Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir STOKKHÓLMUR er aðmargra mati hin einasanna matarhöfuðborgEvrópu. Líklega geturengin önnur norræn borg státað af jafnfjölbreyttri flóru vandaðra veitingastaða og höfuð- borgin sænska við Eystrasalt. Í Stokkhólmi má finna eitthvað við allra hæfi. Allt frá einföldum fjöl- þjóðlegum stöðum til stór- glæsilegra franskra veitingastaða á borð við Franska matsalin á Grand Hotel (að flestra dómi besta veitingahús Svíþjóðar) eða Opera- källaren í kjallara óperuhússins glæsilega í miðborginni. Í þeirri byggingu eru raunar þrír góðir veitingastaðir. Auk kjallarans má þar finna Café Opera, stóran og glæsilegan veitingastað í nútíma- legum anda og svo auðvitað „rass- vasa“ óperunnar eða Bakfickan, þar sem boðið er upp hefðbundna en vandaða sænska matargerð, kjötbollur og fisk. Ekki spillir heldur fyrir að það er að jafnaði um helmingi ódýrara að fara út að borða á veit- ingastöðum í Stokkhólmi en í Reykjavík og á það jafnt við um mat sem vín. Staður í miklu uppáhaldi hjá mér er Fredsgatan 12, staður í eigu Melker Andersson, sem hlaut silfurverðlaunin á Bocuse d’Or í Lyon árið 1995. Veitingastaðurinn er gegnt Rosenbad, forsætisráðu- neytinu sænska, og er veisla fyrir öll skynfæri. Glæsilega hannaður niður í minnsta smáatriði, jafnvel brauðkarfan er lítið listaverk. Mat- urinn vel útfærður þar sem bland- að er saman sígildri evrópskri mat- argerð og nútíma straumum. Í forrétt fékk ég þunnskornar and- arbringur með salati og í aðalrétt fullkomlega eldaðan og góðan lax með pilaf og grænni sósu (salsa verde). Vínlistinn vandaður og hægt að fá toppvín í glösum. Fyrir valinu varð Albarino frá Galisíu á Spáni, sem smellpassaði við laxinn. Yfirleitt er mikið að gera í hádeg- inu en strax um klukkan 13 fer að róast. Þriggja rétta hádegisseðill kostar 299 krónur sænskar en á kvöldin er m.a. hægt að fá sjörétta sælkeraseðil með öllu því besta sem húsið hefur upp á að bjóða á 799 krónur. Fredsgatan 12 hefur eina stjörnu frá Michelin og ekki spillir fyrir að íslensk stúlka (sem margir ættu að þekkja frá Grillinu) þjónar til borðs. Stokkhólmur skiptist í mörg hverfi og eru margir af bestu stöð- unum í kringum miðborgina á Norrmalm og Östermalm. Mikið úrval veitingahúsa er til dæmis í kringum Stureplan á Östermalm. Má nefna eitt vinsælasta brasserie borgarinnar, Sturekompagniet við Stureplan eða þá hinn litla en vandaða veitingastað Bistro Jarl við Birger Jarlsgatan. Bistro Jarl er vinsæll staður meðal kaupsýslu- manna og hefur á síðustu árum gengið í endurnýjun lífdaga sem kampavínsbar. Í nokkurra mín- Veitingahús í Stokkhólmi Morgunblaðið/Áslaug Matur S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n NÝR veitingastaður, Hereford steikhús,var opnaður að Laugavegi 53b á föstu-dag. Staðurinn tekur 136 gesti í sæti og er byggður upp að danskri fyrirmynd. Er mark- miðið að bjóða mat og vín á eins lágu verði og mögulegt er. Eigendur eru þeir Hannes Hall- dórsson og Bragi Ólafsson en yfirkokkur er Jón- as Jónasson, sem starfað hefur á Hereford Beefstouw-veitingahúsi í Danmörku. Hannes segir að eitt af því sem muni aðskilja Hereford frá öðrum veitingahúsum sé að verð á víni verði í lægri kantinum. Flutt er inn vín frá Frakklandi, sem síðan er hellt á karöflur. Verður „flaskan“ af rauðvíni (0,75 lítra karafla) seld á 1.290 krónur. Þá verður einnig boðið upp á vín hússins í glösum eða hálfum flöskum á hagstæðu verði. Dýrasta flaska vínseðilsins er hins vegar Chateau Petrus á 170 þúsund krónur og segir Hannes að allt þar á milli verði til. Gestir merkja sjálfir á blað hvaða steik þeir vilja fá, hversu stóra og með hvaða meðlæti. Hins vegar kostar ekki aukalega að bæta við meðlæt- inu. Einn veggur veitingasalarins er lagður undir Armagnac og annar undir viskí og segir Hannes að þar sé margt forvitnilegt að finna. „Markmiðið er að halda verði á öllu niðri eins og hægt er þannig að fólk geti farið út að borða án þess að það sé farið með það út í vitleysu. Verðlag á veitingahúsum er orðið plága á Norð- urlöndum,“ segir