Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ VAR ekki sjálfgefið að Jó- hann Már færi í verkfræði að loknu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1955. Hann segist hafa velt ýmsu fyrir sér, meðal annars að lesa læknisfræði, en mest langaði hann þó til að skoða heiminn. „Ég hafði frétt að það væri gott að vera á Spáni. Veturinn eftir stúdentsprófið fór ég með félögum mínum, þeim Magnúsi Karli Péturssyni hjartalækni og Ragnari Aðalsteinsyni hæstarétt- arlögmanni til Spánar. Seinna bættist í hópinn Jón Arnalds hæstaréttarlögmaður en fyrir voru við nám í Madrid þau Sonja Diego og Guðjón Jó- hannesson, öll af árgangi 1935. Þarna var líka Þórir Ólafsson skákmaður sem festi ráð sitt með kólumbískri konu, Elvíru, og urðum við Ragnar svaramenn við þá athöfn. Allt þetta fólk myndaði um tíma mjög skemmtilega Íslendinganýlendu í Madrid. Við Magnús og Ragnar innrituðum okk- ur í spænskunám við Facultad Filosofía y Letras (heimspeki- og bókmenntadeild) við háskólann í Madrid því við kunnum ekkert í spænsku. Ég átti að baki tveggja ára frönskunám í mennta- skólanum og var svo heppinn að hafa lært latínu einn vetur, þótt ég væri í stærðfræðideild. Það reyndist mér ómetanlegt, því þá fór ég loks að læra málfræði.“ Spurður um árangur spænskunámsins segist Jóhann Már aldrei hafa orðið flinkur í málinu en hann lærði þess meira um lífið á Spáni. „Ég sótti skólann, til að byrja með að minnsta kosti. Svo varð svo kalt í Madrid. Ég þurfti ekki að kvarta því ég var í upphituðu húsnæði, en hjá Ragnari fraus í klósettunum. Þegar kom fram í janúar ákváðum við að hugsa okkur til hreyfings. Við keyptum nokkur þúsund kílómetra ferð með spænsku járnbrautunum, sem voru heldur fornfálegar á þeim árum, yfirgáfum Madrid og skólanámið og fórum að skoða lífið á Spáni. Við fórum um allt landið, úr einni borg í aðra. Það má segja að þetta hafi verið bóhemlíf – ægilega gam- an. Á endanum leigðum við okkur hús í litlu fiski- mannaþorpi, Pedregalejo, við ströndina á Costa del Sol rétt austan við Malaga. Þar bjuggum við eina tvo mánuði, febrúar og mars, og kynntumst fólkinu og þorpslífinu sem var alveg sérstakt. Spánverjar eru harðduglegt og gott fólk. Áður en ég fór til Spánar hélt ég að þeir svæfu allir undir hattinum sínum og væru latir, en ég hef hvergi séð menn jafnduglega og í þessu landi. Ég hafði verið í bæjarvinnunni í Reykjavík og þar var mér kennt hvernig ég ætti að setja lítið á skófluna og hvíla mig. Það gerðu gömlu menn- irnir sem kunnu þetta. Þarna horfði ég með for- undran á Spánverjana, hvernig þeir kepptust við án þess að pústa, og ég var hrifinn af hvað þeir voru duglegir.“ Á þessum árum réð einræðisherrann Franco ríkjum á Spáni. Hvernig var vistin í ríki hans? „Ég skal segja þér dæmi. Það voru rimlar fyrir útidyrunum á öllum húsum. Þegar við fórum út á kvöldin þurfti maður að stinga höndunum út á milli rimlanna og klappa. Þá kom karl sem kall- aður var sereno (næturvörður) og opnaði fyrir manni. Maður gaf honum einn peseta og hann skráði í bók að klukkan þetta og þetta hafi þessi maður farið út úr þessu húsi. Þegar maður kom heim um nóttina þurfti aftur að klappa og þá kom karlinn og skráði hvenær maður kom heim svo hleypti hann manni inn. Allt var þetta sent til leyniþjónustu Francos, sem hefur haft mikið að gera við lesturinn.“ Jóhann Már segir að þeir félagarnir hafi farið létt með að lifa af hýrunni sem þeir höfðu unnið sér inn um sumarið. Þeir hafi fengið gjaldeyris- yfirfærslu upp á 1.500 kr. á mánuði og þær lögðu sig á 3.500 peseta. Það voru fimmföld mán- aðarlaun verkamanns á Spáni og dugði slíkum til framfærslu 5–6 manna fjölskyldu. „Við lifðum eins og greifar, ég hef aldrei á æv- inni lifað jafnríkmannlega og þá. Einhvern veg- inn tókst manni samt að eyða þessu, þótt maður væri ekki að kaupa sér mikið.“ Spánn opnaði nýja vídd Jóhann Már segir ekki ofsagt að dvölin á Spáni hafi opnað sér nýjan heim. „Við að fara til Spánar opnaðist ný vídd í huganum sem maður hafði ekki áður. Mér finnst þessi vídd hafa svolítið litað líf mitt.