Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐBARNASPÍTALINN RAGNA K. Marinósdóttir er for- maður Umhyggju – félags til stuðnings langveikum börnum, en Umhyggja tók virkan þátt í und- irbúningi nýs barnaspítala. „Við funduðum nokkrum sinnum með byggingarnefnd og komum með hugmyndir um úrbætur. Það var meira og minna komið til móts við okkar óskir sem er mjög ánægju- legt fyrir okkur sem virkilega not- um þessa þjónustu,“ segir Ragna. Umhyggja er regnhlífarsamtök 13 foreldrafélaga langveikra barna, þar á meðal Breiðra brosa – samtaka aðstandenda barna fædd með skarð í vör eða góm, Ein- stakra barna – félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma og Neistans – styrkt- arfélags hjartveikra barna. Að sögn Rögnu er félagið rúm- lega 20 ára gamalt og var í upphafi stofnað af fagfólki sem vann á barnadeildunum. „Upp úr 1996 var félaginu breytt í regnhlífarsamtök foreldrafélaga langveikra barna. Stór hluti af okkar skjólstæðingum liggur á barnadeildum um lengri og skemmri tíma með miserfiða sjúkdóma,“ segir Ragna. Foreldrar ánægðir Félagið var í upphafi stofnað með það í huga að hugsa um rétt- indi barna inni á sjúkrahúsum en hefur þróast með árunum. Um- hyggja er nú þverfaglegt félag sem vinnur að því m.a. að upplýsa stjórnvöld, skólayfirvöld og al- menning á Íslandi. „Við stöndum okkur almennt vel á sjúkrahúsun- um en þessi nýi spítali er stórkost- legur áfangi og mun breyta allri aðstöðu, ekki síst okkar skjólstæð- inga, auk þess sem aðstaða for- eldra og starfsfólks verður verður allt önnur en nú er. Þá verður mik- il breyting til batnaðar fyrir vöku- deildina og þá foreldra sem eiga börn þar, en þeir foreldrar eru stór hluti af okkar skjólstæðing- um.“ Aðspurð hvernig hljóðið í for- eldrum sé við þessi tímamót segir Ragna að það sé gott, þeir séu ánægðir með að Barnaspítali sé loks að taka til starfa. „Þeir sem hafa legið inni undanfarið eru orðnir dálítið þreyttir því það hafa verið óvenjumikil þrengsli og erf- iðleikar á þessum síðustu mánuð- um fyrir flutninginn.“ Ragna segir foreldra bjartsýna og sú staðreynd að á nýja spítalanum séu þverfag- leg teymi að störfum veiti foreldr- um öryggistilfinningu. „Það er stórt framfaraskref að gera þessa þjónustu svona heild- ræna.“ Morgunblaðið/Þorkell Ragna K. Marinósdóttir, formaður Umhyggju. „Komið var til móts við óskir okkar“ og þar með varð ekki aftur snúið. Félagarnir stofnuðu fyrirtækið Newmańs Own og gerðu Úrsulu, eiginkonu Hotchner, að fram- kvæmdastjóra. Úrsula segist hafa viljað taka þátt í ævintýrinu með Paul, vini sínum en „ég veit ekki hvert hann ætlaði þegar ég sagðist þurfa að kaupa mér skrifstofubún- að og húsgögn. Paul sagði að þarna ætti ekki að bruðla með peninga því ágóðinn ætti allur að renna til góðgerðarmála, því hann hefði ekk- ert með meiri peninga að gera. Ég ætti einfaldlega að finna eitthvað gamalt sem hægt væri að nýta. Þarna var stefnan mótuð og nú rúmum tuttugu árum síðar notum við ennþá gamalt borðtennisborð sem fundarborð,“ segir Úrsula. Þrátt fyrir hrakspár þeirra sem eitthvað þóttust vita um markaðs- mál gekk hugmyndin upp og fyr- KVIKMYNDALEIKARINN Paul Newman ætlaði sér aldrei að stofna fyrirtæki og fara að framleiða mat- væli. Hann segir að það hafi allt saman byrjað sem brandari sem hafi á 20 árum aflað sem nemur 12 milljörðum íslenskra króna til góð- gerðarmála. Vinirnir Paul Newman og rithöf- undurinn A.E. Hotchner, höfðu í nokkur ár gefið vinum sínum og kunningjum salatsósur í jólagjöf, sósur sem þeir bjuggu til í eldhús- inu hjá Paul og helltu á tómar vín- flöskur. Fljótlega kom í ljós að vinunum líkaði ekki að fá sósuflösku einung- is einu sinni á ári og báðu því sífellt um meira. Góðhjörtuðu vinunum, sem eyddu sífellt meiri tíma í eld- húsinu við salatsósugerð, datt í hug að það sem vinum þeirra líkaði gæti sennilega fallið í kramið hjá öðrum irtækið skilaði hagnaði strax fyrsta árið. Úrsula segir það stefnu fyrir- tækisins að allur hagnaður verði eftir þar sem hann myndast og á þeim fjórtán árum sem vörurnar hafa verið seldar hér á landi hefur Paul Newman og fyrirtæki hans veitt sem nemur 42 milljónum til góðgerðarstarfa, nánast eingöngu til