Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 28
H AGNAÐUR Íslands- banka nam rúmum 3,4 milljörðum króna á síðasta ári, sem er 9% aukning frá fyrra ári. Hagnaður fyrir skatta nam tæpum 4,2 milljörðum króna, sem er 13% hærri upphæð en árið áður. Afkoman er í samræmi við spár greiningardeilda annarra banka, sem höfðu að meðaltali spáð tæp- lega 3,4 milljarða króna hagnaði og er frávikið rúmt eitt prósent. Áætlanir bankans í byrjun síðasta árs gerðu ráð fyrir sambærilegum hagnaði og árið áður, að teknu til- liti til verðbólgufærslu, en hætt var að beita verðbólgureiknings- skilum á síðasta ári. Hefði þeim verið beitt hefði hagnaðurinn ver- ið lægri, eða rúmur 3,1 milljarður króna líkt og árið 2001. Í tilkynningu frá bankanum segir að í ljósi góðrar arðsemi af rekstri bankans verði öllum starfsmönnum hans greiddur 98.400 króna kaupauki fyrir árið 2002 miðað við fullt starf. Hlutdeildarhagnaður vegna Straums Bæði vaxtatekjur og vaxtagjöld drógust saman milli ára og hrein- ar vaxtatekjur minnkuðu um 3% og námu 9,7 milljörðum króna. Í tilkynningu frá bankanum segir að samdráttur vaxtatekna stafi einkum af skarpri lækkun verð- bólgu, þar sem verðtryggðar eign- ir séu töluvert meiri en verð- tryggðar skuldir. Vaxtamunur lækkaði úr 3,1% í 3,0% milli ára. Tekjur af eignarhlutum í hlut- deildarfélögum skiluðu tæplega 200 milljónum króna í fyrra, en árið áður var rúmlega 200 millj- óna króna gjaldfærsla vegna þessa liðar. Batinn milli ára er því 400 milljónir króna og skýrist að- allega af hlutdeildarhagnaði vegna Fjárfestingarfélagsins Straums. Hagnaður að fjárhæð 65 millj- ónir króna varð vegna gengisþró- unar hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldeyristengdra eigna og skulda. Árið áður var gengistap upp á 706 milljónir króna. Mest breyting milli ára var í hlutabréf- unum, 758 milljóna króna geng- istap var af þeim árið 2001 en í fyrra var gengistapið 78 milljónir króna. Gengishagnaður af skulda- bréfaeigninni jókst úr 181 milljón króna í 401 milljón króna en geng- istap vegna gjaldeyristengdra eigna og skulda jókst úr 129 millj- ónum króna í 258 milljónir króna milli ára. 330 milljóna króna söluhagnaður Íslandsbanki var einn af stofn- endum nýs fasteignafélags í des- ember síðastliðnum, Eignarhalds- félagsins Fasteignar. Fasteigna- félagið tók yfir fasteignir bankans og við það myndaðist söluhagn- aður að fjárhæð 330 millónir króna. Alls námu rekstrartekjur rúm- um 14 milljörðum króna og hækk- uðu um 9% milli ára. Launakostnaður bankans jókst um 14,7% milli ára og nam 4,3 milljörðum króna. Stöðugildum við bankann fækkaði hins vegar um 2%, voru þau 870 um síðustu áramót. Aukning launakostnaðar stafar að hluta til af sérstöku framlagi að fjárhæð 238 milljónir króna í eftirlaunasjóð bankans. Þetta framlag skýrist einkum af samningsbundnum almennum launahækkunum, neikvæðri ávöxt- un sjóðsins og nýlegum upplýs- ingum um auknar lífslíkur. Önnur skýring á hærri launakostnaði er sú að kaupréttarsamningar starfs- manna eru nú gjaldfærðir og nemur færslan 73 milljónum króna. Rekstrarkostnaður nam alls rúmum 7,7 milljörðum króna og hækkaði um 9% milli ára. Rekstr- arkostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum, kostnaðarhlutfall bankans, lækkaði lítillega milli ára, fór úr 55,0% í 54,8%. Mark- mið bankans er að kostnaðarhlut- fallið fari undir 50%. Minnkandi vanskil Framlag í afskriftareikning út- lána nam tæpum 2,2 milljörðum króna á síðasta ári. Inni í þessari tölu er 320 milljóna króna gjald- færsla vegna breyttrar viðmiðun- ar bankans vegna framlags í af- skriftareikning útlána í því skyni að styrkja almennan afskrifta- reikning. Afskriftareikningur útlána í hlutfalli