Morgunblaðið - 24.01.2003, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.01.2003, Qupperneq 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 B 7 HUGMYNDIN hjá okkur varað við vildum gefa yfirlýs-ingu og taka afstöðu,“ segir Ágústa Guðmundsdóttir, nemandi við Listaháskólann. Ásamt henni skipuðu hópinn samnemandi hennar Hrafn- hildur Guðrúnardóttir og Ásdís Björg Pálmadóttir og Ásberg Jónsson frá Háskólanum í Reykjavík. Varan hef- ur yfirskriftina „Facts“ og slagorðið „Think out“. Staðreyndirnar í þessu tilviki mynda línu aftan á nælon- sokkabuxum og með því að klæðast slíkum sokkabuxum er viðkomandi að tjá sig og hugsa út fyrir dæmigert notagildi sokkabuxna. Nælonsokka- buxurnar eru vel þekktur klæðnaður og línan aftan á slíkum sokkabuxum líka, síðan í gamla daga. Nú fær línan endurnýjun lífdaga en staðreyndir um kynlíf í formi stuttra setninga mynda línuna. „Setningarnar eru t.d. „Sex to create life“, „sex to relieve boredom“ og „sex as a human right“ og fleiri staðreyndir um kynlíf án þess að þær tengist klámi á nokkurn hátt,“ segir Ásdís Björg. Hópurinn útbjó umbúðir, vegg- spjöld, vefsíðu og bæklinga í tengslum við sokkabuxurnar og forð- uðust að hafa auglýsingaefnið eins og dæmigerða sokkabuxnaauglýsingu. Eitt veggspjaldið er t.d. mynd af ilj- um íklæddum sokkabuxunum góðu og á öðrum myndum eru sokkabux- urnar á milli handa fyrirsætunnar, yf- ir ennið eða hangandi frekar en í al- gengustu myndinni; á fótleggjum fyrirsætunnar. „Við vorum mikið að hugsa um markhópinn og vildum ná til hugsandi fólks. Við vildum eitthvað allt annað á auglýsingunum en hálfnaktar konur,“ heldur Ágústa áfram. Sokkabuxur eru ódýrar í framleiðslu og var ákveð- ið að fyrsta flíkin sem staðreyndir eru prentaðar á yrðu sokkabuxur. Fyrsti flokkur staðreynda er kynlíf en aðrir flokkar gætu t.d. verið virkjanir eða hvað sem er, að sögn hópsins. Og hlýrar á brjóstahaldara eru dæmi um annan stað fyrir staðreyndir. Ásberg segir að hugsunin með vör- unni hafi líka verið að gera sokkabux- ur að tískuvöru með hönnun, svipað og gert hafi verið við gallabuxur. Hann segist hafa verið með aðrar hugmyndir en að taka fyrir sokka- buxur í upphafi, og hlær við. Þau eru sammála um að námskeið- ið hafi verið mjög lærdómsríkt og raunverulegt og eigi eftir að nýtast þeim í framtíðinni. Það ætti eiginlega að verða nauðsynlegur hluti af nám- inu. „Þetta eru rosalega ólíkir skólar,“ segir HR-nemandinn Ásdís Björg. „Þau eru að finna upp á einhverju en við erum meira með ákveðin hugtök og bækur. Þetta verkefni var frum- kvöðlastarf, við þurftum að finna út hvernig við áttum að gera þetta.“ Þau eru sammála um að það sé klisja að listaháskólanemar séu meira skapandi en viðskiptafræðinemar. „Þetta er algjörlega persónubundið,“ segja þau einum rómi. Staðreyndir á sokkabuxum ÞAÐ er staðreynd að ungarkonur raka sig að neðan ogvið vissum það. Hugmyndin var að auðvelda þeim kantskurðinn með svona skapalónum og líka að ýta undir notkun ímyndunarafls- ins,“ segir Þorgerður Arna Ein- arsdóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík. Merki vörunnar er Uturn en ís- lenska nafnið kom fyrst: Skapalón. Um er að ræða öskju sem inniheld- ur u-laga rakvél með blaði af óvenjulegri stærð, þ.e. minna en 1 cm í þvermál. Þessi stærð gerir konum kleift að raka á sig mynstur með þar til gerðum stenslum eða skapalónum úr svampi sem einnig eru í öskjunni. Ásamt Þorgerði eru í hópnum Heiðrún Grétarsdóttir, samnemandi hennar í HR, og Giulia Bisagni, Ragnheiður Tryggvadóttir og Þormar Melsteð frá Listaháskóla Íslands. Slagorðið er: „Express your pri- vate part“ og er þá meira lýsandi fyrir vöruna en heitið sjálft. Einnig kemur orðið stencils