Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 B 43HeimiliFasteignir ÞRÆTUBÓKARLIST hefurlöngum verið yndi ogskemmtan Íslendinga,tóku þeir hana upp af full- um krafti eftir Sturlungaöld þegar forfeður okkar hættu að vega hver annan með vopnum vegna heppi- legs dugleysis og vopnaskorts, frek- ar en að skynsemin hefði náð yf- irhöndinni. Sitthvað hefur verið vinsælla en annað til deilna. Flestir Njáluunn- endur eru ekki í vafa um að þeir Gunnar á Hlíðarenda og Njáll á Bergþórshvoli voru hinir bestu vin- ir, en öðrum sögum fer af konum þeirra, Hallgerði og Bergþóru. Margir hafa samt farið í hár saman út af þessum tveimur bændafjölskyldum í Rangárþingi, ekki hikað við nafngiptir svo sem „hyskið á Bergþórshvoli“ eða „þjófsnautarnir á Hlíðarenda“. En nær í tíma hefur nokkur hóp- ur háð þrætur í nokkra áratugi um allt annað en fornar hetjur, þar hafa komið við sögu þeir Túr og Retúr. Hvor þeirra er betri og hvor á allan réttinn var lengi ekki vafa undirorpið og satt best að segja héldu margir að því einvígi hefði lokið með algjörum ósigri Retúrs, en því fer víðs fjarri; hann á sína tryggu áhangendur enn í dag. Snörp viðbrögð Síðasti pistill fjallaði reyndar um þessa tvo kalla í sínu rétta gervi, eða hvor væri betri sem stýring á ofnum, túrlokinn eða retúrlokinn. Þótti mönnum það óþarfa hörð um- mæli að segja um þessar tvær teg- undir af retúrlokum sem fást hér- lendis að „Danfoss retúrlokinn væri eins og gamall vagnjálkur“ og að „Heimeier retúrlokinn ætti ekkert erindi inn í íslenska lagnamenn- ingu“. Í stuttu máli er sagan eitthvað á þessa leið: Fyrir nokkrum áratugum stýrð- um við miðstöðvarkerfum (ofna- kerfum) með segulloka á inntaki sem stýrðist af hitastilli, sem oftast var í stofunni. Á ofnum voru svo- nefndir tvístillikranar, með þeim var hægt að stilla að hæfilegt vatnsmagn rynni inn á hvern ofn, hæfilegt eftir stærð hans. Með lok- anum var hægt að loka alfarið fyrir ofninn án þess að þessi mikilvæga stilling haggaðist. Svo komu sjálfvirku ofnlok- arnir og menn tóku túr- lokunum tveimur höndum. En þá gleymdist nokkuð mikilvægt, þessir sjálf- virku ofnlokar opnuðu þegar kólnaði, en þá rann jafn mikið vatn inn á litla ofninn sem þann stóra og allt fór í rugl. Þessu mættu menn með því að segja „túrlokinn er drasl, notum heldur retúr- lokann“. Það var gert árum sam- an með sæmilegum ár- angri, allir ofnar hitnuðu fyrr eða seinna en hiti var æði ójafn, enda tekur retúrlokinn ekkert tillit til lofthitans, hitar jafnt í hörðu frosti um vetur sem á sólríkum sum- ardegi. Þess vegna varð að umstilla þá lon og don. Byltingin sem allt of fáir skildu Fyrir tuttugu árum var túrlokinn endurbættur, í hann var settur innri búnaður sem gerði pípulagn- ingamönnum mögulegt að stilla ná- kvæmlega það vatnsmagn, sem hver ofn átti að fá. Það köllum við í dag að jafnvægisstilla ofnakerfi. Síðan vann hinn sjálfvirki bún- aður sitt verk, opnaði kranann þeg- ar kólnaði (lofthiti inni féll) og lok- aði þegar komið var upp í þann hita sem um var beðið. Ef mikill ut- anaðkomandi hiti kom, frá