Morgunblaðið - 26.01.2003, Síða 5

Morgunblaðið - 26.01.2003, Síða 5
Ertu á leið til útlanda? er með frábær tilboð á bílaleigubílum um allan heim. Ekki eyða öllum gjaldeyrinum í leigubíla. Pantaðu bíl hjá Hertz. Hringdu og bókaðu í síma 50 50 600 Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is Einstakt tækifæri! Til leigu lúxus villa, Benz og snekkja. Verð frá kr. 32 þús. á mann, vikan. Nánari upplýsingar og myndir á vefslóð: www.champagneholidays.com eða í síma 862 5092 Aðstoðumvið golf- eðaskíðaferðir Costa del so l w w w . c h a m p a g n e h o l i d a y s . c o m Á vefslóðinni www.novasol.com eru upplýsingar um 13.000 sumarhús sem eru leigð út víðsvegar um heim. helst á háhesti hjá pabba sínum til að losna við snertingu frá ókunnugum og myndatökur. Einu sinni vorum við í dýragarði og þar var heill bekkur með kennara sínum. Þegar þau komu auga á okkur eltu nemendurnir okkur og kennar- inn spurði svo hvort mynda mætti öll börnin þrjátíu í sitt hvoru lagi með okkur. Þetta voru alls þrjátíu mynd- ir.“ Þið skoðuðuð heilmargt í ferðinni? „Já, við bjuggum í Guangzhou á hóteli í fjórar vikur og náðum þar að kynnast daglegu lífi Kínverja, fara í búðir að kaupa í matinn, skreppa með krakkana í tívolí og dýragarð og skoða okkur um. Við fórum allra ferða okkar í leigubíl því fáir skildu ensku og við vorum hrædd um að vill- ast í strætisvögnum. Mannmergðin var mikil enda búa tíu milljónir í borginni og í hádeginu þegar fólk fór í mat settist það gjarnan á hækjur sínar þar sem það stóð og borðaði hrísgrjón úr skálinni sinni. Kínverjar Þ EGAR Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur sá fyrir endann á nokkurra mánaða dvöl í Guangzhou í Kína þar sem hann hafði haft eftirlit með smíði skipa fyrir ís- lenskar útgerðir ákvað fjölskyldan að sækja hann og ferðast um landið. Ágústa Unnur Gunnarsdóttir lagði land undir fót og ferðaðist til Kína með börnin þrjú, Hrönn, Bjarna og Emilíönu Birtu. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu vestrænt og nútímalegt land Kína er orðið á sama tíma og gömlu gildin eru við lýði,“ segir Ágústa. „Það var t.d. ekki óalgeng sjón að sjá berfætt fólk með stráhatt á hjóli sem var svo talandi í farsíma. And- stæðurnar verða líka hrópandi þegar maður virðir fyrir sér alla þá skýja- kljúfa sem nú rísa eins og gorkúlur og við hliðina á þeim eru svo hefð- bundin, lítil, kínversk hús.“ Hávaðinn mikill Þegar Ágústa kom til Guangzhou fannst henni hávaðinn yfirþyrmandi. „Það er svo mikill mannfjöldi alls staðar og Kínverjar tala mikið. Þetta leiðir til þess að það er sífellt suð í umhverfinu og aldrei þögn. Þegar maður kemur frá Íslandi þar sem þögnin er auðfundin þá verður þessi hávaði yfirþyrmandi. Annað sem við urðum áþreifanlega vör við strax við komu okkar til Kína var hversu sérstakt það þótti að sjá vestræna fjölskyldu eins og okkur á ferð um landið, ekki síst þar sem við skárum okkur svo úr svona hávaxin og við ljóshærðar konurnar. Hvar sem við komum vöktum við mikla athygli. Fólk var ófeimið að snerta okkur, sérstaklega Emilíönu Birtu sem var fjögurra ára og biðja um að fá að mynda sig með okkur. Í lok ferðarinnar var Emilíana Birta þurfa ekki mikið pláss.“ Ágústa segir að eftir fjórar vikur í Guangzhou hafi fjölskyldan ferðast í tvær vikur. Fyrst lá leiðin til Hong Kong. „Borgin er heillandi, byggingarnar tilkomumiklar og skemmtilega upp- lýstar og mannlífið skrautlegt. Hong Kong er gjörólík öllu, þar snýst allt um viðskipti og allir tala ensku.