Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 6

Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Monar i 20% AUKAAFSLÁTTUR Á ÚTSÖLUVÖRUM VIÐ vildum fjalla um gæludýr,“segir Brynhildur Pálsdóttir,nemi við Listaháskóla Ís- lands. Hún á sjálf hund en hinir í hópnum eru ekki gæludýraeigendur. Ólafur Ólason er líka nemi við LHÍ en Elín Auður Traustadóttir og Lilja Gunnarsdóttir eru í HR. „Við vildum hafa húmor í þessu og taka þetta einu skrefi lengra en sú vara sem er á markaðnum,“ segir El- ín Auður. Varan heitir „Royal Din- ner“ og yfirskriftin er „King for a day“. Um er að ræða tvenns konar hundamat, léttan og þyngri og mynd af mismunandi hundategundum á pökkunum fyrir annaðhvort „Albert“ eða „Sophiu“. Þríréttuð máltíð er í hvorum pakka: Forréttur, aðalréttur og kaka. Nákvæmar leiðbeiningar eru á pakkanum og fyrsta skrefið er að baka kökuna sem er þá tilbúin þegar hundurinn hefur lokið tveimur fyrstu réttunum. „Það er mikill markaður fyrir svona, sérstaklega í Þýskalandi og Bretlandi. En þetta myndi varla virka hérna heima,“ segir Brynhild- ur. Hópurinn ákvað að markaðsáætl- unin yrði tengd Bretlandi. Fyrsta hugmyndin var að framleiða eitthvað til að baka fyrir gæludýrið en eftir að hafa skoðað amerískar vefsíður kom í ljós að slíkt er þegar framleitt. „Þannig að við ákváðum að fara með þetta alla leið. Síðan eru hugmyndir um að þróa þetta áfram yfir í sér- stakar hátíðarmáltíðir,“ segir Elín Auður. Þær segja að húmorinn í verkefninu hafi gert það að verkum að hópvinnan varð auðveldari. „Við vorum svo mikið að leika okkur og þetta er frekar einföld vara.“ Þær eru báðar ánægðar með nám- skeiðið. „Þetta eru ótrúlega ólíkir skólar og nemendurnir oft eins og svart og hvítt,“ segir Brynhildur. Þeim finnst markmiði námskeiðsins hafa verið náð, þ.e. að listaháskóla- nemar kynntust vinnubrögðum markaðsfræðinnar og viðskiptafræði- nemar kynntust hönnuninni. Þær eru sammála um að námskeiðið eigi eftir að nýtast þeim í framtíðinni. „Þetta er framtíðin: Að vinna með fólki úr öðrum geira en maður sjálfur.“ Þríréttuð máltíð fyrir hundinn S AMSTARF nemenda úr listaskóla og viðskipta- skóla hlýtur að vera af hinu góða og víkka sjón- deildarhring beggja. Um það eru viðmælendur Daglegs lífs á sýningu á afrakstri samstarfins sam- mála. Þegar samstarf Listaháskóla Ís- lands og Háskólans í Reykjavík hófst, í nóvember sl., létu margir gabbast þegar rektorar skólanna sögðu að til stæði að sameina skólana. Þetta þótti góð hugmynd. Sveimhugar úr Listaháskólanum gætu þá kynnst markaðsfræðinni og rúðustrikuðum viðskiptafræðinem- um gæfist færi á að kynnast skap- andi hugsun. Eða þannig. Ekkert hefur orðið af sameiningu skólanna en sameiginlegt námskeið varð að veruleika sem skilaði miklu. Eftirtektarvert var að skólar sem við fyrstu sýn virðast jafn ólíkir og LHÍ og HR – „listin og viðskiptin“ – skuli hafa tekið höndum saman um nám- skeið af þessu tagi, eins og bent var á þegar námskeiðið var kynnt. Námskeiðið tók til markaðsfræði og hönnunar og fór að öllu leyti fram á ensku og heitir á því tungumáli Marketing Communication and Creative Design. Nemendum var skipt í sextán 4–5 manna hópa sem í voru nemendur frá báðum skólum. Hópunum var ætlað að koma fram með nýja og endurbætta vöru fyrir tiltekinn erlendan markað, áætla markaðssetningu og hanna kynning- arefni fyrir hana. List og viðskipti í eina sæng og afsprengin eru m.a. fyrirmynd ungra stúlkna, sem ekki er Britney Spears, nestiskarfa úr pappa, skapalón fyrir konur sem raka sig að neðan, sokkabuxur með skilaboðum og þríréttaður hundamatur. Steingerður Ólafsdóttir skoð- aði útkomuna hjá háskólanemum á sameig- inlegu námskeiði Listaháskólans og Háskól- ans í Reykjavík. steingerdur@mbl.is Samstarf nema úr Listaháskólanum og Háskólanum í Reykjavík Verkaskipting innan hópanna var mismunandi. Stundum sáu Listahá- skólanemendurnir alfarið um hug- myndavinnu og sköpun og viðskipta- fræðinemarnir um gerð markaðsáætlana og skýrslugerð. Í öðrum tilvikum var allur hópurinn saman í öllu ferlinu. Hvernig sem vinnuaðferðirnar voru, er ljóst að af- raksturinn er góður. Sérhannað kaffihús fyrir fjöl- skyldur, dýna sem gerir óléttum kon- um kleift að liggja á maganum, sessa í líki ópals, sjálfsali sem selur