veikra barna. Þar af hafa 25 milljónir runnið til Barnaspítala Hringsins, bæði í formi peninga- gjafa og tækjagjafa. Nú við opnun Barnaspítalans gefur fyrirtækið fimm hjarta- og öndunarvaka að verðmæti 4,5 milljóna króna. Sjálfur starfar Paul Newman við fyrirtækið, þótt hann skipti sér ekki lengur af daglegri stjórnun þess. Hann tekur hins vegar allar ákvarðanir um rekstur fyrirtækis- ins og er með í vöruþróun. Þótt styrkir fyrirtækisins hér á landi séu allir til veikra barna styrkir fyrirtækið margt fleira, svo sem fórnarlömb náttúruhamfara, umhverfismál, menntamál og fleira. Úrsula segir að fyrirtækið hafi meira að segja styrkt eyðni- sjúklinga áður en almenningur hafi vitað að sá sjúkdómur væri til. En veiku börnin skipa stóran sess í lífi Pauls Newmans því auk beinna styrkja hefur hann sett á laggirnir sumarbúðir fyrir langveik börn, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Allt kapp er lagt á að þess- ar sumarbúðir séu sem líkastar hefðbundnum sumarbúðum þar sem krakkar fá útrás fyrir ærsl, ævintýri, spennu og sköpunarþrá. Þessar sumarbúðir eru hins vegar að einu leyti frábrugðnar þeim sem við flest þekkjum, því þar eru færir og góðir læknar, hjúkrunarfólk og aðstaða til þess að veita sumar- búðabörnunum þá þjónustu sem nauðsynleg er vegna sjúkdóma þeirra. Á liðnum árum hefur á fjórða tug veikra íslenskra barna farið utan, í sumarbúðir í boði Newman’s Own, flest til Írlands, en auk þess að borga ferðir og uppihald fyrir börn- in greiðir fyrirtækið einnig kostnað vegna fylgdarmanna barnanna. Elín Sigríður María Ólafsdóttir er ein þeirra fjölmörgu langveiku barna sem farið hafa í sumarbúðir sem Paul Newman starfrækir í Banda- ríkjunum. 12 milljarða króna brandari Í GARÐI Barnaspítalans hefur verið komið fyrir myndlist- arverki eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann en hann sigraði í samkeppni sem haldin var um listskreyt- inguna árið 2000. Verkið er stórt tré úr bronsi og hlut- fallslega enn stærri stóll úr graníti sem stendur á nýrna- laga grunni úr rauðamöl. Verkinu er ætlað að örva ímyndunarafl barna, enda er hugmyndin að því sprottin úr ævintýrum, að sögn listamannsins. Listaverkið sést úr þremur álmum hússins er snúa að garðinum. Þar að auki gerði Sigurður verk á stóra gang- glugga á þremur hæðum byggingarinnar sem sam- anstendur af broti úr ævintýrunum um Stóra-Kláus og Litla-Kláus, Nýju fötin keisarans og fleirum. Þriðji hlutur verks Sigurðar eru stórir pússaðir steinar, sem listamað- urinn segir krakka munu hafa gaman af að snerta og strjúka. Við afhjúpun listaverksins sagði Sigurður: „Ef fullorðin manneskja stendur fyrir framan stólinn breytist hún í lítið barn. Upplifunin er þannig.“ Morgunblaðið/Golli Tré og stóll örva ímyndunar- afl barna HRÓÐMAR Helgason sérfræðing- ur á Barnaspítala Hringsins segir að opnun nýs barnaspítala sé stór stund fyrir alla sem tengjast spít- alanum. „Ég er búinn að vinna hér sem sérfræðingur í rétt liðlega 17 ár við þá aðstöðu sem hér er, sem hefur verið slæm fyrir alla. Nýi spítalinn er hugsaður frá grunni með hagsmuni allra notenda spít- alans að leiðarljósi og ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem sjúkra- stofnun er hönnuð með þessum hætti, að jafn grannt hafi verið far- ið í saumana á öllu. Fyrst var hugs- að um þarfirnar, og húsið síðan lag- að að því en ekki öfugt. Þetta er gríðarlega mikilvæg aðferðarfræði í svona vinnu.“ Hróðmar segir að upphaflega hafi barnaspítali átt að rísa árið 1993 en ýmislegt hafi komið upp á sem kom í veg fyrir það. „Við höf- um lent í ýmsum hremmingum. Pólitíkin hefur ekki alltaf verið hlið- holl, skilyrði voru sett um færslu Hringbrautarinnar og svo gerðu nágrannar athugasemdir eftir grenndarkynningar. Allt hefur þetta þó gengið upp að lokum og við erum með fallega og glæsilega byggingu sem á eftir að sinna hlut- verki sínu með sóma,“ sagði Hróð- mar Helgason. Húsið hannað utan um þarfirnar en ekki öfugt Morgunblaðið/Golli Hróðmar Helgason, sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Óskum Barnaspítala Hringsins til hamingju með nýja spítalann - Þökkum góða samvinnu -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.