af útlánum og veittum ábyrgðum hækkaði úr 2,2% árið 2001 í 2,5% í fyrra. Hækkunin stafar af stækkun sértæka hluta afskriftareikningsins vegna aukn- ingar vanskila á árinu 2001. Van- skil hjá bankanum fóru h ar minnkandi árið 2002. Íslandsbanka drógust sam 10% milli ára og námu mótin 312 milljörðum kró Útlán drógust saman u á síðasta ári og námu 25 örðum króna í árslok. Sa urinn skýrist af áhrifum ingar krónunnar á lán í mynt, en án gengisáhrifa útlán um 11 milljarða k árinu. Um 60% af útlánav voru utan Íslands. Innlán jukust um 10,3% asta ári og námu tæp milljörðum króna í árslok Eiginfjárhlutfal hækkar Eigið fé hækkaði um árinu og nam 21 milljarði lok ársins. Eiginfjárhlu CAD-grunni var 12,7% og aði úr 12,2% frá fyrra ári um samkvæmt má það ek undir 8%. Eiginfjárþáttu 10,1% en var 9,0% árið áð Bankaráð hefur samþ færa 400 milljónir kr hlutafé bankans í fjárfe bók og hefur bankinn þ fært 1.000 milljónir krón festingarbók. Útist hlutafé er því 9 milljarða og við það lækkar CAD-e hlutfallið í 11,8% og eiginf ur A lækkar í 9,0%. Á næ fundi mun bankaráðið tillögu um að hlutafé ve niður í 9 milljarða króna. Stefna Íslandsbanka greiða hluthöfum um 40% aðar í arð á hverju ári. Ba ið mun á næsta aðalfund til að greiddar verði 1.53 Hagnaðu Íslandsban 3,4 milljar Starfsmönnum greiddur tæplega 100 þúsund króna ar arðsemi. Skipulagsbreytingar tilkynntar inn Ármannsson verður einn forstjóri eftir að Valur V 28 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VALUR Valsson, fráfar-andi forstjóri Íslands-banka, segist hætta sátt- ur. „Í næsta mánuði á ég 30 ára starfsafmæli í bankanum. Þar af hef ég verið bankastjóri og for- stjóri síðustu 20 árin. Þetta er býsna langur tími í mjög krefj- andi starfi. Á þessum tímamót- um finnst mér rétt að standa upp úr stólnum og afhenda öðr- um ábyrgðina,“ segir Valur. Valur segir ennfremur að breytingin komi á mjög hent- ugum tíma fyrir bankann. „Bankinn hefur aldrei staðið betur. Íslandsbanki er verðmæt- asti, stærsti og arðsamasti banki á Íslandi og eiginfjár- staðan er mjög góð, hvort sem er í innlendum eða erlendum samanburði,“ segir Valur. Hann segist vera mjög sáttur við þennan árangur og því sé tím- inn kjörinn til að draga sig í hlé. Spurður um framtíðaráform segir Valur: „Nú nálgast ég sex- „Tek forskot á tugt og þá líður brátt að þ ég geti farið á eftirlaun. S má að með því að hætta n NÆSTI LEIKUR GEGN SADDAM Skýrslan sem Hans Blix, yfir-maður vopnaeftirlitsnefndarSameinuðu þjóðanna í Írak, kynnti öryggisráðinu á mánudag gefur ekki tilefni til bjartsýni um að hægt verði að afstýra árás á Írak. Blix greindi öryggisráðinu frá því að enn væri mörgum spurningum ósvarað varðandi ólögleg vopn sem vitað hefur verið um frá því í Persa- flóastríðinu. Þá hefðu ekki verið gefnar upplýsingar um þau vopn sem Írakar eru taldir hafa framleitt á þeim tíma sem síðan er liðinn. Ekki hefur til dæmis verið gefið upp með fullnægjandi hætti hvað orðið hefur um birgðir af VX-tauga- gasi sem vitað er að Írakar áttu. Ekki hafa verið lagðar fram sann- anir fyrir því að miltisbrandsbirgð- um Íraka hafi verið eytt líkt og þeim bar skylda til. Blix sagði einnig í ræðu sinni að svo virtist sem Írakar hefðu ekki enn fallist á það grundvallaratriði ályktana öryggisráðsins að þeir yrðu að afvopnast. Í ályktun öryggisráðsins í nóvem- ber var tekið fram með skýrum hætti að sönnunarbyrðin væri Íraka. Eftirlitsmennirnir ættu ekki að halda til Íraks í einhvers konar fjársjóðsleit heldur til að staðfesta að Írakar uppfylltu þau skilyrði sem þeim hefðu verið sett. Blix benti réttilegu á að það væri ekki nóg að Írakar hleyptu eftirlits- mönnum inn í byggingar. Vopnaeft- irlitið ætti ekki