Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 17 SETRI‹ útsala! Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • Sími: 550-4150 ÞEIR, sem borða mikið af frönsk- um kartöflum og kartöfluflögum, eiga það ekkert meira á hættu en aðrir að fá krabbamein. Er það nið- urstaða umfangsmestu rannsókn- ar hingað til á sambandinu milli akrílamíðs í mat og krabbameins. „Við fundum ekkert, sem bendir til aukinnar hættu á krabbameini,“ sagði Gunnar Steineck, prófessor við Karólínsku stofnunina, í sam- tali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter. Hafa sænskir og banda- rískir vísindamenn rannsakað um 1.000 menn, sem fengið hafa krabbamein, og borið þá saman við aðra 500, sem eru og hafa verið við góða heilsu. Voru matarvenjur þeirra skoðaðar og sérstaklega hve mikið þeir borðuðu af frönskum kartöflum og kartöfluflögum og af öðrum mat, sem inniheldur mikið af akrílamíð. Sænska matvælaráðið varaði við akrílamíði Niðurstaða nýju rannsóknanna var afgerandi. Þeir, sem borða mat með mikið akrílamíð, eru ekkert líklegri en aðrir til að fá krabba- mein. Í apríl í fyrra boðuðu vísinda- menn við Stokkhólmsháskóla og sænska matvælaráðið til blaða- mannafundar til að vekja athygli á aukinni hættu á krabbameini af völdum akrílamíðs í sterkjuríkum mat. Síðan hefur þetta mál verið mikið í umræðunni. Fyrir fimm árum lak akrílamíð úr þéttiefni í norskum jarðgöngum og þeir, sem komust í snertingu við það, fundu fyrir doða í höndum og fengu önnur einkenni taugaskaða. Hann kemur hins vegar ekki fram nema styrkleiki efnisins sé allt að hundraðfaldur á við það, sem er í mat. Þá hafa tilraunir á rottum sýnt, að efnið getur valdið margs kyns krabbameini í þeim. Erfitt að slá nokkru föstu Lars Hagmar, prófessor við há- skólann í Lundi, segir, að erfitt sé að fá eina allsherjarniðurstöðu í málinu. Menn hafi lengi grunað, að akrílamíð gæti aukið hættu á krabbameini en ekki mikið. Þess vegna væri svo erfitt að slá ein- hverju föstu. Flest benti þó til, að mikil neysla á frönskum kartöflum og kartöfluflögum væri ekki líkleg til að breyta miklu um tíðni krabbameins í fólki. Franskar kartöflur auka ekki líkur á krabbameini Ný og umfangsmikil rannsókn vísindamanna finnur ekkert samband milli akrílamíðs í mat og sjúkdómsins AP Aðdáendur franskra kartaflna geta nú aftur tekið gleði sína. SERBÍUÞING samþykkti í fyrra- dag drög að nýrri stjórnarskrá en í henni er gert ráð fyrir, að samband Serbíu og Svartfjallalands verði með öðrum hætti en áður og komi í stað Sambandsríkisins Júgóslavíu. Þingið í Svartfjallalandi ætlaði að taka málið fyrir í gær og var búist við, að það yrði samþykkt. Nýju sambandslögin taka þó ekki gildi fyrr en júgóslavneska sam- bandsþingið hefur samþykkt þau en ekki hefur enn verið boðað til fundar í því. Svartfellingar vilja fullan aðskilnað Svartfellingar vilja raunar algeran aðskilnað frá Serbíu en féllust á laus- legra samband en verið hefur í þrjú ár vegna þrýstings frá Evrópusam- bandinu, ESB. Hefur afgreiðsla þessara mála hins vegar tafist mikið vegna stjórnmálagreinings í ríkjun- um og forsetakosninga, sem hvorar- tveggju voru ógildar vegna ónógrar þátttöku. Lágmarksþátttaka í slík- um kosningum er 50%. Þessar stjórnarskrárbreytingar í ríkjunum eru forsenda fyrir því, að Serbía og Svartfjallaland fái aðild að Evrópuráðinu en það er oft fyrsta skrefið að ESB-aðild. Þing Serbíu Ný sam- bandslög Belgrad. AFP. MEÐ nokkrum undirskriftum á skrifstofu í Sviss og fáeinum öðrum formsatriðum afgreiddum verður þetta klappað og klárt: helmingur auðs gríska skipakóngsins Aristotelesar Onassis verð- ur orðin lögleg eign unglingsstúlku sem er einn síðasti eftirlifandi sproti þessarar fjölskyldu, sem örlögin hafa leikið grátt. Athina Roussel, sem nær átján ára aldri í dag, miðvikudag, axlar erfitt hlutverk með ríkidæm- inu. Hvað mun hún gera við auðæfin, sem eru metin á bilinu 700 milljónir til eins milljarðs Bandaríkjadala, andvirði um 60–80 milljarða króna? Getur dótturdóttir auðjöfursins gleymt deilunum og beizkjunni sem settu mark sitt á barnæsku hennar og bjuggu henni það hlutskipti að alast upp fjarri heimalandi foreldra sinna? Svör við þessum spurningum munu sennilega fyrst fást eftir að erfinginn verður tilbúinn til að stíga út í sviðsljósið á eigin forsendum. Hún hefur mjög sjaldan gefið fjölmiðlum færi á viðtölum við sig og virðist kunna hlédrægni eins vel og afi hennar naut kastljóss fjölmiðlaathyglinnar. „Aumingja litla ríka stelpan“ Sem barn var Athina oft nefnd „aumingja litla ríka stelpan“. Þessi klisja þótti passa vel. Afi hennar, sem á mektarárum sínum var gjarnan nefndur „gullni Grikkinn“, dó harmi sleginn tveimur árum eftir að sonur hans, Alex- ander, dó í flugslysi árið 1973. Dóttir hans, Christina, dó árið 1988, en Athina dóttir hennar var þá þriggja ára. Hún ólst upp í Sviss hjá hinum franska föður sínum, Thierry Roussel, og sænskri konu hans. Onassis-auðæfunum var skipt í tvennt; Athina erfði helming þeirra eftir móður sína og hinn helmingurinn er í höndum eignarhaldsfélags sem stýrir siglingaviðskiptunum og stórum velgjörð- arsjóði. Roussel og eignarhaldsfélagið – sem var nefnt eftir Alexander Onassis – hafa átt í harðvítugum málaferlum. Roussel sakar forráðamenn félagsins um stjórnunaróreiðu, fjárdrátt og jafnvel að leggja á ráðin um að ræna dóttur hans. Athina var þó ekki dregin með beinum hætti inn í víglínu málaferlanna. „Ég vil gleyma nafninu Onassis,“ tjáði stúlkan ítalska tímaritinu Oggi árið 1998. „Það er ástæð- an fyrir öllum þessum vandamálum.“ En það er jafnframt uppspretta auðæfa hennar, sem að sögn ná meðal annars yfir gull, ómetanleg listaverk, fasteignir í Frakklandi, Englandi, Sviss og Argentínu, auk grísku einkaeyjunnar Skorp- ios, þar sem „Bleika villa“ Onassis-fjölskyldunnar stendur, en hún var fyllt íburði að smekk Jacquel- ine Kennedy Onassis, seinni konu skipakóngsins. Á afmælisdaginn stendur til að Athina hitti full- trúa svissneskra stjórnvalda og endurskoðenda frá KPMG Fides, svissneska endurskoðunarfyr- irtækinu sem hefur haft umsjón með erfðabúinu frá árinu 1999. „Arfurinn gengur við þetta tæki- færi formlega í hendur hennar,“ segir Alexis Mantheakis, fyrrverandi talsmaður Roussel- fjölskyldunnar og höfundur bókar um Athinu. Næsti stóri áfangi að því að Athina axli ábyrgð á fjölskylduarfinum verður þegar hún fyllir 21. aldursárið; þá mun hún geta tekið yfir stjórn eignarhaldsfélagsins sem ræður yfir hinum helm- ingi ættarauðsins. „Athina mun hægt og bítandi taka til við að stjórna auði sínum sjálf. Ég efa þó að hún kjósi að gera það á allranæstu árum, þar sem hún vill hafa tíma til að sinna hestamennskunni, námi sínu og svo framvegis,“ segir Mantheakis. Í gríska ólympíuliðið? Orðrómur hefur verið á kreiki um að Athina verði valin til að keppa í hestaíþróttum á Ólymp- íuleikunum sem fara fram í Aþenu sumarið 2004. Mantheakis segir slíkt þó alls ekki standa til, með tilliti til aldurs hennar og takmarkaðrar reynslu á þessu sviði. Mantheakis bendir þó á, að „það myndi gleðja mjög almenning í Grikklandi að sjá barnabarn Onassis keppa á Ólympíuleikunum í Aþenu. Um þessar mundir líta Grikkir fullir stolts til hennar (...), sem „stúlkunnar okkar“.“ Jafnvel þótt hún hafi aðeins fáeinum sinnum komið til Grikklands og hafi aðeins takmarkað vald á grískri tungu. Milljarðamæringur á 18 ára afmælisdaginn Hlédræg dótturdóttir gríska skipakóngsins Aristotelesar Onassis fær loks arfinn afhentan Aþenu. AP. Reuters Athina Onassis ásamt föður sínum Thierry Roussel á ferðalagi í Aþenu árið 1998, þegar hún var 13 ára. Athina verður átján ára í dag. ’ Ég vil gleyma nafninu Onassis. ‘ PÓLVERJAR og Kýpurbúar munu hafa meiri áhrif á gerð Evrópulög- gjafar sem Íslendingar, Norðmenn og Svisslendingar eru skuldbundnir til að innleiða, en kjósendur í þess- um þremur ríkj- um er Evrópu- sambandið stækkar. Við þessu varaði Diana Wallis, sem fer fyrir fulltrúum brezkra Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, á málþingi í Lund- únum á mánudag. Nýútkomin bók Wallis um hlut- skipti EFTA-ríkjanna í samrunaþró- un Evrópu (enskur titill bókarinnar er: Forgotten Enlargement: Ice- land, Norway and Switzerland) var til umræðu á málþingi sem hugveit- an Centre for Reform í Lundúnum boðaði til. Mikið fram að færa „Hvert og eitt EFTA-landanna þriggja gæti hafið viðræður um aðild að ESB á morgun, en mest mun velta á kringumstæðum og forsend- um fyrir slíkum viðræðum. Það er viss hætta á því að upp komi spenna í samskiptum þessara landa og ESB og að ströng „inni eða úti“-afstaða setji mark sitt á þau,“ sagði Wallis. Í bók hennar eru færð rök að því að skynsamlegt sé að opna fyrir sveigj- anleg og opin skoðanaskipti milli ESB og þessara landa og áherzla lögð á að sem aðildarríki að Evrópu- sambandinu myndu Ísland, Noregur og Sviss hafa mikið fram að færa. Diana Wallis Málþing í London Fjallað um galla EES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.