Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 D 15 FORNSÖGUR okkar Íslend-inga greina frá mörgumsögulegum ferðalögum lands-manna innan lands og utan á tímum landnáms og þjóðveldis. Margur lesandi fornsagna hefur í huganum fetað í fótspor þessara gömlu kappa, sem lýst er í ritunum. Á okkar dögum er orðið hægt um vik að þræða margar þessar slóðir á skömmum tíma með nútíma ferða- tækni. Við teljum okkur í dag vera mikla ferðaþjóð. Margir eyða sumarleyfi í sólböðum suður á Spáni eða Kanarí- eyjum og spila golf í Flórída. Það fer nokkur tími af starfsævinni í utan- landsferðir, þótt í dag sé fljótlegt að skreppa á milli staða. Forfeður okkar fyrir rúmum þúsund árum hikuðu heldur ekkert við að bregða sér í sigl- ingar. Talsverður tími fór í það að vera „túristi“ á þeim dögum ekki síð- ur en nú. Ein er tegund ferða- mennsku, sú að leita róta sinna eða upprunastaðar forfeðranna. Önnur er sú að leita þeirra leiða, sem þeir hafa ferðast um. Mörg undanfarin ár hefur cand. mag. Jón Böðvarsson sagnfræð- ingur verið ötull við að endurvekja áhuga manna á forn- sögunum og Sturlungu, en hann hefur einnig skipulagt ferðir á sögustaði. Á síðastliðnu sumri fór hann ásamt Magnúsi Jóns- syni sögufróðum ferðagarpi með hóp manna, til að kanna slóðir, sem víkingar fóru frá Svíþjóð um rússnesku árn- ar. Með því að sigla skip- um sínum eftir fljótunum komust víkingar jafnvel suður til Svartahafs og alla leið til Miklagarðs. Við Sigrún fórum síðla sumars með þrjátíu manna hópi í þannig austur- víking, ferð sem Jón hafði skipulagt. Fararstjóri var Magnús Jónsson, sögufróður ferðagarpur, en margir leið- sögumenn voru til aðstoðar á heimaslóðum sínum, og gáfu nánari lýsingu á einstökum svæðum. Konungssetur Uppsala Haldið var um Sví- þjóð, yfir til Finnlands og Rússlands og allt suður í Hólmgarð. Við reyndum að setja okkur í spor for- feðra okkar, sem fóru svipaða leið fyrir rúmum þúsund árum. Á áfangastað okkar í Svíþjóð héld- um við á fornar slóðir Ynglinga og komum til gömlu Uppsala, sem var konungssetur til forna. Þar mátti reyna, með aðstoð Þórhalls Þráins- sonar fornleifafræðings, að lesa á gamla rúnasteina, sem reistir voru yfir fallna kappa og kanna forna graf- hauga, sem kenndir hafa verið við Óð- in, Þór og Frey. Þarna vorum við á slóðum Ása og dvöldumst í sölum Óð- ins, þar sem kneyfuð var mungát úr útskornum, silfurbrydduðum horn- um. Einnig þáðum við aðrar veitingar í Sigtúnum, þar sem Óðinn réð ríkj- um. Liðið sigldi síðan að Bjarkey í Leg- inum, en þar var fyrr á öldum einn helsti verslunarstaður Norðurlanda og hefur við uppgröft fundist mikið af gripum, sem þar hafa gengið kaupum og sölum fyrr á öldum. Enn í dag er þarna mikið um skipa- ferðir, og sækist fólk eftir að skoða þar forna muni og kaupa eft- irlíkingar þeirra í söluskálum. Siglt var frá Stokkhólmi til Hels- ingfors með viðkomu á Álandseyjum og síðan leitað suður til Pétursborgar í Rússlandi. Ber þar margt fyrir sjón- ir ferðalangs, svo sem fornar hallir og listasöfn Rússakeisara, en þar er gnægð fágætra listmuna