Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Harry Steinssonskipstjóri fæddist í Reykjavík 27. sept- ember 1933. Hann lést á líknardeild LHS í Kópavogi 17. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Esther Judit Løfsted Steins- son, f. 23.6. 1898, d. 24.4. 1972 og Jóhann Torfi Steinsson, f. 7.6. 1887, d. 11.11. 1966. Systkini Harrys voru sjö. Alsystkin, Örn, f. 26.5. 1921, Inger Steinunn, f. 8.4. 1924, d. 25.4. 1936, Steinar, f. 14.10. 1926, Aage, f. 14.10. 1926, Helgi, f. 27.12. 1928, d. 4.8. 2000, Haukur, tvíburabróðir Harrys, f. 27.9. 1933 og hálfsystir, Ólafía Jóhannsdótt- ir, f. 1. mars 1915, d. 20.9. 1998, af fyrra hjónabandi Jóhanns. Móðir hennar var Ólafía Hólm Ólafsdótt- ir, f. 29.3. 1888, d. 3.3. 1915. Harry giftist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Ansnes, f. 5. mars 1934, hinn 25. 4. 1954. Foreldrar hennar voru Sólveig Bjarnadóttir, f. 24.5. 1909, d. 21.8. 1983 og Þor- valdur J. Ansnes, f. 29.6. 1910, d. 19.11. 1971. Börn Harrys og Guð- rúnar eru: Esther Judit, f. 23.5. 1953, maður hennar er Jóhann Einars- son, f. 5.2. 1952, þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn; Sól- veig, f. 15.11. 1954, maður hennar er Valgarð Ólafsson, f. 7.1. 1952, þau eiga fjórar dætur og þrjú barnabörn. Halla, f. 12.1. 1956, maður hennar er Ingólfur Narfason, f. 16.3. 1956, þau eiga tvö börn. Valdís, f. 20.12. 1959; Inger Steinunn, f. 28.12. 1963, maður hennar er Eiríkur K. Gunnarsson, f. 15.4. 1961, þau eiga fjögur börn. Anna Rut, f. 9.2. 1968, maður hennar er Hjörtur Garðarsson, f. 27.4. 1967; og Þorvaldur, f. 15.6. 1969, eiginkona Sara Halldórs- dóttir, f. 7.7. 72. Þorvaldur á fjög- ur börn og tvö fósturbörn. Harry ólst upp í Reykjavík Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík Sjómennskan var hans aðalstarf og lengst af var hann skipstjóri á erlendum flutn- ingaskipum. Útför Harrys var gerð í kyrrþey að ósk hins látna. Þar fór hafsjór sagna og reynslu, sem auðvitað skilar sér áfram til kom- andi kynslóða, þótt sögumaðurinn sé þagnaður. Harry sagði reyndar ein- hvern tímann að það væri gott að þegja saman. Ég varð þeirrar reynslu aðnjótandi þegar við Esther ákváðum að flytja til Danmerkur og dvelja þar um stund við nám og störf, að sigla með honum frá Reykjavík til Ham- borgar. Það er tími í lífi mínu sem er ómetanlegur eins og allar aðrar stundir með þessum einstaka vini og tengdaföður. Við sátum oft dægrin löng, bæði hér og í Kaupmannahöfn, í góðu tómi og hlustuðum á óborgan- legar sögur um höpp, óhöpp, svaðil- farir, skemmtiferðir og sorgarsögur úr víðfeðmum reynsluheimi sjó- manns til margra ára, sem hreinlega kom við á öðru hverju krummaskuði í heiminum auk flestra hafnar- og stór- borga sem þekkjast hér á jörðu. Með sínum einfalda en fágaða frásagnar- stíl og einstöku kímni, magnaða minni og míkróskópísku nákvæmni fékk hann mann til að sitja hljóðan, undir sögum af réttarhöldum áhafn- arinnar í Japan vegna vinnuslyss, gripaflutningum á lifandi búfénaði í Mið-Austurlöndum, strandi í Pan- amaskurðinum, þegar menn styttu sér stundir við krókódílaveiðar inni í frumskógum Amason, áflogum við sjóræningja á legunni við Lagos í Nígeríu, eða bara kálbögglaáti með einum stærsta skipaútgerðarmanni í Þýskalandi, svo fátt eitt sé nefnt. Í lok hverrar sögu kom þessi einstaklega háðski svipur á hann sem fyllti mann vantrú og tortryggni, og við skelltum upp úr. Eftir því sem árin liðu varð manni ljósara að Harry sagði engum ósatt, né sveik nokkurn mann, hann var maður orða sinna og vinur vina sinna. Kæri vinur, ef þú hefur rétt fyrir þér þá hittumst við aftur, takk fyrir þann þroska og stuðning sem þú hef- ur veitt okkur öllum. Jóhann Einarsson. Harry, mágur minn, hefur fengið hvíld eftir harða baráttu við sjúkdóm sem svo allt of margir eiga í stríði við. Það eru tæp tvö ár síðan hann fyrst kenndi sér meins. Hann fór í stóra að- gerð og allar vonir stóðu til að hann sigraðist á sjúkdómnum. Hann unni sér ekki