Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 26
Morgunblaðið/Golli Mikilvægt er fyrir íbúðareigendur í fjölbýlishúsum að rétt sé að ákvörðunum staðið. Misbrestur í því efni geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Þ EGAR líða tekur á vetur, fara hús- og íbúðareig- endur að huga að undir- búningi viðhalds og end- urbóta, sem fram eiga að fara nk. sumar. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið varðandi ákvarðanatöku, eink- um í stórum húsfélögum. Oft vill það brenna við, að leitað sé tilboða í verk og það jafnvel í stór verk, þeg- ar komið er sumar. Hængurinn er sá, að þeir verk- takar, sem sinna þessu sviði bezt, skipuleggja verkefni sín fyrirfram og ráðstafa sínum mannskap og tækjum í samræmi við það. Þeir eiga því oft óhægt um vik við að bæta við sig verkefnum, eftir að mesti annatíminn er hafinn. Fyrir húsfélögin getur þetta hæglega þýtt hærri tilboð og að verkin dragist fram á haust. En fólk er nú gjarnan sér betur meðvitað um viðhald en áður, hvort heldur er um eigendur einbýlishúsa eða íbúða í fjölbýlishúsum að ræða. Gera má ráð, að viðhaldsþörfin hér á landi aukist verulega á næstu árum. Ástæðan er sú, að íslenzk hús eru tiltölulega ný, en stór hluti þeirra er byggður eftir 1960. Þörf á kostnaðarsömu viðhaldi hefur því kannski verið minni fyrir bragðið. Nú má hins vegar gera ráð fyrir, að viðhaldsþörfin fari að segja til sín fyrir alvöru. Háar fjárhæðir Nú er einmitt að fara í hönd sá árstími, þegar aðalfundir húsfélaga í fjöleignarhúsum eru haldnir. Eitt helzta verkefni þeirra er gjarnan að taka ákvarðanir um sameiginlegar framkvæmdir, viðhald, viðgerðir og endurbætur, sem ráðizt skal í að vori og sumri komanda. „Oft er um háar fjárhæðir að ræða,“ segir Sigurður Helgi Guð- jónsson, hrl. og formaður Húseig- endafélagsins, sem lengi hefur látið þessi mál til sín taka. „Kostnaðurinn við viðgerðir og endurbætur á fjölbýlishúsum skiptir gjarnan hundruðum þúsunda kr. á íbúð og sem starfsgrein í þjóðfélag- inu veltir þessi starfsemi örugglega hundruðum milljóna kr. árlega ef ekki milljörðum, þegar á heildina er litið. Það er því mjög mikilvægt fyrir íbúðareigendur í fjölbýlishúsum, að rétt sé að þessum ákvörðunum stað- ið. Fundirnir þurfa að vera vandlega undirbúnir og boðaðir og haldnir í samræmi við fyrirmæli fjöleignar- húsalaganna. Misbrestir í því efni geta haft afdrifaríkar afleiðingar og leitt til þess að ákvarðanir funda séu ólögmætar gagnvart einum eða fleirum, sem geta þá neitað að greiða sína hlutdeild í kostnaðinum, sem þá fellur á aðra.“ Samkvæmt fjöleignarhúsalögun- um gilda ákveðnar reglur um fundi og ákvarðanatöku. „Þótt það virðist ekki vera mikið vandaverk að halda húsfundi, sem standast lagakröfur og eru bærir til að taka lögmætar ákvarðanir, þá reynist það oft þrautin þyngri,“ heldur Sigurður Helgi áfram. „Það eru mörg dæmi um húsfélög og stjórnarmenn þeirra, sem hafa orðið fyrir tjóni og skakkaföllum vegna þess að kastað var til höndum við undirbúning og framkvæmd húsfunda. Þeim húsfélögum fer því sem bet- ur fer fjölgandi, sem vilja hafa allt á hreinu í þessu efni og mörg þeirra leita aðstoðar Húseigendafélagsins. Þrátt fyrir það fjölgar þeim málum, þar sem vandræði og deilur rísa, sem rekja má til mistaka við ákvarðanatöku og fundahöld.“ Húsfundaþjónusta Húseigendafélagið hóf fyrir nokkrum árum húsfundaþjónustu, sem er samstarfsverkefni Húseig- endafélagsins og JC-hreyfingarinn- ar. Í þjónustunni felst ráðgjöf og að- stoð við undirbúning og boðun funda og aðstoð á fundunum sjálf- um, nánar tiltekið að annast fund- arstjórn og ritun fundargerðar. Frá Junior Chamber koma að hverjum fundi tveir menn, fundar- stjóri og fundarritari, sem hafa þekkingu, þjálfun og reynslu í fundahöldum og lögfræðingar Hús- eigendafélagsins, sem eru sérfróðir í málefnum fjöleignarhúsa, eru ráð- gefandi um öll atriði þessarar þjón- ustu. „Með því að nýta sér þessa þjón- ustu eiga húsfélög, íbúðareigendur og viðsemjendur húsfélaga, að geta treyst því, að húsfundur sé lögmæt- ur og ákvarðanir hans séu teknar með réttum hætti og fundarefnin hljóti afgreiðslu í samræmi við lög og fundarsköp,“ segir Sigurður Helgi. „Þá má einnig fullyrða að fundur, sem þannig er undirbúinn og stjórn- að, verði að öllu leyti betri fundur, bæði málefnalegri, markvissari og árangursríkari en ella.“ Fjöleignarhús Á aðalfundum húsfélaga eru yfirleitt teknar ákvarðanir um sameiginlegar framkvæmdir, sem ráðizt skal í næsta sumar. Oft er um kostnaðarsöm verk að ræða og því skiptir miklu máli að rétt sé staðið að ákvarðana- töku. Magnús Sigurðsson ræddi við Sigurð Helga Guðjónsson hrl., formann Hús- eigendafélagsins. Standa verður rétt að undirbúningi fyrir fundi og framkvæmdir Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Helgi Guðjónsson hrl., formaður Húseigendafélagsins. 26 B ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Hvernig á húsfélag að standa að verki. 1. Fá hlutlausan sérfræðing til að meta ástand eignarinnar og viðgerðaþörf. 2. Við minni verk er hægt að óska eftir tilboðum frá verk- tökum byggðum á magntöl- um og verklýsingu. Við stærri verk fer yfirleitt fram útboð. 3. Meta þarf tilboðin í sam- hengi við útboðsgögnin, heildarverð, einingaverð, upp- setningu tilboðsins og verk- tíma. 4. Þegar ákveðið hefur verið hvaða tilboði skal taka, er gengið til samninga við við- komandi verktaka. Seint verður nægjanlega brýnt fyrir fólki mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verk- taka hvort sem um lítil eða stór verk er að ræða. 5. Eftirlit með framkvæmd þarf að vera vel skilgreint og í föstum farvegi og oft er ráð- inn til þess óháður aðili. 6. Lokauppgjör fer fram eftir að verki telst lokið. Mikilvægt er að taka út framkvæmdina og frágang á verkinu áður en lokagreiðsla fer fram. Í hnot- skurn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.