Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Áslaug Skúla-dóttir var fædd í Danmörku 1. ágúst 1924. Hún andaðist á Líknardeild Land- spítalans 20. janúar síðastliðinn eftir stutta sjúkrahúsvist. Foreldrar hennar voru þau Kristjana Jensína Kristjáns- dóttir frá Ísafirði, f. 2. des. 1898, d. 11. júlí 1949, og Skúli Skúlason úrsmiður og verslunarmaður á Ísafirði, f. 10. júlí 1888, d. 19. apríl 1957. Kristjana var dóttir hjónanna Kristjáns Helga Kristjánssonar á Ísafirði, f. 14.7. 1871, d.19.4. 1931, og Jónínu Jónsdóttir frá Ósi við Steingríms- fjörð, f. 26.9. 1865, d. 3.4. 1928. Systkini Kristjönu voru Guðrún Jörgína á Ísafirði, f. 1893, d. 1971, og Lúðvík í Reykjavík, f. 1894, d. 1971. Skúli var sonur hjónanna Skúla Eiríkssonar, f. 10.10. 1853, d. 23.1. 1907 (sonur Eiríks á Brún- um) og Ragnhildar Sigurðardótt- ir, f. 28.4.1851. Hálfbræður Ás- laugar, samfeðra, eru Guðmund- ur Skúlason, húsasmíðameistari á Ísafirði, f. 1921, og Jón Ásgeirs- son tónskáld í Reykjavík, f. 1928. Áslaug dvaldi með móður sinni tvö fyrstu ár ævi sinnar í Dan- mörku, en flutti síðan með henni til Ísafjarðar og skömmu síðar svo til Reykjavíkur. Móðir Ás- laugar gerist ráðskona hjá Barða Guðmundssyni þjóðskjalaverði og konu hans frú Teresíu Guð- mundsson veðurstofustjóra og bjó þá á heimili þeirra við Ásvalla- götu í Reykjavík. Áslaug gekk í Landakotsskól- ann og síðar í Verslunarskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan vorið 1941. Frá útskrift frá Verslunarskól- anum vann Áslaug á skrifstofu Sænsk-ís- lenska frystihússins til vorsins 1943, er hún hóf starf hjá Samninganefnd ut- anríkisviðskipta í Reykjavík. Árið 1945 fer Áslaug til Svíþjóðar og gerist sendiráðsritari við sendiráð Íslands í Stokkhólmi. Áslaug starfaði sem sendi- ráðsritari og síðar sem sendiráðsfulltrúi við sendi- ráðið í Stokkhólmi til ársins 1955, er hún flytur til Bonn í Þýska- landi og starfar þar við sendiráð Íslands þar til ársins 1964, er hún flytur aftur til Stokkhólms. Þar starfaði hún á sínum gamla vinnu- stað til 1987, er hún kemur til starfa við utanríkisráðuneytið í Reykjavík. Í Reykjavík starfaði hún síðan til september 1991, er hún flytur aftur til Stokkhólms og starfaði þar sem sendiráðsfulltrúi til sjötíu ára aldurs 1994. Þá flyt- ur hún alfarið heim til Íslands eft- ir 49 ára samfellt og farsælt starf hjá utanríkisþjónustunni. Áslaug var heiðursfélagi í Íslendinga- félögunum í Stokkhólmi og Gautaborg. Áslaug var sæmd sænskum og finnskum orðum fyrir vel unnin störf við samskipti ríkjanna. Áslaug var mjög virk í fé- lagsstarfi Íslendinga í Stokk- hólmi, aðstoðaði Ísendinga, sem þurftu á því að halda í Svíþjóð og var mjög vel látin í starfi. Áslaug var ógift og barnlaus. Útför Áslaugar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hún Áslaug frænka hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Innan við tveir mánuðir liðu, frá því hún greindist með krabbamein, þar til yfir lauk. Við söknum hennar öll en vitum þó innst inni að úr því sem komið var þá var best fyrir hana að mega kveðja á þessari stundu. Nánasta frænkan hélt í hönd hennar þegar hún kvaddi. Áslaug og faðir okkar Hafsteinn O. Hannesson voru systrabörn. Minn- ingarnar um frænkuna í Svíþjóð hrannast upp. Þegar við vorum að alast upp vestur á Ísafirði þá voru ekki komin jól nema pakkinn frá Ás- laugu væri kominn. Það var alltaf mest spennandi pakkinn og alltaf var hann harður. Á þessum tímum var vöruúrval fyrir vestan ívið minna en í höfuðborg Svía og tókst henni því ætíð að senda okkur mjög svo fram- andi hluti. Árið 1945 þá rúmlega tvítug að aldri flutti Áslaug til Stokkhólms