“ Hvernig þá? „Hún opnaði til dæmis augu mín fyrir skáld- skap og málaralist miklu betur en áður. Spænsk- an er fallegt mál og ljóðrænt og þeir hafa átt marga af bestu listmálurum veraldar. Þarna kynnst ég svolítið skáldskap Federico García Lorca og fór á listasafnið Prado á hverjum sunnudegi til að skoða málverk, einkum Goya. Maður fór til Spánar fullur af fordómum en þessi dvöl opnaði augu mín fyrir því betur en áður að „hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu“. Þetta hefur orðið mér til góðs síð- ar á lífsleiðinni.“ Jóhann Már segist svolítið hafa orðið hugsi um hvort það væri rétt að eyða tímanum svona. Hvers vegna hann færi ekki beint í háskólanám og flýtti sér að verða eitthvað eins og flestir aðr- ir? „Þegar ég lít til baka tel ég það hafa verið mik- ið gæfuspor að fara til Spánar. Þetta var hreint ævintýri, alveg dásamlegt. Þarna fékk maður tóm til að hugsa um lífið og tilveruna og lifa næst- um alveg áhyggjulausu lífi. Ég var kannski ári á eftir mínum jafnöldrum sem verkfræðingur, en ég sá ekkert eftir því. Þegar ég síðar fór að starfa sem verkfræðingur held ég að menn hafi fundið að ég var ekki alveg rígbundinn við verkfræðina eina. Mér finnst verkfræðin að sumu leyti vera listgrein og ég nálgaðist hana dálítið þannig.“ Í apríl yfirgáfu félagarnir Spán og héldu heim á leið. Jóhann Már og Magnús Karl fóru í gegn- um Mónakó til Ítalíu. Þá var leikkonan Grace Kelly að giftast furstanum og sáu þeir hátíð- arhöldin út um lestargluggann. Frá Ítalíu tóku þeir Austurlandahraðlestina og fóru í gegnum Zagreb í Króatíu, þaðan lá leiðin upp Júgóslavíu til Austurríkis og Þýskalands. „Í Þýskalandi heimsótti ég kunningja sem höfðu farið í alvöru- nám, verkfræði í Karlsruhe, og átti þar góðar stundir áður en ég kom heim fullsaddur af bóhemlífinu.“ Úr Búrfelli í Landsvirkjun Jóhann Már las fyrrihluta verkfræðinnar við Háskóla Íslands og fór síðan til Kaupmannahafn- ar þar sem hann lauk prófi 1962. Að námi loknu vann hann í Danmörku eitt ár, kom svo heim og var í tæpt ár hjá Hafna- og vitamálaskrifstofunni. Þá skall á mikið verkfall verkfræðinga og nokkrir félagar á Vitamálaskrifstofunni fóru að vinna sjálfstætt og stofnuðu upp úr því verkfræðistof- una Hönnun. Jóhann Már var að vinna hjá Hönn- un þegar hann las í blöðunum að til stæði að virkja Þjórsá við Búrfell. „Ég varð mjög hrifinn af því. Ég var svo hepp- inn að hafa fengið sumarvinnu á mennta- skólaárunum sem mælingmaður hjá Raforku- málaskrifstofunni. Á hennar vegum voru stundaðar mælingar á mögulegum virkj- unarstöðum þar sem reynt var að finna út hvar væri hagkvæmt að virkja. Þarna kynntist ég landinu sem aldrei fyrr. Fyrsta sumarið í mæl- ingum dvaldi ég á Glámuöræfum en þeim leið- angri stjórnaði Loftur Þorsteinsson, verkfræð- ingur á Raforkumálaskrifstofunni, af mikilli röggsemi. Næsta sumar vann ég í mælingum við Laxárvatn í Húnaþingi og við Fjarðará í Seyð- isfirði undir stjórn Sigurðar Björnssonar, verk- fræðings, sem var eldklár og einstakt ljúfmenni, þá tóku við mælingasumur uppi á Sprengisandi og við Jökulsá á Fjöllum og á Kili. Þessum mæl- ingum stjórnaði Steingrímur Pálsson, deild- arstjóri á Raforkumálaskrifstofunni, af mikilli þekkingu og þrautseigju. Hann var ekki alltaf blíður á manninn en allir fundu að hann var hörkugóður stjórnandi þegar allt kom til alls og kunni þar að auki utanað bestu kvæði Jóns Helgasonar, prófessors og forstöðumanns Árna- stofnunar í Kaupmannahöfn. Fór hann stundum með þetta fyrir okkur mælingablækurnar sem varð til þess að ég gerðist einlægur aðdáandi ljóða Jóns þó síðar yrði. Á þessum árum bjó mað- ur uppi á Sprengisandi í mikilli einangrun heilu sumrin, árnar óbrúaðar og erfitt að komast um. Nú er þetta gjörbreytt og allir Íslendingar geta nú ferðast um þetta svæði á fjölskyldubílunum sínum og notið hálendisins.