Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss og Brúarfoss koma og fara í dag. Florinda, Mánafoss, Skógarfoss og Helga- fell koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ocean Tiger, fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 10.30 Búnaðarbankinn, kl. 13–16.30 bridge/ vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 postulínsmálun, kl. 13– 16.30 módelteikning. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 9, myndlist kl. 10–16, línudans kl. 11, pílukast kl. 13.30, kóræfing kl 16.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Miðviku- dagur: Línudans- kennsla kl. 19.15. S. 588 2111. Félag eldri borgara, Suðurnesjum Selið, Vallarbraut 4, Njarð- vík. Í dag kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt vetrardagskrá í boði, hvern virkan dag frá 9– 16.30. Veitingar í há- degi og kaffitíma í Kaffi Berg. Allar uppl. í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 boccia og glerlist, kl. 10.50 leik- fimi, kl. 13 glerlist, kl. 16 hringdansar, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnust. opin. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, bútasaum- ur, útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Þorrablótið verður haldið föstud. 31. jan. kl. 17.30. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur og jóga, kl. 10 jóga, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 samverustund, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Þorra- blótið verður haldið föstud. 31. jan. kl. 18. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt, kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Barðstrendinga- félagið. Félagsvist í Konnakoti, Hverf- isgötu 105, kl. 20.30 í kvöld. Allir velkomnir. Púttklúbbur Ness, að- alfundurinn verður kl. 14 fimmtudaginn 30. janúar í Tennishöllinni. Lífeyrisþegadeild SFR. Þorrablót deild- arinnar verður haldið laugardaginn 1. febr- úar kl. 12 í fé- lagsmiðstöðinni Grett- isgötu 89, 4. hæð. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu SFR s. 525 8340. Ættfræðifélagið held- ur félagsfund fimmtu- daginn 30. janúar í fundarsal Þjóð- skjalasafnsins, Lauga- vegi 162 kl. 20.30. Kvenfélag Lágafells- sóknar, aðalfundurinn verður haldinn í Hlé- garði mánudaginn 3. febrúar kl. 19.30. Þátt- taka tilkynnist í s. 566 7835 eða 566 6187. Bridsdeild FEBK. Að- alfundur verður hald- inn í upphafi spiladags fimmtud. 30. jan. og hefst kl. 12.45. Í dag er miðvikudagur 29. janúar, 29. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jobsbók 36, 15.) LÁRÉTT 1 alda, 4 skammvinnur þurrkur, 7 minnast á, 8 regnið, 9 leiði til lykta, 11 skelin, 13 mikill, 14 virðingu, 15 skip, 17 óvarkárni, 20 skelfing, 22 Æsir, 23 fárviðri, 24 pen- ingar, 25 læðast. LÓÐRÉTT 1 dorga, 2 loðin hönd, 3 einkenni, 4 skafrenn- ingur, 5 espist, 6 korns, 10 erting, 12 hvíld, 13 gyðja, 15 ávöxtur, 16 grenjar, 18 hamingju, 19 kasta, 20 ofnar, 21 hím. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kjarklaus, 8 forað, 9 nemur, 10 gys, 11 reisa, 13 aflar, 15 glens, 18 ótítt, 21 álf, 22 fagur, 23 álaga, 24 hannyrðir. Lóðrétt: 2 jörfi, 3 ryðga, 4 lensa, 5 urmul, 6 æfar, 7 frár, 12 son, 14 fet, 15 gáfa, 16 eigra, 17 sárin, 18 ófáir, 19 íl- aði, 20 traf. Krossgáta Víkverji skrifar... Á DÖGUNUM færðu bændakon-ur Guðna Ágústssyni landbún- aðarráðherra kvíguna Framtíð að gjöf og fylgdi sögunni að Framtíð litla væri vel ættuð. Það rifjaðist upp fyrir Friðriki Steingrímssyni frá Mývatnssveit að Guðni kyssti kú um árið: Í sjónvarpinu sáum koss síðan ekkert fleira; nú læðist grunur inn hjá oss um eitthvað stærra og meira. x x x ÞAÐ er forvitnilegt að fylgjastmeð skoðanakönnunum um allt milli himins og jarðar sem