Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „NÁTTÚRUVERNDARSINNAR hafa fullyrt að hægt sé að hætta við allar framkvæmdir fyrir austan og gera eitthvað annað. Ég er til í að gera eitthvað annað hér,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og vill nýta kraft- inn sem býr í unnendum náttúr- unnar til uppbyggingar á Vest- fjörðum. Hann segir Vestfirðinga ekki hafa kallað eftir stóriðju, líkt og aðrir landshlutar, og því eigi þeir ákveðna samleið með fólki sem vilji nýta náttúruna á annan hátt en með virkjun fallvatna og stór- iðju. Sjálfur vill hann virkja hug- myndir þessa fólks og fá það til samstarfs um nýtingu sóknarfæra sem felast í aukinni ferðaþjónustu í stórbrotinni náttúru. Á Vestfjörð- um sé ekki eins mikil víðátta og fyrir norðan Vatnajökul en mikið hálendi sé þar að finna, djúpa firði, elstu berglög landsins, fegurð Hornstranda, fjölbreytt fuglalíf, jökul, snarbrött björg, rauða sanda og sögufræga staði. Hann segir Vestfirði bjóða upp á mörg tækifæri tengd náttúruvernd og ferðaþjónustu. Í umrótinu und- anfarna mánuði, vegna Kára- hnjúkavirkjunar fyrir austan, hafi andstæðingar virkjunarinnar lagt áherslu á að nýta svæðið á annan hátt. Náttúran virkjuð á annan hátt Hann býður þeim, sem þannig tala, til samstarfs við Vestfirðinga. Þannig geti fólk sýnt fram á að það hafi verið hægt að virkja nátt- úruna með öðrum hætti en gert var. „Hafi það verið hægt þarna er það hægt hér og við erum tilbúin að vinna að því.“ Halldór segir að frumfram- leiðsla í sjávarútvegi hafi dregist saman, m.a. vegna aukinnar tækni. Færra fólk vinni verkin en áður. Á móti kemur að menntun hefur aukist, fjöldi fólks stundar fjarnám og tæknifyrirtækjum fjölgar. Hann segist velta því fyrir sér hvert eigi að stefna í uppbyggingu mannlífs á Vestfjörðum. Þar sé jafnmikil þörf fyrir að fjölga störf- um og fólki og annars staðar á landsbyggðinni. „Á að halda áfram að auka menntun fólks á svæðinu, þróa ferðaþjónustu og tæknifyr- irtæki?“ Hann svarar þessari spurningu játandi en þá verði Vestfirðingar að fá öflugt fólk og meira fjármagn með sér því það sem hingað til hefur verið gert nægir ekki. Hvert skal stefna? Norðanverðir Vesfirðir skapa grundvöll fyrir þessari uppbygg- ingu að mati Halldórs. Þar búa rúmlega 70% allra í landshlutan- um. Hann bendir á að í Neskaup- stað, á Eskifirði, Reyðarfirði, Eg- ilsstöðum og nærsveitum búi um 5.118 manns. Ísafjörður, Bolung- arvík og Súðavík eru hins vegar með 5.344 íbúa. „Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því að Mið- Austurland, sem mun njóta þess- ara framkvæmda fyrst og fremst, er fámennara en norðanverðir Vestfirðir.“ Með jarðgöngum til- heyri Flateyri og Suðureyri sama atvinnusvæði. Halldór veltir fyrir sér framtíð- arsýn ef störfum fjölgar ekki og skilyrði fyrir frekari uppbyggingu samfélagsins eru ekki fyrir hendi. Þá hljóti Vestfirðingar að telja fullreynt að hrein náttúra, mat- vælaframleiðsla og ferðaþjónusta byggð á ósnortinni náttúru skapi þessi skilyrði. Því þurfi að horfa til annarra þátta samhliða eins og t.d. stóriðju. Ef ekki verði neitt að- hafst nú hvað ætli náttúruvernd- arsinnar að gera þá? Ætla þeir þá fyrst af stað þegar kallað verður eftir einhverju sem veiti örugga atvinnu og skapi skilyrði fyrir áframhaldandi uppbyggingu? spyr Halldór. „Ég mundi gjarnan vilja að þeir sem eru í forsvari fyrir náttúru- verndarsamtök gengju í lið með okkur eða bjóði upp á samstarf um að þróa svona verkefni hér,“ segir bæjarstjórinn. Bæjarstjóri Ísafjarðar segir Vestfirðinga ekki hafa kallað eftir stóriðju líkt og aðrir Vill virkja hugmynd- ir náttúruunnenda Mið-Austurland fámennara en norðanverðir Vestfirðir VÍSINDAVEFUR Háskóla Íslands er þriggja ára í dag. Vefurinn var opnaður sem til- raunaverkefni í tengslum við menningaborgarárið 2000 og opnaði forseti Íslands vefinn. Vefurinn varð strax mjög vin- sæll og fær á milli 5 og 800 heimsóknir á dag. Hann er jafnan í 25.