Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 12
12 D SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Styrkur til tónlistarnáms Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar mun á þessu ári veita íslenskum söngvurum styrki til framhaldsnáms erlendis. Einn eða fleiri styrkir verða veittir. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 1. mars nk. til: Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar, c/o Haukur Björnsson, Íslensku óperunni, Ingólfsstræti, 101 Reykjavík. Umsókn skulu fylgja hljóðritanir og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Endurnýja skal eldri umsóknir. Allar nánari upplýsingar veitir Haukur Björnsson á netfanginu: haukur@snerpa.is Menningarsjóður Umsóknir um styrki Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði skv. 1. gr. reglugerðar um sjóðinn nr. 707/1994. Hlutverk Menningarsjóðs er að veita útgefend- um og/eða höfundum fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu, sem verða mega til eflingar íslenskri menningu. Sér- stök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menningarsögulegra rita. Jafnframt getur sjóðurinn veitt fjárhagsleg- an stuðning annarri skyldri starfsemi s.s. vegna hljóðbókagerðar. Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins. Einnig eru umsóknareyðublöð á heimasíðu Menning- arsjóðs, www.mmedia.is/menningarsj Umsóknarfrestur rennur út 28. febrúar 2003 og skal umsóknum skilað til Menningarsjóðs, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. 24. janúar 2003. Stjórn Menningarsjóðs www.mmedia.is/menningarsj Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Há- skóla Íslands og er meginmarkmið stofn- unarinnar að treysta þekkingu á réttar- reglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, ut- anríkisráðuneytið og sjávarútvegsráðu- neytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftir- farandi styrki til náms í hafrétti lausa til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á há- skólaárinu 2003—2004. 2. Tvo styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 7.—25. júlí 2003. Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, Háskóla Íslands, Lögbergi, v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, fyrir 1. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heið- ar, forstöðumaður stofnunarinnar, í síma 545 9900. Menntamálaráðuneytið Styrkir til þróunarverkefna í framhaldsskólum og til fullorðinsfræðslu Menntamálaráðuneytið veitir árlega styrki til þróunarverkefna í framhaldsskólum og til full- orðinsfræðslu. Með þróunarverkefnum er átt við tilraunir og nýbreytni í skólastarfi. Skóla- meistarar framhaldsskóla, fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara, samtök skóla og fagfólks í framhaldsskólum, svo og aðilar sem reka nám fyrir fullorðna sem að mati ráðuneytisins telst hliðstætt námi á fram- haldsskólastigi, geta sótt um styrki. Með vísun til 2. gr. reglna nr. 274/1997 um styrkveitingarnar er auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna á skólaárinu 2003—2004 sem hér segir: Verkefni sem snúa að jafnréttisfræðslu og þróun aðferða til þess að hafa áhrif á náms- val nemenda með það að markmiði að vinna gegn hefðbundinni kynjaskiptingu á náms- brautum framhaldsskóla. Verkefni sem snúa að þróun almennrar námsbrautar með tilliti til uppbyggingar grunnnáms fyrir fullorðna. Heimilt er að sækja um styrki til hvers kyns þróunarverkefna en ofangreind svið njóta forgangs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneyt- inu í síðasta lagi 24. febrúar nk. á þar til gerðu eyðublaði sem hægt er að fá í afgreiðslu ráðu- neytisins. Eyðublaðið er einnig að finna undir flokknum sjóðir og eyðublöð/Þróunarsjóður framhaldsskóla á vef ráðuneytisins www.menntamalaraduneyti.is Menntamálaráðuneytið, 23. janúar 2003. menntamalaraduneyti.is Íslensk-ameríska félagið auglýsir styrki Thor Thors styrkir til háskólanáms í Bandaríkjunum Lausir eru til umsóknar styrkir úr Thor Thors sjóðnum til háskólanáms í Bandaríkjunum skólaárið 2003 til 2004. Umsækjendur skulu hafa lokið (eða ljúka í vor) námi til fyrstu gráðu á háskólastigi (B.A., B.Sc., B.Ed., eða sambæri- legri gráðu). Styrkhæft nám skal allt fara fram í Bandaríkjunum. Umsóknareyðublöð má sækja á www.iceam.is . Hægt er að leita upplýsinga um styrkinn hjá: iceam@utn.stjr.is eða í síma 545 9967. Umsóknum þarf að skila eigi síðar en 1. apríl 2003 til Íslensk-ameríska félagsins, Rauðar- árstíg 25, 105 Reykjavík. Styrkur á námskeið við Haystack