Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 29
arsviðs, verður framkvæmda- stjóri Fyrirtækjasviðs. Þá verður Þróunarsvið bank- ans lagt niður í núverandi mynd og þeim verkefnum sem nú eru í umsjón sviðsins skipt á afko- musvið bankans og Fjárhagssvið (áður Reikningshald, áætlanir og rekstur). Markmiðið er að þróunarverkefni og vöxtur bankans séu í höndum einstakra afkomusviða, auk yfirstjórnar. Markmið að auka slagkraft innanlands sem utan „Markmið þessara breytinga er að auka slagkraft, skerpa sýn á einstaka þætti starfseminnar, jafnt innanlands sem utan. Mik- ill vöxtur hefur orðið í starfsemi bankans á erlendum vettvangi og allt bendir til að framhald verði þar á. Skipulag bankans þarf að fylgja slíkum breyt- ingum. Síst af öllu má slík sókn þó bitna á innlendum við- skiptamönnum bankans. Þessi skipulagsbreyting miðar því einnig að frekari sókn á inn- lendan markað,“ segir í frétt Ís- landsbanka. og áhættunefnd bankans. Björn er jafnframt staðgengill for- stjóra. Breytingar á skipulagi Þá voru á fundinum sam- þykktar tvær breytingar sem lúta að stjórnskipulagi bankans. Stofnað verður nýtt svið, Al- þjóðasvið (e. International Corporate Finance). Undir það mun falla starfsemi bankans er- lendis sem áður var hluti Fyr- irtækjasviðs; lánveitingar, ráð- gjöf og þjónusta við erlenda aðila, útrás innlendra aðila, fyr- irtækjaþróun og starfsemi bank- ans í London, sem stefnt er að því að breyta í útibú. Erlendur Magnússon, sem verið hefur framkvæmdastjóri Fyr- irtækjasviðs, mun verða fram- kvæmdastjóri Alþjóðasviðs. Þjónusta bankans við með- alstór og stærri fyrirtæki verð- ur áfram innan Fyrirtækjasviðs, sem mun nú sérhæfa sig í starf- semi innanlands. Guðmundur Kr. Tómasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Þróun- BANKARÁÐ Íslandsbanka féllst á fundi sínum í gær á ósk Vals Valssonar, forstjóra bankans, um að láta af störfum 15. mars. Valur á 30 ára starfsafmæli um þessar mundir, en hann hóf störf hjá Iðnaðarbanka Íslands og hefur samfleytt í 20 ár stjórnað bankastarfsemi hjá Ís- landsbanka og fyrirrennurum hans. „Bankaráð Íslandsbanka þakkar Vali Valssyni af hlýhug afar farsæl störf hans í þágu fé- lagsins, viðskiptamanna, starfs- manna og hluthafa,“ segir í frétt frá Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson, sem verið hefur forstjóri Íslandsbanka ásamt Vali frá sameiningu Ís- landsbanka og FBA, verður því einn forstjóri bankans. Sú breyt- ing tekur gildi 15. mars. Jafnframt réð bankaráðið Björn Björnsson sem aðstoð- arforstjóra og tekur sú breyting gildi frá og með sama tíma. Björn hefur verið fram- kvæmdastjóri lánaeftirlits og starfsmannamála bankans. Hann mun sinna þeim starfssviðum áfram, auk þess að stýra lána- Nýtt skipurit hjá bankanum Morgunblaðið/Ásdís Hagnaður bankans var í samræmi við spár, en bæði vaxtatekjur og vaxtagjöld drógust saman milli ára.                                                !  !""    !    # $      % &% %'      ($! $("  !!! !!(       $ !   #)"    ! ( $  *+   ,  &% %  ,  -./0   %% %    % % + !1$2 )12 1 2 12  $ !12 ))1$2 12 1)2 "  !"#   $%&'&(#  !    %%)"*+#   hins veg- . Eignir man um um ára- na. um 2,7% 53 millj- amdrátt- m styrk- erlendri a jukust króna á vextinum % á síð- plega 86 k. l 3,3% á i króna í utfall á g hækk- i, en lög- kki vera ur A var ður. ykkt að róna af estingar- þar með na í fjár- tandandi ar króna eiginfjár- fjárþátt- sta aðal- ð gera erði fært er að % hagn- ankaráð- di leggja 30 millj- ónir króna í arð, eða um 45% af hagnaði síðasta árs. Gengi bréfa Íslandsbanka var óbreytt í gær og endaði í 4,71 krónu. Miðað við útistandandi hlutafé er markaðsverð bankans nú rúmir 42 milljarðar króna. Stefnt að meiri hagnaði í ár „Þetta var gott ár og góð af- koma,“ segir Valur Valsson for- stjóri Íslandsbanka. „Arðsemin er vel umfram markmið bankans og eiginfjárstaðan er afar sterk. Í raun hefur bankinn aldrei staðið betur. Árið einkenndist öðru fremur af stöðugleika og traustum rekstri. Kostnaðarstýring var góð og kostnaðarhlutfall bankans eins og best gerist hjá alhliða bönkum á Norðurlöndum. Þetta er sérlega ánægjulegt fyrir mig persónulega þegar ég er að hætta, að skila svona góðri afkomu.“ Spurður um horfur fyrir þetta ár segir Valur að bankinn reikni með því að hagvöxtur verði hóf- legur á þessu ári. Sé miðað við að verðlag og gengi haldist tiltölu- lega stöðugt búist bankinn við að innlend eftirspurn aukist á ný, sem muni gera honum kleift að stefna að eitthvað meiri hagnaði á þessu ári en því síðasta. ur nka rðar a kaupauki vegna góðr- nan bankans. Bjarni Valsson hættir 15. mars. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 29 BJÖRN Björnsson, semtekur við stöðu að-stoðarforstjóra Ís- landsbanka 15. mars, segist ekki sjá breytinguna sem mikla byltingu á störfum sín- um innan bankans. „Þunginn í starfi mínu hefur verið á sviði lánamála og formennska í áhættunefnd breytir engu þar um,“ segir hann. Björn segir að einn aðal- tilgangur skipulagsbreyting- anna sé að skerpa sýn á starf- semi bankans á erlendum vettvangi. „Þar er vöxturinn á útlánahliðinni og þar höfum við verið að ná góðum ár- angri síðustu ár,“ segir hann. Björn er sonur Björns Jónssonar, sem var forseti ASÍ, alþingismaður og ráðherra, og Þórgunnar Kristbjargar Sveinsdóttur. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1969 og útskrifaðist sem cand. oecon. frá Há- skóla Íslands 1973. Björn var starfsmaður Kjararann- sóknarnefndar 1973–1974 og 1976–1981. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Rydenskaffis hf. 1975–1976 og var hagfræðingur ASÍ 1981–1987. Aðstoðarmaður Jóns Baldvins Björn var aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibals- sonar fjármálaráðherra 1987–1988 og bankastjóri Al- þýðubankans 1988–1989. Hann var bankastjóri Íslands- banka hf. 1. janúar 1990 til 27. apríl 1993 og hefur verið framkvæmdastjóri hjá bankanum síðan. Björn er kvæntur Guðnýju Irene Aðalsteinsdóttur og eiga þau tvær dætur. „Ekki bylting á störfum mínum“ KRISTJÁN Ragnarsson, for-maður bankaráðs Íslands-banka, segir að tilgangur skipulagsbreytinganna sé bæði að styrkja starfsemi bankans erlendis og innanlands. „Já, þær lúta að því að skipta Fyrirtækjasviði í Alþjóðasvið og innlent svið. Nú eru 13% heildar- útlána erlendis og þar hefur orðið mikill vöxtur,“ segir hann. Aðspurður segir Kristján að engar sérstakar fyrirætlanir um útrás liggi fyrir. „Það stendur til að gera skrif- stofu Íslandsbanka í London að útibúi. Bankinn sem við eigum í Bret- landi, Raphael, hefur verið til sölu. Við erum ekki í sérstökum útrásarhugleiðingum. Við leggjum