–30. sæti á lista yfir mest heimsóttu vefina á Ís- landi. Á vísindavefnum má finna spurningar og svör við öllu milli himins og jarðar. Öllum er frjálst að senda inn spurn- ingar og fullyrðir vefurinn að enginn hafi enn komið með þá spurningu sem vefurinn getur ekki svarað. Á þriggja ára afmæli vefj- arins verður þrjú þúsundasta svarið birt. Vísindavefurinn er í stöð- ugri þróun og starfar nú með sjónvarpsþáttunum Vísindi fyrir alla sem sýndur er í Rík- issjónvarpinu í umsjón Rögnu Söru Jónsdóttur mannfræð- ings og Ara Trausta Jónsson- ar jarðeðlisfræðings. Þá mun valið efni af vefnum koma út í bókarformi í vor. Vísindavefurinn er í stöðugri þróun Þróun vefjarins hefur verið stöðug og nú er nýbúið að setja af stað söguás ásamt ýmsu fræðsluefni. Þorsteinn Vilhjálmsson, pró- fessor við Háskóla Íslands, segir yngri kynslóðina duglega að heimsækja vefinn. Unga fólkið hefur spurt spurninga eins og hvort Guð sé til, um landið Katar, ættfræðiforrit, ósonlagið og verðbréfavið- skipti svo eitthvað sé nefnt. Spyrjendur eru allt frá sex ára til rúmlega áttræðs. Þorsteinn segir vefinn leitast við að fá alltaf bestu hugsanlegu aðila á hverju sviði til að svara spurn- ingunum sem sendar eru inn. Markmiðið er að svörin séu flestum skiljanleg en standist samt sem áður vísindalegar kröfur. Þá má geta þess að á vefn- um er að finna „föstudags- svör“ sem eru á léttari nót- unum og ber ekki að taka bókstaflega. Vísindavefurinn þriggja ára Svara öll- um spurn- ingum VERJANDI Péturs Þórs Gunnars- sonar, sem ákærður er í málverka- fölsunarmálinu svokallaða, lagði í gær fram ítarlega greinargerð til stuðnings kröfu sinni um að málinu verði vísað frá Héraðsdómi Reykja- víkur. Er málatilbúnaður ákæru- valdsins sagður brjóta gegn rétt- látri málsmeðferð og framsetning ákæru og gagna standist ekki laga- skilyrði. Saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hafnaði kröfunni og varð dómarinn við ósk hans um að málflutningi yrði frestað til 7. febrúar nk. Verjandi Péturs er Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. Í greinargerðinni minnir hún á að Pétur Þór var sak- felldur í Hæstarétti hinn 4. nóv- ember 1999 fyrir að hafa blekkt þrjá viðskiptavini Hótel Borgar til að kaupa þrjú málverk með falsaðri höfundarmerkingu Jóns Stefáns- sonar. Hafði hann verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 5. mars sama ár, en ákæran var gefin út 1. júlí 1998. Frávísunarkrafan byggist m.a. á því að hin meintu brot sem hann er ákærður fyrir nú, hefðu flest sannarlega verið rann- sökuð, eða hefði verið hægt að rann- saka áður en Pétur Þór var ákærð- ur árið 1998. Ekki sé heimilt að ákæra hann nú fyrir þau brot, held- ur hefði átt að ákæra hann fyrir brotin meðan fyrra mál hans var til rannsóknar eða fyrir dómstólum. Spurt er hvort ákæruvaldið hafi verið að prófa hversu langt það kæmist í meðferð málsins gegn ákærða fyrir dómstólum með því að ákæra fyrst fyrir þær þrjár meintu falsanir sem líklegastar væru til sakfellis og þannig fá leiðbeiningar