Hannes. Morgunblaðið/Sverrir Rauðvín á 1.290 kr. matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is. VÍN vikunnar að þessu sinni koma frá nýja heiminum, annars vegar frá Nýja-Sjálandi og hins vegar Chile. Babich Vínum frá Nýja-Sjálandi fjölgar stöðugt hér á landi. Þau voru lengi vel sjaldséð og eru nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er ekki langt síð- an að nýsjá- lensku vínin slógu í gegn og þá fyrst og fremst hvítvínin úr þrúgunni Sau- vignon Blanc sem fljótlega varð eins konar þjóðarþrúga þeirra. Í öðru lagi urðu vin- sældir nýsjá- lensku vínanna svo miklar, þegar neytendur í Evrópu byrjuðu að uppgötva þau, að framleiðendur önnuðu hreinlega ekki eftirspurn. Það hefur breyst á síðustu árum með miklum fjárfestingum í nýj- um ekrum, sem eru nú farnar að bera ávöxt. Framleiðandinn Babich er með betri fyrirtækjum landsins og nokkur vín fyrirtækisins eru nú á sérlista. Babich Pinotage- Cabernet Sauvignon er nokkuð óvenjuleg blanda frá Nýja- Sjálandi en blendingsþrúgan Pino- tage hefur fyrst og fremst verið notuð í Suður-Afríku. Dæmið virð- ist hins vegar einnig ganga upp á Nýja-Sjálandi. Þykkur og feitur rauður ávöxtur, heitur og sætur, eik er áberandi og gefur víninu súkkulaðitóna. Í munni er vínið bjart, mjög feitt sem rjómi og bragðmikið, með þykkum og sult- uðum ávexti. Kannski ögn þung- lamalegt vegna skorts á sýru en engu að síður mjög gott. Mikið vín fyrir 1.260 krónur. Hvítvínið Ba- bich Sémillon-Chardonnay 2001 er ekki síðra. Ferskur ilmur, hitabelt- isávextir, ferskjur, feitt og þægi- legt, mjög vel uppbyggt, þykkt með hressandi sýru. Kostar 1.170 krónur. Það eru hins vegar Sauvignon Blanc vínin frá Babich sem standa upp úr en þau eru aðeins dýrari. Babich Sauvignon Blanc Wine- makers Reserve er dúndur Sauv- ignon, allt að því ýktur, grösugur ilmur og hitabeltisávextir, djúpur og þroskaður ávöxtur. Þetta vín kostar 1.810 krónur. Nokkuð einfaldara í klassískum nýsjálenskum stíl er hefðbundna Sauvignon Blanc-vínið frá Babich. Grænar perur og aspas með sítrus- ávexti. Verulega gott og nokkuð ódýrara eða á 1.470 krónur. Caliterra Merlot Caliterra er eitt af nýju og athyglisverðu fyrirtækjunum frá Chile, sprottið upp úr sam- starfsverkefni chilesks framleið- anda og Mondavi-fjölskyldunnar kalifornísku. Gífurlegar fjárfest- ingar í nýjum ekrum og víngerð hafa skilað af sér traustum og góð- um vínum. Caliterra Merlot 1998 er nú í reynslusölu, mjög dökkur, heitur ávöxtur, töluvert bit í munni, sýra og þykkur svartur ávöxtur. Ávaxtadrifið í alla staði, engin eik sem maður finnur. Það er helst að vínið er farið að missa æskublómann og sýna aldur. Kost- ar 1.090 krónur. Carmen Reserve Carmen er hins vegar eitt af eldri fyrirtækjunum í Chile og hef- ur aðsetur í Maipo-dalnum, elsta víngerðarsvæði Chile, skammt frá höfuðborginni Santiago. Carmen Reserve 2000 Cabernet Sauvignon er dæmigert Maipo-vín, mikill og hreinn sólberjaávöxtur, fersk mynta, eik. Tannín eru mjúk og áferð þægileg. Vín í hæsta gæða- flokki frá Chile. Mjög góð kaup á 1.490 krónur. La Palmeria Ódýrara og einfaldara Chile-vín er vínið La Palmeria frá framleið- andanum Vina la Rosa en það er framleitt úr Cabernet Sauv- ignon þrúgum úr Rapel daln- um. Ávöxturinn mildur, vínið hlutlaust en þægilegt. Létt og gott vín á þokkalegu verði án þess að sýna mikinn karakter. Kostar 1.290 krónur. Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n  ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson hefur sett á markað nýja tegund af bjór, Egils þorrabjór, bragðmikinn lager-bjór sem þykir minna á þýska framleiðslu, að því er segir í tilkynn- ingu. „Bruggmeistarar Ölgerðarinnar hafa unnið að þróun bjórsins und- anfarin misseri. Framleiðsla á Egils þorrabjór tekur um það bil einn mánuð og er fylgst náið með lög- uninni á öllum stigum framleiðsl- unnar. Egils þorrabjór verður til sölu í verslunum ÁTVR í um sex vikur. Einnig mun Ölgerðin selja þorrabjór- inn til veitingastaða og veislusala.“ Þorrabjór frá Agli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.