkra nema. Einn þeirra, Steffí Fisch, klæddi sig upp á í fatnað, sem er partur af línu sem er væntanleg í Spaksmannssparir um miðjan febrúar. Sú lína skiptist upp í þrjár minni línur; ein er úr bómull, önnur úr silki, en sýn- ishornið tilheyrir þriðju línunni og er úr köfflóttu ullarefni. Pilsið er plíserað með áföstum buxum og vesti sem hægt er að hneppa við neðriparta allra lín- anna.Trefillinn, húfan og grifflurnar eru úr íslenskri ull með kristöllum á. „Þetta eru margbrotnar flíkur, sem hægt er að nota á ýmsa vegu,“ segja þær og upplýsa að mjög mismunandi sé í hve miklu magni hver flík sé fram- leidd. Allt eftir því hverrar gerðar flík- in er.“ Auk þess að hanna fatnaðinn eru öll snið og frumgerðirnar fullunnar á hönnunarstofu þeirra hér heima. Fatnaður úr íslensku hráefni, t.d. ull, mokkaskinni og æðardúni, er fram- leiddur á saumastofum hér á Íslandi, en annað er framleitt í Tékklandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spaksmannsspjarir Margbrotinn fatnaður 1. Alltof þröngar buxur og of þröngir og stuttir bolir. 2. Líklegast koma áhrifin frá vinnufatnaði vændiskvenna og súludansmeyja. 3. Með fækkandi súlustöðum ætti stíllinn að breytast. 4. Ef íslenskar konur eru fegurstu konur heims þá ættu þær að vilja ganga í fal- legum fötum og kjósa að vera glæsilegar í útliti, en ekki ódýrar. Okkur finnst ís- lenskir karlmenn vera óhræddari við að skapa sinn eigin stíl. Konur, út með alltof þröngar gallabuxur! 5. Við höfum fengið tilboð, en ekki litist á þau. ÞETTA er klassískur graddaraklæðnaður, sem herra Möller er í,“ segja Dúsafatahönnuður og Rósi hattari einum rómi. Jakkafötin eru úr kóngabláubómullarefni og jakkinn aðsniðinn og tölulaus. Fyrirsætan, Aðalsteinn Möller, hæstánægður með hatt á höfði, samsinnir að fötin séu graddaraleg. Eink- um hatturinn, sem er úr sama efni og jakkafötin og prýddur silkiborðum í tveimur litum. Bolurinn er sömuleiðis blár og úr bómull, framstykkið tvöfalt og er efra lagið eins og net. Þau fengust ekki til að útskýra hvað fælist í að vera graddaralegur, en sam- kvæmt Íslensku orðabókinni merkir graddi graðung eða bola. „Við vinnum mest með náttúruleg efni, bómull, ull og silki. Númer eitt er að fötin séu þægileg. Þegar við byrjuðum með Skaparann fyrir tæpum tveimur árum vorum við aðallega með boli, oft með alls konar áletr- unum, en núna bjóðum við upp á fatnað af öllu tagi; kjóla, pils, buxur og jakka,“ segja Dúsa og Rósi. Þau hanna allt í sameiningu, en Rósi, sem lærði að skapa skúlptúra á höfuð fólks hjá gamalli hattakonu á Strikinu í Kaupmannahöfn, hefur hattana og töskurnar á sinni könnu þegar kemur að sauma- skapnum. Hann segir hattaburð íslenskra karla í stöðugri sókn og Dúsa, sem lærði fatahönnun í Universitat für Angewandte Kunst í Vín, bætir við að strákar séu ginnkeyptari fyrir nýjungum heldur en stelpur, sem hafi tilhneigingu til að apa hver eft- ir annarri. Þau segjast gefa tískustraumum afar lítinn gaum og hafa svo mikið að gera á vinnustofu sinni í Þingholtunum að þau megi sjaldan vera að því að líta við í verslun sinni á Laugaveginum. Spurð um innblásturinn segja þau að oft kvikni alls konar hug- myndir við það eitt að líta út um gluggann. „Það liggur mikil forvinna að baki hverri flík. Oft með- höndlum við efnin sérstaklega; sjóðum, hvítum, litum og hömrum svo dæmi séu tekin. Þótt við notum sama snið í tíu kjóla er enginn þeirra eins og sama máli gegn- ir um flestar flíkur okkar. Við erum nánast alltaf í okkar eigin heimi í vinnunni , horfum ekki á sjónvarp, förum lítið í bíó eða á kaffihús og þvíumlíkt,“ segja þau. Dúsa og Rósi eru með saumakonu í fullu starfi, auk nema, sem oft kemur til að- stoðar, og afgreiðslukonu í versluninni. „Við höfum varla undan, söfnum að minnsta kosti aldrei lager, og með mikilli vinnu getum við lifað á þessu,“ segja þau. Í eigin heimi Morgunblaðið/Árni Sæberg Skaparinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.