Morgunblaðið - 26.01.2003, Page 13

Morgunblaðið - 26.01.2003, Page 13
Hann segir að ýmsir leikstjórar og bíómyndir hafi haft áhrif á sig gegnum tíðina. „Svo eru ennþá fleiri bútar úr kvikmyndum sem hafa gert sitt. Þeir sem sitja á fremsta bekk hjá mér eru Kiesl- owski, Lasse Hallström og Woody Allen. Kieslowski fyrir eitthvað óútskýranlegt, Hallström fyrir mannkærleika og næmi, Woody fyrir kæruleysi í nálgun.“ Honum finnst íslensk kvik- myndagerð á góðu róli núna. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Kvikmyndamiðstöðin kemur undan breytingunum, einkum í ljósi þess að margir eru að gera ódýrar myndir núna. Ég er mikill aðdá- andi Friðriks Þórs og hans verka, eins hefur Baltasar komið sterkur inn og svo verður gaman að sjá nýjustu myndina frá Óskari Jón- assyni. Annars ætla ég ekki að babla mikið í þessa átt, vil bara að gera þessa fyrstu mynd og sjá hvernig tekst til.“ Af hverju hefurðu mest lært í kvikmyndagerð? „Af þeirri uppgötvun að maður þarf að gera hlutina sjálfur. Það er enginn sem uppgötvar þig og réttir þér eitthvað. Slíkt gerist ekki. Ég hef lært margt af mörgum, vegna þess að ég lagði mig eftir því að læra og framkvæma. Þegar ég steig fyrstu skrefin fann ég strax djúpa tengingu við þetta form. Guðmundur Arnbjarnarson í Megafilm sáluga reyndist mér vel, sem og Helgi Sverrisson sem ég kynntist þar. Af Helga lærði ég lík- lega einna mest og var það hollur skóli að vinna náið með honum. Ég tók þátt í gerð fjölda mynda á fyrstu fjórum árunum mínum í þessum bransa.“ Mynd gerð úr söknuði Ólafur ákvað að láta reyna á að stýra leiknu efni fyrst í árslok 1999, stuttmyndinni Engill no 5503288. „Þetta var mjög erfiður tími fyrir mig, því faðir minn, sem hafði þjáðst af þunglyndi í mörg ár, ákvað að yfirgefa þetta líf. Við vinnum bara ekki allar glímur í líf- inu og við því er ekkert að segja. Hugmyndin og löngunin til að gera englamyndina kviknaði útfrá sökn- uðinum. Í þeirri mynd vann ég með frábæru samstarfsfólki og leikur- um og fékk einnig staðfestingu á getu minni. En það tók sinn toll. Eftir að ég lauk við Engilinn var ég búinn á því, hafði unnið nánast upp á dag í fimm ár, þjálfað mig vel í kvikmyndagerðinni en ekki sinnt sjálfum mér neitt af viti. Ég ákvað því að skipta um umhverfi, fór til Berlínar og var þar hjá bróður mínum í rúmlega ár. Þar vann ég m.a. við að klippa heimildarmynd Ólafs Sveinssonar um Hlemm. Það reyndist mér gríðarlega góður tími; ég fékk mikla hvíld, spilaði fótbolta með áhugamannaliði og byrjaði að vinna við handritið að Stóra plan- inu.“ Auk þess að undirbúa gerð bíó- myndarinnar hefur Ólafur verið að fást við ýmis önnur verkefni að undanförnu. „Ég hef gert nokkur innslög fyrir Mósaík í vetur og við Ragnar erum með fleiri myndir í smíðum fyrir Poppoli, m.a. heimild- armynd um Bubba Morthens og verðum að vinna að henni út árið. Í næsta mánuði fer ég á kvik- myndahátíðina í Berlín og tek þátt í Film Talent Campus sem ég var valinn í; þar verða saman komnir margir upprennandi kvikmynda- rgerðarmenn á einhvers konar ráð- stefnu. Síðan, þegar ég kem heim, tekur við undirbúningsvinna og æf- ingar fyrir bíómyndina og leit að fjármagni.