að byggjast á felu- leik. Á næstu dögum mun skýrast hvert framhaldið verður. Banda- ríkjastjórn hefur frá upphafi lagt áherslu á að hún sé reiðubúin að grípa til aðgerða að eigin frum- kvæði ef hún telur að öryggisráðið sinni ekki þeirri skyldu sinni að framfylgja eigin ályktunum. Bandaríkin eru nú að safna saman miklum herafla við Persaflóa sem brátt verður reiðubúinn til innrás- ar. Hans Blix fer hins vegar fram á að vopnaeftirlitsmönnunum verði gefinn lengri frestur til að sinna störfum sínum. Mjög skiptar skoðanir eru um hver sé skynsamlegasti leikurinn í stöðunni. Ríki í Evrópu, með Frakkland og Þýskaland í broddi fylkingar, hafa lagst gegn hernaði af fullum þunga. Mörg Evrópuríki hafa verið tvístígandi í afstöðu en flest leggja þau áherslu á að enn verði reynt á það um sinn hvort vopnaeftirlitið beri ekki árangur. Almenningsálitið í Evrópu virðist mjög andsnúið stríðsátökum. Hans Blix og vopnaeftirlitsmenn hans hafa reynst harðsnúnari í tog- streitu sinni við Íraka en margir áttu von á. Með því að gefa þeim frekara svigrúm er ekki hægt að útiloka að Saddam gefi sig, láti vopn sín af hendi eða ákveði að fara í út- legð, þótt vart geti það talist líklegt. Því má heldur ekki gleyma að lið- söfnuður Bandaríkjanna við landa- mæri Íraks eykur enn á þrýsting- inn. Hugsanlega gæti það leitt til að Saddam yrði hreinlega steypt af stóli þótt það tangarhald sem hann hefur á íraska hernum og öryggis- lögreglunni dragi úr líkum á því. Þolinmæði Bandaríkjanna virðist á þrotum. Það gæti hins vegar haft mjög slæmar afleiðingar ef þau héldu út í styrjöld án stuðnings Sameinuðu þjóðanna og helstu bandamanna sinna. Þess vegna er mikilvægt að breið samstaða náist um næsta leik í lokataflinu. SKÓLAMÁL Í STAÐAHVERFI Foreldrar barna í Staðahverfi íReykjavík hafa að undanförnu lýst megnri óánægju sinni með frammistöðu borgaryfirvalda í skólamálum hverfisins, síðast á fjöl- mennum fundi í fyrrakvöld. Skóli hverfisins er í bráðabirgðahúsnæði sem foreldrar eru ekki ánægðir með. Bergþóra Valsdóttir, formað- ur foreldraráðs skólans, rakti í les- endabréfi hér í blaðinu fyrir rúmri viku að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefði á kosningafund- um sl. vor lýst því yfir að leikskóli yrði opnaður í Staðahverfi haustið 2003 og að byggingu nýs skólahúss fyrir bæði leik- og grunnskóla yrði lokið haustið 2005. „Nú eru engir fjármunir á drögum að fjárhags- áætlun ársins til að hefja hönnun og byggingu þessa nýja skóla. Svo virð- ist sem eigi að svíkja þetta eins og annað,“ sagði í bréfi Bergþóru. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, hefur boðað að leikskóli í færanlegu hús- næði, þ.e. bráðabirgðahúsnæði, verði kominn í hverfið í haust en hann vill engu lofa í skólamálunum – m.ö.o. er ekki víst að kosningalof- orðin haldi. Staðan í skólamálum Staðahverfis er Reykjavíkurborg ekki til fram- dráttar. Borgin á í samkeppni við önnur sveitarfélög um íbúa og skatt- greiðendur. Það styrkir ekki stöðu borgarinnar í þeirri samkeppni ef skólahúsnæði, sem lofað hefur verið að verði byggt á tilteknum tíma, er ekki tilbúið þegar íbúarnir eru flutt- ir í hverfið. Afstaða núverandi borgarstjórn- armeirihluta hefur verið sú að ýta ekki undir það að aðrir en borgaryf- irvöld reki skóla í borginni. Reykja- víkurlistinn hefur verið andvígur samkeppni og eflingu einkafram- taks í skólamálum. Það er reyndar röng afstaða, eins og Morgunblaðið hefur bent á, en ef menn hafa þá af- stöðu á annað borð mætti ætla að þeir legðu sig fram um að sinna þessu hlutverki borgarinnar með sóma og þannig að foreldrar væru ánægðir. Í Staðahverfi virðist það ekki hafa tekizt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.