úr víðri ver- öld. Minna fer fyrir norrænum forn- gripum. Í Vetrarhöllinni eða Einsetr- inu, eins og sú glæsibygging er einnig nefnd, eru samt varðveittir ýmsir munir frá tímum víkinga, svo sem rúnakefli og brjóstnælur áþekkar þeim, sem fundist hafa hér á landi. Um svæðið sigldu forfeður okkar eft- ir fljótinu Neva út á Ladogavatn. Var því vel til fallið hjá fararstjórum að fylgja okkur um borð í fljótabát til siglingar upp ána á meðan við brögð- uðum á kræsingum úr Garðaríki. Þegar komið var að Ladogavatni var að hætti víkinga ráðist til upp- göngu í Aldeigjuborg (Staraja Lad- oga). Þarna er mikið virki við ána Volkhov, er kemur sunnan úr landi og rennur í Ladogavatn. Stóð virkið um 12 km frá vatninu á vestari bakka ár- innar. Úr virki þessu mátti hafa vörslu á allri umferð um fljótið. Þarna hafa við uppgröft fundist margir munir frá víkingatímum. Fornleifarannsóknum hefur lengst af stjórnað maður að nafni dr. Anatolí Kirpitsjnikoff. Höfð- um við hlýtt á erindi hans um rann- sóknir þessar, og gátum nú í fram- haldi af því séð þarna í safni ýmsa muni, sem voru frá tímum víkinga á árunum 800 til 1000 e. Kr. Þarna í landinu Rús réðu norrænir höfðingj- ar ríkjum, fyrst Hrærekur (Rúrik) og síðar eftirmaður hans Helgi (Oleg). Lét sá síðari byggja upp virkið, til þess að verja landið fyrir frekari inn- rás úr norðri. Þarna er haugur mikill, sem jafnvel er talið, að gerður hafi verið yfir Helga jarl. Frá Aldeigjuborg var síðan haldið upp með Volkhov-ánni til suðurs, þar til komið var í Hólmgarð (Novgorod). Þessi staður var fyrrum mikilvægur áfangastaður á siglingaleið um fljótið. Er hann byggður við ána rétt þar sem hún rennur úr Ilmen-vatni. Hrærek- ur gerði bæinn að aðalstöðvum sín- um, og var borgin lengi höfuðborg Rússlands. Helgi eftirmaður hans sat einnig í Hólmgarði, en hann herjaði því næst í suðurveg og lagði Kænu- garð (Kiev) undir sig. Sameinaði hann með því suður- og norðurhluta Rús-héraðanna og gerði úr því víð- lent ríki, sem seinna nefndist Garða- ríki. Var Helgi þá einnig furstinn af Kænugarði samkvæmt Nestorkrón- íku, sem er frásögn munksins Nest- ors frá Hellisklaustri í Kænugarði í upphafi 12. aldar. Jarizleifur Valdimarsson Nokkru fyrir sunnan Hólmgarð eru Valdeíhæðir, en þaðan falla ár bæði til norðurs og suðurs. Þurftu farmenn þar að draga báta sína á milli vatnakerfa. Var með því móti unnt að komast frá Volkhov yfir í Volgu og þaðan suður í Kaspíahaf eða um Dnépur framhjá Kænugarði allt til Svartahafs og út í Miðjarðarhaf. Við fundum þessa dæmigerðu ang- an af árvatninu, þegar við sigldum á fljótabátnum upp eftir ánni að Ilmen- vatni og gátum sett okkur í spor vík- inga, sem seldu þarna vörur sínar, vaðmál, skinn og rostungstennur í skiptum fyrir silfur og austurlenskan varning. Við létum okkur samt nægja að staldra við í Hólmgarði og skoða þar fornminjar, listaverk og skrauthýsi. Einn afkomandi Helga jarls var Jar- izleifur Valdimarsson, sem var fædd- ur 980. Gerðist hann merkur höfðingi Garðaríkis, stofnaði klaustur, kom á helgihaldi, lögum