Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 35 ✝ Valdemar Hall-dórsson fæddist á Akureyri 29. jan- úar 1921. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Níelsína Valdemars- dóttir Thorarensen og Halldór Ásgeirs- son. Systkini Valde- mars eru þrjú, Ás- geir Marinó, f. 22. ágúst 1919, d. 22. desember 1997, tví- burasystir Valde- mars Soffía Kristjana, f. 29. jan- úar1921, og Jakob Níels, f. 15. júlí 1924, d. 14. desember 2002. Valdemar kvæntist 29. janúar 1949 Helgu Sigurlaugu Baldvins- dóttur, f. 21.4. 1922. Þau eiga sex börn, þau eru: Ásgeir, f. 12.7. 1946, Baldvin, f. 18.9. 1947, kvæntur Magneu Steingríms- dóttur, f. 19.5. 1951, Soffía, f. 9.5. 1949, gift Eyþóri Gunn- þórssyni, f. 5.3. 1949, Halldór Níels, f. 1.7. 1954, d. 3.3. 1987, kvæntur Bryndísi Magnús- dóttur, f. 2.1. 1959, Páll Helgi, f. 21.11. 1958, kvæntur Bjarnfríði Jónudótt- ur, f. 28.11. 1962, og Björn, f. 17.12. 1961, í sambúð með Berglindi Rafnsdóttur. Barnabörnin eru átján og barnabarnabörnin sjö. Útför Valdemars verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú þegar komið er að kveðju- stund langar okkur til að skrifa nokkur orð um afa okkar Valdemar Halldórsson. Margs er að minnast, margs er að sakna en við vorum svo heppin að alast upp í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá Vallholti, heimili afa og ömmu. Nálægðarinnar vegna var samgangurinn mikill og oft var gott að hlaupa til ömmu og afa þeg- ar lítið var um að vera eða mamma og pabbi ekki heima. Þá var oft hægt að semja við afa um rúnt á Lödunni út á flugvöll eða út í Hlíð- arbæ enda kenndi afi okkur ungum að Lada Sport væri afbragð annarra bíla. Stundum gátum við líka aðstoð- að afa við ýmis létt viðvik, s.s. að slá blettinn, moka stéttina eða bóna Löduna en Ladan var alltaf nýstrok- in og fín enda afi mikið snyrtimenni. Afi var alltaf duglegur að sinna okkur barnabörnunum og hafði alla tíð einhver áhugamál sem hann var tilbúinn að deila með yngri kynslóð- inni. Þegar við vorum að alast upp voru ekki farsímar en afi var mikill áhugamaður um talstöðvar og var ætíð með eina í bílnum hjá sér og aðra inni í herberginu sínu. Afi deildi með okkur krökkunum ein- lægum áhuga sínum á þessari merkilegu og forvitnilegu tækni og fengum við þá oft að hlusta á FR- átta-sextíu tala við menn víðsvegar að og skipta á milli rása eftir kúnst- arinnar reglum. Afi var með kindur til marga ára sem hann sinnti af mikilli natni og var hann duglegur að taka okkur barnabörnin með út í fjárhúsin til að stússast í kringum kindurnar. Afi hafði einstakt lag á skepnunum og það er okkur sérstaklega minnistætt að ef kindurnar komu ekki heim að fjárhúsunum þegar þær sáu bílinn hans afa dugði honum að kalla á þær til að fá þær heim að húsum. Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar sem þú gafst okkur krökkunum, þær eru okkur dýrmætar og minninguna um þig geymum við að eilífu í hjarta okkar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku amma Helga, mamma, Ás- geir, Baldvin, Páll og Björn, guð gefi ykkur styrk og blessun í sorg ykkar. Gunnar Valur, Helgi Örn, Svavar Sigurður og Eydís. Hann Valdi hefði orðið 82 ára í dag hefði hann lifað. Hann var tví- buri við systur sína Soffíu sem nú hefur séð á eftir öllum bræðrum sín- um yfir móðuna miklu. Valdi frændi eins