tröllríða samfélaginu. Varla líður dagur án þess það birtist skoðanakönnun og væri forvitnilegt ef gerð væri skoð- anakönnun á því hvort einhver hefði yfir höfuð áhuga á öllum þess- um skoðanakönnunum. Svo sýna skoðanakannanirnar mismunandi niðurstöður, jafnvel þótt þær birtist sama daginn. Hverju á almenn- ingur að trúa? Mikilvægt er að upplýsingar um framkvæmdina fylgi skoðanakönn- unum svo hægt sé að meta trúverð- ugleika þeirra. Lykilatriði er að úr- takið, þ.e. hópurinn sem spurður er, sé valið með tilviljunaraðferð, þannig að allir einstaklingar og þjóðfélagshópar hafi sömu mögu- leika á að vera spurðir. Lík- indaútreikningur virkar ekki án til- viljunarúrtaks, því þá er komin skekkja í valið. Það er t.d. ekki nóg að taka bara símaskrána og velja handahófskennt, því ákveðnir hóp- ar í samfélaginu eru líklegri en aðr- ir til að vera ekki með skráð síma- númer, s.s. stjórnendur og húsmæður. Það þarf sem sagt að koma fram hvernig könnunin var framkvæmd og af hverjum, hversu margir eru í úrtakinu, hvernig valið er í það og hversu hátt hlutfall svaraði. Ef hlutfall óákveðinna er hátt, þá er niðurstaðan ekki eins marktæk. Því reynslan sýnir að óákveðna fylgið raðast ekki jafnt hlutfallslega á flokkana og þess vegna er líklegt að þeir kjósendur muni breyta nið- urstöðunni þegar þeir taka ákvörð- un. x x x ÓSK Þorkelsdóttir fór á þorrablótum síðustu helgi á Tjörnesi. Þar var hefðbundinn þorramatur á borðum, sem henni finnst mikið lostæti og ekkert sem hún fúlsar við, eins og hún lýsir í bundnu máli: Mörgum reynist þráin þung að þorrans njóta kosta; sæðisfullan súran pung sýgur þú af losta. Bringukolla á borðið set brosir þá minn kviður; reykt og saltað rolluket rennur þangað niður. Landbúnaðarráðherra var færð kvíga af góðum ættum.     Nýsamþykkt lög umskipulag og opinber- an stuðning við vísinda- rannsóknir færa pólitísk- um fulltrúum á Íslandi aukið vald við mótun vís- indastefnu og úthlutun styrkja. Slík skipan kallar á spurningar um þátttöku ríkisins í vísindastarfi og eðli rannsókna.     Vísinda- og tækniráð eræðsti prestur í þessu nýja skipulagi og mótar opinbera vísindastefnu. Í þetta ráð skipar forsætis- ráðherra fjórtán manns, þar af sex eftir tilnefning- ar samráðherra sinna. Sjálfur er hann formaður þess og hefur sér við hlið fjármála-, iðnaðar- og menntamálaráðherra, sem eiga þar fast sæti. Því til viðbótar er forsætis- ráðherra heimilt að kveðja allt að tvo ráðherra til viðbótar til setu í ráðinu í senn. Ekki minnka afskipti stjórnmálamanna þegar kemur að skipan í stjórnir og nefndir. Menntamála- ráðherra skipar fimm manna stjórn Rannsókna- sjóðs, þriggja manna stjórn rannsóknarnáms- sjóðs og forstöðumann Rannsóknarmiðstöðvar Ís- lands. Iðnaðarráðherra skipar sjö manna stjórn tækniþróunarsjóðs, einn án tilnefningar og tvo eftir tilnefningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Einnig velur iðn- aðarráðherra formann og varaformann sjóðsins.     Í umræðum um frum-varpið á Alþingi fyrir síðustu jól sagði Einar Már Sigurðarson, Sam- fylkingunni, að verið væri að stjórnmálavæða vís- inda- og rannsóknarsam- félagið. „Hættan við það að fela stjórnmálamönn- um svona mikið vald á þessu sviði hlýtur einnig að vera sú að vísindamenn muni ekki í jafnríkum mæli setja fram hug- myndir og rannsóknir eða kynna niðurstöður sem eru stjórnmálamönnum ekki að skapi,“ sagði Ein- ar. Ekki heyrðist mikið frá fólki sem stundar rann- sóknir á Íslandi þegar þetta frumvarp var tekið fyrir í þingsölum. Félag háskólakennara og pró- fessora sagði í umsögn að hætta væri á að stjórnvöld færu að forgangsraða verkefnum í stað vísinda- mannanna. Ef til vill krist- allar andvaraleysi þessa fólk vanda þessara laga; menn slá ekki á höndina sem réttir þeim brauðið.     