og skipulagði menntun þjóðarinnar. Var hann nefndur hinn vitri. Jarizleifur átti mikil samskipti við norræna kónga og höfðingja í Evrópu. Hann kvæntist Ingigerði, dóttur Ólafs Eiríkssonar skattkonungs hins sænska, en dóttur sína Ellisif gifti hann Haraldi harð- ráða Noregskonungi. Haraldur kon- ungur var langafi Þóru Magnúsdótt- ur berfætts, sem var móðir Jóns Loftssonar í Odda, og getum við, margir Íslendingar, því rakið ættir okkar til þessa kóngafólks. Þá ól Jar- izleifur einnig upp Magnús góða son Ólafs helga Noregskonungs og studdi þá frændur til valda í Noregi. Ingigerður og sonur þeirra Valdi- mar létu reisa þarna Soffíukirkju 1045, sem er smækkuð eftirlíking af Ægisif í Miklagarði. Ingigerður gekk að lokum í klaustur, tók upp nafnið Anna og var að endingu tekin í dýr- lingatölu. Þarna á veggjum í kirkju Sankti Georgs eru myndir af þessari norrænu hefðarkonu, heilagri Önnu, sem varð formóðir margra evrópskra konungsætta. Íslenskir kappar í Hólmgarði Umhverfis Hólmgarð var senni- lega fyrr á tímum virkisveggur úr tré, en síðar á öldum var hlaðinn múr- veggur úr rauðum steini, sem enn stendur og er Jarizleifstorg innan þessara Kremlar-múra, en einnig eru þar helstu kirkjur staðarins. Þar á miðju torgi er frægt listaverk reist 1862 til minningar um 1000 ára sögu Rússlands. Þarna í borg er frábær veitingastaður, sem heitir Hólmgarð- ur. Var okkur ferðalöngum haldin þar ágæt kvöldveisla að víkingasið með söng og kæti og veglegum kræsing- um. Á leið út úr Hólmgarði rifjaði Magnús fararstjóri okkar upp ýmsa þætti úr fornsögum okkar um ís- lenska kappa, sem fóru þarna um staðinn rúmum 1.000 árum á undan okkur. Þarna fór Kolskeggur bróðir Gunnars á Hlíðarenda, þegar hann var á leið til Væringja í Miklagarði, og einnig fór þar um, á leið til Mikla- garðs, hálfbróðir Grettis Ásmunds- sonar, Þorsteinn drómundur, þegar hann elti Þorbjörn öngul banamann Grettis. Ýmsa fleiri má nefna til sög- unnar, er þarna voru á ferð af okkar mönnum á þessum tímum. Við fórum hins vegar til Tallinn í Eistlandi á leið heim. Er einstaklega fróðlegt að ganga þar um gamla borgarhlutann og virða fyrir sér forn- ar byggingar. Eistlendingar fá nú drjúgar tekjur af að sýna ferðamönn- um þessi gömlu hús og steinlögð stræti. Get ég ekki stillt mig um að minn- ast þess, að enn gætum við varðveitt Grjótaþorpið okkar í Reykjavík og gert það fornlegra en nú er með því að endurreisa skála Ingólfs Arnar- sonar í stað þess að byggja þar hótel. Einnig ætti þá að fjarlægja þau ný- byggðu hús, sem stinga í stúf við þennan gamla hluta bæjarins. Virki í Aldeigjuborg. Bátlaga veitingaskáli í Eistlandi. Frá Pétursborg í Rússlandi. Minnisvarði á Jarizleifstorgi í Hólmgarði um þúsund ára sögu Rússlands. Höfundur er erfðafræðingur. Víkingur undir vopnum. Fornsögur Íslendinga greina frá mörgum sögulegum ferð- um og sigldu landsmenn m.a. í austurvíking um rússneskar ár á leið sinni til Miklagarðs. Sturla Friðriksson fetaði í fótspor víkinganna. Í austurvíking

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.