hvíldar, áhuginn á lífinu var mikill og hann ætlaði að hrista þetta af sér. Hann fór að læra að tala upp á nýtt og setti í það mikla vinnu og metnað eins og í allt það sem hann tók sér fyrir hendur. En hléið varð stutt og hvert áfallið kom af öðru. Það var ótrúlegt hve rólegur Harry var og ákveðinn, alveg fram til hins síðasta, að sigra þessa vá. Við tímamót sem þessi hvarflar hugurinn til baka. Ég minnist Harrys, bræðra hans og hinna stóru strákanna í Þorfinnsgötunni. Þetta voru ákaflega merkilegir menn í mín- um augum. Ég leit á þá sem eldra gengið í hverfinu.Við yngri, yngra gengið, vorum aðeins að láta þá taka eftir okkur með ýmsum prakkara- strikum og urðum stundum að gjalda fyrir það. Þegar mér var ljóst að Harry var að draga sig eftir systur minni fannst mér hann setja svolítið niður að vera að líta á stelpu. En það var ekki lengi fljótlega var mér ljóst að ég hafði eignast góðan vin og þessi vinur minn varð mér mikils virði. Það var ekki verra á þessum árum að Harry var í Ameríkusiglingum og mér áskotnuðust ýmsir hlutir fyrir hans tilverknað. Fyrstu búskaparárin voru Núra, systir mín, og Harry á heimili for- eldra okkar. Fljótlega kom lítli frænka í hópinn og það var ekki lítill fengur.Mér fannst það ótækt þegar þau fluttu síðan í hús foreldra Harrys nokkrum húsalengjum neðar í göt- unni. En ég jafnaði mig fljótlega og sinnti síðan „barnfóstrustarfi“ þar í nokkur ár. Barnahópurinn stækkaði og Harry tók það til bragðs til að styrkja fjár- hagsstöðuna að taka við skipstjórn á erlendum farmskipum sem þýddi að hann var langtímum í burtu frá fjöl- skyldunni. Í kjölfar þessa eignuðust þau hús í Holtagerði 54, í Kópavogi þar sem þau áttu heima lengst af. Það var gott að koma í Holtagerðið þar var mikið um gestagang og glað- værð mikil. Þau höfðu bæði gaman af að taka á móti gestum og Harry vildi veita vel. Ég sé hann fyrir mér stand- andi við borðið í stofunni skerandi stórsteikur og það geislaði af honum. Þegar líða tók á kvöld settist hann niður og sagði gjarnan frá ferðum sínum til fjarlægra staða. Það var un- un að hlusta á hann því frásagnagáfa hans var mikil. Harry hætti á sjónum fyrir um tíu árum. Síðustu árin bjuggu þau á Kleppsvegi 34. Í hvert sinn sem ég kom þangað var búið að breyta ein- hverju og lagfæra. Að lokum var íbúðin öll eins og nýsmíð væri. En það var ekki aðeins smíðavinn- an sem átti við hann. Hann átti einnig til að elda eða baka hina ljúffengustu rétti. Hann var hreint ótrúlegur. Harry var ekki lærður smiður en handlagni hans var þvílík að það sem hann gerði var meistarasmíð. Hann hjálpaði einnig börnum sínum þegar þau þurftu við og nú síðast, nokkru áður en hann veiktist, syni sínum við að gera upp hús í Vogunum. Eftir að Harry hætti sjómennsk- unni tók hann að sér húsvarðarstörf og þar gat hann heldur betur tekið til hendinni í viðgerðum og lagfæringum ýmis konar. Síðasta árið hefur verið sérstak- lega erfitt. Þá komu enn skýrar fram hinir góðu eiginleikar, hlýja, dugnað- ur og harðfylgni. Ég kveð vin minn og mág með söknuði. Og bið Guð að styrkja fjöl- skyldu hans í sorg hennar. Bjarni Hörður. HARRY STEINSSON Elsku Kristjana, mig langaði að setja á blað örfá orð til minn- ingar um hversu ynd- isleg persóna þú varst og lýsa yfir ómældu þakklæti yfir að hafa fengið að kynnast þér. Það var árið 1993 að ég kynntist þér fyrst en þú tókst mér opnum örmum og bauðst mig velkomna inn í fjölskyldu þína. Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu blíð og hjartagóð persóna þú varst og hversu grunnt var ávallt á kímnigáfu þinni. Sama hversu lasburða þú varst, alltaf gastu hlegið og gert grín að sjálfri þér og heilsu þinni. Það var alltaf gott að koma til þín og spjalla við þig og Guðmund um heima og geima. Árið 1995 eignaðist ég eldra barn mitt sem þú kallaðir allt frá fyrsta degi „Ljósið hennar ömmu“. Þegar ég hugsa til baka þá verður KRISTJANA GUNNARSDÓTTIR ✝ Kristjana Gunn-arsdóttir fæddist í Reykjavík 30. apríl 1938. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 6. janúar og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 16. janúar. mér það ljóst hversu margar dýrmætar minningar ég á tengd- ar ykkur tveimur spjallandi og oft á tíð- um um heimspekileg málefni eftir því sem hann varð eldri. Hann hlakkaði alltaf til að fá ís hjá þér, amma Kiddý, og fá að leika með pottana og sleif- arnar, og var það ætíð hans fyrsta verk um leið og hann gekk inn um útidyrahurðina að taka til hjá þér, ef svo má taka til orða. Þú hafðir alltaf gaman af þessum leik hans og tókst þátt í honum með því að tína í hann framandi hluti svo hann gæti hrært í pottum og leikið sér með. Þegar seinna barn mitt, lítið stelpukríli, kom í heiminn varstu orðin töluvert lasin og fékkst að berja hana augum í fyrsta sinn liggjandi á spítalanum. Hún svaf hjá þér í rúminu aðeins nokkurra daga gömul, en fljótlega fékkstu að fara heim og tókst á móti henni þar í þínu vinalega umhverfi. Litlu telpuna kallaðir þú alltaf „Hjarta- gullið hennar ömmu“. Sá ég í aug- um þínum hversu þakklát þú varst að hafa fengið að kynnast og verja tíma þínum með litlu sólargeisl- unum þínum sem munu, með minni hjálp, ætíð minnast þín og munt þú ávallt eiga hluta af hjarta þeirra. Elsku Kristjana, nú eftir erfið veikindi er ég þess fullvissa að þér líður vel og þú munt vaka yfir okk- ur og vernda. Eðvarð Leó og Lín- ey Lea vita að nú er amma hjá Guði sem passar hana og hún er ekki lengur veik. Með þesum orð- um kveðjum við þig, elsku amma Kiddý, og þökkum þér fyrir þann dýrmæta tíma sem við fengum að eiga með þér. Minning þín er ljós í lífi okkar. Megi Guð styrkja Guð- mund og strákana hennar, Geir Leó, Guðmund Leó og Örn Leó á þessum erfiðu tímum. Rósa Viggósdóttir. Nú hefur amma mín Þorgerður kvatt þetta jarðneska líf. Hún skil- ur eftir sig góðar minn- ingar sem ekki verða frá okkur teknar, þeirra munum við njóta um ókomna tíð. Það er ómet- anlegur fjársjóður að hafa fengið að ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR ✝ Þorgerður Ein-arsdóttir fæddist á Reyni í Mýrdal 28. mars 1901. Hún and- aðist á Landspítalan- um í Fossvogi hinn 7. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Reynis- kirkju í Mýrdal 18. janúar. njóta nærveru ömmu allan þennan tíma, sög- urnar um líf fólks frá upphafi síðustu aldar og sögur af fólkinu okk- ar. Amma vissi allt um fólkið sitt og sá til þess að við fylgdumst líka með. Það var ömmu mikið kappsmál að fjöl- skyldan stæði vel sam- an og hittist sem oftast. Nú er það okkar niðj- anna að halda utan um okkar stóru fjölskyldu og halda þannig uppi minningu ömmu. Kveðja. Sigríður Kristinsdóttir og fjölskylda. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, MAGNÚS KRISTJÁNSSON, Norðtungu, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju fimmtu- daginn 30. janúar kl. 14.00. Þorsteinn Magnússon, Magnús Magnússon, Björg Ólafsdóttir, Sigurlaug Magnúsdóttir, Skúli Hákonarson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Davíð Magnússon, Margrét Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Sigurður Magnússon, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS ÞORVALDSDÓTTIR fyrrverandi kaupmaður, Hæðargarði 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 31. janúar kl. 13.30. Haukur Benediktsson, Erna Hauksdóttir, Júlíus Hafstein, Þorvaldur Hauksson, Kolbrún Jónsdóttir, Benedikt Hauksson, Guðlaug Sveinsdóttir, Haukur Þór Hauksson, Ásta Möller, Hörður Hauksson, Jóna Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁGÚST SVERRISSON, Melhaga 17, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 19. janúar verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 31. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands. Hulda H. Waage, Lára Kr. Ágústsdóttir, Sigurður A. Vilhjálmsson, Eva Arnet Sigurðardóttir, Olga Ágústsdóttir, Daníel R. Ingólfsson, Ágúst Sverrir Daníelsson, Davíð Ingi Daníelsson, Ívar Þórir Daníelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.