Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 14
Einn skondinn … Tveir bankaræningjar koma heim eftir vel heppnað rán. Bófi A: Teljum hvað við stálum miklum peningum. Bófi B: Æ, ég nenni því ekki. Lesum það bara í blaðinu á morgun! barn@mbl.is VEI! Eftir tólf daga verður frum- sýnd ný íslensk bíómynd fyrir krakka! Það gerist því miður alltof sjaldan. En nú hefur skemmtilegt fólk í Keflavík búið til bíómynd sem heitir Didda og dauði kötturinn og er gerð eftir samnefndri bók eftir Kikku, sem út kom fyrir jól. Þar segir frá Diddu sem dettur ofan í lýsistunnu og fær eftir það miklu betri sjón. Ekki sér hún bara dauð- an kött, heldur út um þakgluggann sér hún dularfulla atburði sem ger- ast í húsinu á móti. Happatalan mín er 49 Aðalleikkonan – sem auðvitað leikur Diddu sjálfa – heitir Kristín Ósk Gísladóttir og er 11 ára Kefla- víkurmær. Barnablaðið var ekkert smá spennt að spjalla við leikkon- una og spyrja hana út í þetta spennandi ævintýri. Kristín Ósk gengur í Heiðarskóla í Keflavík og á mörg áhugamál eins og tónlist, badminton og leiklist, þótt hún sé reyndar ekki í leiklist í skólanum. – Hvernig kom til að þú fékkst hlutverk Diddu? „Þetta var auglýst í Víkurf- réttum. Ég hafði reyndar enga reynslu af leiklist en ég hef leikið stundum í leikritum í skólanum.“ – Fórstu í prufu? „Já, og það gekk bara vel. Ég fékk númer um morguninn og fór í prufu seinna um daginn. Númerið mitt var 49 svo ég segi núna að það sé happatalan mín.“ Ekki þægilegt ofan í lýsistunnu – Varstu hissa á að fá hlutverkið? „Já, því það voru svo margir þarna.“ – Leist þér strax vel á handritið? Já, bara mjög vel. Mér fannst sögu- þráðurinn skemmtilegur, og sagan er bæði mjög fyndin og spennandi.“ – Var gaman að leika Diddu? „Það var mjög gaman, en stund- um pínu erfitt. Það var skemmti- legast að leika fyndnu atriðin, en erfiðast var að gráta og detta ofan í lýsistunnuna. Það var ekki þægileg tilfinning, jafnvel þótt það hafi ekki verið alvöru lýsi í tunnunni.“ Kristín Ósk segir að Didda sé feimin, skemmtileg og forvitin stelpa, en er ekki viss hvort hún sé dæmigerð níu ára stelpa úr Kefla- vík. En henni finnst hins vegar al- veg að þessi saga gæti gerst í Keflavík. Skrýtið að hitta fræga leikara Í myndinni (... og bókinni!) flytur uppáhalds rithöfundur Diddu í næsta hús við hana. Hann heitir Filiphus og Steinn Ármann Magn- ússon leikur hann. Hann verður eitthvað skotinn í sjoppudömunni Vöndu (stundum kölluð Vonda!) sem leikin er af Helgu Brögu Jóns- dóttur. – Hvernig var að leika á móti landsfrægum leikurunum? „Það var mjög gaman, en samt svolítið skrýtið að hitta þau.“ Kristín Ósk segist hafa verið svo- lítið feimin við þau í byrjun. En það hafi verið óþarfi því þau séu alveg jafn skemmtileg og þau líta út fyrir að vera. Skemmtilegri tilbúin – Hefurðu séð myndina? „ Já, nokkur brot úr henni. Mér líst mjög vel á þau.“ – Er allt eins og þú hafðir ímynd- að þér að það yrði? „Nei, hún er skemmtilegri þegar það er búið að klippa atriðin saman og setja tónlist.