Morgunblaðið - 26.01.2003, Page 2

Morgunblaðið - 26.01.2003, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ FER vel um kýrnar í fjósinu á Bakka. Þar er mjaltabás og legubás- ar, en kúnum er gefið á öðru svæði. Þegar þær hafa fengið nægju sína af fóðri leggjast þær á dýnur sem klæddar eru gúmmíi í legubásunum og jórtra. Framtíð litla sem fæddist um miðjan janúar er í sértakri kálfa- stíu ásamt öðrum kálfi. Mamma hennar getur því heilsað upp á hana þegar henni sýnist. Seinna fer hún svo á Hvanneyri, en Guðni landbún- aðarráðherra gaf Landbúnaðarhá- skólanum kálfinn, því eins og hann gat um á hann ekkert fjós sjálfur. Ásthildur og maður hennar, Birg- ir Aðalsteinsson, tóku við búinu á Bakka af ömmubræðrum hennar, en á Bakka bjuggu þau Bjarni, Gunnar og Gróa Þorvarðarbörn og hafði þá ættin búið þar frá 1863. Ásthildur var eini bóndinn í ættinni og var þeim boðið að taka við, en systkinin voru barnlaus. Það var því 6. ættlið- urinn sem tók við af þeim fjórða. Ásthildur og Birgir eiga sex dætur, þar af eru tvennir tvíburar, og þrjú barnabörn. Sterkar taugar til Bakka „Þetta var svolítið erfið ákvörðun fyrir okkur því við höfðum búið í 13 ár í Seljatungu í Gaulverjabæjar- hreppi og líkað mjög vel,“ segir Ást- hildur. „En auðvitað voru taugarnar sterkar til Bakka. Ég var hér í sveit frá 6 ára aldri og við Birgir, sem ólst upp á Korpúlfsstöðum, kynntumst hér árið 1972. Þetta æxlaðist því þannig að við ákváðum að taka við, enda vorum við hrædd um að bú- skapur legðist hér niður ef við gerð- um það ekki. Bakki var alltaf stað- urinn minn og sveitin mín og mér datt aldrei í hug að fara í aðra sveit þegar ég var yngri.“ Ásthildi þótti viðbrigðin þó tölu- verð við að flytja að Bakka. „Hér er ekki lengur þetta hefðbundna sveita- umhverfi sem við þekktum úr Gaul- verjabænum og margt hefur breyst frá því við Birgir vorum hér í sveit. Ég sakna því mest þeirra félagslegu tengsla sem við áttum að venjast fyr- ir austan. Við erum þau einu sem bú- um með kýr frá því að kúabúskapur lagðist niður í Stardal á hinum enda Kjalarnessins fyrir skömmu. Auðvit- að var það samt undir okkur sjálfum komið hvort við einangruðum okkur, en það höfum við ekki gert. Við höf- um kynnst kúabændum hér hinum megin við Hvalfjörðinn, enda orðið stutt þangað,“ segir hún. Eftir að Ásthildur hóf að taka þátt í ýmsum félagsstörfum segist hún hafa kynnst fjölda bænda. Hún seg- ist þó vera algjör nýgræðingur á þeim vettvangi. Upphafið má rekja til þess að hún er ákafur talsmaður íslensku kýrinnar og þegar fé- lagsmenn Búkollu, sem vilja vernda íslenska kúakynið, leituðu til hennar fannst henni hún ekki geta skorast undan. Nú er hún orðin stjórnar- maður í félaginu. „Kýr hafa alltaf verið mín uppá- haldsdýr,“ segir Ásthildur. „Þegar ég var barn og flestir sögðu að kettir eða hundar væru þeirra uppáhalds- dýr þá var kýrin uppáhaldsdýrið mitt. Auðvitað hafði dvölin hér á Bakka mikil áhrif á minn smekk.“ Hún segir allt vera rólegt í augna- blikinu hvað varðar baráttu Búkollu og friðsælt. „En Búkolla liggur og jórtrar. Hún er ekki sofnuð,“ segir hún og hlær. „Það verður auðvelt að reka hana á fætur ef með þarf. Þó vona ég að það sé komin sátt um að ekki skuli flytja inn norska fóstur- vísa hingað til lands.“ Ásthildur segir að sér hafi gramist sú umræða sem var hávær þegar verið var að ræða um innflutning á norskum fósturvísum. Þá hafi alltaf verið borin saman bein nyt íslensku og norsku kúnna án tillits til fóður- gjafar og þess að íslenskir bændur höfðu verið beðnir um að vera ekki í fullri framleiðslu. Þeir hafi því ekki fengið hámarks nyt úr kúnum. „Það var því alls ekki marktækt að bera þetta saman, enda segja tölur nú að meðalnyt íslensku kúnna sé komin upp í 5.000 lítra og það er alls ekki óalgengt að kýr mjólki um 10.000 lítra á ári. Innan hvers bús eru bændur með misjafna stefnu. Sumir vilja að kýrnar þeirra gefi há- marks afurðir og hafa því færri kýr til að mjólka upp í kvótann. Aðrir vilja hafa þær fleiri þannig að hver kýr sé ekki í hámarks framleiðslu. Það er í raun og veru alveg ótrúlegt hvað margar kýr gefa miklar afurðir. Langaði ekki að gera neitt annað Aðbúnaður kúnna hefur batnað mikið á undanförnum árum, enda margir þurft að standa frammi fyrir því hvort bæta eigi aðbúnað skepn- anna eða leggja búskap niður. Þetta er einmitt það sem við stóðum frammi fyrir þegar við fluttum hing- að. Fjósið var orðið fimmtíu ára gamalt og þörf var á að endurnýja allt. Við þurftum því að velja hvort við vildum selja kvótann og hætta kúabúskap en búa hér áfram og fá okkur aðra vinnu, eða halda vinnunni okkar, bretta upp ermarnar og Morgunblaðið/Kristinn „Eftir 19 ár í búskaparbasli komumst við að því að okkur langaði ekki að gera neitt annað,“ segir Ásthildur Skjaldardóttir, bóndi á Bakka á Kjalarnesi. „Lifandi landbúnaður“ og „Gullið heima“ 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.