Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 B 11 SÚKKULAÐI-PISTASÍUKAKA MEÐ ÁVAXTARJÓMA 150 g afhýddar pistasíuhnetur 60 g hveiti 175 g mjúkt smjör 200 g flórsykur 2 msk kakó 1/2 tsk kardimommuduft 5 léttþeyttar eggjahvítur 200 g grófsaxað dökkt súkkulaði 1 peli rjómi blandaðir ferskir ávextir, t.d. bláber og jarðarber Smyrjið kringlótt bökuform (ágætt að nota leirform og bera fram í sama formi og bakað er í). Saxið hnetur og grillið í 5 mín í ofnskúffu. Kælið. Setjið hneturnar ásamt hveitinu í blandara og hakkið fínt. Þeytið smjörið og flór- sykurinn vel saman í skál. Blandið pistasíunum saman við kardimommur og kakó og bætið svo út í smjörsykur- blönduna. Blandið að síðustu „létt“stífþeyttum eggjahvít- unum og súkkulaðibitunum saman við. Hellið í form og bakið við 200°C í 25-30 mín. Kælið. Þeytið rjóma og smyrjið yfir og stráið berjum eða öðr- um ferskum ávöxtum yfir. Berið fram með sterku kaffi. GOTT Í KLÚBBINN Morgunblaðið/Hanna útna göngufjarlægð á Sturegatan 22 er einn af nýrri veitingastöðum borg- arinnar, Undici. Þar var lengi aust- urlenskur staður en fyrir nokkrum árum var honum breytt í nútímalegan og vinsælan stað þar sem mikið af „fræga“ fólkinu kemur til að skemmta sér. Staðurinn sam- anstendur af tveimur rúmgóðum söl- um, í þeim fremri er stór bar en rúm- góður matsalurinn í þeim innri. Þar er boðið upp á mat sem þegar vel tekst til er skemmtileg blanda af norður-sænskri og ítalskri mat- argerð. Það mun vera í anda eigand- ans Thomas Brolins. Ég er það illa að mér í sænskum íþróttafræðum að ég hef líklega stórmóðgað sænska borð- félaga mína er ég játaði að ég hafði ekki hugmynd um hver Brolin væri. Eftir að þeir jöfnuðu sig kom hins vegar í ljós að hann er einn þekktasti knattspyrnumaður Svíþjóðar fyrr og síðar. Þessi norður-sænski leikmaður var atvinnumaður hjá ítalska úrvals- liðinu Parma og var þar leikmaður númer ellefu. Af því er nafn staðarins – Undici – dregið. Mun staðurinn ekki síst vera vinsæll hjá sænskum afreksmönnum í íþróttum. Í forrétt fékk ég smásíld með loðnuhrognum í mildri sósu á heimabökuðu hrökk- brauði. Ágætt, ekki meir. Aðalrétt- urinn kom hins vegar betur út, grilluð kálfa entrecote með bragðmikilli soð- sósu og kartöflu- og sveppaturnum. Eftir því sem leið á kvöldið varð tón- listin háværari, plötusnúður fór að spila gamla smelli og fólk í kring fór að dansa. Þegar við stóðum upp frá borðum var ytri salurinn stappaður fólki líkt og á vinsælasta skemmtistað og rétt að maður gat smeygt sér í gegnum þvöguna að útidyrunum. Ágætur ítalskur staður á svipuðum slóðum er Café Milano (það virðist vera staður með því nafni í flestum borgum) við Kungsträdgårdsgatan. Þar fékk ég góða mjúka grænmet- isböku með parmigiano-mauki og síð- ar gott penne-pasta með tómata- rjómasósu, eggaldin og krydd- legnum, þunnum sneiðum af nautalund. Með þessu var hægt að fá ódýr og góð húsvín frá Púglíu og Sikiley. Hinum megin við Kóngsgarðinn er síðan einn vinsælasti staður Stokk- hólms, Berns, í einni glæsilegustu nítjándu aldar byggingu borgarinnar er tekin hefur verið í gegn af hönn- uðinum breska Terence Conran. Þar eru nokkrir staðir innandyra meðal annars stórt og glæsilegt nútíma- brasserie. Maturinn er kannski ekki talinn sá allra besti í bænum, þótt hann sé góður, en húsnæðið og stemmningin gerist ekki mikið betri. Fyrir þá sem vilja frekar snæða á litlum, þröngum og vinalegum veit- ingastöðum en nútíma matar- musterum er tilvalið að fara yfir í gömlu borgina, Gamla Stan, sem er í um tíu mínútna göngufjarlægð frá miðborginni. Staður með trausta, en kannski ekki ýkja spennandi mat- argerð, er til dæmis Fem små hus við Nygränd 10. Þar er gott að fá sér hreindýrasteik og að minnsta kosti líta yfir vínlistann er geymir mikið úrval vína frá bestu vínköstulum Bordeaux. Flestir veitingastaðir gamla bæjarins eru hins vegar við Västerlånggatan er sker Gamla Stan frá norðri til suðurs. Meirihlutinn er einfaldir pizza-staðir, svo sem ekki slæmir og sumir jafnvel góðir svo sem Michelangelo, þar sem hægt er að borða vel og ódýrt. Bestur er samt líklega Mårten Trotzig syðst á Västerlånggatan, rétt áður en komið er að brúnni yfir á Södermalm eða Söder. Laukur Morgunblaðið/Áslaug  Hvítur laukurer frískandi, stökkur og afar bragðgóður. Vorlaukurer ýmist borinn fram hrár með salti eða í ýmiss konar salötum, kryddlegi eða súpum. Gulur laukurer algengasta lauktegundin og hann er fá- anlegur allt árið um kring. Innan hans vébanda er að finna spænskan lauk (hinn stóra væna sem auðvelt er að fylla með alls kyns góðgæti); mjög bragðmikið afbrigði sem er tínt í ágúst og notað yfir veturinn (hann geymist best við hitastig í kringum frostmark); egypskur og pólskur laukur sem er kringlulaga, dökkbrúnn á lit og frekar bragðmildur og síðan er það hinn ljúfi „franski“ skalotlaukur sem er dásamlegur í súpur, bökur, grænmetisrétti og marga „mallandi“ rétti. Perlulaukurer ekki ósvipaður hvítum lauk, en hann er tíndur þegar hann er mjög smár. Hann er hægt að nota heilan t.d. í pottrétti og kássur og eins er hann gjarnan notaður sykurgljáður sem skraut á hina ýmsu rétti. Rauður og bleikur laukur er yfirleitt borðaður hrár. Þegar þessir laukar eru eldaðir eru þeir mun mildari en hinar lauktegundirnar og hafa ögn sætan keim. BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025 E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is Jacques Lacipierre 5rétta matseðill Einstakt tækifæri til að upplifa matargerð eins og hún gerist best í París. frá Michelin veitingahúsinu í París Au Bon Accueil er kominn aftur með sitt aðstoðarlið og endurtekur stemninguna frá í fyrra með frábærum fimm rétta matseðli. Því miður verður Lacipierre aðeins þessi tvö kvöld fyrir gesti Hótel Holts, því sunnudags- kvöldið 2. febrúar mun hann sjá um hátíðar- kvöldverð Fransk-íslenska verslunarráðsins. Takmarkaður gestafjöldi. Ekki missa af þessum einstaka viðburði. Upplýsingar og borðapantanir í síma 552 5700 &31. janúar 1. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.