“ – Var þetta skemmtileg lífs- reynsla? „Já, og ég myndi alveg vilja leika aftur í bíómynd, því það er gaman og maður lærir mikið á því,“ segir Kristín Ósk, heldur betur reynsl- unni ríkari, og hlakkar til að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu 7. febrúar nk. Íslenska bíómyndin Didda og dauði kötturinn Ljósmynd/Hilmar Bragi Aðalleikkonan Kristín Ósk með bókina um Diddu og dauða köttinn. Kjartan Guðjónsson er pabbi Diddu og Helga Braga leikur Vöndu (vondu). Hissa á að fá hlutverkið Davíð Már Gunnarsson og Einar Orri Einarsson leika Pétur og Kára bróð- ur Diddu. Ætlar Filiphus að gefa Diddu blóm?!? Nú þarft þú að sýna hvers þú ert megnug/ur þegar kemur að því að rannsaka glæpamál eins og hún Didda gerir. Ef þér tekst að leysa eftirfarandi þraut, er aldrei að vita nema þú sért einn af 10 heppnum rannsóknarmönnum sem vinna bíó- miða fyrir 2 á kvikmyndina Didda og dauði kötturinn, ásamt eintaki af bókinni. Aðrir 20 hljóta þessa spennandi bók í verð- laun. Hér á myndinni til hliðar kennir ýmissa grasa, eins og sjá má. Didda er í þakglugganum að fylgjast með dularfulla hús- inu á móti. Á víð og dreif eru svo níu hlutir sem þú átt að finna. Upp með stækkunarglerið og komdu auga á: blómvönd bók gleraugu kaffibolla gjallarhorn (sem löggur nota) kerti kött lýsistunnu löggu Dragðu skilmerkilega hring utan um hlutina, klipptu mynd- ina út og sendu til okkar fyrir 4. febrúar: Barnablað Moggans – Didda og dauði kötturinn – Kringlunni 1 103 Reykjavík Nafn:__________________________________________ Heimili:_________________________________________ Staður:__________________________________________ Aldur:___________________________________________ Rannsakið hverfið hennar Diddu Upp með stækkunarglerið! Systkinin Arnar og Björg Gunnarsbörn búa í Garðabæ. Arnar er 11 ára og gengur í Flataskóla, en Björg er 8 ára – að verða 9 í apríl – og hún er í Hof- staðaskóla. Bæði eru þau mjög miklir lestrarhestar og eru alltaf á bókasöfnum. Arnar hefur lesið Hringadróttinsögu oft, bæði hafa þau lesið Harry Potter og Arnar kláraði Molly Moon í gær. Þau systkinin voru því snögg að lesa bókina Diddu og dauða köttinn, bara nokkra klukkutíma – enda fannst þeim hún mjög skemmtileg. „Mér fannst hún svo fyndin,“ segir Björg og kímir. „Já, hún er bæði fyndin og spennandi,“ bætir Arnar við, og bæði voru þau spennt hvort kæmist upp um glæpamennina. „Didda er líka skemmtileg stelpa,“ segir Björg. „Hún var dálítið lík mér á köflum,“ segir Arnar. „Hún nennir ekki á námskeið á sumrin, les bara bækur.“ –Ert þú líka þannig, Björg? „Nei, ég er byrjuð að æfa frjálsar íþróttir,“ segir Björg, og Arnari finnst líklegt að hún verði íþrótta- kona þegar hún er orðin stór. –Hafið þið líka rannsakað glæp? „Nei, en ég hef njósnað um fólk með vinkonu minni og það er gaman,“ segir Björg. „Ég myndi ekki nenna því,“ segir Arnar sem vill bara lesa um glæpi. –Langar ykur að lesa aðra bók um Diddu? „Já!,“ svara þau strax bæði í kór. –Ætlið þið að fara á bíómyndina? „Já!,“ segja þau aftur, og það er greinilegt að Didda hefur heillað þessi systkini upp úr skónum. Morgunblaðið/Þorkell Lestrarhestarnir Björg og Arnar. Mjög fyndin og spennandi og dauði kötturinn Krakkarýni: Bókin Didda  Didda reynir og reynir að fá uppáhalds rithöfund- inn sinn, hann Filiphus, til að árita bók fyrir sig. En karlinn vill fyrst ekkert af henni vita. Hjálpið Diddu að nálgast Filiphus eftir ótrúlegum krókaleiðum. eins og Diddu einni er lagið. Hjálpið Diddu Orðaruglaþrugl A Ú R A F Ó B N R U R É G G N A T A I A E R R T E S L J G N Ö G Ý E R Æ B K R L A L Hér á að finna nokkur orð sem fyrir koma í bók- inni um Diddu og dauða köttinn. Ruglið er rugl- aðra en venjulega, því þótt orðin séu færri, eru þau flest afturbak, á hvolfi, út eða suður. Góða skemmtun! ♦ bófar ♦ fé ♦ göng ♦ köttur ♦ lesa ♦ lýsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.