Morgunblaðið - 26.01.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 26.01.2003, Síða 12
Gamlar grúppíur slá í klárinn á nýjan leik Gamanmyndin The Banger Sisters frumsýnd hérlendis um helgina  HINN umdeildi franski leik- stjóri Catherine Breillat (Rom- ance X, A ma soeur, Sex is Comedy sem sýnd er á frönsku kvikmyndahátíðinni í Reykjavík) er núna í tökum á nýrri kyn- lífsstúdíu, Anatomie d’Enfer, sem byggð er á bók hennar Pornocratie. Klámmyndaleik- arinn Rocco Siffredi, sem áður vann með Breillat að Romance X, leikur mann sem hatar konur en verður fyrir nýrri opinberun í því efni. Breillat segir myndina vera „eins konar Fríða og dýrið-sögu nema hvað dýrið er mjög mannlegt og Fríða er dá- lítið heimsk“. Hún segir söguna hafa tekið töluverð- um breytingum á tökutímanum en stefnir að því að ljúka við myndina fyrir Cannes-hátíðina í vor. Catherine Breillat með nýjan kynlífsópus Catherine Breill- at: Dýrið upp- götvar Fríðu.  EKKI er að spyrja að tísku- straumum í kvikmyndaheim- inum. Fyrir nokkru var vakin at- hygli á því á þessum stað að vinsælasta viðfangsefnið í am- erískum bíómyndum um þessar mundir virðist vera minnisleysi en fjöldi mynda er í bígerð sem snúast með einum eða öðrum hætti um fólk sem missir minn- ið. Nú er önnur tíska að mynd- ast, þ.e. svokallaðar sverð- og sandalamyndir, sem gerast á tímum Grikkja eða Rómverja til forna, og hafa sjálfsagt vinsældir Gladiators markað þá eftirhermustefnu fremur en sögulegur áhugi í Hollywood. Þýski leikstjórinn Wolfgang Petersen er að vinna að Troy eða Tróju með Brad Pitt í hlutverki Akkilesar, Oliver Stone hyggst leikstýra Colin Farrell í hlutverki Alexand- ers mikla og Baz Luhrmann undirbýr mynd um sömu hetju með Leonardo DiCaprio. Nú slæst írski leikstjórinn Neil Jordan í þennan hóp en hann stefnir að gerð Odysseus’ Return sem fjallar um komu Ódysseifs heim eftir áratuga svaðilför og það sem bíður hans þar. Sverð og sandalar í tísku Gladiator: Þung ábyrgð.  HIN árlegu verðlaun dönsku og sænsku kvik- myndakademíanna standa nú fyrir dyrum. Flestar til- nefningar til Gullbjöllunnar, (Guldbaggen), sænsku kvik- myndaverðlaunanna, fær hin umtalaða mynd Lukas Moodysson Lilja 4-Ever, eða sex, þ.ám. fyrir bestu mynd, besta handrit og leikstjórn. Næst á eftir koma Grabben i graven Bredvid eða Gaurinn í gröfinni í næsta húsi eftir Kjell Sundvall með fimm tilnefningar og Alla älskar Alice eða Allir elska Lísu eftir Richard Hobert með fjórar. Verð- launaathöfnin verður 3. febrúar. Flestar tilnefningar til dönsku Robert-verðlaunanna fá Elsker dig for evigt eða Elska þig að eilífu eftir Susanne Bier og Okay eftir Jesper W. Jensen eða níu hvor mynd. Næst á eftir koma Jeg er Dina eftir Ole Bornedal, Halalabad Blues eftir Helle Ryslinge og At kende Sandheden eða Að vita sannleikann eftir Nils Malmros. Verðlaunin verða afhent 2. febrúar. Dönsku og sænsku kvikmynda- verðlaunin í uppsiglingu Lilja 4-Ever: Hvenær kemur hún hingað? símtölum og fundum yfir síðasta ár. Í heildina séð hefur handritið og vinnsla þess þróast í um eitt og hálft ár.“ Upphaflega kveðst Ólafur hafa beðið Friðrik Þór Friðriksson um að framleiða myndina. „Hann tók mér mjög vel. Það var svo í árslok í fyrra að ég tók þá ákvörðun að framleiða hana sjálfur ásamt Ragn- ari og Kristjáni Ottó Hreiðarssyni; þeir hafa báðir góða reynslu en enginn af okkur hefur þó komið ná- lægt framleiðslu á bíómynd áður. Friðrik sýndi þessari ákvörðun skilning sem var mér mikils virði. Við ætlum að skjóta myndina nú í vor og verður hún tilbúin til sýn- inga seint í haust. Æfingar hefjast um miðjan mars og við erum komn- ir með sterkan hóp af leikurum í verkefnið, þ.