Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ breyta og bæta. Eftir 19 ár í búskap- arbasli komumst við að því að okkur langaði ekki að gera neitt annað. Við ákváðum þá að halda áfram. Enda sé ég ekki annað en að landbúnaður fái að vera hér áfram í friði því þetta er skipulagt landbúnaðarsvæði til 2025 að ég held. Við erum líka vel í sveit sett því við erum í þjóðleið og mjólk- urbílarnir sem koma úr Borgarfirð- inum aka hér framhjá.“ En félagsstörfin hlaða utan á sig og eftir að Ásthildur hóf að starfa með Búkollu bættust fleiri störf við. Nú er hún einnig orðin stjórnarmað- ur Búnaðarsambands Kjalarnes- þings og formaður Jarðanefndar Kjósarsýslu. „Í gegnum þessi störf var mér síð- an boðið að taka þátt í vinnu- og há- tíðisdeginum á Hótel Glymi sem jafnréttisnefnd Bændasamtaka Ís- lands gekkst fyrir 15. október síðast- liðinn. Konum í ábyrgðarstöðum fyr- ir bændur var boðin þátttaka í tilefni af alþjóðadegi kvenna í landbúnaði. Ég held að 45 konur hafi komið sam- an þarna og var þetta bæði fróðlegur og skemmtilegur dagur. Mér fannst mjög gaman að hitta konur úr öllum landshlutum og búgreinum og á öll- um aldri. Ekki síst eldri konur sem höfðu verið frumkvöðlar á ýmsum sviðum.“ Vilja bæta ímyndina Í ljós kom á fundinum að þessar konur höfðu afgerandi skoðanir á því að þær hefðu mikið fram að færa fyr- ir sína atvinnugrein. Ásthildur segir að þær hafi spurt sig hvað væri þeim sameiginlegt og svarið var að þær væru allar stjórnendur. „Sú reynsla er mjög dýrmæt,“ segir hún, „og konurnar voru sammála um að við þyrftum að efla okkur og vinna sam- an.“ Konurnar voru reiðubúnar til að vinna saman að nýjum áherslum ekki hvað síst að breyta og bæta tengsl við neytendur og ímynd land- búnaðarins auk þess að efla sjálfs- mynd kvenna í landbúnaði og jafna hlutfall kynjanna innan félagskerfis landbúnaðarins. Í lok þessa dags voru hugmynd- irnar kynntar fyrir völdum hópi gesta. Guðni Ágútsson landbúnaðar- ráðherra var meðal þeirra og hreifst af hugmyndunum og framgöngu kvennanna. Hann lét ekki þar við sitja heldur boðaði til fundar í ráðuneytinu sem varð til þess að landbúnaðarráðu- neytið ásamt félagsmála- og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum auk Bændasamtaka Íslands ákváðu að styrkja konurnar með framlagi sem gerir þeim kleift að ráða starfsmann í fjóra mánuði til að skipuleggja þriggja ára verkefni sem byggist á hugmyndum þeirra. Eftir daginn á Hótel Glymi hafi því sprottið upp grasrótarhreyfingin „Lifandi landbúnaður“ og verkefnið „Gullið heima“ og segir Ásthildur að hér sé ekki verið að setja á stofn eitt- hvert stórt batterí. Áherslan verði lögð á að efla konurnar sjálfar svo að þær öðlist meira sjáfstraust til að takast á við ýmis verkefni og störf og eigi betra með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. „Við erum ekki að búa til eitthvað nýtt fyrir konur með verkefninu „Gullið heima“, heldur einmitt að koma því betur á framfæri sem við erum að fást við og virkja kraftinn í okkur til að vinna í þágu landbúnaðarins, þróa hann og gera hann nútímalegri til hagsbóta fyrir íslenska neytendur. Konur hafa til dæmis oft á tíðum aðra sýn á markaðsmál og framsetn- ingu á vöru en karlar. Þótt við búum í sveit erum við einnig neytendur og oftast innkaupastjórar fyrir heimilin okkar og viljum, alveg eins og aðrir neytendur, góðar vörur í handhæg- um umbúðum. Þá skiptir okkur miklu máli að vörur sem við fram- leiðum séu aðlaðandi fyrir neytend- ur. Á fundinum varpaði ein konan því fram hvers vegna ekki væri hægt að fá mjólk í litlum flöskum með skrúfuðum tappa. Þetta er gott dæmi um handhægar umbúðir fyrir þá sem vilja fá sér ískaldan mjólk- ursopa, t.d. í bílnum. Það á örugg- lega eftir að koma margt gott í ljós þegar farið verður að vinna úr þeim hugmyndum sem komu fram. Við stefnum að því að kynna okkur betur hvað neytendur vilja, að við kynn- umst neytendum og kynnum okkur, eins og t.d. með verkefninu „Dagur með bónda“ þar sem bændur fara í skólana til að kynna sitt bú, starf og framleiðslu. Einnig er mikilvægt að umræðan um landbúnaðinn og lífið á lands- byggðinni breytist, þ.e. að skilningur og tengsl milli framleiðenda og neyt- enda verði aukinn og milli þéttbýlis og dreifbýlis.