sólu, eldavél, fólki, ljósum, tölvum og mörgu fleiru, þá tók túrlokinn tillit til þess, honum er alveg sama hvað- an hitinn kemur. Á þessum tuttugu árum hefur verið boðið upp á fjölda námskeiða í stillingum hitakerfa og að læra að þekkja þessa ofnloka, túrlokana. Þetta hafa margir notfært sér, en ennþá er fámennur hópur lagna- manna, í honum eru verkfræðingar, tæknifræðingar og pípulagn- ingamenn, sem fraus fastur inni í retúrlokaöldinni. Og þar eru þeir og haggast ekki. Sá misskilningur kom fram eftir síðasta pistil að myndin af Heimei- er sjálfvirka ofnlokanum væri af túrloka og þeim sem höfðu þá í sín- um hýbýlum brá illa við, margir það vel upplýstir að þeir vita mun á túr og retúr. Enginn villist á Danfoss túr- eða retúrloka, þeir eru svo ólíkir. En þessu er ekki að heilsa með Heimeier, þeir eru svo líkir að yf- irleitt þekkja húseigendur þá ekki í sundur. Lausnin á þessu er kannski sú að láta retúrlokann hverfa af markaði, ekki láta hann spilla fyrir túrlokanum. Tíðrætt hefur orðið hér um þess- ar tvær tegundir sjálfvirkra ofn- loka, Danfoss frá Danmörku og Heimeier frá Þýskalandi. Það kem- ur til af því að aðeins þessir tveir framleiðendur bjóða retúrloka en bjóða jafnframt hina ágætustu túr- loka. Aðrir þekktir sjálfvirkir túrlokar á íslenskum markaði eru Herz frá Austurríki og Tour Andersson frá Svíþjóð. Þessir tveir framleiðendur hafa, sem betur fer, ekki boðið retúrloka og eiga aldeilis ekki að gjalda fyrir það. Gunnar eða Njáll, Túr eða Retúr? Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Svona lítur Herz-túrlokinn frá Austurríki út. Verð 22,5 millj. (44) Lindarsel - Útsýni Óvenju fallegt og rúmgott ca 340 fm einb. á tveimur hæðum m. innb. 55 fm tvöföldum bílskúr. Húsið er staðsett innst í botnlanga og er glæsilegt útsýni af efri hæðinni. 5-6 svefnh., tvær stofur og sjónvarpsh. Arinn í stofu og stór suðurverönd með heitum nuddpotti. Áhv. ca 700 þús. Verð 32 millj. (64) Nýbygging Bjarnarstígur - Einbýli Glæsilegt lítið 100 fm einbýli við þessa einstöku litlu einstefnu-götu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið afhendist fullfrágengið að utan með grófjafnaðri lóð en fokhelt að innan. Áhv. 9,0 millj. húsb. (43) Ólafsgeisli Um er að ræða glæsilegar efri og neðri hæðir auk bílskúrs á þessum frábæra útsýnisstað. Stærðir hæðanna eru frá ca 180-235 fm, ýmist á einni eða tveimur hæðum. Verð frá 15,4 millj. fokhelt. Möguleiki á að fá lengra komið. (45) Kirkjustétt Vönduð og vel staðsett 180 fm raðhús á tveimur hæðum sem klætt er að hluta til með áli. Þrjú-fjögur svefnh. og stofa. Húsin eru til afhendingar strax fokheld að innan en fullfrágengin að utan, möguleiki á að fá lengra komið. Spennandi kostur þar sem hægt er að bjóða íbúðina upp í. Verð frá 15,1 millj. (114) Jörfagrund - Kjalarnesi Um er að ræða gott einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr. Fjögur svefnherbergi, stofa og borðstofa. Eignin skilast fullbúin að utan og rúmlega fokheld að innan. Frábært útsýni. Nú þegar tilb. til afhendingar. Verð frá 12,9 millj. (42) Ólafsgeisli Fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Fjögur svefnherb. Eignin skilast fullbúin að utan og fokheld að innan. Teikningar á www.husavik.net. Verð 16,9 millj. (40) Gvendargeisli Vel staðsett 193 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum 34 fm bílskúr. Fjögur svefnherb. auk sjónvarpshols. Eignin Kötlufell - útsýni Snyrtileg 3ja herbergja 83 fm íbúð á 3. hæð í nýlega álkæddu fjölbýli á frábærum útsýnisstað. Tvö góð svefnherbergi, nýtt gler og gluggar, yfirbyggðar svalir, tengi fyrir þvotta-vél á baði. Verð 8,5 millj. (55) Hamraborg - Laus Vel skipulögð 70 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð í lyftuhúsi. Stæði í bílskýli fylg-ir eigninni, góðar flísar á forstofu, eldhúsi og stofu, eldhúsi opið við stofu. Svalir í vestur. Áhv. 5,5 millj. Verð 10,4 millj. (62) Vesturbær/Seltj. Mjög falleg 78 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Tvö herbergi og rúmgóð stofa. Nýlegt parket á gólfum, flísalagt baðherbergi með glugga. Áhv. 5,8 millj. húsb. Verð 10,2 millj. 2ja herb. Vesturgata Mikið endurnýjuð 2ja herbergja 71 fm íbúð á tveimur hæðum. Fallegt eldhús, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Verð 9,3 millj. (92) Víðimelur - Laus Hörku góð 2ja herbergja 40 fm ósamþ. risíbúð við Háskólann. Parket og dúkar á gólfum. Áhv. 3,3 millj. Verð 5,5 millj. (85) Vesturvör - Laus Um er að ræða 42 fm ósamþ. íbúð á 3. hæð. Eignin skiptist í forstofu, stofu, svefnherbergi og eldhús. Verð 4,4 millj. (116) Framnesvegur Gullfalleg 55 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð í góðu steinhúsi (var allt endurbyggt fyrir ca 5 árum). Rúmgott svefnherbergi með góðum fataskápum. Fallegt eldhús með ljósri Leifsgata Glæsileg og vel staðsett 4ra herbergja 94 fm íbúð á 1. hæð í góðu steinhúsi. Íbúðin er á tveimur hæðum og hefur mikið verið endurnýjuð og má þar nefna gólfefni, gler og póst-ar, rafmagn og fataskápar í hjónaherbergi. Eik-arparket á gólfum. Áhv. 5,6 millj. húsbr. Verð 13 millj. (59) Bollagata - sérinng. Góð 2ja herb. 62 fm íbúð í kj. með sérinng. í þríbýlishúsi. Stór stofa og svefnh., þvottahús á hæðinni, nýlegt eldhús. Nýlega var þak, þakkantur, dren og rafmagn endurnýjað. Áhv. 3,4 millj. Verð 8,1 millj. (57) Kleppsvegur - Laus Gullfalleg og björt 71 fm 2ja herb. kjallaraíbúð í snyrtilegu fjölbýli. Eignin er mikið endurnýjuð og búið að opna hana mjög skemmtilega þannig að birta frá glugg-um nýtur sín vel. Eldhús er opið við stofu með nýlegri innréttingu. Baðherbergi er allt endurnýj-að. Áhv. 4,6 millj. húsb. Verð 8,5 millj. www.husavik.net Elías Haraldsson Farsími: 898-2007 Reynir Björnsson Farsími: 895-8321 Margrét Jónsdóttir 510-3800 Skólavörðustíg 13 101 Reykjavík Sími: 510-3800 Fax: 510-3801 husavik@husavik.net www.husavik.net Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir hdl. lögg. fasteignasali Sérbýli Krókabyggð - Mos. Skemmtilegt 3ja herbergja 97 fm endaraðhús á einni hæð. Nýlegt merbau-parket á gólfum, björt og rúmgóð stofa, borðkrókur í eldhúsi með útbyggðum glugga, Rúmgott þvottahús með glugga innan íbúðar. Áhv. 5,9 millj. bsj. Verð 15,5 millj. (11) Árbæjarhverfi - tvær íbúðir Gullfallegt 298 fm einbýlishús/tvíbýlishús á glæsilegum útsýnisstað. Um er að ræða mjög skemmti-lega teiknað hús á tveimur hæðum. 