Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 27. JANÚAR BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HEIÐAR HELGUSON SKORAÐI SIGURMARK WATFORD / B4 Pólverjar eru næstu mótherjar ÍSLENSKA landsliðið mætir Pól- verjum í næsta leik sínum í heims- meistarakeppninni í handknattleik. Ísland og Katar fylgjast að úr B- riðli keppninnar og mæta Spáni og Póllandi úr A-riðlinum. Ísland og Spánn eru með tvö stig þegar milli- riðillinn hefst en hin tvö liðin eru án stiga. Ísland tekur með sér stórsig- urinn gegn Katar, 42:22, en Spánn tekur með sér sigurleik gegn Pól- landi, 34:25. Pólverjar náðu þriðja sætinu í B-riðli með stórsigri á Kúv- eit í gærkvöld, 36:21. Leikur Ís- lands og Póllands fer fram í bænum Caminha, nyrst í Portúgal, á mið- vikudaginn en síðan er leikið við Spánverja á sama stað á fimmtu- dag. Sigurliðið í þessum milliriðli fer beint í fjögurra liða úrslit og leikur því um verðlaunasæti á mótinu en liðið sem verður í öðru sæti leikur um 5.–8. sæti á mótinu. Leikur Íslands og Póllands getur því haft úrslitaþýðingu um hvor þjóðin kemst í hóp hinna átta bestu og á jafnframt kost á því að komast á Ólympíuleikana í Aþenu, en þang- að fara sjö efstu liðin frá HM í Portúgal. ■ Milliriðlar á HM/B7 Ólafur Stefánsson var marka-hæstur í íslenska liðinu gegn Þjóðverjum en líkt og aðrir leik- menn liðsins var hann ekkert að svekkja sig á tap- inu. „Það er að mörgu leyti betra að leika gegn Þjóðverjum en mörg- um öðrum þjóðum á mótinu þar sem ég kann vel á þeirra takta í vörninni. Þessi leikur var ágætur fram að lokakaflanum. Ég er ósátt- ur við mitt framlag á þeim kafla þar sem ég missti einbeitinguna. Ég geri tvenn mistök í sókn og gleymi mér um stundarsakir í vörninni. Það er hægt að taka með sér ýmislegt í reynslubankann úr þessum leik. Guðmundur þjálfari á eftir að klippa leikinn niður í klippitækjunum sínum og við verð- um búnir að skoða hvað fór úr- skeiðis fyrir næsta leik. Við vildum auðvitað leggja Þjóðverja að velli en markmiðið fyrir þennan leik var kannski þokukennt fyrir okkur sem lið þar sem við vissum að mark- miðum okkar var náð. Það má velta því fyrir sér hvort við hefðum nýtt færin betur ef þessi leikur hefði verið uppá líf og dauða.“ Hvernig hefur þú upplifað upp- haf keppninnar? „Þetta mót er allt öðruvísi en EM í Svíþjóð, sem var mjög erfitt frá upphafi. Við lítum svo á að rið- illinn hér í Viseu hafi verið heppi- legur fyrir okkur. Við fengum tvo alvöruleiki og þrjá frekar auðvelda. Menn ættu því að vera ferskir í milliriðlinum í Caminha. Menn mættu bara í hvern leik eins og alla aðra og létu verkin tala. Að- stæðurnar hafa ekki verið að pirra mig, sumum finnst maturinn á hót- elinu vondur en það eru ýmsar aðr- ar lausnir hér í næsta nágrenni,“ sagði Ólafur og benti á þekkt skyndibitavörumerki frá Banda- ríkjunum. Morgunblaðið/Günter Schröder Ólafur Stefánsson sækir að marki Þýskalands í Viseu í gær. Verðum ferskir í Caminha Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Viseu ÓLAFUR Stefánsson skoraði 10 mörk gegn Þýskalandi í gær og jafn- aði þar með met Krist- jáns Arasonar – hefur skorað tíu sinnum tíu mörk eða meira í lands- leik. Ólafur er eini leik- maðurinn sem hefur skorað tíu mörk í leik gegn Þýskalandi – hefur náð því tvisvar. Ólafur skoraði 11 mörk gegn Þjóðverjum á EM í Sví- þjóð fyrir ári, 29:24. Valdimar Grímsson hefur sjö sinnum skorað yfir tíu mörk í leik og Sigurður Valur Sveins- son fimm sinnum. Ólafur jafnaði met Kristjáns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.