Morgunblaðið - 24.01.2003, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.01.2003, Qupperneq 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 B 5 Einfaldleiki í fyrirrúmi 1 . Endurtekningar og fjölbreyti- leiki frá hinum ýmsu tímabilum, þó aðallega frá hippatímabilinu. 2. Frá árunum 1968 til 1980. 3. Allar síddir leyfðar, bara það sem hentar hverri og einni á hverj- um tíma. Tilhneiging til þess að nálgast náttúruleg efni, handunn- ið, afturhvarf til náttúrunnar og umhverfisvænnar hugsunar. 4. Afar misjafnt. Okkar fatnaður er til dæmis mjög vinsæll hjá ís- lenskum konum, enda hagkvæmur fyrir aðstæður hér og þægilegur í önnum dagsins. 5. Já, við erum að selja í um 30 verslunum í Bandaríkjunum eins og er og erum einnig búnar að selja til Bretlands og Japans, í minna mæli þó. Við kynnum nýj- ustu línu okkar 24. janúar, í París og síðan koll af kolli í New York og svo aftur í París í mars. Fyrir fjórum árum hófuErna Steina Guðmunds-dóttir textílhönnuður, Lís- bet Sveinsdóttir myndlistarmaður og Matthildur Halldórsdóttir að hanna föt í sameiningu með út- flutning í huga. Jafnframt opnuðu þær eigin verslun, Elm, við Bankastræti. Þær segjast frá upp- hafi hafa stefnt hátt og vera ánægðar með árangurinn fram til þessa. Þær framleiða tvær línur á ári, sem hvor um sig samanstendur af samtals 90 til 100 gerðum af flík- um, töskum, beltum og ýmsum fylgihlutum. „Við framleiðum eins mikið af hverri flík eða fylgi- hlutum og við getum selt. Yfirleitt höfum við þó ekki meira en sex til tólf flíkur sömu gerðar í búðinni. Undantekningarlaust bjóðum við upp á hverja gerð í svörtu og oft einnig hvítu, en jafnframt tveimur eða þremur öðrum litum. Í vetur var það til dæmis dökkbleikt og brúnt, í sumar verður það grænt og silfurgrátt,“ segja þær og upp- lýsa að svart og rautt verði mest áberandi í Elm-fatnaði næsta vet- ur, þ.e. í vetrarlínunni 2003/2004, sem þær eru einmitt að kynna í París í dag. Lísbet segir kjólinn, sem Matt- hildur brá sér í fyrir myndatök- una, tilheyrir vetrarlínu Elm fyrir næsta vetur. „Hann er úr hágæða- silkibómull frá Perú, sem heldur sér algjörlega þótt flíkin sé sett í þvottavél. Efnið er „mercenserað“ eins og það heitir á fagmáli og þýðir að það er mikið spunnið til þess að ná fram gljáa og því nefnt silkibómull. Kjóllinn er þröngur að ofan með víðu, missíðu pilsi. Eins og gildir um allan fatnað, sem við hönnum og framleiðum, komu skæri aldrei nálægt þessum kjól. Hann er handgerður og prjónaður eftir sniði í handknúinni prjóna- vél,“ segir Lísbet og bætir við að leðurbeltið við kjólinn, sé líka hannað af þeim stöllum, og sé með handgerðri sylgju úr horni. Elm-fatnaður og fylgihlutir eru framleiddir í Perú. Þar býr Matt- hildur og sér um framleiðsluferlið og er í stöðugu netsambandi við Lísbetu og Ernu Steinu varðandi ýmis mál sem upp koma. Þótt höf og lönd séu á milli segja þær eng- um vandkvæðum bundið að hanna í sameiningu með hjálp Netsins. Morgunblaðið/Golli nu 4 Hvernig vilja íslenskarkonur klæðast? 5 Hafið þið selt hönnun ykkar í út-löndum eða er slíkt á döfinni? föstu- st sama em nú nu og skuna. 1. Mjaðmabuxur og stuttir toppar fyrir þær yngri, en nokkurs konar afturhvarf til 1960 til 1970 fyrir eldri dömurnar. 2. Frá Frakklandi og Ítalíu. 3. Efnismeiri fatnaður í haust, t.d. víðar buxur og pils. Litir, sem koma sterkt inn í vor og haust, eru grænt og rauðbrúnt. 4. Íslenskar konur eru yfirleitt mjög vel klæddar og fylgjast vel með tískunni. Mínir kúnnar vilja föt með „karakter“; þ.e. sérstök föt, sem ekki fást annars staðar. 5. Aðallega í Washington og ég býst við að svo verði áfram. María Lovísa Ragnarsdóttirfatahönnuður hefur starf-að sjálfstætt sem slíkur um tveggja áratuga skeið. Hún lærði í Margrétarskólanum í Kaupmanna- höfn, sneri sér fljótlega eftir heim- komuna að verslunarrekstri og hef- ur rekið verslun með sínu nafni á Skólavörðustígnum um árabil. „Við- skiptavinir mínir eru einkum konur, tuttugu og fimm ára og eldri, sem velja sér fatnað úr vönduðum efnum og vilja ekki falla inn í fjöldann,“ segir María Lovísa. Hún kveðst á hverju ári koma fram með sérstaka sumar- og vetr- arlínu, auk þess sem hún hefur sí- gildar samkvæmisflíkur ávallt á boðstólnum. Tvískipta samkvæm- isfatnaðinn, sem hún teflir fram sem sýnishorn hönnunar sinnar og Margrét Elíasdóttir skrýðist, segir hún í anda þess stíls, sem heilli hana mest. „Hann er kvenlegur, svo- lítið leikhúslegur og undir áhrifum frá miðöldum,“ útskýrir hún. Lýsingin getur vel átt við pilsið, sem að ofan er úr flaueli og þröngt yfir mjaðmir, en víkkar niður með sex þríhyrningum úr siffoni, sem saumaðir eru í flauelið. Satínslaufu er svo bundið um mjaðmir. Topp- urinn er gráblár með svörtum ísaumuðum röndum og háum kraga sem brettur er niður. María Lovísa segist ekki endilega selja þessar flíkur saman, enda passi margt ann- að hvort heldur sem er við pilsið eða toppinn. „Ég kappkosta að framleiða öðru- vísi fatnað en þann fjöldafram- leidda, en tek þó mið af tísku og tíð- aranda hverju sinni. Ef þröngar buxur eru til dæmis í tísku þá þjón- ar engum tilgangi að hanna og ætla sér að selja pokabuxur.“ Þótt María Lovísa beri sig ekki illa yfir afkomunni, viðurkennir hún að fatahönnun ásamt versl- unarrekstri sé erfiður á Íslandi.Sjálf hannar hún allt og saumar á sauma- stofu, sem hún er með innaf búð- inni, afgreiðir líka, en fær þó endr- um og sinnum aðstoð við saumaskapinn. „Ég sauma mikið eftir pöntunum, hef lengi sérsaumað brúðarkjóla og ætla að einbeita mér svolítið að þeim í vor og hafa til sölu,“ segir María Lovísa og upp- lýsir að þeir verði hannaðir með tilliti til íslenskra að- stæðna og dragi ekki dám af þeim amerísku eins og löngum hef- ur tíðkast. Morgunblaðið/Þorkell Leikhús og miðaldir Hjá Maríu Lovísu Morgunblaðið/Árni Sæberg Elm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.