og við í minni fjölskyldu köll- uðum hann var föðurbróðir minn og mér og okkur ávallt kær. Ég man fyrst eftir honum þegar ég var lítill patti í Oddeyrargötunni og þá bjó hann og fjölskylda í Melbrekku í Glerárhverfi þar sem nú er Höfð- ahlíðin. Það var mikið ævintýri fyrir okkur börnin að fara þangað í heim- sókn, og þegar við fórum gangandi eða þá á hjóli man ég fyrst eftir að við fórum yfir göngubrú á Glerá þar sem nú er Glerárgata. Þetta var löng ferð fyrir okkur krakkana en þá var líka Glerárþorp talið úti í sveit og fjarri Oddeyrargötunni. Það var mikil og stór fjölskylda sem var út af Halldóri Ásgeirsyni var komin og var mikill samhugur í fjölskyld- unni. Oft hittist fjölskyldan og þá var glatt á hjalla. Þegar þeir bræður Ásgeir, Nelli og Valdi komu saman ásamt Soffíu systir sinni, ásamt fjölskyldum þeirra þá var svo sannarlega glatt á hjalla. Mikið talað, mikið hlegið og mikið etið. Flestir í fjölskyldunni áttu það sameiginlegt að vera starfs- menn KEA eða þá SÍS, og á þeim árum var alltaf talað um kaupfélagið okkar, eða sambandð okkar. Valdi vann mest allan sinn starfsaldur hjá KEA og lengst af vann hann sem bílstjóri. Bílar þeir er honum var trúað fyrir voru auðþekktir sökum þess hvað þeir voru vel hirtir, ávallt hreinir og bónaðir. Hann var mikill gleðimaður og átti auðvelt með að segja sögur þannig að þeir er á hann hlustuðu, hlógu og skemmtu sér vel. Hann var vinmargur og við fráfall hans sjá margir á bak góðum vini og kunningja. Valdi hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu ár en þau ár dvaldi hann á dvalarheimilinu Hlíð og naut umhyggju góðs starfsfólks þar og ekki síðustu Helgu konu sinnar og barna þeirra sem reyndu eftir megni að gera honum lífið bæri- legra. Ég vil fyrir mína hönd, systk- ina minna og fjölskyldna okkar þakka Valda góð kynni og við send- um Helgu, börnum þeirra og fjöl- skyldum okkar samúðarkveðjur. Ólafur Ásgeirsson. Í dag er til hinstu hvílu borinn, Valdemar Halldórsson, sá síðasti af móðurbræðrum mínum sem kveður þetta jarðlíf. Á undan eru gengnir Ásgeir Mar- inó, d. 22. desember 1997 og Jakob Níels, d. 14. desember 2002. Öll eigum við minningar. Minn- ingar um samferðamenn, atburði sem við höfum upplifað og annað sem hefur mótað líf okkar. Það fer eftir eðli minninganna hvaða tilfinn- ingar þær vekja í brjóstum okkar. Sumar vekja upp gleði og þakklæti, aðrar hryggð og vonbrigði. Allar minningar hafa áhrif á líf okkar, gefa því gildi og hafa vonandi aukið þroska okkar og umburðarlyndi. Þakklátssemin er minning hjart- ans og hana er oft erfitt að tjá í orð- um og oft hættir okkur til að gleyma að tjá þakklæti okkar og tilfinningar í amstri hins daglega lífs. Minningar mínar um ykkur, elsku móðurbræður, eru mér mjög ofar- lega í huga vegna þess kærleika sem ég varð aðnjótandi frá ykkur og fjöl- skyldum ykkar öll mín ár á Akur- eyri. Þið voruð mér í senn móður- bræður, feður og Nelli sem uppeldisbróðir fyrstu 12 ár ævi minnar. Á heimilum ykkar og eiginkvenna ykkar var ég alltaf jafn velkomin og gerði mér ekki ljóst þá hversu mikið var að gera á stórum og barnmörg- um heimilum. Leikir okkar frænd- systkinanna einkenndust af hug- myndaflugi og sköpunargleði því ekki var á þessum árum sjónvarpi eða tölvuleikjum fyrir að fara. Á vetrum voru það skíða- og sleðaferð- ir, á