fram á um- búðum, ásamt heitinu. Samkvæmt verkefninu er varan ætluð Bret- landsmarkaði og er auglýsingaefni í samræmi við það. T.d. hefur hóp- urinn hannað auglýsingu sem gæti birst á hinum dæmigerða Lund- únastrætisvagni, rauðum tveggja hæða. Auglýsingin sýnir útkomuna þegar konur hafa notað hin mis- munandi skapalón t.d. pálmatré, kanínu, hjarta eða stjörnu. Hug- mynd hópsins gengur líka út á að setja fleiri stensla á markað og þá árstíðabundna eins og jólatré, páskakanínu eða valentínusar- hjarta. Hæfileikar allra í hópnum nýttir „Samstarfið gekk rosalega vel. Við tókum strax þá stefnu að vinna þetta allt saman en skipta ekki með okkur verkum. Við vorum öll yfir tölvunni í einu og tókum öll skref saman. Það var svolítið erfitt en við hefðum ekki viljað hafa það öðruvísi. Ég held að við höfum komið sterkari út fyrir vikið,“ segir Ragn- heiður Listahá- skólanemi. „Við nýttum hæfileika allra í hópnum. Hópurinn var mjög vel sam- ansettur og það átti ekki við hjá okkur að Listaháskóla- nemarnir væru eitt- hvað meira skapandi.“ Þær eru ánægðar með námskeiðið, telja það nýtast nemendum beggja skóla mjög vel og nauðsynlegt fyrir framtíðina. Þær eru bjartsýnar á framhald- ið, hafa fengið fjöldann allan af fyr- irspurnum en skoðanakönnun sem hópurinn gerði í tengslum við hug- myndina hér á landi, leiddi í ljós að 87% aðspurðra kvenna gætu hugs- að sér að nota vöruna. „Við fundum ekkert svona á markaðnum þannig að við sjáum alveg raunhæfa möguleika,“ segir Þorgerður. Skapa- lón fyrir konur Ímynduð auglýsing á strætó í London. Askjan inniheldur rakvélina, þrjá stensla og krem. VIÐ vorum aðbrjóta sam-an pappa í marga daga,“ segja þær Gunnhildur Karlsdóttir og Lóa Auðunsdóttir Listaháskólanem- ar. Þær, ásamt Þóru Eggertsdótt- ur og Guðrúnu Heimisdóttur frá Háskólanum í Reykjavík, eiga hugmyndina að nestisöskju úr samanbrotnum pappa, ljósbrúnum öðrum megin en rauðköflóttum þeg- ar honum er flett út til að mynda dúk fyrir lautar- ferð. Heiti og slag- orð fyrir þessa vöru er „Inside out“ og „Paperpro- ducts for added fun“. „Þetta byrjaði í rauninni á því að við vorum að hugsa um kaffi- stand til að kippa með sér á morgn- ana í hraða nútímans. Svo fórum við að spá í hvernig fólk gæti gert vel við sig en samt þannig að það sé fljótlegt og handhægt. Og svo sátum við bara í að minnsta kosti viku og brutum saman pappa þannig að hann gæti verið flatur, hangið og líka verið taska,“ segir Gunnhildur. Á sömu hugmynd byggist að framleiða öskju úr pappa sem væri til að bera morgunverð í rúmið. Og fleiri útfærslur eru mögulegar. Pappaaskjan er ódýr í framleiðslu og hefur marga möguleika. Hóp- urinn er bjartsýnn á framtíðina og að hægt verði að koma afurðinni á markað erlendis. Leitar í það sem maður þekkir best Hópurinn segir að samstarfið hafi gengið vel en verkaskipting hafi verið frekar skýr. „Hugsunin er rosalega mismunandi,“ segir Þóra. „Þó svo að hópastarfið hafi gengið út á að við ættum að kynn- ast hinni hliðinni, gerist það svolít- ið sjálfkrafa að maður sér um ákveðna hlið,“ segir Lóa Listahá- skólanemi. „Maður leitar í það sem maður þekkir best,“ tekur Guðrún undir. Þær segjast hafa lært mikið á námskeiðinu og náð því mark- miði að læra að vinna með ólíku fólki. Það eigi eftir að nýtast í framtíðinni. Þær eru sammála um að nám- skeiðið nýtist nemendum beggja skóla vel og ætti að vera hluti af námi beggja. Viðskiptafræðingar og hönnuðir vinni mikið saman og best sé að vera búinn undir það í náminu. „Ég myndi líka persónu- lega vilja læra meira í markaðs- fræði,“ segir Lóa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nestisaskja úr köflóttum pappa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.