og hóf störf í sendiráðinu þar. Vistin varð ívið lengri en ætlað var í byrjun eða þar til 1994 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Allan þennan tíma bjó hún í Stokkhólmi fyrir utan níu ára tímabil í Bonn í Þýskalandi á sjötta áratugnum og fjögur ár sem hún starfaði í utanríkisráðuneytinu hér heima. Öll þessi ár sem hún bjó fjarri heimahögum þá gleymdi hún aldrei uppruna sínum og tryggð hennar við ættingjana hér á landi og fjölskyldur þeirra var mikil. Áslaug var alltaf hress og frískleg. Hún var hrókur alls fagnaðar og börnin töluðu alltaf um hana sem hressu og skemmtilegu frænkuna. Litla munnharpan hennar var alltaf á sínum stað í veskinu og var hún óspart þeytt við mikinn fögnuð við- staddra. Áslaug var mikil listunnandi og naut fagurrar hljóm- og leiklistar og fóru fáir listviðburðir fram hjá henni. Að öðrum ólöstuðum er eflaust eng- inn sem hefur greitt götu íslenskra náms- og listamanna í Stokkhólmi eins og hún gerði áratugum saman. Þeir eru ófáir Íslendingarnir, sem hún hefur aðstoðað og fjölmargir þeirra búið um lengri eða skemmri tíma í íbúð hennar þar. Að eðlisfari var Áslaug með ein- dæmum nákvæm og reglusöm Hún var draumastarfskraftur hvers vinnu- veitanda. Það var sama hvaða verk- efni hún fékkst við, hvert smáatriði var útfært á fullkominn hátt. Sem dæmi um reglusemina þá ritaði hún dagbók alla daga og hafði gert slíkt áratugum saman. Síðasta daginn sem hún fyllti út í bókina var miðvikudag- urinn einungis fimm dögum áður en hún andaðist. Um leið og hún vissi í hvað stefndi, þá hóf hún strax und- irbúning að og skipulagði síðasta mannfundinn sem við öll tökum þátt í nú. Í lokin viljum við ásamt móður okk- ar Kristínu Bárðardóttir, kveðja þessa hressu og skemmtilegu frænku okkar og biðjum fyrir því að vistin á nýjum stað verði henni góð. Bárður, Guðrún Kristjana og Hannes. Ég kynntist henni fyrst þegar ég kom til Stokkhólms ungur stúdent haustið 1954. Það var svona til siðs að rölta upp í sendiráð og segja á sér deili, láta vita af sér, hvar maður væri búinn að koma sér fyrir. Síðar gerði maður sér ferð til að kíkja í blöðin. Og spjalla við Áslaugu. Hún var þá búin að starfa í sendi- ráðinu til nokkurra ára og hafði allt í hendi sér. Talaði sænsku eins og inn- fædd væri og vissi skil á flestum hlut- um. Hún bjó líka yfir þeirri þægilegu glaðværð sem heimóttarleg ung- menni þurftu á að halda í sínum nýja og ókunna heimi. Það verður að segjast eins og er, að þó að Stokkhólmur væri bæði vetr- arfríður og sumarblíður, var hann ívið drungaleg borg á þessum árum og ólíkt skemmtilegri í dag. Til þess að fá sér vínglas þurfti að borða líka og það kostaði talsvert meira en í mötuneyti stúdenta sem yfirfærslan okkar var miðuð við. Og bjórinn var bannaður, Svíar voru ekki fremur en Íslending- ar taldir siðferðilega hæfir til að inn- byrða þann voðalega drykk. Það var því ekki svo lítils virði að fullkomið traust og hald var í sendi- ráðinu okkar. Þar var úrvalsfólk eins og Birgir Möller sem hélt góðri tón- list að okkur krökkunum. En ekki síst var það að þakka Áslaugu Skúladótt- ur sem var ekki bara afbragðs starfs- kraftur, heldur líka hinn skemmtileg- asti félagi. Það kom engum á óvart, þegar Helgi P. Briem sendiherra var fluttur til Bonn, að hann bauð Ás- laugu að flytjast með sér. Hún þáði það og átti nokkur ágæt ár í Þýska- landi. En svo kom hún aftur á gamlar slóðir og stýrði bæði nýlendunni og sendiráðinu með fágætri ljúfmennsku í áratugi. Ég kynntist Áslaugu vel og hafði á henni miklar mætur. Var reyndar ekki einn um það. Kom þar ævinlega við síðar ef ég átti leið til Stokkhólms. Hún var gestrisin