Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 15 Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is • Pantanir og uppl. í síma 587 3800 og 899 2959 Þorramaturinn eins og þú vilt hafa hann Meira af þessu og minna af hinu Hafðu samband eins oft og þú vilt! Þorrablótið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni AÐ MINNSTA kosti átján uppreisnarmenn hafa fallið síðustu daga í orrustu milli blandaðs herliðs undir for- ystu Bandaríkjamanna og skæruliða nærri suðaustur- landamærum Afganistans, að Pakistan. Greindu tals- menn bandaríska herliðsins í Afganistan frá þessu í gær en norskum herþotum var m.a. beitt í loftárásum. Herflugvélar banda- manna hafa síðan á mánu- dag gert ítrekaðar spreng- juárásir á meint fylgsni skæruliða úr röðum talibana og al-Qaeda-liða í Adi Ghar- fjöllum, norður af landa- mærabænum Spin Boldak. Þetta eru hörðustu bar- dagar í landinu frá því að stjórn talibana var komið frá völdum fyrir níu mánuð- um. Bandarískur talsmaður skýrði frá því að skæru- liðarnir við Spin Boldak væru í bandalagi við bók- stafstrúarmanninn Gul- buddin Hekmatyar, sem var einn af æðstu ráðamönnum Afganistan fyrr á árum og barðist gegn sovéska hernámsliðinu, að sögn vefsíðu BBC. Hekmatyar fer huldu höfði og hefur undanfarna mánuði reynt að grafa undan stjórn Hamid Karzais forseta í Kabúl. Að sögn Saeed Jans, talsmanni yf- irvalda í Spin Boldak, áttu hermenn bandamanna og úr röðum afganska stjórnarhersins í átökum við „um 70 skæruliða talibana“. Í tilkynningu Bandaríkjahers er tekið fram að ekki sé vitað til þess að neinn úr liði bandamanna hafi fallið. Í henni segir að átök hafi brotizt út á mánudag, er sveit bandarískra sérsveitamanna og afganskra hermanna varð fyrir skotárás norður af Spin Boldak, sem er um 450 km suð-austur af Kabúl og um 100 km frá helztu borginni í suðurhluta lands- ins, Kandahar. Hermenn bandamanna hafa verið að elta uppi skæruliða talibana og al- Qaeda-liða, aðallega í Suð- ur- og Suðaustur-Afganist- an, allt frá því talibanar voru hraktir frá völdum í landinu haustið 2001. Norskar þotur tóku þátt Norska blaðið Aftenpost- en greindi frá því í gær, að tvær F-16 orrustuþotur norska flughersins hefðu tekið þátt í loftárásum bandamanna á fjallafylgsni skæruliða í fyrradag. Mun þetta vera í fyrsta sinn frá lokum síðari heimsstyrjald- ar sem norski flugherinn gerir loftárás. Haft er eftir Per Højby, talsmanni yfir- stjórnar hersins, að eftir því sem næst yrði komizt hefðu tíu manns fallið er flug- skeyti norsku þotnanna hittu eitt byrgja skæruliða. Síðar sagði Kristin Krohn Devold varnarmálaráðherra að ekki væri vitað hvort nokkur hefði fallið. Hún sagði engan vafa leika á því að þátttaka norsku flugmannanna í árásinni hefði verið í fullu samræmi við heimildir sem ríkisstjórnin hefði á sínum tíma fengið hjá Stórþinginu varðandi friðargæsluna í Afganist- an. Norskum herþotum beitt í Afganistan Uppreisnarmenn úr röðum talibana við Spin Boldak sagðir vera í bandalagi við skæruliða Hekmatyars Bagram-flugvelli. AFP. Reuters Rússnesk-smíðuð BM-21 flugskeyti í Kabúl, höfuðborg Afganistans, á mánudag. Þau fundust í Tara Khail- héraði í grennd við Bagram-flugbækistöðina. RÚSSUM ber engin skylda til að biðjast afsökunar á hungursneyðinni í Úkraínu á fjórða áratug síðustu aldar. Lét Míkhaíl Stsjvydkoí, menn- ingarmálaráðherra Rússlands, svo ummælt í gær en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er kominn til Úkraínu til viðræðna við Leoníd Kútsjma, forseta landsins. Talið er, að átta milljónir Úkraínumanna hafi látið lífið er Jósef Stalín neyddi upp á þá samyrkjubúskapnum. Í tilefni af heimsókn Pútíns var Stsjvydkoí spurður hvort Rússar hygðust biðjast afsökunar á hung- ursneyðinni en hann sagði, að Rúss- ar minntust „kúgunarinnar á Úkr- aínumönnum, ekki síður en kúgunar- innar á Rússum sjálfum“. „Úkraínumenn, Rússar, Armenar og Georgíumenn týndu lífi í þræla- búðunum,“ sagði Stsjvydkoí og átti þá við fangabúðanetið í Sovétríkjun- um frá því á þriðja áratug síðustu aldar og fram eftir öldinni. Úkraína hefur öldum saman verið fræg fyrir sína frjósömu mold og mikla framleiðslu en áætlað er, að átta milljónir manna hafi týnt lífi í hungursneyðinni í landinu 1933. Þá var allur sjálfstæður búskapur upp- rættur og samyrkjubúum komið á. Nokkur hundruð manna söfnuðust saman í Kíev eða Kænugarði á mánudag til að krefjast þess, að Pút- ín forseti bæðist afsökunar á hung- ursneyðinni og fólkið mótmælti því, að þetta ár, þegar 70 ár eru liðin frá hungursneyðinni, skuli sérstaklega hafa verið helgað samskiptum Rússa og Úkraínumanna. Pútín ræddi í gær við Kútsjma um viðskipti ríkjanna en í dag ætlaði hann að sitja leiðtogafund Samveldis sjálfstæðra ríkja en það er samband 12 fyrrverandi sovétlýðvelda. AP Einn þeirra, sem komu saman í Kænugarði (Kíev) í Úkraínu á mánudag. Krefjast afsökunar á hungursneyð Kíev. AFP. LANGAR flugferðir eru ekki það eina, sem valdið getur hættu á blóðtappa, slímusetur fyrir framan tölvuna eru líka mjög varasamar. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Vitnað er í tímarit evrópskra öndunarfæralækna en þar seg- ir frá ungum manni á Nýja-Sjá- landi, sem var hætt kominn eft- ir að hafa fengið blóðtappa. Hafði hann þá um nokkurt skeið setið hreyfingarlaus við tölvuna sína í allt að 18 klukku- stundir á dag. Blóðtappinn myndaðist í fæti og barst þaðan til lungna. Fengu blóðtappa í loftvarnabyrgjunum Á síðustu árum hefur verið allmikil umræða um blóðtappa, sem rekja má til hreyfingar- leysis, til dæmis í flugi þar sem setið er lengi í krepptri stöðu, en þessu fyrirbæri var raunar fyrst lýst á heimsstyrjaldarár- unum síðari. Þá kom það upp hjá fólki, sem sat lengi í loft- varnabyrgjunum í London meðan á stóð loftárásum Þjóð- verja. Vísindamenn segja, að þeir, sem þurfa að sitja lengi, til dæmis við tölvuskjái, geti séð við þessum vanda með því standa upp öðru hverju og hreyfa sig dálítið. Það dregur úr hættunni á tappamyndun. Slímusetur eru hættu- legar UNGUR maður í Missouri í Banda- ríkjunum komst lífs af með óvænt- um hætti þegar hann lenti í árekstri á Jeep Wrangler-jeppa sínum ný- lega. Maðurinn, Joe E. Thompson, var ekki spenntur í beltið og þeytt- ist upp úr sætinu en var svo hepp- inn að lenda á rafmagnslínum í 6–7 metra hæð. Ray Myers lögreglumaður sagði að Thompson hefði enn haldið dauðahaldi í vírana þegar hann kom á staðinn. „Hann virðist hafa getað krækt höndunum í neðri vír- inn og skriðþunginn dugði til að hann valt yfir hann. Síðan hafði hann vafið vírana tvo saman og hékk á þeim.“ Slökkviliðsmenn fóru til hjálpar og tókst að koma Thompson aftur niður á jörðina. Hangið á vírunum Blue Springs í Missouri. AP. ♦ ♦ ♦ UM tólfti hver starfsmaður í ferða- þjónustu í heiminum eða 6,6 millj- ónir manna hafa misst vinnuna síðstu tvö árin vegna efnahagssam- dráttar. Kemur þetta fram í skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, fyrir skömmu, að sögn BBC. Samdrátturinn jókst enn eftir árásirnar á Bandaríkin í september 2001 vegna aukinnar hræðslu við hryðjuverkamenn. Tilræðin á Bali í október sl. og í Kenýa í nóvember hafa aftur aukið óttann meðal ferða- manna sem hafa margir frestað ferð- um til annarra landa. Tölur ILO virðast stangast á við upplýsingar sem Alþjóðaferðamála- stofnunin sendi frá sér á mánudag en þar sagði að umsvif í ferðaþjónustu hefðu aukist um 3,1% í fyrra. Þess ber þó að geta að aukningin varð að- allega í stuttum ferðum innanlands. Færri í ferða- þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.