Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 7
HM Í HANDKNATTLEIK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 B 7 TALSVERÐ töf varð á því að hægt væri að hefja leik í síðari hálfleik í viðureign Íslendinga gegn Þjóðverjum í gær þar sem eftirlitsdómari leiksins taldi að ís- lenska liðið hefði verið of lengi inni í búningsherbergi sínu. Alls voru sjö ís- lenskir leikmenn að hita upp í hálf- leiknum en aðrir voru seinir fyrir og þurfti að sækja liðið inn í klefa. Þegar hefja átti leikinn mætti eftirlitsdómarinn vopnaður skeiðklukku og vildi að einum íslenskum leikmanni yrði vísað af leik- velli. Allt var á suðupunkti um tíma þar sem Guðmundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari var afar ósáttur við gang mála enda höfðu sjö íslenskir leikmenn hitað upp í leikhléinu. Eftir nokkrar mínútur gáfu dómarar leiksins merki um að sjö leikmenn myndu hefja leikinn úr hvoru liði, engum refsingum yrði beitt. Hefur íslenska landsliðið aldrei lent í uppákomu af þessu tagi fyrr á stórmóti. Mættu of seint! ér í Portúgal. um 200 þúsund ænlandi og að tala um pihaldið er þá á hve miklu máli yrir Grænlend- þjóðin fyrir leikum og við byr þrátt fyrir k.“ eik ÐVERJAR ætla sér að sækja um að halda annað- rt Evrópukeppnina í handknattleik árið 2006 eða msmeistaramótið árið eftir. Sem kunnugt er biðu verjar lægri hlut í keppni í við Túnis um að halda eftir tvö ár. Voru vonbrigði þeirra mikil og um tíma du þeir um að taka ekki þátt í keppninni 2005. Nú Þjóðverjar horfið frá því og ákveðið að safna liði ækjast eftir að halda stórmót í handknattleik. Ul- Strombach, formaður þýska handknattleiks- bandsins, segir að sú umgjörð sem Þjóðverjar vilji a upp á á stórmóti í handknattleik sé það góð, ekki i gefast upp þótt vonbrigðin hafi verið mikil að vera r í atkvæðagreiðslu á þingi Alþjóða handknattleiks- bandsins í umsókninni um HM 2005. Strombach r jafnframt að Þjóðverjar verði klárir að halda mót- ið 2005 renni Túnisbúar á rassinn við mótahaldið. jóðverjar ekki f baki dottnir ÞJÓÐVERJAR áttu ekki í miklum vandræðum með taugaóstyrka leikmenn Portúgals í B-riðli heims- meistarakeppninnar í handknattleik í Viseu á laug- ardag og vann þýska „stálið“ 37:29 eftir að hafa ver- ið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15. Hornamaðurinn Florian Kehrmann fór á kostum í leiknum og skoraði alls 11 mörk. Flest þeirra úr afar þröngum færum úr hægra horni þar sem hann sneri knettinum hvað eftir annað framhjá markverði Portúgals. Heimamenn voru vel studdir af um 3.000 áhorfendum en greinilegt var að spennan var of mik- il í herbúðum þeirra og náði liðið sér aldrei á strik. Þjóðverjar voru afar fljótir að koma knettinum í leik eftir að Portúgal hafði skorað og nýttu sér vel hve lengi heimamenn voru að skipta tveimur leik- mönnum sem áttu að taka þátt í varnarleiknum. Hinn sterki línumaður Rui Silva var vísað af leikvelli í tvígang á fyrstu 15 mínútum leiksins og gat hann lítið beitt sér eftir það. Varnarleikur liðsins var að þeim sökum gloppóttur og áttu Þjóðverjar svör við flestu því sem það reyndi. Hin unga skytta Þjóðverja, Pascal Hens, skoraði sex mörk eftir slaka byrjun en Stefan Kretzscmar lék afar vel og skoraði alls átta mörk, með fjölbreyttum hætti. Hennig Frits, markvörður Þjóðverja, fór oft illa með Portúgal í leiknum og fagnaði hverju skoti sem hann varði líkt og hann hefði fengið 13 rétta í get- raunum. Portúgalska liðið var máttlítið gegn skipu- lögðu liði Þjóðverja, sóknarleikurinn einhæfur og vörnin slök. Þar að auki virtust sumir leikmenn liðs- ins meira uppteknir af því að skora sem flest mörk sjálfir og tóku ekki þátt í að skapa sterka liðsheild. AP Schwarzer og Hens Pascal fagna sigrinum á Portúgal. Kehrmann fór á kostum með Þjóðverjum gegn Portúgal Aðeins liðu 217 dagar frá því aðhafist var handa við að reisa Pavilhao Multiusos-keppnishöllina, sem tekur um 2.600 áhorfendur, þar til hún var tekin í notk- un. Höllin er að mörgu leyti „rétt rúmlega fokheld“ því enn á eftir að laga ýmis smáatriði þótt í heild sinni sé hún nothæf. Víða má sjá að ástandið hefur verið skrautlegt rétt áður en keppnin hófst og iðnaðar- menn að hafa þvælst hver fyrir öðrum. Á einu salerni hallarinnar má sjá að mál- arinn hefur málað yfir flestar inn- réttingar og hreinlætistæki, í flýt- inum á lokasprettinum. Við Íslendingar könnumst vel við slíkt ástand þegar stór mannvirki eiga að vera tilbúin