“ Að öðru leyti segir Ólafur Jó- hannesson framtíðina óskrifað blað. „Ég væri ekki ennþá í þessu starfi nema það hefði hjálpað mér per- sónulega. Maður þarf að hræða sig reglulega, finna takmörk sín og rannsaka þau. Mannskepnan er sí- fellt að fela sig fyrir sjálfri sér, vill hafa hlutina þægilega og örugga, helst sofa í gegnum lífið. Við þorum oft ekki að uppgötva okkur sjálf og hversu langt við getum náð. Samt eru verk okkar í lífinu einskis virði á endanum, því við þurfum jú að yf- irgefa svæðið.“ l … MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 B 13 bíó Í THE Banger Sisters fer GoldieHawn nánast með sama hlutverkog dóttir hennar Kate Hudson gerði í Almost Famous, þ.e. rokkgrúppíu, aðeins nokkrum áratugum síðar, en faðir Kate, Bill Hudson, var einmitt rokk- ari um tíma og þegar Goldie var barns- hafandi af syni þeirra Bills, Oliver, fór hún með honum á tónleikaferðalög. Faðir hennar, sem einnig var tónlist- armaður, kallaði hana þá „óléttu grúppíuna“. Í The Banger Sisters er Goldie Hawn hins vegar orðin „gamla grúppían“, enda, þótt ótrúlegt megi virðast, 57 ára að aldri. Persónan, sem hún leik- ur, tekur upp á því að hafa samband við stallsystur sína frá grúppíuár- unum (Susan Sarandon) sem nú er orðin ráðsett, íhaldssöm húsmóðir og hefur þetta ýmsar afleiðingar fyrir líf þeirra beggja. The Banger Sisters hefur gengið vel vestra og Hawn fengið fína dóma fyrir leik sinn. Hún á auðvelt með að byggja túlkunina á eigin reynslu af lífi og fjöri 7. áratugarins, þótt hennar líf þá hafi verið gjörólíkt lífi gömlu grúppíunnar; þá var Hawn á fullu við að byggja upp feril sinn í skemmtibransanum. „En,“ segir hún, „7. og 8. áratugurinn voru sannarlega tími frelsis og samkenndar, náinna kynna og óttaleysis og þeirra heil- brigðu dýrslegu hvata sem við höfum öll. Núna er tími óttans við allt og alla, burtséð frá því hvort fólk er frjálst eða ófrjálst.“ Strax árið 1962, þegar hún var 17 ára, veitti Goldie Hawn forstöðu dans- stúdíói jafnframt því að stunda nám í leiklist við American University, en hún hafði byrjað að læra dans aðeins þriggja ára að aldri. Tveimur árum síðar, 1964, var hún orðin atvinnu- dansari á heimssýningunni í New York; hafði hætt háskólanáminu til að hella sér út í bransann. Í framhaldinu var hún í dansflokkum söngleikja á borð við Kiss Me Kate, Guys and Dolls og The Boyfriend, en fluttist síðan til Kaliforníu þar sem vann um tíma fyrir sér sem gogo-dansari. Þeg- ar hún dansaði í sjónvarpsþætti Andys Griffith vakti hún athygli umboðs- manns eins sem útvegaði henni hlut- verk í skammlífri gamanþáttaröð fyr- ir sjónvarp, Good Morning World. Þar sá hana George nokkur Schlatter sem þá var að hefja framleiðslu á sjónvarpsrevíunni Laugh In, sem varð einn helsti smellur amerísks sjónvarps á seinni hluta 7. áratug- arins undir stjórn grínistanna Dans Rowan og Dicks Martin. Það var nýja- brum og hippalykt af Laugh In og þangað var nú Goldie ráðin, fyrst sem dansari í bikini með alls kyns slagorð og teikningar á lögulegum maganum. En ekki leið á löngu áður en Hawn var orðin einn vinsælasti skemmtikraftur þáttanna og fór að þróa þar heimsku ljóskuna sína. Fyrsta kvikmyndahlutverkið var í beinu framhaldi af henni, þar sem hún lék bóhemska, ef ekki bó- heimska, ástkonu Walters Matthau í gamanmyndinni Cactus Flower (1969). Þetta var fín byrjun á kvik- myndaferli því Hawn vann Ósk- arsverðlaun fyrir besta leik í auka- hlutverki. Næstu þrjú hlutverk voru í svipuðum ljóskudúr, Peter Sellers myndin There Is a Girl in My Soup (1970), en hin ágæta $ (1972) eftir Richard Brooks var þó spennumynd og í Butterflies Are Free (1972) fékk