4 svherbergi og rúmgóðar stofur (arinn) á efri hæð. Á jarðhæð er fallega innréttuð 2ja herb. íbúð með sérinngang. Lóð fallega ræktuð, sólpallar og skjólveggir. Fallegt útsýni. Áhv. 8,0 millj. húsb. og lífsj. Verð 36 millj. Kaldasel - Eign í sérflokki Glæsilegt 283 fm einbýli á tveimur hæðum ásamt 48 fm bílskúr, samtals 330 fm Mjög vandaðar og smekklegar innréttingar, náttúrusteinn og parket á gólfum. Glæsileg rúmgóð stofa og borðstofa ásamt arinstofu, loft tekin upp, útgangur út í fallegan garð með verönd lagt fyrir heitum potti. Áhv. hagstæð langtímalán. Verðtilboð Grafarvogur Mjög fallegt 178 fm parhús á tveimur hæðum, innbyggður 32 fm bílskúr. Fjögur góð herbergi, rúmgott eldhús með vandaðri innrétt-ingu. Glæsilegt útsýni. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 8,0 millj. í húsbréfum. Áhv. 12 millj. skilast fullbúin að utan og fokheld að innan, möguleiki að fá lengra komið. Verð 16,9 millj. (47) 4ra til 5 herb. Flétturimi - bílskýli Góð 115 fm, 4ra-5 herb. íbúð á 3ju hæð (efstu), auk 20 fm bílskýlis. Þrjú góð svefnh., sjónvarpshol í risi, stofa og borðst. m. glæsilegu útsýni, vestursvalir. Áhv. 5,7 millj. húsbréf. Verð 14,9 millj. (10) Nýbýlavegur Mjög skemmtileg 4ra herb. ca 90 fm íbúð á jarðhæð með sérinng. Eignin var öll standsett að innan árið 1997. Gegnheilt parket á holi og stofu, nýlegt eldhús og baðherbergi. Verið er að álklæða húsið að utan og greiðast þær framkvæmdir af seljanda. Áhv. 6 millj. Verð 13,9 millj. Aflagrandi Gullfalleg 122 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í þessu fallega nýlega steinhúsi. Þrjú góð svefnherb. ásamt stofu og borðstofu, suð-vest- ursvalir. Þvottahús innan íbúðar, fallegar og vandaðar innréttingar. Sérinngangur af svölum. Áhv. 1,5 millj. húsbréf. Verð 18,5 millj. Kórsalir - Lyftuhús Nýjar og tilbún-ar til afhendingar 3-4ra herbergja 110-118 fm íbúðir í lyftuhúsi, auk stæðis í bílskýli. Teikningar á skrif-stofu. Vandaðar íbúðir. Áhv. 11,5 millj. Verð 17,5 millj. (35) Kórsalir - „Penthouse“ Ný og glæsileg ca 300 fm „penthouse“-íbúð á 6. og 7. hæð í lyftuhúsi, auk tveggja stæða í bílskýli. Glæsilegt útsýni úr íbúðinni, tvær til þrjár stofur, 4- 5 svefnherbergi, stórar svalir þar sem gert er ráð fyrir heitum potti. Verð 32 millj. (35) 3ja herb. Kleppsvegur Skemmtilega skipulögð 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli (lítið stigahús, aðeins fjórar íbúðir, ein íbúð á palli). Eignin er að mestu í upphaflegu útliti. Nýir gluggar og gler. Áhv. 5,2 millj. húsbréf. Verð 9,7 millj. Foldin - Grafarvogi Gullfalleg 86 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í þessu fallega fjölbýli. Mjög fallegar og vandaðar innréttingar, gegnheilt parket og flísar á gólfum, glæsileg verönd. Áhv. 6,3 millj. byggsj. og húsbréf. Verð 12,2 milllj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.