Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRIR ungir einleikarar leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á tónleikum í Háskólabíói annað kvöld kl. 19.30. Þau Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari, Matt- hías Birgir Nardeau óbóleikari og Vilhjálmur Ingi Sigurðsson tromp- etleikari eru öll að ljúka fyrri hluta einleikaraprófs frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík, en Elfa Rún Kristinsdóttir að ljúka diploma- prófi frá Listaháskólanum. „Ég ætla að spila Hornkonsert eftir Rússann Reinhold Glière,“ segir Ella Vala. „Konsertinn er saminn 1950, en er samt í mjög rómantískum stíl. Þetta hefur eig- inlega alltaf verið uppáhalds- konsertinn minn. Fyrst þegar ég heyrði hann hugsaði ég með mér: Vá, er hægt að spila svona á horn! Ég heillaðist af honum strax.“ Ella Vala segir að það hafi verið horn- leikarinn frægi Hermann Baumann sem kveikti svona í henni með leik sínum í hornkonsert Glières. „Baumann er eins konar afi minn – kenndi kennaranum mínum; – Baumann er „guð“ hornleikara – en upp á síðkastið hef ég líka verið að hlusta á Neunegger.“ Konsertinn hefur ekki áður verið leikinn á Ís- landi þannig að hún er í leiðinni að frumflytja verkið hér. Ella Vala ætl- ar að reyna að komast í framhalds- nám í Þýskalandi – þó ekki hjá „guðinum“ sem er hættur að kenna eftir farsælan feril sem einleikari og kennari. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leik- ur Trompetkonsert eftir Joseph Haydn, einn frægasta konsert fyrir trompetinn. „Ég valdi hann fyrst og fremst vegna þess að ég fíla hann í botn og hann hentar mér. Það þekkja hann flestir – en það getur líka verið ögrun að spila eitthvað sem fólk þekkir. Þetta er mjög klassískur konsert og mjög fal- legur.“ Birta og jákvæð orka í Mozart Matthías Birgir Nardeau leikur Óbókonsert Mozarts. „Ég hugsaði mikið um það hvaða verk ég ætti að spila á tónleikunum,“ segir Matth- ías. „Ég fékk þetta verkefni í hend- urnar síðasta vor og hugsaði mig vel um en á endanum komst ég allt- af að sömu niðurstöðu, þetta er ein- faldlega besta óbóverkið; það er engin spurning og margar ástæður fyrir því. Þetta er verk sem er hægt að hlusta á endalaust, spila enda- laust og vinna endalaust með það. Það getur fylgt manni alla leið og verður hluti af manni sjálfum. Ég var gjörsamlega heillaður af verk- inu, alveg frá byrjun. Það ótrúlega mikil birta og jákvæð orka í fyrsta kaflanum; hægi kaflinn er ótrúlega syngjandi og fallegur en sá þriðji er mjög skemmtilegur – alveg dæmi- gerður Mozart. Hann var sjálfur svo hrifinn af verkinu að hann gerði tvær útgáfur af því – hin er fyrir flautu.“ Elfa Rún Kristinsdóttir lýkur diploma-prófi frá Listaháskólanum í vor og á tónleikunum í kvöld leikur hún einn þekktasta og jafnframt erfiðasta konsert fiðlubók- menntanna, Fiðlukonsert Tsjaík- ovskíjs. „Það hefur loðað við mig síðustu tvö árin eða svo að ég ætti að spila þennan konsert – og ég veit ekkert af hverju. Það byrjaði þann- ig að það kom hingað japönsk stelpa að spila hann með Sinfóníuhljóm- sveitinni og þegar hún var búin sagði vinkona mín við mig: Jæja Elva, nú ert þú næst; og var alveg viss um að ég myndi vilja spila konsertinn. En svo er fólk búið að vera að segja: Já, verður það svo ekki bara Tsjaíkovskíj? Það endaði auðvitað með því að hann varð fyrir valinu enda hentugur á marga vegu þótt hann sé erfiður. Ég byrjaði að æfa síðasta vor og byrjaði þá á fyrsta kaflanum sem er mestur en var svo að byrja á þeim þriðja í haust.