með afbrigðum, hafði hæfileika til að láta fólki líða vel í návist sinni og töfra fram eitthvað skemmtilegt á borðið. Hún var spaug- söm, vel heima um flest, tónelsk, hafði gaman af leikhúsi og eignaðist nokkra góða vini úr leikhúsheiminum, bæði ytra og hér heima. Ég hef oft velt því fyrir mér í hverju þeir hæfileikar hennar voru fólgnir sem gerðu það að manni fannst hún vera eins og sendiráðs- starfsmaður á að vera. Í fyrsta lagi var hún ráðagóð. Ef einhver vandi kom upp, vafðist aldrei fyrir henni hvernig þann vanda leysa skyldi. Og hún gekk í málið af örlátri festu.Í öðru lagi þekkti hún sænskt þjóðfélag eins og lófa sinn og fylgdist vel með hvort sem var í pólitíkinni, efnahags- og atvinnumálum eða menningunni. Það mátti fletta upp í henni um þá Íslendinga sem í Svíþjóð dvöldust um hennar daga. Það mátti líka fletta upp í henni um þær nýlendur sem áður höfðu haldið til í Stokkhólmi. Undir sendiráðið í Stokkhólmi heyrði líka Finnland og einnig þar þekkti hún skil á hlutum. En þó að hún byggi langdvölum erlendis, fylgdist hún jafnvel með því sem gerðist hér heima, kom eins oft heim og aðstæður leyfðu og hafði heilbrigða forvitni á það sem hér var að gerast. Í fyllingu tímans fluttist hún svo heim og starf- aði þá á Norðurlandaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins og enn komu hæfi- leikar hennar og reynsla í góðar þarfir. Ævi manns er stundum öðruvísi en við má kannski búast. Ekki hygg ég að þessa vestfirsku stúlku hafi grunað í æsku, hver yrði lífsferill hennar, og ekki verður sagt að hún hafi fengið allt upp í hendurnar í fyrstu. En hún var vel af Guði gerð, lífleg og aðlað- andi. Og hún nýtti vel hæfileika sína. Hennar góða greind og góða skap áttu þar sinn þátt, en líka samvisku- semi, verkhæfni og ósérhlífni. Vinum sínum var hún bæði trygg og gleði- gjafi og því er hennar sárt saknað. Blessuð sé minning Áslaugar Skúladóttur. Sveinn Einarsson. Starfsfólk utanríkisþjónustunnar eyðir drjúgum hluta starfsævinnar fjarri ættjörð. Sendiráðin eru flest lít- il og útsendir starfsmenn þurfa að snúa bökum saman í misframandlegu umhverfi til að takast á við þau marg- víslegu verkefni sem upp geta komið og krefjast skjótrar úrlausnar. Fólk reiðir sig hvert á annað og umgengst starfsfélagana meir utan vinnu en al- gengt er á öðrum vinnustöðum. Vinir og ættmenni heima eru víðsfjarri og samstarfsmenn koma að hluta í þeirra stað. Það má líkja þeim tengslum sem þannig skapast við fjöl- skyldubönd. Nú hefur verið rofið stórt skarð í þennan óeiginlega frændgarð við andlát Áslaugar Skúladóttur. Áslaug var trygglynd og ræktaði vináttu ekki aðeins við þá sem áttu því láni að fagna að vinna með henni heldur tók hún fagnandi öllum öðrum starfs- mönnum utanríkisþjónustunnar. Mér er í fersku minni fyrir tæpum 24 ár- um síðan þá nýbyrjaður í ráðuneytinu þegar hún kom inn til mín, ekki til þess að leggja mér lífsreglurnar held- ur til að bjóða mig velkominn. Frá fyrsta degi var sem hún ætti í mér hvert bein. Hið sama veit ég að gilti um aðra. Fjarlægð var engin hindrun þegar hún hafði ákveðið að senda sínar mús- íkölsku afmæliskveðjur. Áslaugu varð ekki barna auðið en innan þjónust- unnar var hún sem ættmóðir. Í ár- legri móttöku utanríkisráðherra milli jóla og nýárs sem haldin var fyrir fjórum vikum streymdu nýir og gaml- ir vinir til hennar og tók hún öllum með sinni venjulegu glaðværð. Hún vissi þá að hverju stefndi en lét á engu bera og kvaddi við þetta tækifæri sinn gamla starfsvettvang. Áslaug Skúladóttir var einn af frumherjunum í íslensku utanríkis- þjónustunni. Hún kom til starfa í sendiráði Íslands í Stokkhólmi haust- ið 