megináherslu á innlenda markaðinn og svo á þekkingu okkar í sjávarútvegi, þegar kemur að lánastarfsemi erlendis, sér- staklega í Kanada,“ segir Kristján. Kristján segir að hinn nýi aðstoðarforstjóri sé ráðinn af bankaráði og hafi verið falin forsjá ákveðinna verkefna, en sé um leið undirmaður forstjóra. „Meginhugsunin er að hafa einn for- stjóra. Reynslan úr sjávarútveginum sýnir að það sé æskilegt fyrirkomulag að hafa einn skipstjóra,“ segir Kristján. Eftirsjá í Vali Hann segir mikla eftirsjá vera í Vali Valssyni. „Já, ég tel að hann sé sá bankamaður sem njóti mests trausts á Íslandi. Hann hefur reynst bankanum alveg einstakur starfsmaður,“ segir Kristján. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið gerður sér- stakur starfslokasamningur við Val. „Í starfssamningnum er kveðið á um lífeyrismál hans og hann á sér svigrúm samkvæmt samningum til að ákveða hvenær hann lætur af störfum,“ segir Kristján. „Æskilegt að hafa einn skipstjóra“ BJARNI Ármannsson, semverður einn forstjóri Ís-landsbanka eftir 15. mars, segist vera mjög ánægður með af- komuna á síðasta ári. „Ég tel að hún sé góð, miðað við þróun ytri að- stæðna. Við viljum leggja áherslu á stöðugleika í afkomunni, þrátt fyrir mikla sveiflu í hagkerfinu. Við þess- ar aðstæður hefur reynt mikið á áhættustýringu og viðskiptalíkan bankans,“ segir hann. „Raunarðsemin í ár var 15,9% og var 14,6% árið 2001. Þetta sýnir að gæði hagnaðarins eru mikil og að bankinn á að geta skilað góðum af- rakstri, til skamms og langs tíma,“ segir hann. Bjarni segir að búist sé við að afkoman verði ívið betri í ár. „Við byggjum þá spá á því að umhverfið verði stöðugra og að það fari að blása byrlegar hvað varðar innlenda eftirspurn á árinu,“ seg- ir Bjarni. Tryggt að útrás verði ekki á kostnað innlendra viðskiptavina Bjarni segir að með breytingunum sé verið að skjóta styrkari stoðum undir alþjóðlegan vöxt bankans. „Stofnsetn- ing þessa nýja sviðs, Alþjóðasviðs, miðar að því, en jafnframt erum við að tryggja að sú útrás sé ekki á kostnað innlendra viðskiptamanna bankans. Fyrirtækjasvið mun sérhæfa sig í starfsemi innanlands,“ segir hann. Bjarni segir að mikill missir verði að Vali Valssyni í stöðu forstjóra. „Samstarf okkar hefur gengið mjög vel og hann hefur meiri reynslu í þessari starfsgrein en aðrir menn. Því hefur verið mikils virði fyrir mig að hafa hann mér við hlið,“ segir Bjarni. „Styrkari stoðir undir alþjóð- legan vöxt“ á sæluna“ því að Segja núna taki ég forskot á sæluna. Ég hef verið í starfi undanfarna ára- tugi sem hefur stjórnað tíma mínum að mestu leyti. Nú ætla ég að taka völdin og stjórna tíma mínum sjálfur. Fyrst og fremst hyggst ég nota tímann til að njóta lífsins,“ segir hann. Miklar breytingar á 30 árum Valur segir að umbreytingar á bankamálum hafi verið æv- intýri líkastar á þessum 30 ár- um. „Þegar ég byrjaði í bank- anum ríkti haftatími. Nú erum við samkeppnishæf í alþjóð- legum samanburði. Mér hefur verið mikið ánægjuefni að taka þátt í öllum þessum umbreyt- ingum og starfa með öllu því góða fólki sem þar hefur komið að máli.“ Aðspurður segist hann vera bjartsýnn fyrir hönd Ís- landsbanka. „Bankinn er í hönd- um afburða starfsfólks og mér finnst framtíðin mjög björt,“ segir Valur Valsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.