“ Krakkarnir segja ekki mik- inn mun á náminu í Tónlistarskól- anum og í Listaháskólanum, enn sem komið er, þótt það eigi eftir að breytast þegar öll kennsla á há- skólastigi flyst til Listaháskólans. Elfa Rún er að ljúka diploma-prófi sem hún segir ekki alveg jafngildi BM prófs – hún tók þann kostinn til að geta drifið sig í framhaldsnám til útlanda, helst til Þýskalands eða Austurríkis. Vilhjálmur hefur líka áhuga á Austurríki en gæti líka hugsað sér að læra meira í Noregi. Matthías er ekki alveg ákveðinn í því hvað tekur við þegar einleik- araprófinu lýkur – það gæti jafnvel orðið eitthvað allt annað en tónlist. Öll eru þau sammála um gildi þess að fá að spila með Sinfóníuhljóm- sveitinni – svoleiðis tækifæri þyrftu bara að koma oftar í náminu – þótt ekki væri nema að fá að spila eitt- hvað á æfingum. Vantar fleiri krakka á óbó, fagott, víólu og kontrabassa Mist Þorkelsdóttir, deildarstjóri tónlistardeildar Listaháskólans, sat í sal Háskólabíós og hlustaði á æf- ingu krakkanna með hljómsveitinni. Hún hafði á orði að það væri sér- staklega gaman að heyra óbóleikara útskrifast – það væri orðið svo erfitt að beina krökkum að ákveðnum hljóðfærum, eins og óbói, víólu, fa- gotti og kontrabassa. „Þetta eru allt yndisleg hljóðfæri,“ segir Mist, „en það þarf hreinlega að fara reka áróður fyrir því að krakkar læri á þau. Ég veit ekki hvort þetta stafar af því að krakkarnir hafi ekki áhuga; að hljóðfærin séu ekki nógu vel kynnt; eða hvort það eru for- eldrarnir sem þekki þau ekki nógu vel og velji bara píanó, fiðlu, flautu og þessi hefðbundnustu hljóðfæri. Þess vegna er það svo gleðilegt að sjá krakka ná svo langt á þessi hljóðfæri, eins og Matthías með óbóið núna, en líka sorglegt að vita að það verða ekki fleiri krakkar í hans sporum á næstunni.“ Mist seg- ir að kynna þurfi hljóðfæri fyrr fyr- ir krökkum, hugsanlega í grunn- skólunum, og tekur dæmi frá Ameríku, þar sem níu ára krakkar eru send heim með eitthvert blást- urshljóðfæri til að prófa; fá svo að spila með blásarasveit í skólanum og kennslu að auki – þar til þeim efnilegustu er bent á að reyna fyrir sér í tónlistarskóla. Þetta verklag hafi gefið góða raun. Mist segir svo komið að erfiðlega gangi að skipa æskuhljómsveitir eins og Orkester Norden þar sem það vanti alltaf krakka á þau hljóðfæri sem hún nefndi. En annað kvöld verða það horn, trompet, óbó og fiðla, í höndum ungra einleikara; stjórnandi á tón- leikunum verður Bernharður Wilk- inson. Fjögur ungmenni leika einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói Vildum gjarnan fá að spila oftar með hljómsveitinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Vilhjálmur Ingi Sigurðarson, Matthías B. Nardeau, Elfa Rut Kristinsdóttir fremst fyrir miðju, Bernharður Wilkinson og Ella Vala Ármannsdóttir. LJÓSMYNDASÝNINGIN Jörðin séð frá himni verður sett upp í mið- borg Reykjavíkur nú í sumar. Sýn- ingin hefur vakið heimsathygli og verið sett upp í meira en 50 borgum víðs vegar um heiminn. Ljósmynd- arinn, sem er franskur, Yann Arth- us-Bertrand, er víðfrægur fyrir myndir sínar, ekki síst þær sem sýndar verða hér á landi í sumar. Hann hefur sérhæft sig í mynda- töku úr lofti þar sem hann hefur myndað menn og dýr í náttúrunni út frá einstöku sjónarhorni. Í meira en 3.000 klukkustundir flaug Yann Arthus-Bertrand í þyrlu yfir heim- inum og myndaði og tók m.a. fjöldann allan af myndum yfir Ís- landi. Allur undirbúningur að sýn- ingunni tók um 12 ár. Auk Reykjavíkur verður sýn- ingin sett upp í New York, Amst- erdam, Gautaborg og Sjanghæ á sumri komandi. Sýningin verður sett upp á Lækjartorgi og í Austur- stræti enda er það skilyrði frá hendi ljósmyndarans að hún sé öll- um aðgengileg allan sólarhringinn. Allir eigi að hafa jafna möguleika á að skoða fegurð jarðarinnar sem er sameign okkar allra. 