Hawn ívið meira svigrúm sem ung kona í erfiðu sambandi við blindan kærasta. Árið á eftir, 1973, sannaði Goldie Hawn í eitt skipti fyrir öll að hún réði yfir meiru en hæfileikum til gamanleiks þegar hún lék eiginkonu sem hjálpar manni sínum að flýja úr fangelsi í þeirri von að hún fái haldið barni sínu. Þetta var í Sugarland Express, frum- raun Stevens Spielberg í kvikmynda- gerð fyrir tjald. Síðan og fram á þennan dag hefur Goldie Hawn oftar en ekki leikið í gam- anmyndum, stundum með róm- antísku eða spennuívafi, enda einkar flink og skemmtileg grínleikkona, með vænan kynþokka að auki. Hún hefur farið á kostum í myndum á borð við Foul Play (1978), Seems Like Old Times (1982), Overboard (1987) House Sitter (1992), Death Becomes Her (1992), The Out-of-towners (1999) og var það besta við skellinn Town and Country (2001). En við- leitni hennar til að láta ekki festa sig í eintómu gríni hefur borið góðan ávöxt í myndum með alvarlegum undirtón eins og Private Benjamin (1980), eins konar þroskasögu ljósku sem þarf að sanna sig í hernum. Fyrir þessa mynd, sem Hawn framleiddi að auki eins og hún hefur gert við fleiri myndir síðan, var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna. Fleiri myndir af þessu tagi eru t.d. Swing Shift (1984), sem þó heppnaðist ekki nema í með- allagi en leiddi hins vegar saman þau Hawn og leikarann Kurt Russell sem hef- ur verið sambýlismaður hennar síðan og eiga þau einn son. Goldie Hawn eldist vel. „Mér finnst gaman að leika hlutverk eins og í The Banger Sisters,“ segir hún, „sem sýn- ir fram á að þótt konur eldist missi þær ekki endilega kynþokkann.“ Vonandi á Goldie Hawn eftir að sýna fram á þetta langt eftir að hún kemst á sjötugsaldurinn. Greinda ljóskan Sem heimska ljóskan komst Goldie Hawn fyrst inn í vit- und sjónvarpsáhorfenda og bíógesta og öðlaðist vin- sældir. Lengi vel lék hún einkum flissandi gellur með víðáttubros, meira eða minna úti á þekju og depl- uðu stórum bláum augum og ranghvolfdi þeim í húm- orískri samsetningu kyn- þokka og sakleysis. En Goldie Hawn hefur á rúmlega 30 ára ferli margsannað að handan við þessa ímynd er greind, viljasterk og hæfi- leikarík leikkona. Það gerir hún enn í The Banger Sisters sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Árni Þórarinsson SVIPMYND Goldie Hawn Associated Press segir að 7. áratugurinn hafi í sínu lífi verið allt öðruvísi en hjá persón- unni sem hún leikur í The Banger Sisters. „Ég var að dansa og læra og stjórna, full metnaðar og drauma. Ég drakk ekki og reykti ekki hamp eða nokkuð slíkt á þessum árum vegna þess að mér leið vel eins og ég var.“ HINN tvöfaldi Óskarsverðlaunahafi Tom Hanks og Leonardo DiCaprio fara með aðalhlutverkin í Catch Me if You Can, sem frumsýnd verður hérlendis síðar í mán- uðinum og er byggð á sönnum atburðum. Leikstjóri er hinn þrefaldi Óskarsverðlaunahafi Steven Spielberg. Frank W. Abagnale (Leonardo DiCaprio) vann sem læknir, lögfræðingur og aðstoðarflugstjóri áður en hann náði 21. aldursári. Hann náði sér þó ekki í neina mennt- un á þessum sviðum heldur plataði hann fólk upp úr skónum. Hann var líka af- bragðs falsari sem náði ógrynni fjár frá bönkum og séreignasjóðum. Alríkislög- reglumaðurinn Carl Hanratty (Tom Hanks) skal hafa hendur í hári hans. Skrefi á undan alríkislöggunni Catch Me If You Can: Leonardo DiCaprio.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.