“ Næst ákváðu þau að fara til Dalien en það er þriggja og hálfs tíma flug frá Guangzhou til Dalien. „Kínverskir vinnufélagar Hjartar buðu okkur að koma til Dalien og tóku þar á móti okkur af miklum rausnarskap. Borgin hefur á sér vest- rænan blæ, það má ekki hjóla á aðal- götunum lengur og þar er hægt að komast á fína strönd. Hvítt leðursófasett og sjónvarp Við dvöldum í nokkra daga í borg- inni og skemmtilegast var tvímæla- laust þegar okkur var boðið í heim- sókn á heimili kínverskrar fjölskyldu. Það er sjaldgæft að Vesturlandabú- um sé boðið í heimsókn og telst vera mikill heiður. Þetta var mjög nútíma- legt heimili, í lítilli blokk og íbúðin var á tveimur hæðum. Við innganginn var dyravörður sem sá um að hleypa engum inn sem ekki átti erindi. Það voru öll nútímaþægindi í þessari íbúð, hljómflutningstæki af bestu gerð, hvítt leðursófasett, sjónvarp og svo framvegis.“ Stórkostlegt að standa á Kínamúrnum Þegar Ágústa er spurð hvað sé eft- irminnilegast úr Kínaheimsókninni segir hún að það séu dagarnir í Pek- ing. „Það var eiginlega hápunktur ferð- arinnar. Þar fann ég svo sterkt fyrir sögu landsins og það var sérstakt að sjá með eigin augum alla þá staði sem ég hafði annaðhvort séð í myndum eða lesið mér til um. Við fórum á Torg hins himneska friðar, heimsóttum Kínamúrinn og Forboðnu borgina Bara að standa á Kínamúrnum og þekkja söguna á bakvið var hreint stórkostleg upplifun. Á Torgi hins himneska friðar fylgdumst við með fánahyllingu fyrir framan minnis- varða Maó. Hann er dreginn niður við sólarlag en upp við sólarupprás.“ Ágústa segir að gjald sé tekið fyrir að skoða Kínamúrinn og einnig For- boðnu borgina. Fjármunirnir eru síð- an notaðir í viðhald á þessum stöðum. Í te með nágrönnunum „Þá var líka mjög sérstakt að fara í skðunarferð um eitt af hinum alda- gömlu „Hutong“ hverfunum í Peking sem reist voru umhverfis Forboðnu borgina. Þar var ekki hægt að aka um en við fórum í vögnum sem dregnir voru af hjólandi fólki. Við skiptum okkur niður í tvo vagna og þannig ferðuðumst við um með leiðsögn. Íbúarnir hittast fyrir utan húsin sín á morgnana, jafnvel á náttfötun- um og drekka saman te og spjalla. Þetta er fólk sem býr þröngt og á ekki mikið af veraldlegum gæðum en það er afar nægjusamt, glatt og ham- ingjusamt. Þegar maður verður vitni að slíku vekur það mann til umhugs- unar um allt sem við Vesturlandabú- ar sönkum að okkur og hvers virði það er í raun. Því miður á að jafna Hutong við jörðu fyrir Ólympíuleikana 2008 en kínversk yfirvöld ætla að skilja eftir lítinn hluta til að sýna ferðamönnum. Í lokin þegar Ágústa er innt eftir því hvort hana langi aftur til Kína fær hún blik í augun. „Já, ég og við öll gætum hugsað okkur það. Þetta er afar vinaleg og glaðleg þjóð, það er margt að skoða og ógleymanlegt að koma þangað í heimsókn.“ Emilíana Birta og Hjörtur á Kínamúrnum. Hvarvetna vöktu börnin athygli og hér er það vopnaður hermaður sem vill endi- lega láta mynda sig með þeim. Fjölskyldan að fylgjast með fánahyllingu á Torgi hins himneska friðar. Heimsóknin til Peking hápunktur ferðarinnar Uppáhaldsfrí Ágústu Unnar Gunnarsdóttur var ferðin til Kína Það var ógleymanlegt að skoða Kínamúrinn, Torg hins himneska friðar og Forboðnu borgina, segir Ágústa Unnur Gunnarsdóttir sem fór í sum- arfrí með fjölskylduna til Kína. Emilíana Birta kunni vel að meta þessa vini sína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.