“ Í hnotskurn er markmið verkefn- isins að efla litríkari og meira lifandi landbúnað í persónulegri tengslum við neytendur, sterkari bændastétt og traustari byggð í landinu Konurn- ar minna líka á að efla þurfi fé- lagslegt hlutverk kvenna innan bændastéttarinnar. Jafnrétti í bændastétt Ásthildur segir að á fundinum hafi reyndar komið fram að almennt ríki jafnrétti í bændastétt. Fólk vinni mikið saman og skipti með sér verk- efnum eftir því hvað hentar hverjum og einum. „Sjálf er ég til dæmis óskaplega lítil vélakona og geri því eitthvað annað í staðinn. Við vorum sammála um að okkur væri ekki haldið niðri heldur værum frekar hvattar til dáða. Ég held því að jafnréttið velti mikið á okkur sjálfum. Reyndar er rætt um að karlar séu enn oftast skráðir fyrir búunum og er talað um að breyta því. Annars fáum við sömu laun fyrir sömu vinnu og í þeim stjórnum sem ég hef starfað í og starfað með körl- um hef ég ekki mætt öðru en veru- legum stuðningi og velvilja En ef við víkjum að félagsmálun- um skil ég í raun og veru vel að kon- ur skuli ekkert endilega sækjast eft- ir fundarsetum. Þetta er ekkert sérstaklega spennandi og ekkert víst að konur langi til að sækjast eftir því. Maður tímir kannski ekki að fórna stundum með fjölskyldunni og börnunum fyrir þessi störf. En að- stæður eru að breytast í bændastétt. Okkur fækkar stöðugt og þátttaka kvenna því orðin mikilvægari og nauðsynlegt að kalla okkur til starfa.“ Innlend matvæli gulls ígildi Ein merkingin sem hægt er að leggja í „Gullið heima“ vísar til auð- æfanna og öryggisins sem fylgir því að hafa matvælaframleiðslu í land- inu. „Við Íslendingar þurfum að gera okkur grein fyrir því við hversu mik- ið matvælaöryggi við búum við hér á landi. Ég er ekki viss um að allir skilji hversu mikilvægt það er að hér sé yfirleitt matvælaframleiðsla. Einnig þurfum við að sætta okkur við að þessi matvælaframleiðsla kostar meira en í flestum öðrum löndum. Við þurfum að byggja yfir skepnurnar og safna heyforða fyrir veturinn. Meðal annars vegna þess verðum við aldrei samkeppnishæf í verði. Ef við viljum hafa matvæla- framleiðslu hér verðum við að sætta okkur við að hún er dýrari en víðast hvar í heiminum. Ég vil þó leggja áherslu á að framleiðendur þurfa að sjálfsögðu að leita allra leiða til að hagræða í rekstri og leita hagkvæm- ustu leiðanna til að halda kostnaði í lágmarki. Íslensku búfjárkynin eru líka „Gullið heima“ og við þurfum að læra að meta sérstöðu þeirra. Dýrin hafa þróast og aðlagast sérstökum að- stæðum hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt að margar dýrategundirnar hafa þróast á annan hátt hér en í öðr- um löndum. Komið hefur fram að ís- lenska mjólkin er öðruvísi samansett og svo enn sé tekið dæmi hefur einn- ig komið í ljós að bæði íslenski hest- urinn og íslenska kýrin nýta gróffóð- ur mun betur en önnur kyn. Kýrnar mjólka til dæmis mun meira en önn- ur kyn ef þær fá eingöngu hey.“ Á Bakka ríkir bjartsýni fyrir hönd íslensks landbúnaðar. Líklega gera fæstir, sem aka um þjóðveginn fyrir ofan bæinn, sér grein fyrir að þarna rétt við Hvalfjarðargöngin, innan borgarmarka Reykjavíkur, þrífist blómlegur kúabúskapur með 147.000 lítra mjólkurframleiðslu og ábúend- um sem una hag sínum vel. Þrátt fyr- ir nálægðina við höfuðborgina og þéttbýlið á Kjalarnesi er bærinn þannig staðsettur að hann er fjarri ys og þys. Bæjarstæðið er líka sér- stakt. Það liggur við að íbúðarhúsið og elstu útihúsin sem eru sambyggð hangi á sjávarbakkanum. Morgunblaðið/Kristinn Konur í grasrótarhreyfingunni „Lifandi landbúnaður“ gáfu landbúnaðarráðherra kálfinn Framtíð sem hér sést hnusa af móður sinni. „Ef við viljum hafa matvælaframleiðslu hér verðum við að sætta okkur við að hún er dýrari en víðast hvar í heiminum.“ Kisa lét fara vel um sig í hlýju fjósinu á Bakka, ef til vill lét hún sig dreyma um sopa af spenvolgri nýmjólk. asdish@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.