Það er skiljanlegt aðfulltrúar ríkisvaldsins véli mest um hvernig þess- um fjármunum er ráð- stafað. Fjármagnið kemur að mestu leyti úr vösum almennings sem hafa kos- ið fulltrúa sína til að fara með þetta fjárveiting- arvald. Það er hins vegar mikilvægt fyrir allt vís- indastarf að aukið fé til rannsókna fáist frá öðrum en ríkisvaldinu. Ríkisvís- indin ein skila ekki mik- ilvægustu þekkingunni. Ætli Einstein sé ekki besta dæmið um það. STAKSTEINAR Ríkisvísindi Í ÞINGVALLASVEIT er Vinaskógur, lítill trjálund- ur þar sem þjóðhöfðingjar hafa plantað trjám til heið- urs Vigdísi Finnboga- dóttur. Hún var áður leið- sögumaður og kennari við Leiðsögumannaskólann og plantaði fjölda trjáa í for- setatíð sinni. Víðar um landið er skóg- rækt og ferðamenn sýna viðleitni Íslendinga til að rækta upp landið mikinn áhuga. Hugmynd mín er sú að bjóða erlendum ferða- mönnum að gróðursetja tré að eigin vali í skipulagða reiti. Reitir yrðu vandlega merktir, t.d. eftir sama kerfi og kirkjugarðar. Ferðamennirnir fengju númer reitsins, sem væri skráður í tölvu svo ekkert færi á milli mála hver ætti hvað. Fyrir þá ferðamenn sem koma oftar en einu sinni til landsins gefur þetta tækifæri til að vitja síns trés og fylgjast með vexti þess. Síðar meir gætu heilu ættliðirnir tekið sér ferð á hendur til Íslands til að skoða tré sem ættfað- irinn hefði gróðursett ára- tugum fyrr. Reykjavíkurborg gæti leyft ferðamönnum að planta trjám á Nesjavöll- um. Skógræktin gæti haft yfirumsjón með verkinu en Vinnuskólinn undirbúið reitina, grafið holurnar, fyllt þær af áburði og gert þær tilbúnar til gróð- ursetningar. Slík trjárækt gæti einnig verið hvar sem er á landinu. Bændur í ferðaþjónustu, eða hverjir þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu eða trjá- rækt, gætu séð um fram- kvæmdina á jörðum sínum eða í sinni heimasveit. Það má gera ráð fyrir að trjárækt sem þessi þætti mjög áhugaverð og yrði vinsæl hjá ferðamönnum. Með þessu móti hefðu þeir tækifæri til að leggja eitt- hvað af mörkum til upp- græðslu og fegrunar lands- ins og einnig að setja mark sitt á landið. Ég vona að skógrækt- armenn og fólk í ferðaþjón- ustu geti nýtt þessa hug- mynd mína og fljótlega fái erlendir ferðamenn tæki- færi til að planta trjám á Íslandi. Landinu virðing – lífinu hlýja. Magnús Hjartarson, leiðsögumaður. Rambo er fundinn RAMBO er fundinn og kominn í faðm fjölskyldu sinnar eftir 25 daga útivist. Velvakanda og dýravinum í Ártúnsholti er hér þakkað. F.h. Kattavinafélags Ís- lands, Sigríður Heiðberg, formaður. Leiðrétting Í VELVAKANDA sl. sunnudag var athugasemd frá Jakobínu vegna skrifa Garra í DV. Í athugasemd- inni var talað um forseta- hjónin en það var rangt eft- ir Jakobínu haft því eins og allir vita er forsetinn ókvæntur. Er beðist vel- virðingar á þessu. Tapað/fundið Gullkross týndist GULLKROSS með stein- um á keðju týndist sl. föstudag, líklega á Geirs- nefi eða hjá Rúmfatalag- ernum í Holtagörðum. Krossinn hefur mikið til- finningalegt gildi fyrir eig- anda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 699 7779, Nanna. Dýrahald Kanína fæst gefins MJÖG falleg og blíð, svört kvenkynskanína fæst gef- ins á gott heimili. Uppl. í síma 554 1272 eða 899 2224. Brandur er týndur BRANDUR, 2ja ára bröndóttur högni, týndist frá Írabakka í Breiðholts- hverfi. Hann er eyrna- merktur en ólarlaus. Ná- grannar eru beðnir að athuga skúra og geymslur. Þeir sem hafa orðið varir við Brand vinsamlega hafi samband í síma 557 3990 og 695 6673. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Túristatré Greniskógur. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.