Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNUMAÐURINN Auðun Helgason skrifaði síðdegis í gær undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðinu Landskrona. „Það er mikill léttir að þetta mál er höfn,“ sagði Auð- un í samtali við Morgunblaðið. „Mér líst vel á allar aðstæður hjá félaginu og því tel ég að þarna sé um að ræða spennandi kost,“ sagði Auðun en samninga- viðræður hans við félagið tóku skamman tíma. Forráðamenn fé- lagsins settu sig í samband við Auðun á fimmtudag, hann hitti þá á föstudaginn og lék æfinga- leik með Landskrona á laugardag gegn danska liðinu Frem sem Landskrona vann, 3:0. Auðun átti tvær stoðsendingar í leiknum sem báðar gáfu mörk. Eftir leikinn var samningurinn undirritaður. Landskrona var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hafnaði þá í 11. sæti, eftir að hafa byrjað keppnistímabilið af miklum krafti. Auðun heldur í æfingaferð með Landskrona til Malaga á Spáni á þriðjudag. Auðun semur við Landskrona Á ÁRSÞINGI Knattspyrnu- sambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 8. febrúar verður lögð fram tillaga um að varaliðum verði heimil þátttaka í deildarkeppni meistaraflokks karla. Tillagan tæki gildi keppn- istímabilið 2004 og samkvæmt henni yrði varaliðið ávallt að leika tveimur deildum neðar en aðallið sama félags. Lið í úrvals- deild gætu því átt varalið í 2. og 3. deild og lið í 1. deild gætu átt varalið í 3. deild. Ennfremur verður lögð fram tillaga um breytt fyrirkomulag á bikarkeppni karla. Lagt er til að þau átta lið sem héldu sæti sínu í úrvalsdeildinni tímabilið á undan fari beint í 16 liða úrslit keppn- innar, ásamt átta liðum sem kæm- ust áfram úr undankeppninni. Varalið í neðri deildum?  MEIÐSLI Chris Kirkland, mark- varðar Liverpool, eru ekki eins al- varleg og haldið var í fyrstu. Hann meiddist á hné í samstuði við Dele Adebola, leikmann Crystal Palace, í bikarleik liðanna í gærkvöldi. Kirk- land var borinn af leikvelli og flutt- ur á sjúkrahús, þar sem kom í ljós við læknisskoðun, að hann er ekki brotinn, en hann verður frá keppni um tíma. Jerzy Dudek tók stöðu hans í leiknum og mun verja mark Liverpool á meðan Kirkland er frá.  SERGEI Rebrov, úkraínski knatt- spyrnumaðurinn sem hefur verið hjá Tottenham í tæp þrjú ár, fór um helgina til Tyrklands til að ganga frá samningi við Fenerbache, sem tekur hann á leigu frá enska liðinu. Rebrov sagði við enska blaðið News of the World um helgina að Glenn Hoddle, knattspyrnustjóri Totten- ham, hafi eyðilagt feril sinn.  REBROV skoraði aðeins eitt mark á síðasta tímabili og hefur ekki verið inni í myndinni hjá Hoddle í vetur. Hann segist vera mjög sár út í Hoddle fyrir að draga það svona lengi að segja sér að hann væri ekki inni í hans áætlunum. „Hann hefði getað selt mig fyrir háa upphæð fyrir 18 mánuðum,“ sagði Rebrov, sem er dýrasti leikmaður- inn í sögu Tottenham.  KEVIN Davies, sóknarmaður Southampton, bjargaði liði sínu á elleftu stundu gegn Millwall í bik- arnum um helgina. Davies kom inn á sem varamaður og jafnaði, 1:1, á lokamínútunni og segist vonast til þess að það hjálpi sér að komast frá félaginu fyrir mánaðamót. Davies hefur lítið fengið að spila í vetur og telur sig ekki eiga framtíð hjá Southampton.  