Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 D 3 Rafvirkjar Rafvirkjar óskast til starfa sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 660 0300. Hlutastarf á skrifstofu Lítið fyrirtæki, sem hefur samskipti við erlenda aðila, óskar eftir starfskrafti í hlutastarf á skrif- stofu. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, röskur og fær um að starfa sjálfstætt. Góð enskukunnátta og almenn tölvuþekking er skilyrði. Umsóknir, ásamt uppl. um menntun og fyrri störf, óskast sendar til augldeildar Mbl. fyrir lok þriðjud. 28. janúar nk., merktar: „STRAX". Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Áhugavert starf í Brussel Hlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA er að sjá til þess að EFTA ríkin uppfylli skyldur sínar samkvæmt samningnum um Evrópska Efnahagssvæðið. Laus er til umsóknar staða lögfræðings í lagadeild stofnunarinnar. Krafist er framúrskarandi kunnáttu í ensku, bæði töluðu og rituðu máli. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar. Nánari upplýsingar um stöðuna og umsóknareyðublað má nálgast á www.eftasurv.int Eftirlitsstofnun EFTA Rue de Tréves 74, B-1040 Brussels, Sími 00 32 2 268 1830. Bifvélavirki Ungur metnaðarfullur bifvélavirki með meira- próf óskar eftir atvinnu. Hef einnig góða reynslu af ýmiskonar sölumennsku. Upplýsingar í síma 659 5666 Sigurður. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA IS BA U 19 86 2 01 /2 00 3 Baugur Group hf. er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum, Íslandi og á Norðurlöndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 4.000 manns. Heildarvelta félagsins á yfirstandandi fjárhagsári er áætluð 57 milljarðar kr. Baugur Group sameinar þrjú fyrirtæki sem hvert og eitt ber ábyrgð á rekstri sínum ásamt daglegri starfsemi. Þessi fyrirtæki eru: Baugur - Ísland 83 verslanir sem sérhæfa sig í matvöru, sérvöru og lyfja- sölu á Íslandi og í Svíþjóð. Baugur - USA 358 lágvöruverðsverslanir í Bandaríkjunum. Baugur - ID Fjárfesting og þróun, eignir eins og The Big Food Group, House of Fraser, Somerfield, Stoðir, Húsasmiðjan, SMS og fleiri. Fjármálastjóri/CFO of Baugur Group Starfssvið: Helstu verkefni fjármálastjóra eru dagleg umsjón með fjármálum Baugs Group, skipulag fjármála og ábyrgð á uppgjörum og áætlunum samstæðunnar. Menntunar - og hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði viðskiptafræða og/eða endurskoðunar skilyrði. Viðkomandi þarf að vera framsækinn, sjálfstæður og búa yfir krafti og áræðni til að takast á við krefjandi starf. Reynsla af samstæðuuppgjörum og áætlanagerð fyrir fyrirtæki í alþjóðlegu umhverfi er skilyrði. Færni í ensku og norðurlandamálum nauðsynleg. Laun og önnur fríðindi: Árslaun fjármálastjóra eru 12 milljónir kr., auk kaupréttar í Baugi Group hf. og afnota af bifreið. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar. Umsóknir berist til Morgunblaðsins, merktar BG 0102. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Baugur Group hf. auglýsir hér með laust til umsóknar starf fjármálastjóra Flokkstjóri í Frystihúsi Frystihús á stór-Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða flokksstjóra í vinnslusal. Fiskvinnslu- skólamenntun æskileg. Skriflegar umsóknir berist auglýsingadeild Mbl. merkt: “Frystihús".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.