á ákveðnum tíma. Viseu er bær þar sem verslun og þjónusta er áberandi. Mörg vín- ræktarhéruð eru í næsta nágrenni borgarinnar sem telur um 90 þús- und íbúa, ef nærsveitirnar eru tald- ar með. Heimsmeistarakeppnin vekur athygli hér í Viseu og er hún vel auglýst hvarvetna í bænum og hefur verið fullt hús á öllum leikjum heimamanna til þessa. Eins og gef- ur að skilja eru færri áhorfendur á öðrum leikjum. Fáir stuðningsmenn fylgja liðunum það sem af er. Rúm- lega 100 Þjóðverjar og um 120 Grænlendingar eru áberandi á leikj- unum. Grænlendingarnir eru ákaf- ari enda óvíst með framhaldið hjá þeim í keppninni á meðan Þjóðverj- arnir líta á keppnina í Viseu sem „forrétt“ og bíða eftir aðalréttinum. Íslendingar fengu ágætan stuðning í leiknum gegn Portúgal þar sem nokkur hópur Íslendinga var áber- andi. Á öðrum leikjum fær íslenska liðið aðeins beinan stuðning frá hópi skólabarna, líkt og Ástralía og Kat- ar! Í upphafi riðlakeppninnar hér í Viseu var líkt og aðeins væri leikið í einum riðli á HM að þessu sinni. Engar upplýsingar voru birtar í fyrstu um úrslit leikja í öðrum riðl- um, og aðeins hrá úrslit voru birt frá leikjunum hér í Viseu. Fram- kvæmdaaðilar hér hafa greinilega skynjað óánægju fréttamanna því sl. þrjá daga hafa brosmild ung- menni keppst við að skila af sér pappírum með úrslitum úr öllum áttum og ítarlegri tölfræði frá þeim leikjum sem eru í gangi hverju sinni. Nokkrum mínútum eftir leiks- lok eru allar upplýsingar aðgengi- legar fyrir fréttamenn. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur lagt hart að sínum mönnum að þeir lifi í „núinu“ frá degi til dags. Aðeins næsta verkefni er það sem skiptir máli þann daginn og skiptir þá engu hvort um er að ræða leik gegn Ástr- alíu eða Þjóðverjum. Roland Eradze viðurkenndi reyndar í samtali við Morgunblaðið að hann hefði „svik- ist“ um eftir sigurleikinn gegn Portúgal. „Ég fór strax að hugsa um leikinn gegn Þjóðverjum eftir þann leik þrátt fyrir að við ættum eftir að leika við Katar í millitíðinni. En ég sagði engum frá því,“ sagði Eradze. Þrátt fyrir að lið Ástrala, Grænlendinga og Katara séu slök hefur einbeiting íslenska liðsins ver- ið með besta móti. Nú er forrétt- inum lokið hér í Viseu og næstu verkefni bíða íslenska liðsins í Cam- inha. Lifað í „núinu“ SKIPULAG hefur hingað til ekki verið talin til sterkustu hliðar Portú- gala, enda rólyndisfólk að eðlisfari. Það sem fer úrskeiðis í dag má laga á morgun, er viðkvæðið. Keppnishöllin hér í Viseu er ný og glæsileg á að líta við fyrstu sýn en íslenskir iðnaðarmenn fengju ef- laust áfall er þeir færu að kíkja nánar á mannvirkið.                                                 ! "  #$%& '        ! "   # $ &'    $( )(  * # "#     ( )  * *     ( )  )  * +  ,  -. / 0  %  -. 0  %  /  ;     <     ' *&&- )=<      =   *  *, <% , ;= >*&  4 1? =@ *&  5 0 ;4 5A    1 0     ( *  ) )     ( *  *  ) +  1%2&  3 4 56   7 8' 2  %& '  56   8' 2 %& '  7     ( ,  9 9     ( ,  ,  9 +  1 :& 1 ;&$ & /    :'<   9 =  ;  /    9 = ;  :'<       ( 9  , ,     ( 9  9  , +  1 ;&$ &  1 :& -2>1 ?'2    @   -2  -2>1 @   -2   ?'2    "#$#%& +1 '  1AA  A   B &'2 1 A 1 . B  1  A =1A   B  ' ()' ( ! "  ( $ $ $ $ + "& -'A 1      1  A B 1 ! "  ( ' ( *  ! "  ( $ $ $ $ + "& -'A 1  A B  1  A B   ! "  (                 ! "#         CA ( 3 A( $   <A( - &8& & $   ( , -2>1 9 = -2  :'<   ) *          4072418 40B2413 4002457 4512458 448245B 4492406      +-87 $= - ' - /   @   ;  ?'2   ) '   -. ) "         4532413 4072465 4512451 4302459 417243B 4402433      +-87 $= - ' . 56   0  %& '  / D  C B         4842444 493244B 4B0241B 44B2438 4662481 4662431    +-87 $= - '  -. 8' 2 %  7 /2  $ &         437246B 4012465 4062456 4542418 8924B9 4452403    +-87 $= - ' "#$/&& / ) *   < =     <   )  )   ;*   <  , Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Viseu PORTÚGALSBRÉF Ástralar fylgdust með æfingum hjá Íslandi GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, leyfði þjálfurum og leikmönnum Ástralíu að fylgjast með æfingum liðsins þegar þeir óskuðu. Voru Ástralarnir mjög ánægðir með framtakið og töldu sig hafa lært mikið á þeim tíma sem þeir dvöldu með íslenska landsliðinu. Ástralar komu síðan á óvart með því að vinna Grænlendinga í Viseu á laugardaginn. Lærdómurinn var hins vegar ekki nægur til þess að koma í veg fyrir stóran skell gegn heima- mönnum á sunnudaginn, 42:20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.