Mountain School of Crafts Menningarsjóður Pamelu Sanders Brement og Íslensk-ameríska félagið auglýsa til umsókn- ar styrk fyrir listafólk til að sækja námskeið við Haystack Mountain School of Crafts í Maine. Námsstyrkur nemur USD 2.500. Námskeiðin eru ýmist 2ja eða 3ja vikna og eru haldin á tímabilinu frá 1. júní til 29. ágúst 2003. Frekari upplýsingar um námskeiðin og kennslugreinar má finna á heimasíðu skólans á www.haystack-mtn.org. Umsóknareyðublöð má sækja á www.iceam.is. Einnig má leita upplýsinga í síma 545 9967 eða hjá: iceam@utn.stjr.is . Umsóknum þarf að skila til Íslensk-ameríska félagsins, Rauðarár- stíg 25, 105 Reykjavík, eigi síðar en 3. mars 2003. Styrkur á námskeið við Luther College Íslensk-ameríska félagið auglýsir til umsóknar styrk fyrir starfandi kennara til að sækja fjögurra vikna námskeið við Luther College í Decorah, Iowa, dagana 3.—29. júlí 2003. Námskeiðið er á vegum Institute in American Studies for Scandinavian Educators, og er ætlað til kynningar á bandarísku þjóðlífi og menningu. Styrkupphæð nemur USD 2.000 og gengur hún upp í hluta útgjalda. Umsóknareyðublöð má sækja á vefsetur Íslensk- ameríska félagsins www.iceam.is og á skrifstofu Kennarasambands Íslands. Upplýsingar um styrkinn fást hjá: hannes@ki.is og iceam@utn.stjr.is . Umsóknum þarf að skila til Íslensk-ameríska félagsins, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, eða Kennarasambands Íslands, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík, eigi síðar en 3. mars 2003. Menntamálaráðuneytið Þróunarsjóður grunnskóla 2003 Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir um- sóknum um styrki til þróunarverkefna í grunnskólum skólaárið 2003—2004 á eft- irtöldum sviðum. A. Menntun tvítyngdra nemenda — fjölmenningarleg kennsla Auglýst er eftir umsóknum um þróunarverkefni sem snúast um umbætur í námi og kennslu tvítyngdra nemenda í grunnskólum. Átt er við þróunarverkefni sem stuðla að bættri þjónustu grunnskóla við þann vaxandi hóp nemenda sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Verkefn- in geta tekið til námsskipulags og kennsluhátta sem snerta skólann í heild og stuðla að fjöl- menningarlegri kennslu, einnig verkefni sem stuðla að þróun í námsgreininni íslenska sem annað tungumál,og verkefni þar sem kostir netsins og tölvu- og samskiptatækni eru nýttir í þágu nemenda. Lögð er áhersla á þátttöku alls skólasamfélagsins í þessari stefnumótun, þ.e. starfsfólks skóla, fulltrúa nemenda og for- eldra og samstarf við aðila utan skóla. Einnig er sóst eftir verkefnum þar sem unnið er gegn fordómum og stuðlað að umburðarlyndi og víðsýni nemenda gagnvart ólíkri menningu. B. Læsi til menntunar Auglýst er eftir umsóknum sem snúast um um- bætur í lestrarkennslu og lestrarþjálfun í grunn- skólum og stuðningi við nemendur sem eiga við lestrarerfiðleika að stríða. Undir þetta efni geta fallið þróunarverkefni á ýmsum sviðum svo sem: innra skipulag kennslu við að koma til móts við mismunandi getu, áhuga og þarfir nemanda af báðum kynjum, bæði dugmikilla og þeirra sem eiga við lestrarerfiðleika að stríða, notkun tölvu- og upplýsingatækni, samstarf kennara, hlutverk og ábyrgð umsjónarkennara og samvinna heimila og skóla á sviði lestrar- kennslu og þjálfunar. Leitað er eftir skólum til að þróa heildstæða byrjendakennslu í lestri, lestrarþjálfun í öllum námsgreinum, þróun vinnubragða í skólum til að bæta lesskilning nemenda, lestrartækni og leshraða og mat á lestri frá upphafi til loka grunnskóla. Sóst er eftir verkefnum sem taka til eins eða fleiri stiga innan skóla eða skólans sem heildar. C. Önnur þróunarverkefni Heimilt er að sækja um styrki til hvers kyns þróunarverkefna en ofangreind svið njóta for- gangs að öðru jöfnu. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands annast umsýslu með sjóðnum og veitir nánari upplýsingar, rannsokn.khi.is/throunarsjodur Reglur um sjóðinn og ýmsar aðrar upplýsingar er einnig þar að finna og á vef menntamálaráð- uneytisins, www.menntamalaraduneyti.is . Vakin er sérstök athygli á, að í ár verður um- sækjendum í fyrsta skipti gert að sækja um á rafrænu formi. Rafræn umsóknareyðublöð eru aðgengileg á vef Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, rannsokn.khi.is/throunarsjodur Umsóknir skulu hafa borist Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands fyrir kl. 16:00 föstudag- inn 28. febrúar 2003. Menntamálaráðuneytið, 22. janúar 2003. menntamalaraduneyti.is STYRKIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.