t.d. svifdiska og einnota myndavélar, myndasaga á borðbúnaði, gjafapoki til að selja á flugvöllum, tákn fyrir börn til að læra að flokka föt, tölvu- forrit fyrir fyrstu kynni barnsins af tölvum, hjólabretti sem jafnframt er snjóbretti, einnota borðbúnaður fyr- ir rómantískan málsverð og golfkúla sem þýtur lengra en aðrar eru meðal hugmynda sem eru afrakstur nám- skeiðsins. Samkvæmt námskeiðslýs- ingu hafa nemendahóparnir búið til líkön af vörunni, kynningarefni og auglýsingar eða vefsíður. Þetta má sjá á sýningu í matsal Háskólans í Reykjavík sem nú stendur yfir. Allar hugmyndirnar eru afar for- vitnilegar og mikið hefur verið lagt í að gera þær sem best úr garði. Starfsfólk auglýsingastofa og kenn- arar námskeiðsins völdu þó fimm hugmyndir sem þær bestu og eru út- listanir á þeim ásamt myndum hér í kring. Þessar hugmyndir verða sjálf- krafa sendar í forkeppni LIAA- keppninnar sem haldin er í London (London International Advertising Awards) í sumar. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Há- skólans í Reykjavík, og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Ís- lands, kynntu vinningshugmynd- irnar og voru sammála um að sam- starf skólanna hefði gengið vel. Allt ferlið hefði verið lærdómsríkt fyrir báða skólana og annað námskeið væri fyrirhugað á næsta ári. ÞAÐ var gaman aðkynnast því hvernigListaháskólinn vinnur allt öðruvísi en við,“ segir Dagný Jónsdóttir, nemi við Háskólann í Reykjavík. „Já, með því að leiða saman tvo ólíka heima er hægt að skapa eitthvað nýtt,“ bætir Phoebe Jenkins, nemi við Listahá- skóla Íslands, við. „Við höfum bætt hver aðra upp,“ segir Ásgerður Ósk Jakobsdóttir frá HR. Þær stöllur, ásamt Örnu Ævarsdóttur og Tiinu Nurmi frá LHÍ, eiga hug- myndina að Önnu – fyrir- mynd fyrir unglingsstúlkur. („Anna - A role model for tee- nage girls“). Eins og sjá má er Anna ekki eins og Britney Spears eða aðrar söngkonur sem unglingsstúlkur sjá oft á Popptíví. En hvernig vaknaði hug- myndin? „Þetta er náttúrulega stelpuhópur. Við fórum strax að hugsa um fyrirmyndir,“ segja Dagný og Ásgerður. Phoebe horfir oft á Popptíví og finnst fyrirmyndirnar ömurlegar. „Ég var orðin svo leið á þessum fyrirmyndum. Við fórum að spá í hvaða áhrif þetta hefur á stelp- ur undir 16 ára. Við vissum af því að breska ríkisstjórnin hefði lýst áhyggjum sínum af því að breskar unglingsstúlkur vantaði jákvæðar fyrirmyndir,“ segir hún. Því var það að hópurinn ákvað að beina sjónum sínum að Bretlandsmarkaði og skapa jákvæða fyrirmynd fyrir breskar unglingsstúlkur. „Við skoðuðum náttúrulega hvaða fyrirmyndir eru til. Það eru Oprah Winfrey sem er með alls konar bar- áttumál og Martha Stewart sem kennir okkur að vera húsmæður. Við vorum hrifnar af hugmyndinni um fyrirmynd en breyttum henni aðeins í að höfða til unglingsstúlkna enda ekki vanþörf á,“ segir Ásgerður. „Við vildum ekki hafa þetta alvöru stelpu, heldur teiknaða fyrirmynd, þannig er ekki eins auðvelt að gagn- rýna hana,“ segir Dagný. Ímynd Mörthu Stewart beið t.d. hnekki vegna innherjasvika en slíkt gæti ekki komið fyrir Önnu. Hugmynd hópsins er að Anna væri andlit vefsíðu sem unglingsstelpur heim- sækja. Þar væri umfjöllun um tísku og tónlist sem hefðbundin áhugamál ung- lingsstelpna en líka um kyn- líf, heilsu og menntun. Stelpurnar gætu sett fram spurningar og fengið svör frá Önnu, sem í raun væru svör frá sérfræðingum á hverju sviði. Anna er ekki með sérstakan fyrirsætu- vöxt eða glansmyndaútlit, heldur venjuleg unglings- stelpa. Einnig gæti Anna verið andlit tímarits eða sjónvarpsþáttar. Þær eru allar sammála um að mikil þörf sé fyrir Önnu, hvort sem það er á Ís- landi, Bretlandi eða annars staðar í hinum vestræna heimi. Hópurinn er að hugsa um að sækja um styrki til að halda áfram að þróa verkefnið í sumar. Dagný segir að hópurinn hafi unn- ið vel saman og sú stefna hafi verið tekin að hafa verkaskiptinguna ekki skýra, heldur frekar að allir í hópn- um væru með í öllu vinnuferlinu. „Við lærðum mikið hver af annarri og þetta á eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni,“ segir hún en segir hug- myndaflæðið vissulega ríkara hjá Listaháskólanemunum. „Við erum ekkert alltaf að skapa.“ Fyrirmyndin Anna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.