JERMAINE Pennant, leikmaður Arsenal, segist vonast eftir því að frammistaða sín með Watford opni sér leið inn í aðallið Arsenal. Penn- ant, sem var keyptur til Arsenal á eina milljón punda þegar hann var aðeins 15 ára, hefur farið á kostum með Watford í 1. deildinni í vetur, en hann hefur verið þar af og til í láni undanfarin ár. Á laugardag lagði hann m.a. upp sigurmark Wat- ford gegn WBA fyrir Heiðar Helgu- son á glæsilegan hátt. FÓLK Hoult hafði rétt áður varið víta-spyrnu Neil Cox, fyrirliða Watford, og virtist þar með hafa tryggt úrvalsdeildarliðinu annan leik á heimavelli sínum. Heiðar var hins vegar á öðru máli og aðra helgina í röð skoraði hann sigurmark sinna manna – 10. markið sitt á leiktíðinni. Lárus Orri Sigurðsson, sem kom inn á sem varamaður á 58. mínútu, var hársbreidd frá því að jafna metin en skalla hans var bjargað af marklínunni. Ray Lewington, stjóri Watford, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna en Wat- ford hefur ekki náð eins langt í bik- arkeppninni í átta ár. „Ég er ákaflega stoltur af liðinu og það verðskuldaði sigurinn svo sannarlega. Það er búið að ganga á ýmsu innan félagsins vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Leikmenn hafa þurft að taka á sig launa- lækkun svo að komast áfram í bik- arnum færir félaginu auknar tekjur sem leikmenn njóta góðs af.“ Hann sagði ennfremur að mark Heiðars væri án efa besta mark Watford á þessu tímabili. „Þetta var stórkostlegt mark, á allan hátt. Allur aðdragandinn, sendingarnar, hlaupin, og svo var lokahnykkurinn hjá Heiðari magnaður,“ sagði Ray Lewington. Mögnuð endurkoma Ipswich Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Ipswich áttu magnaða end- urkomu í viðureigninni við Shef- field United en það dugði ekki til því heimamenn í United fögnuðu sigri í miklum spennutrylli, 4:3. Þegar 26 mínútur voru til leiksloka virtist aðeins formsatriði að ljúka leiknum. Sheffield United var yfir, 3:0, en á fjórum mínútum tókst Ips- wich hið ómögulega. Liðinu tókst að jafna metin í 3:3. Daninn Thom- as Gardsoe skoraði á 66. mínútu, Tommy Miller minnkaði muninn í eitt mark með marki úr vítaspyrnu á 68. mín. og Darren Bent jafnaði tveimur mínútum síðar. Áhorfend- ur á Bramall Lane ætluðu vart að trúa eigin augum og voru farnir að búa sig undir að þurfa að fylgja sínum mönnum á Portman Road þegar varamaðurinn Paul Peschiol- ido skoraði sigurmark Sheffield United mínútu fyrir leikslok. Hermann lék allan tímann í liði Ipswich sem getur nú snúið sér al- farið að deildarkeppninni en þar hefur liðið verk að vinna ætli það sér að endurheimta úrvalsdeildar- sætið. Heiðar Helguson hefur skorað þýðingarmikil mörk fyrir Watford að undanförnu. Hermann Hreiðarsson og félagar geta nú snúið sér alfarið að deildarkeppninni. „Besta mark Watford“ HEIÐAR Helguson skaut Watford í 5. umferð ensku bikarkeppn- innar þegar hann skoraði sigurmarkið á móti WBA 10 mínútum fyrir leikslok. Heiðar og Jermaine Pennant, lánsmaður frá Arsenal, léku þá glæsilega í gegnum vörn WBA og Dalvíkingnum urðu ekki á nein mistök. Hann sendi knöttinn framhjá Russell Hoult, markverði WBA, við mikinn fögnuð 17.000 áhorfenda sem flestir voru á bandi 1. deildarliðsins. Heiðar Helguson kom Watford áfram í bikarnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.