Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÍSLANDSBANKI tilkynnti í gær að hagnaður ársins 2002 hefði numið 3,4 milljörðum króna, sem er 9% aukning frá árinu 2001. Á sama tíma tilkynnti bankaráð að það hefði fallist á ósk Vals Valssonar, forstjóra Íslandsbanka, um að láta af störfum 15. mars. Eftir breytinguna verður Bjarni Ármannsson einn forstjóri en Björn Björnsson hefur verið ráðinn í nýja stöðu að- stoðarforstjóra. Hagnaður Íslandsbanka fyrir skatta á síðasta ári nam tæpum 4,2 milljörðum króna, sem er 13% meira en árið áður. Afkoman er í samræmi við spár greiningardeilda annarra banka. Í til- kynningu frá bankanum segir að í ljósi góðrar arðsemi verði öllum starfsmönnum greiddur 98.400 króna kaupauki miðað við fullt starf. Um leið var tilkynnt um skipulagsbreytingar innan bankans. Stofnað verður nýtt svið, Alþjóðasvið. „Markmið þessara breytinga er að auka slagkraft, skerpa sýn á ein- staka þætti starfseminnar, jafnt innanlands sem utan. Mikill vöxtur hefur orðið í starfsemi bankans á erlendum vettvangi og allt bendir til að framhald verði þar á. Skipulag bankans þarf að fylgja slíkum breytingum. Síst af öllu má slík sókn þó bitna á innlendum við- skiptamönnum bankans. Þessi skipulagsbreyt- ing miðar því einnig að frekari sókn á innlendan markað,“ segir í frétt bankans. Valur Valsson segist vera sáttur við starfslok. „Í næsta mánuði á ég 30 ára starfsafmæli í bankanum. Þar af hef ég verið bankastjóri og forstjóri síðustu 20 árin. Þetta er býsna langur tími í mjög krefjandi starfi. Á þessum tímamót- um finnst mér rétt að standa upp úr stólnum og afhenda öðrum ábyrgðina,“ segir hann. Valur segir að breytingar á bankamarkaði hafi verið ævintýralegar á þessum 30 árum, úr haftastefnu í frjáls viðskipti. Valur Valsson hættir  Starfsmönnum greiddur 98.400 króna kaupauki Valur Valsson Aukinn hagnaður hjá Íslandsbanka á síðasta ári  Hagnaður/28 Á SÍÐUSTU Toronto- kvikmyndahá- tíð vakti hryll- ingsmyndin Cabin Fever eftir unga leik- stjórann Eli Roth mikla at- hygli. Svo mikla að Lion’s Gate dreifingarfyrirtækið tryggði sér réttinn fyrir 250 milljónir króna. Þetta er fyrsta mynd Roth og kviknaði hugmyndin að myndinni er hann bjó hér á Íslandi í upphafi tí- unda áratugarins. Liggur kveikjan í sjaldgæfum húðvírus sem lagðist á Roth eftir að hann komst í snertingu við 20 ára gamalt hey. Myndin, sem þykir marka viss straumhvörf í hryll- ingsmyndagerð, verður frumsýnd í ágúst og ætlar Roth þá að koma í sérstaka heimsókn til landsins.  Húðvírusinn/50 Íslenskt hey kveikja að hrollvekju JÖRÐIN séð frá himni, sýning á loftmyndum eftir franska ljós- myndarann Yann Arthus- Bertrand, verður haldin á Lækj- artorgi og í Austurstræti í sumar. Um er að ræða 120 stórar myndir sem settar verða upp á sérsmíð- aða sýningarkassa. Sýningin hefur vakið athygli víða um heim og verið sett upp í meira en fimmtíu borgum. Arth- us-Bertrand flaug í meira en þrjú þúsund klukkustundir í þyrlu yfir hinum ýmsu löndum en undirbún- ingur að sýningunni stóð í um tólf ár. Umboðsfyrirtæki ljósmynd- arans annast sýninguna en Reykjavíkurborg og nokkur ís- lensk fyrirtæki styrkja hana. Á sýningunni verða meðal ann- ars myndir sem Arthus-Bertrand tók yfir Íslandi en hann var hér á ferð sumarið 1996. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þá þessa mynd af honum, þar sem hann flaug í þyrlu yfir Þingvöllum og nágrenni. Loftmyndir á Lækjartorgi Morgunblaðið/Golli  Jörðin/22 Á FJÓRÐA hundrað manns mótmæltu á Austurvelli í gær þegar iðnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi um álverksmiðju í Reyðarfirði. Fundurinn bar yfirskriftina: Útkall! Allir sem vettlingi geta valdið. Á Austurvelli hafði hrúgu af vettlingum verið komið fyrir og tóku mótmælendur vettling úr hrúgunni. Skipuleggjendur segja að þannig hafi mótmælendur viljað leggja áherslu á að þetta væri neyðarútkall./12 Morgunblaðið/Golli Hundruð mótmæltu við Alþingi MIÐAÐ við fjölda bókana fyrirtækja í ferðaþjónustu eru horfurnar í atvinnugreininni nokkuð góðar um þessar mundir og nokkur bjartsýni ríkir fyrir komandi sumar. Þó eru blikur á lofti vegna yfirvofandi styrj- aldar í Írak og aðilar í ferðaþjónustu hafa áhyggjur af gengishækkun íslensku krónunnar. „Miðað við sama tíma í fyrra er bókunarstaða fyrir árið 2003 nokkuð góð hjá flestum þeim fyrirtækjum sem við höfum haft samband við,“ segir Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunn- ar, en nýverið könnuðu samtökin stöðu og horfur fyr- irtækja í ferðaþjónustu. Erna segir að þó að bókanir séu ekki ávísun á raunverulegar komur ferðamanna gefi þær ákveðnar vísbendingar um það sem koma skal. „Helstu áhyggjuefnin eru yfirvofandi styrjaldar- átök sem hafa mikil áhrif á stöðu ferðaþjónustunnar í heiminum og geta dregið enn frekar úr ferðalögum ákveðinna þjóða, t.d. Bandaríkjamanna.“ Þá hafa margir áhyggjur af hækkandi gengi krón- unnar. Hótelherbergjum í Reykjavík fjölgar um 20% á þessu ári með tilkomu Plaza hótels í Aðalstræti sem opnað verður í vor, 101 hótels á Hverfisgötu, Hótels Baróns á Barónsstíg og breytingum á Hóteli Esju sem verður Nordica hótel. Erna segir að ljóst sé að þessi aukning kalli á gríðarmikla markaðssetningu til að fá viðunandi nýtingu á gistirýminu. Góðar horf- ur í ferða- þjónustu Yfirvofandi styrjöld í Írak og gengissveiflur áhyggjuefni ♦ ♦ ♦ ÍSLENSKIR knattspyrnumennvoru heldur betur í sviðsljósinu í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Þrír af þeim fjórum sem leika í deild- inni voru á ferðinni með liðum sínum og öllum tókst þeim að skora mark. Jóhannes Karl Guðjónsson skor- aði í sínum fyrsta leik með Aston Villa, beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi, og knattspyrnustjóri fé- lagsins, Graham Taylor, sagði eftir leikinn að hann væri strax farinn að leggja drög að því að kaupa hann af Real Betis á Spáni. Aston Villa er með Jóhannes á leigu frá spænska félaginu. Eiður Smári Guðjohnsen gerði eitt fallegasta mark deildarinnar í vetur þegar hann skoraði fyrsta mark Chelsea sem lagði Leeds að velli, 3:2. Að auki átti hann drjúgan þátt í sigurmarki liðsins. Hinn 37 ára gamli Guðni Bergsson skoraði sitt fyrsta mark á þessu keppnistímabili fyrir Bolton í leik gegn Everton. Þrír skoruðu í Englandi  Jóhannes skoraði /46  Eiður með /47 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.