á m. Jóhann G. Jó- hannsson, Eggert Þorleifsson, Stefán Jónsson, Benedikt Erlings- son, Halldóru Geirharðsdóttur og fleiri. Hins vegar erum við enn að leita eftir hæfileikafólki í ýmsar stöður. Þetta er fyrsta myndin okk- ar og því verður fjármögnunin mik- il samsuða; við erum komnir með grunnáætlun og fjármagn sem ger- ir okkur kleift að framkvæma verk- ið. Enn erum við þó að leita að inn- lendu fjármagni svo framleiðslan verði traustari. Síðan verður spennandi að sjá hvernig Kvik- myndamiðstöð Íslands tekur okk- ur. Eitt af markmiðum okkar sem framleiðendur er að vera hreinir og beinir við samstarfsfólk okkar og borga því fyrir vinnuna. Svo sjáum við til í lokin hvort við getum borg- að okkur sjálfum laun. Það eru mörg verkefni sem þarf að leysa, sérstaklega af því að þetta er okkar fyrsta mynd, en kosturinn er auð- vitað sá að við förum langt á blóð- þorstanum.“ Úr flatbökum í filmu Hvernig lágu leiðir þínar og kvikmyndarinnar saman? „Ég var á flandri um Evrópu eft- ir stúdentinn og ætlaði að læra líf- eðlisfræði í Róm. Ég gafst upp eft- ir tvo mánuði, kom heim með skottið á milli lappanna, fór að keyra út flatbökur og var þungur yfir því að vita ekki hvað ég ætti að gera með líf mitt. Svo bara gerðist eitthvað. Ég hugsaði með mér: Hvað er það sem mig raunverulega langar til að gera? Og svarið var: Kvikmyndagerð. Síðan hef ég hægt og markvisst unnið mig upp í þessu, með hjálp góðra manna að sjálfsögðu.“ sem rekur tilfinningarnar upp úr skotgröfunum.“ Hvað var það við hana sem heill- aði þig sem efni í bíómynd? „Sagan er lítil og hógvær, en að sama skapi mjög sterk og einbeitt. Hún er samtímasaga sem hægt er að skjóta tiltölulega ódýrt án þess að ganga á gæði efniviðarins. Per- sónur, samræður og kringumstæð- ur eru ákaflega vel skapaðar. Rými sögunnar er mikið og því hægt að leika sér þó nokkuð með efnið.“ „Þetta verður drama með blek- svörtum húmor,“ svarar Ólafur þegar hann er beðinn um að lýsa viðfangsefninu. „Davíð Símonarson hefur verið misskilinn listamaður frá 15 ára aldri og stundar inn- heimtustörf með Valla vini sínum. Þeir taka að sér að rukka dóp- skuldir auk þess að sinna ónefnd- um sérverkefnum sem sjaldnast þola dagsljósið. Þegar sambýlis- konan hendir Davíð út gæti virst sem hann hafi náð botninum í lífi sínu. En sjálfur veit hann betur. Hann skilur að hér er Stóra planið, hin leynilega forskrift máttarvald- anna, að segja honum að hann sé tilbúinn að taka næsta skref á þroskabrautinni. Hann afræður að leigja sér sína fyrstu íbúð. Þegar nýi leigusalinn býður honum upp í kvöldverð sér hann sjálft ljósið. Hann skilur að Stóra planið er að stilla honum upp frammi fyrir meistara sínum, þeim sem ætlað er að flytja listamanninn unga á næsta stig. Haraldur Haraldsson grunnskólakennari, sem sjálfur er ákaflega einmana maður, skynjar strax þörf Davíðs fyrir föðurlega leiðsögn um lífið og nýtir sér mögu- leika stöðunnar frá fyrsta degi með allt að því perverskri hugmynda- auðgi. Þegar Davíð trúir Haraldi fyrir því hvernig hann aflar sér lífsviðurværis, tekur samband þeirra óvænta stefnu.