1945, þá aðeins 21 árs gömul. Þar starfaði hún í tíu ár samfleytt en árið 1955, eftir að ákveðið hafði verið að setja upp sendiráðsskrifstofur í Bonn, varð það úr að hún fór þangað og var þar næstu níu árin. Þá hvarf hún aftur til Stokkhólms þar sem hún var til ársins 1987 þegar hún var skipuð deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu. Árið 1991 tók hún við starfi sendiráðs- fulltrúa í Stokkhólmi og gegndi því þar til eftirlaunaaldri var náð 1. ágúst 1994. En starfsorkan var óskert og eftir að heim var komið tók hún að sér ýmis verkefni. Það var fjarri henni að setjast í helgan stein. Starfsferill hennar spannaði því að lokum liðlega hálfa öld og er ólíklegt að margir muni getað leikið það eftir henni hér eftir. Í hugum margra verður Áslaug ævinlega tengd sendiráði Íslands í Stokkhólmi. Þar var hún vinmörg og þekkingu hennar á staðháttum var við brugðið. En hvar sem hún kom að verki komu eiginleikar hennar í ljós, samviskusemi og metnaður fyrir Ís- lands hönd, tungumálakunnátta, ein- stök lipurð og lag á því að vinna fólk á sitt band, hlýja og glaðværð. Hún gat jafnframt verið föst fyrir og eðlislæg kátínan skerti hvergi sannfæringar- kraft og myndugleika þegar því var að skipta. Við starfsfólk utanríkis- þjónustunnar kveðjum Áslaugu með þakklæti og virðingu. Gunnar Snorri Gunnarsson. Á sólbjörtum sumardegi árið 1965 stóð glæsileg kona á Arlanda-flugvell- inum við Stokkhólm. Hún var komin þangað til að taka á móti nýja sendi- ráðsritaranum, konu hans og tveggja ára dóttur. Hún heilsaði með hlýju brosi og bauð þau hjartanlega vel- komin til Svíþjóðar. Síðan fylgdi hún þeim inn til Stokkhólms og í íbúðina á Karlbergsvägen sem tekin hafði verið á leigu fyrir þetta fólk. Hún hafði fyllt í ísskápinn svo að aðkoman mætti vera sem best. Frá þessum degi var Áslaug besta vinkona okkar Ragnheiðar og Ás- gerðar, dóttur okkar, og nær dagleg- ur gestur á heimilinu þau fimm ár sem við bjuggum í Stokkhólmi. Alltaf var hún tilbúin til að gefa góð ráð, hvort sem var um aðlögun að siðum og venjum í framandi landi eða starf- semi í sendiráði lýðveldisins. Veitti ekki af fyrir fjölskyldu sem dottið hafði inn í utanríkisþjónustu Íslands mánuði áður en flutt var til Svíþjóðar og vissi hvorki hvað þar sneri upp eða niður. Vináttan frá Stokkhólmi hefur haldist um öll ár þótt lengra hafi verið milli funda en á þeim tíma. Við Ragn- heiður höfðum verið að hlusta á síð- ustu jólagjöfina hennar, geisladiskinn með söng Kristins Sigmundssonar, þegar hún hringdi og sagði okkur hvert stefndi. Þá rifjaðist enn upp í huga okkar lítið samtal sem átti sér stað í Stokkhólmi fyrir nær fjörutíu árum. Eins og gerist með börn þurfti að segja Ásgerði, dóttur okkar, sögur á kvöldin áður en hún fengist til að sofna. Fyrsta veturinn var saga H.C. Andersen um litlu stúlkuna með eld- spýturnar efst á vinsældalistanum hjá henni. Einn daginn kom ég heim úr vinnunni og sagði þær fréttir að séra Bjarni, vígslubiskup, sem skírt hafði Ásgerði, væri dáinn. Um kvöldið sátu þær inni í stofu, Áslaug og Ás- gerður, og segir þá Áslaug við þá tveggja ára: Jæja, Ásgerður mín, hvað segirðu í fréttum? Ja, svaraði barnið, hann séra Bjarni er dáinn. Hvað segirðu, svaraði Áslaug. Og úr hverju ætli hann hafi dáið? Ja, hann kveikti víst á eldspýtu, svaraði barnið. Nú hefur þessi trygga vinkona okkar kveikt á sinni eldspýtu. Blessuð sé minning Áslaugar Skúladóttur. Hannes Hafstein. Með Áslaugu Skúladóttur er fall- inn í valinn einn ágætasti starsfmaður íslensku utanríkisþjónustunnar. Hún hóf störf í Svíþjóð með Vilhjálmi Fin- sen sendifulltrúa árið 1945. Lengst af eða í nærri 40 ár