120 myndir í sýningarkassa Um er að ræða 120 stórar myndir sem settar verða upp á sérsmíðaða sýningarkassa. Einnig verður sett upp stórt heimskort sem sýning- argestir geta gengið um á og loks verður sölubúð sem selja mun ýmsa muni sem tengjast verkefninu þ.m.t. vegleg myndabók með ís- lenskum texta. Gert er ráð fyrir að sýningin verði opnuð á Hátíð hafsins 1. júní og ljúki um miðjan september. Ljós- myndarinn verður sjálfur við- staddur opnunina enda mikill áhugamaður um land og þjóð eftir að hafa dvalið hér í nokkra daga meðan á myndatökum yfir Íslandi stóð. Það er umboðsfyrirtæki ljós- myndarans á Norðurlöndum sem setur sýninguna upp en vinnuhópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur unnið að því í hálft annað ár að und- irbúa verkefnið hér á landi. Á fundi borgarráðs í gær, þriðjudag, var samþykkt að veita tvær milljónir króna til sýningarinnar. Verkefnið hefur verið kynnt mennta- málaráðherra og umhverf- isráðherra. Nokkur fyrirtæki hafa ákveðið að styrkja það, s.s. Ístak, Orkuveita Reykjavíkur, Flugleiðir, Ljósmyndavörur auk franska sendiráðsins. Þá standa yfir við- ræður við fleiri fyrirtæki um stuðn- ing við verkefnið. Jörðin séð frá himni til Reykja- víkur Yann Arthus-Bertrand myndar á flugi yfir Afríku. Yann Arthus-Bertrand Bláa lónið séð úr lofti. KARLAKÓRINN Fóstbræður er um þessar mundir að skipuleggja mikið alþjóðlegt karlakóramót sem verður haldið í Pétursborg í Rúss- landi í júlí 2004. Það var formaður kórsins Ey- þór Eðvarðsson sem átti hugmyndina að mótinu sem hefur feng- ið nafnið Festival of Fri- ends. „Það stóð til um tíma að við færum í tón- leikaferð til Rússlands en af því gat ekki orðið – Söngsveitin Fílharm- ónía fór í þá ferð. Það vakti okkur þó til um- hugsunar og ég var bú- inn að vera með hug- mynd í gangi um að halda karlakóramót ein- hvers staðar annars staðar en hér,“ segir Eyþór Eðvarðsson. „Úr þessu varð sú hugmynd að stefna nokkrum karlakórum til Pét- ursborgar; kórum sem hafa hist ein- hvers staðar, einhvern tíma eða eiga sér einhverja sameiginlega sögu.“ Eyþór segir að Fóstbræður hafi boðið öllum helstu karlakórum Norður- landa, þeim sem þeir hafa haft mest samneyti við, alls ellefu kórum, og að níu kórar hafi strax þekkst boð um þátttöku. „Hugmyndin hefur svo ver- ið að þróast og við Árni Harðarson söngstjóri og Jón Þorsteinn Gunnars- son, fyrrverandi formaður kórsins, gerðum okkur ferð til Pétursborgar í haust, um leið og Söngsveitin fór í sína ferð, og könnuðum allar aðstæð- ur. Við sömdum við tvö hús um tón- leikahald í fjóra daga en endum svo á „grand finale“ konsert í Fílharmóníu- höllinni. Það eru tvær sinfóníuhljóm- sveitir í húsinu, önnur kölluð Aka- demíska hljómsveitin, sú sem Söngsveitin Fílharmónía söng með, og hin sú stærri, sjálf Fílharmóníu- sveitin. Við vorum með drauma um að það væri gaman að fá einhvern vernd- ara að mótinu – þú veist hvernig það er þegar skýjaborgir eru byggðar. Ein hugmynd var svo brjáluð – sú að það yrði gaman að fá Ashkenazy til að stjórna. Okkur þótti það vonlítið því hann er auðvitað dýr og þetta mót ekki haldið með gróða í huga. Það vildi þá svo til að Ashke- nazy var staddur þarna í sama húsi og Pétur Óli Pétursson sem var þar á okkar vegum. Ashkenazy var auðvitað kallaður inn á fund og spurður hvernig honum litist á hugmyndina og hann var strax hrifinn af henni. Síðan þá hafa málin þróast enn frekar og nú er svo komið að það sem átti að vera lokatónleikar er orðið að plötuupp- töku fyrir Decca-útgáfuna.“ Eyþór segir að um leið og Ashke- nazy hafi verið kominn í lið með kórn- um hafi allar dyr opnast og ekki kom- ið annað til greina en að aðalhljómsveit Fílharmóníunnar í Pétursborg léki með. „Þar með var líka orðið ljóst að einsöngvararnir sex í verkinu yrðu heimsþekktar stjörn- ur, að kröfu Decca, sem er með marg- ar slíkar á sínum snærum. Þá var þetta líka orðið allt annað og miklu stærra verkefni en við lögðum upp með en svona hefur þetta þróast.“ Verkið sem flutt verður á þessum loka- og upptökutónleikum, verður Ödipus Rex eftir Stravinskíj. Fóst- bræður þurfa að útvega talsverða fjárhæð fyrir verkefnið en Eyþór seg- ir að kórinn hafi ákveðið að láta slag standa. Kóramóti Fóstbræðra í Pét- ursborg lýkur því á óvenjuglæsilegan og ævintýralegan hátt. Fóstbræður með kóramót í Pétursborg „Allar dyr opnast fyrir Ashkenazy“ Vladimir Ashkenazy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.