“ Tekin í vor, sýnd í haust Sem fyrr segir hafa þeir Ólafur og Þorvaldur áður unnið saman að mynd, Jesus Is Closer to Home, ásamt Ragnari Santos. „Það sam- starf tókst afar vel og nú erum við Ragnar aftur með verk eftir Þor- vald í höndunum. Ég skrifaði fyrstu drög að handriti í Berlín í fyrra, heimsótti svo Þorvald til Los Angeles þar sem við lukum fyrsta ferli. Þorvaldur gaf mér takmarka- laust svigrúm til að byggja hand- ritið upp úr skáldsögunni, síðan meitluðum við þetta saman og höf- um látið handritið þróast í löngum Ó LAFUR Jóhannesson vakti athygli fyrir fáum árum með Engill no. 5503288 sem vann önnur verðlaun á Stuttmynda- dögum í Reykjavík árið 2000 og var sýnd í Sjónvarpinu, enda frumlegt og fallegt verk. Hann er 27 ára að aldri og sjálfmenntaður í kvik- myndafaginu eftir að hafa útskrif- ast af eðlisfræðibraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Ólafur starfaði við fyrirtækið Megafilm og var framkvæmdastjóri þess um tíma, en „fór síðan út á persónulegri brautir í myndsköpun,“ eins og hann orðar það sjálfur. Hann hefur leikstýrt, framleitt, klippt og samið tugi verkefna fyrir sjónvarp hér- lendis og erlendis, framleiddi m.a. þáttaröð fyrir Sjónvarpið um ís- lenska nútímalist, leikstýrði í sam- vinnu við Þorvald Þorsteinsson heimildarmyndinni Jesus Is Closer to Home um mannlíf í Rauða hverf- inu í Amsterdam og hefur hún ver- ið sýnd um heim allan. Ólafur hefur nú stofnað fyrirtækið Poppoli ásamt þeim Þorvaldi Þorsteinssyni, Ragnari Santos, Pavel E. Smidt, Kristjáni Ottó Hreiðarssyni og Ágústi Borgþóri Sverrissyni, og undirbýr það framleiðslu Stóra plansins. Hefur það alltaf verið „stóra planið“ að gera bíómynd í fullri lengd? „Það er einfaldlega kominn tími á að stíga þetta skref,“ svarar Ólaf- ur, „eðlileg þróun frá því sem ég hef verið að fást við undanfarin ár. Ég hef unnið að mörgum heimild- armyndum og stuttmyndum í gegn- um tíðina og vissulega hef ég stefnt að þessu. Margir hafa varað mig við að fara út í þetta, bæði vegna þess að ég hef ekki gert bíómynd áður og að ég tek sjálfur þátt í framleiðslunni. Hinsvegar er ég með mikið vinnuþol eftir að hafa gengið í gegnum ýmislegt undan- farin ár. Svo er ég líka með frá- bært starfsfólk í kringum mig sem hægt er að stóla á.“ Tilfinningarnar upp úr skotgröfum Hver er aðdragandinn að því að þessi saga varð fyrir valinu? „Ég dái og virði verk Þorvaldar Þorsteinssonar; hann hefur óafvit- andi kennt mér margt og verk hans opnað fyrir mér ýmsar hurðargætt- ir hugarins. Ætli það sé ekki að- dáun minni á Þorvaldi að kenna að þessi saga varð fyrir valinu, auk þess að mér finnst sterkustu hliðar skáldsins mætast í henni. Í gegnum yfirborðsmennsku og auðvirðilegan smásálarskap kemur hlýja og væntumþykja gagnvart persónum algjörlega aftan að manni. Þetta er eins og ósýnilegt, þögult áhlaup Að hræða sig reglulega „Þetta verður drama með bleksvörtum húmor,“ segir Ólafur Jóhannesson kvik- myndagerðarmaður sem nú undirbýr fyrstu bíómynd sína í fullri lengd, Stóra planið, eftir skáldsögu Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. Í samtali við Árna Þórarinsson segir Ólafur frá þessu fyrsta stóra plani á ferlinum. Ólafur Jóhannesson: Mannskepnan er sífellt að fela sig fyrir sjálfri sér … Engill no. 5503288: Tók sinn tol  RÉTT er að vekja athygli kvikmyndaáhugafólks á að Kvikmyndasafn Íslands stend- ur þessar vikurnar fyrir merk- um sýningum á sígildum kvik- myndum í eigu safnsins. Sýningarnar fara fram í Bæj- arbíói í Hafnarfirði, sem þar með er að verða langþráð safnabíó, og eru á laug- ardögum kl. 16. Í gær var sýnd mynd sænska leikstjórans Victors Sjöström eftir leikriti Jóhanns Sigurjónssonar Fjalla Eyvindur (1918), en næsta laugardag gefst kostur á að sjá aðra sænska kvikmyndatúlkun á íslensku skáldverki, Sölku Völku (1954) í leikstjórn Arne Mattsson. Laugardaginn 8. febrúar verður svo sýnd mynd sem líta má á sem fyrirboðann um íslenska kvikmyndavorið, saka- málamyndina Morðsögueftir Reyni Oddsson, sem gerð var fyrir sléttum aldarfjórðungi. Kvikmyndaklassík í Hafnarfirði Halldór Laxness: Salka Valka í sænskri túlkun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.