starfaði hún við sendiráðið í Stokkhólmi. Áslaug var sérstaklega vel af guði gerð. Hún var mjög greind og í alla staði hinn besti starfsmaður. Henni var lagið að laða að sér fólk og því mjög vinmörg. Frá henni streymdu ríkulegir persónutöfrar með glað- værð og glettni. Minningin um Áslaugu er bæði ljúf og björt og full af gleði og gáska sem einkenndi hana alla tíð. Jafnvel síð- ustu vikurnar eftir að hún vissi að hverju stefndi spjallaði hún við mann eins og venjulega og sagði frá ein- hverju skemmtilegu. Henni var gefið undravert æðruleysi og kjarkur sem vekur hjá manni bæði aðdáun og auð- mýkt. Við vorum svo lánsöm að starfa með Áslaugu við sendiráðið í Stokk- hólmi árin 1977 til 1982. Hún var okk- ur ómetanleg bæði vegna frábærrar kunnáttu sinnar í sænsku og ekki síð- ur fyrir að opna fyrir okkur innsýn í sænskt þjóðfélag. Segja má að Áslaug hafi þekkt bókstaflega alla þá sem æskilegt var fyrir okkur að kynnast vegna nauðsynlegra samskipta við bæði sænska borgara og ekki síður þá fjölmörgu Íslendinga sem búsettir eru í Svíþjóð. Aldrei var komið að tómum kofun- um þegar leitað var ráða eða upplýs- inga hjá Áslaugu. Hún hafði ótrúlegt minni og hafði til dæmis á hraðbergi fleiri tugi ef ekki hundruð símanúm- era, þannig að sjaldan þurfti að nota símaskrána þegar Áslaug var nálæg. Árum saman var það venja hennar að hringja til fjölda vina sinna á afmæl- isdögum þeirra og spila afmælissöng- inn fyrir þá á munnhörpu. Með ár- unum varð þessi músík gædd vaxandi tilþrifum. Annað sem mjög er mikils- vert í skaphöfn hvers einstaklings og Áslaug átti í ríkum mæli var orð- heldni og sá eiginleiki að hallmæla aldrei nokkrum manni. Margt fleira mætti nefna til að minnast þessarar ágætu konu en hér verður látið staðar numið og henni að- eins vottað af heilum hug þakklæti okkar fyrir margar ánægjustundir og áralanga vináttu. Hólmfríður G. Jónsdóttir og Ingvi S. Ingvarsson. Sómakonan og góður granni, Ás- laug Skúladóttir, er látin eftir stutt veikindi. Okkur finnst það ótrúlegt, því ekki eru nema fáar vikur síðan vitað var að illkynja sjúkdómur hefði tekið völdin. Áslaug tók því með slíku æðruleysi að aðdáunarvert var. Sagði að þessu yrði ekki breytt, hún hefði oftast átt gott og skemmtilegt líf sem bæri að þakka fyrir. Áslaug var lágvaxin, myndarleg kona, með dökkt hár og stór augu og skipti vel litum. Hún var mikill húm- oristi, víðlesin og ákaflega ungleg og hefði getað verið tíu árum yngri en hún var. Okkur fannst hún vera heimskona því hún talaði mörg tungu- mál, enda starfaði hún stóran hluta ævi sinnar í utanríkisþjónustunni og dvaldi m.a. mörg ár í Þýskalandi og Svíþjóð. Einnig var hún menningar- lega sinnuð, sótti mikið leikhús og tónleika og fylgdist vel með því sem var að gerast á þeim vettvangi. Áslaug var einn af frumbyggjum Rekagranda – var í Bygg-ung sem átti að vera mjög hagstætt fyrir byggjendur, en endaði með endalaus- um bakreikningum og málarekstri. Það átti afskaplega illa við hana því hún vildi hafa alla hluti á hreinu og ekki skulda neinum neitt. Frá upphafi skráði hún byggingarsögu hússins og lóðarinnar og var ekki komið að tóm- um kofunum ef okkur vantaði dag- setningu á einhverjum framkvæmd- um. Heimilið hennar bar vott um mikla smekkvísi, búið listaverkum og falleg- um munum sem hún hafði eignast. Vini átti Áslaug ótalmarga, bæði hér og erlendis, enda löðuðust allir að henni, bæði börn, fullorðnir og dýr, því hún fékk mann til að finnast mað- ur vera sérstakur í návist hennar. Til dæmis lagði hún sig fram um að muna afmælisdaga og mætti þá á svæðið ÁSLAUG SKÚLADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.