sumrum gönguferðir og eru mér ofarlega í huga ferðir upp í Grísaból. Á haustin berjaferðir og ekki má gleyma búleikjunum því all- ir voruð þið með kindur og létuð okkur í tjé horn og leggi sem við þeyttumst á út um víðan völl. Alltaf höfðum við nóg fyrir stafni og ekki minnist ég þess að okkur skorti at- hafnagleði né að okkur leiddist nokkurn tímann. Er ég lít um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi eru það stundir í vina- hópi sem veitt hafa mér mesta gleði. Það má með sanni segja að þegar fjölskylda okkar kom saman og gerði sér glaðan dag var mikið talað og hátt. Brandarar fuku og allir voru þátttakendur ungir sem aldnir. Þegar ég var barn og unglingur hugsaði ég lítið um lífið og dauðann, tók nánast hverjum hlut sem sjálfs- sögðum og mat ekki sem skyldi alla þá gæsku sem mér var látin í té né það áhyggjulausa líf sem ég lifði. Í dag er ég innilega þakklát fyrir þau ár sem ég átti með ykkur öllum. Dauðinn hefur oft verið feimnismál sem við ógjarnan ræðum eins og svo margt sem okkur skortir skilning á. Hann er órjúfanlegur þáttur í til- veru okkar allra. Hann verður ekki umflúinn og við verðum að horfast í augu við hann. Það er ekkert líf án dauða og eng- inn dauði án lífs. Kahlil Gibran segir um dauðann: „Og hvað er að hætta að draga and- ann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns.“ Kæra fjölskylda. Á þessari stundu langar mig að senda ykkur öllum innilegar þakklætis- og samúðar- kveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Megi góður Guð halda sinni vernd- arhendi yfir ykkur öllum og blessa þá sem farnir eru. Megi þeir ganga á Guðs vegum. Kristjana Halldórsdóttir (Gokka). VALDEMAR HALLDÓRSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNDÍSAR MAGNÚSDÓTTUR, Möggu Magg frá Patreksfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 3B á Hrafnistu, Hafnarfirði. Kristinn Jónsson, Þórdís B. Kristinsdóttir, Samson Jóhannsson, Auður Kristinsdóttir, Kristinn Samsonarson, Jóhann Samsonarson, Magni Þór Samsonarson, Hugi Hreiðarsson, Bogi Leiknisson, Auður Magndís Leiknisdóttir og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður og afa, GUÐNA SIGVALDASONAR. Gísli Guðnason, Soffía Pálmadóttir, Erla Guðnadóttir, Sigurrós Heiða Guðnadóttir, Bjarni Óskarsson, Elsa Guðnadóttir, Erla Gunnarsdóttir, Sigvaldi Búi Bessason, Jón Magngeirsson, Margrét Snorradóttir, Gunnar Sigvaldason, Aðalheiður Sigurðardóttir, Ástríður Sigvaldadóttir, Kristinn Páll Ingvarsson, Þórarinn Sigvaldason, Jóhanna Jóhannesdóttir, Kristinn Sigvaldason, Guðrún Jóhannesdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, OLGU GUÐRÚNAR ÞORBJARNARDÓTTUR, Borgarbraut 65A, Borgarnesi. Ásdís Kristjánsdóttir, Sævar Þórjónsson, Gunnar Kristjánsson, Auðbjörg Pétursdóttir, barnabörn og langömmubörn. Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu okkar, ÞORBJARGAR ÞÓRARINSDÓTTUR frá Brandsbæ í Hafnarfirði. Þórunn Pálmadóttir, Þorsteinn Pálmar Einarsson, Kristinn Bernhard Kristinsson, Íris Björg Kristinsdóttir, Pálmi Þór Kristinsson. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu mér hlýhug og vináttu við andlát og útför mannsins míns, ÓLAFS BERGMANN ELÍMUNDARSONAR frá Hellissandi, til heimilis í Stóragerði 7, Reykjavík. Viktoría Daníelsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.