Morgunblaðið - 27.01.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 27.01.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 25. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 mbl.is Afsögn flokksleiðtoga Skattamál urðu hinni sænsku Gudrun Schyman að falli 13 Heiðmar er varamaður Ólafs Stefánssonar B6 Paradís ísklifrara Ísland er að verða eftirsótt til ísklifurs 4 Í skugga Ólafs BARNASPÍTALI Hringsins var formlega opn- aður í gær við hátíðlega athöfn í anddyri húss- ins. Þetta sama anddyri mun í framtíðinni verða vettvangur tónlistarviðburða og ann- arra uppákoma sem gleðja eiga sjúklinga og aðstandendur þeirra. Að athöfninni lokinni bauðst almenningi að skoða húsakynnin og tal- ið er að um 8.000 manns hafi þegið boðið. Meðal þeirra sem viðstaddir voru opnunar- athöfnina voru Ólafur Ragnar Grímsson for- seti Íslands, ráðherrar, borgarstjóri, starfs- fólk Landspítala – háskólasjúkrahúss, Hringskonur og fleiri, en að loknum fjölda ávarpa blessaði Karl Sigurbjörnsson biskup Ís- lands húsið. Fyrsta skóflustungan að nýjum Barnaspít- ala Hringsins var tekin í nóvember árið 1998 og var hann opnaður í gær fullbúinn. Fjöldi sjúkrarúma er 80 og eru deildir hans sjö tals- ins. Kostnaður við bygginguna er um 1,5 millj- arðar króna. Kvenfélagið Hringurinn er helsti styrktaraðili sjúkrahússins. Nú hefst lokaþáttur frágangs í sjúkrahúsinu sem felst m.a. í uppsetningu tækjabúnaðar, stillingum og prófunum. Þetta lokaferli tekur nokkurn tíma og munu því einhverjir dagar líða áður en fyrsti sjúklingurinn verður færð- ur af gamla barnaspítalanum og yfir í hið nýja og glæsilega húsnæði sem arkitektar teikni- stofunnar Traðar ehf. hönnuðu í samstarfi við starfsfólkið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, skoðaði nýja og rúmgóða vökudeildina ásamt Magnúsi Péturssyni, forstjóra LSH. Ingi- björg tók fyrstu skóflustunguna að Barnaspítala Hringsins 19. nóvember árið 1998. Mikill fjöldi fólks skoðaði nýja spítalann í gærdag. Þúsundir skoðuðu barnaspítala  Óskadraumurinn/6 FIMMTA hver kona sem leitaði til kvennadeildar Landspítalans á ákveðnu tímabili á árinu 2000 telur sig hafa orðið fyrir yfirgangi eða jafnvel ofbeldi í heil- brigðiskerfinu einhvern tímann á lífsleið- inni. Konur sem hafa áður verið beittar of- beldi af einhverju tagi eru mörgum sinnum líklegri en aðrar til að finnast þær vera beittar ofbeldi eða yfirgangi í heil- brigðiskerfinu. Helmingur kvennanna tel- ur sig hafa orðið fórnarlamb einhvers kon- ar ofbeldis um ævina og 20% segjast líða fyrir það. Þetta er m.a. niðurstaða samnorrænnar könnunar um ofbeldi gegn konum á Norð- urlöndum og heilsufarslegar afleiðingar þess, en tæplega 5.000 konur af Norð- urlöndunum tóku þátt í henni. Þúsund konur sem heimsóttu kvennadeild Land- spítalans á ákveðnu tímabili á árinu 2000 voru beðnar um að taka þátt í könnuninni og 670 þeirra svöruðu. Könnunin var í formi ítarlegs spurningalista þar sem kon- urnar svöruðu spurningum um heilsu sína og hvort þær hafi orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. „28% af konunum telja sig einhvern tímann hafa orðið fyrir yfirgangi eða of- beldi í heilbrigðiskerfinu og um 20% segj- ast líða fyrir það ennþá,“ segir Þóra Stein- grímsdóttir, kvensjúkdómalæknir á kvennadeild Landspítalans, sem sá um framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi. Helmingur orðið fyrir einhvers konar ofbeldi  Fimmta hver kona/27 Ofbeldi gegn konum sem leita til heilbrigðiskerfisins TALSMAÐUR Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, varaði við því í gær að Ísraelar kynnu að hernema allt Gaza-svæðið ef