frá dómstólum varðandi málið. Síð- an hafi ætlunin verið að vísa í þann sakfellisdóm þegar loksins yrði ákært aftur í málinu. Slík málsmeð- ferð gangi þvert gegn mannréttind- um sakborninga og ákæruvaldið verði að koma með sannfærandi út- skýringu á þessari málsmeðferð. Eyður í rannsókn Þá þurfi ákæruvaldið að sanna að rannsókn málsins hafi ekki dregist úr hófi og að auki að réttlæta hvers vegna ekki var ákært fyrir öll mál sem voru til rannsóknar þegar ákæran í fyrra málinu var birt. Í því skyni dugi ekki að vísa til þess að málið hafi verið sérstaklega flókið. Vísað er til þess að rannsakendur hafi í flestum tilvikum ekki beðið um tæknilegar rannsóknir fyrr en í ágúst 1999 og í febrúar 2000. Biðin skuli metast ákæruvaldi í óhag enda hvíli sú skylda á því að halda rann- sókn sleitulaust áfram. Í þessari rannsókn séu á hinn bóginn eyður. Í fjórum tilvikum liggi ekki fyrir nið- urstöður sérfræðinga vegna tækni- legra sérfræðiskýrslna fyrr en tæp- um tveimur árum eftir að beðið var um þær. Ekki stoði heldur fyrir ákæruvaldið að bera fyrir sig fjár- skorti. Slíkum röksemdum hafi Mannréttindadómstóll Evrópu hafnað í dómum sínum. Krafist frávísunar frá Héraðsdómi Reykjavíkur í málverkafölsunarmálinu Verjandi segir ekki duga að segja málið vera flókið STARFSEMI Neyðarlínunnar var flutt í framtíðar- húsnæði í Skógarhlíð 14 í Reykjavík í fyrrinótt þar sem Björgunarmiðstöð Íslands verður til húsa. Neyðarlínan flutti í 750 fermetra húsnæði í nýrri viðbyggingu í Skógarhlíðinni en var áður í 250 fm húsnæði annars staðar í húsinu. Neyðarlínan deilir nýja húsnæðinu með Fjarskipta- miðstöð lögreglu og Almannavörnum ríkisins og sömu- leiðis kostnaði við flutningana sem er áætlaður 92 millj- ónir króna. Gert er ráð fyrir að starfsmenn Fjarskiptamiðstöðvar lögreglu verði búnir að koma sér fyrir á morgun. Að sögn Þórhalls Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Neyðarlínunnar, er um algera byltingu að ræða fyrir starfsfólk Neyðarlínunnar hvað varðar vinnuaðstöðu og skipulag starfseminnar. Þá hefur ver- ið tekið í notkun nýtt tölvukerfi og endurbætt símkerfi. Morgunblaðið/Þorkell Nýtt tölvukerfi og endurbætt símkerfi var tekið í notkun hjá Neyðarlínunni um leið og hún flutti í nýja húsnæðið. Neyðarlínan komin í framtíðarhúsnæði SLIPPSTÖÐIN Á Akureyri mun sjá um viðgerðir á hafrannsóknar- skipinu Bjarna Sæmundssyni. Skrif- uðu Hafrannsóknarstofnun og Slippstöðin undir samning þess efn- is á mánudag. Tilboð Slippstöðvarin- ar hljóðaði upp á 145 milljónir króna. Tólf tilboð bárust í breytingarnar á skipinu sem eru mjög umfangs- miklar. Lægsta tilboðið var frá pólsku skipasmíðastöðinni Skipapol og hljóðaði það upp á rúmar 109 milljónir. Kostnaðaráætlunin var upp á 122 milljónir króna. Sam- kvæmt samningi við Slippstöðina skal skipið vera komið til Akureyrar á fimmtudaginn og verkinu skal vera lokið 28. maí nk. Skipta þarf um þrjár ljósavélar í Bjarna Sæmundssyni, sem er orðinn 30 ára gamall. Þá verða ýmiss konar aðrar lagfæringar og breytingar gerðar á vistarverum skipverja og brú skipsins. Skipt verður um vind- ur og krana auk þess sem skipið verður botnhreinsað og málað. Skipið var smíðað í Þýskalandi 1970, var afhent í desember sama ár og fór í sinn fyrsta rannsóknarleið- angur í janúar 1971. Skipið er byggt sem almennt rannsóknarskip og er annað í röðinni af íslenskum skipum sem eru með skuttogaralagi. Tilboði Slippstöðv- ar var tekið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.