“ Áhuginn sem kviknaði við mælingarnar varð til þess að Jóhann Már tók vatnsaflsvirkjanir sem sérfag í verkfræðináminu í Danmörku. Hann segist hafa hrifist mjög af þeim hug- myndum að virkja Þjórsá við Búrfell og að koma upp álveri og stóriðju í tengslum við virkjunina. Vildi hann taka virkan þátt í því ævintýri. Þegar virkjanaframkvæmdir fóru af stað við Búrfell fór Jóhann Már að vinna hjá bandaríska verkfræðifyrirtækinu Harza Engineering Co. Int. sem eftirlitsverkfræðingur hjá staðarverk- fræðingi Harza sem hannaði virkjunina. „Harza er með höfuðstöðvar í Chicago og er eitt af virtustu verkfræðifyrirtækjum í þessum „raforkubransa“ í heiminum. Það hefur verið við- loðandi okkur síðan. Ég vann í eftirlitinu í Búr- felli í fjögur ár og bjó þar með fjölskyldu minni frá 1966 til 1970. Gísli elsti sonur okkar gekk í Ásaskóla í Gnúpverjahreppi.“ Eftir að smíði Búrfellsvirkjunar lauk segir Jó- hann Már að Landsvirkjun hafi falast eftir hon- um til starfa. Hann þekktist boðið og var ráðinn fyrst sem deildarverkfræðingur, varð síðar að- stoðaryfirverkfræðingur, svo yfirverkfræðingur og 1983 tók hann við starfi aðstoðarforstjóra af Halldóri Jónatanssyni sem þá var ráðinn for- stjóri. „Á árunum 1965–1983 stjórnaði Landsvirkjun ágætur maður og mikill mannþekkjari, Eiríkur Briem. Hann var eldklár verkfræðingur. Í stjórn Landsvirkjunar sátu miklir öðlingsmenn og klár- ir, að öðrum ólöstuðum má fremstan telja Jó- hannes Nordal. Hann hafði mest áhrif og stjórn- aði fyrirtækinu meira og minna í samráði við Eirík. Eftir Eirík stjórnaði Halldór fyrirtækinu af mikilli röggsemi frá 1983 til loka ársins 1998. Þá tók núverandi forstjóri Friðrik Sophusson við og hefur sannarlega sýnt það og sannað að fyr- irtækið er í hinum allra bestu höndum. Mér finnst ég hafa notið þeirrar gæfu að fá að vinna af hugsjón við að breyta náttúrugæðum landsins í efnahagsleg gæði fyrir þjóðina. Við hugsuðum alltaf um hvað væri þjóðhagslega hag- kvæmt og þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ævintýri.“ Eftir Búrfellsvirkjun, var ráðist í gerð Sig- ölduvirkjunar, síðan kom Hrauneyjarfoss- virkjun, þá Blönduvirkjun, Kvíslaveita, Sult- artangavirkjun og nú síðast Vatnsfellsvirkjun. „Þjóðin á nú raforkukerfi sem jafnast á við það besta sem annars staðar gerist,“ segir Jóhann Már. „Auk þess er kominn atvinnuvegur sem áð- ur var ekki til, stóriðjan. Að mínu viti hefur ís- lenska þjóðin það svo gott í dag sem raun ber vitni – fjórða ríkasta þjóðin í heimi miðað við mannfjölda – vegna þess að við höfðum nýtt þessi gæði okkur til hagsbóta.“ Breytt umræða um náttúruvernd Jóhann Már segir að náttúruverndarmál hafi lengi verið í brennidepli varðandi virkj- anaframkvæmdir, til dæmis þegar ráðist var í gerð Kvíslaveitu. Honum finnst umræðan um náttúruverndarmál mikið hafa breyst síðan þá. „Náttúruverndarmálin voru ekki höndluð á sama hátt þá og gert er í dag. Á þessum tíma var Náttúruverndarráð samsett af fólki sem hafði áhuga á náttúruvernd en var jafnframt prakt- ískt. Menn gátu talað saman og náð málamiðlun. Ég man að þegar ég kom til Landsvirkjunar var aðalmálið að sökkva Þjórsárverum og gera þar stóra virkjun. Hugmyndin var að fara í þetta næst á eftir Búrfellsvirkjun. Þetta voru mikil plön og talið að þetta væri það hagkvæmasta og besta sem hægt væri að gera. Deilurnar um þessa framkvæmd urðu mjög háværar, en þá gátu menn sest niður og rætt málin. Ég lenti meðal annars í að tala við Náttúruverndarráð og Virkjanir eru gull- námur Starfsferill Jóhanns Más Maríussonar hefur snúist um vatnsorku, allt frá menntaskólaárunum þegar hann vann við mælingar á sumrin fyrir Raforkumálastofu og þar til fyrir skömmu að hann lét af starfi aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Guðni Einarsson ræddi við Jóhann Má um bóhemlíf á Spáni Francos, virkjanir, velferð, náttúruvernd og ljóðlist. Morgunblaðið/Jim Smart „Flest ljóða minna hafa orðið til fyrir innblástur, en ég les mikið ljóð, hef gaman af þeim og hrífst mjög af ljóðlist,“ segir Jóhann Már Maríusson verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.