Pal- estínumenn hættu ekki að skjóta flugskeytum á Ísrael. Stjórn Ísraels svaraði flug- skeytaárásunum með því að senda hersveitir og skriðdreka inn í Gaza-borg í fyrrinótt til að eyði- leggja verkstæði þar sem flug- skeytin eru sögð hafa verið smíð- uð. Var það fyrsta árásin inn í miðborg Gaza-borgar frá því að palestínsku heimastjórninni var komið á fót árið 1994. Að minnsta kosti tólf Palestínumenn biðu bana og tveir til viðbótar létu lífið á öðrum stöðum á Gaza-svæðinu í gær. „Þessar aðgerðir eru skýr skila- boð um að Palestínumenn verði að hætta árásunum og skilji þeir þau ekki útilokum við ekki neina möguleika, meðal annars þann að allt Gaza-svæðið verði hernumið,“ sagði talsmaðurinn, Ranaan Giss- in. „Við vonum að til þess komi ekki, því mark- mið okkar er ekki að her- nema byggð svæði Palest- ínumanna, heldur að koma í veg fyrir flug- skeytaárásir sem miðast einkum að því að trufla þingkosningarnar í Ísr- ael.“ Ekkert lát var á árásunum í gær og að minnsta kosti ellefu flug- skeytum hefur verið skotið á sunn- anvert landið síðustu tvo daga. Ísraelsher kvaðst í gær hafa lokað alveg Gaza-svæðinu og Vest- urbakkanum til að koma í veg fyrir árásir hryðjuverkamanna í Ísrael fyrir kosningarnar á morgun. Pal- estínumenn saka Sharon um að hafa fyrirskipað árásina á Gaza- borg til að auka fylgi Likud- flokksins í kosningunum. Hóta að hernema allt Gaza-svæðið  Þrettán Palestínumenn/12 Jerúsalem. AFP. Ariel Sharon COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru tilbúnir að heyja stríð í Írak upp á sitt ein- dæmi ef öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ekki nýja ályktun sem heimilaði valdbeit- ingu. „Við látum til skarar skríða jafn- vel þótt aðrir séu ekki tilbúnir að ganga til liðs við okkur,“ sagði Powell í ræðu á alþjóðlegri efna- hagsráðstefnu í Davos í Sviss. „Við áskiljum okkur enn rétt til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Írökum, einir eða í samstarfi við aðra.“ „Förum leið SÞ“ Hans Blix, formaður vopnaeft- irlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, og Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar, eiga að leggja fram ýtarlega skýrslu um vopnaleitina í Írak á fundi öryggisráðsins í dag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær telja að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna þyrftu meiri tíma til vopnaleitar í Írak en bætti við að hún ætti ekki að þurfa að taka marga mánuði. Blair lagði áherslu á að örygg- isráðið yrði að standa við hótanir sínar í garð Íraka, ella myndu önn- ur ríki, svo sem Norður-Kórea, telja ráðið veikt og virða það að vettugi. „Við höfum engar efa- semdir um að [Saddam Hussein] er að þróa þessi vopn og að af honum stafi ógn en við völdum að fara leið Sameinuðu þjóðanna, förum hana og höldum okkur við þá leið,“ sagði Blair. Þýska blaðið Die Welt segir í frétt, sem birt var dag, að Banda- ríkjamenn og Bretar vilji að eft- irlitsmennirnir haldi leitinni áfram til 1. mars. Alþjóðleg stofnun 55.000 frammámanna í viðskiptalífinu, Institute of Directors (IoD), segir að verði stutt stríð í Írak geti heimsmarkaðsverðið á olíu lækkað um tíu dali á fatið, eða úr 30 dölum í 20. Stutt stríði auki einnig lík- urnar á meiri hagvexti í Bandaríkj- unum. Stofnunin varar hins vegar við því að langvinnt stríð geti orðið til þess að olíuverðið hækki í 80 dali, gengi bandarískra hlutabréfa lækki um 30% og verg þjóðarfram- leiðsla Bandaríkjanna minnki um 2% í ár. Tilbúnir að heyja stríð á eigin spýtur Davos, London. AFP.  Powell sakar/12 Colin Powell Tony Blair

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.