Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Þorkell Sniglarnir hafa barist fyrir lækkun tryggingaiðgjalda. Hér eru þeir í hópkeyrslu sl. sumar. S TEFÁN Ásgrímsson, rúm- lega fimmtugur tjónlaus vélhjólaeigandi, segir farir sínar ekki sléttar af við- skiptum sínum við sitt trygging- arfélag og segist auk þess hafa sannreynt að frásögn hans er fjarri því einsdæmi. Segir hann að svo virðist sem tryggingarfyrir- tækin séu að verðleggja vélhjóla- eign út af borðinu og varla sé lengur á færi nema hátekjumanna að eiga slíkt farartæki. „Ég get vel skilið sum rökin fyr- ir háum iðgjöldum, þegar vélhjóla- slys verða, þá eiga þau til að vera alvarleg. En ég gat ekki orða bundist er ég, rúmlega fimmtugur karlinn sem hef verið nánast tjón- laus alla ævi, skráði mótorhljólið mitt fyrir á þriðja ári síðan og var gert að borga á fjórða tug þúsunda á mánuði,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. Brá í brún Stefán keypti rússneskt vélhjól af Úral-gerð í Þýskalandi fyrir tæpum þremur árum. Úralhjólin eru að sögn Stefáns eftirlíking af þýska BMW hjólinu frá árunum í kringum 1970. Þau eru framleidd í Síberíu, brenna blýlausu bensíni og eru aðlöguð að öllum Evrópu- stöðlum. „Mér brá í brún þegar ég skráði hjólið fyrst og fékk rúmlega 30 þúsund króna rukkun á mánuði fyrstu mánuðina. Ég gerði ekkert í þessu þá, heldur tók hjólið af núm- erum eftir fáa mánuði, en vorið eftir skráði ég hjólið aftur og þá var allt við það sama, rétt um 35.000 krónur á mánuði,“ segir Stefán. Hann gerði sér far um það föstudag nokkurn, að ljúka verk- efnum í vinnunni snemma dags og heimsækja tryggingarfélagið sitt. Þar spurði hann fyrst eftir for- stjóra, síðan næstráðanda, en á endanum fékk hann að setjast nið- ur með deildarstjóra bifreiða- trygginga. Þar hélt hann talsverða messu, lýsti ferli sínum og skoð- unum. Hann segir að það hafi tek- ið hann hálfa aðra klukkustund að þrefa fram og aftur við deildar- stjórann. „Ég fékk að heyra það að allir sem skrá hjól í fyrsta sinn fara í þennan háa flokk nema einhverjir sem hann kallaði úrvalsökumenn og sérstaka vildarvini fyrirtækis- ins, þar átti hann við einstaklinga sem væru í miklum viðskiptum, tryggðu, hús, bíla, innbú og jafnvel fyrirtæki sín hjá þeim. Hann sagð- ist myndu leggja mál mitt fyrir fund og ég gekk á braut sáttur í bili. Nokkrum dögum seinna fékk ég þær fréttir að ég fengi hjólið skráð á sama hátt og bílinn, eitt- hvað um 72.000 krónur á ári, en ég varð að skrifa undir yfirlýsingu um að ég myndi aldrei leyfa nein- um að aka hjólinu. Ég er í sjálfu sér sáttur við það, því mér var alltaf meinilla við að lána hjólið og get nú vísað á pappírinn.“ Vélhjól að hverfa? „Sú var tíðin að flestir þeir sem fóru hér um á vélhjólum voru ung- ir karlmenn. Nú sjást þeir ekki lengur og þeir sem eru enn á hjól- unum eru meira og minna karlar á bilinu 40 til 70 ára. Mér sýnist að þessi stefna tryggingarfélaganna sé sett fram til að fækka vélhjól- um, helst að þau hverfi alveg með tímanum. Það gefur augaleið að það er ekki auðvelt fyrir ungt fólk að borga svona tryggingar. Tryggingarfélögin halda þessu fram í lengstu lög og fleiri en ég hafa þurft að hafa mikið fyrir því að fá lægri iðgjöld,“ sagði Ásgeir. Breytilegar tölur Það kemur ekki fram í máli Ásgeirs hvert hans tryggingarfélag er, en Morgunblaðið sneri sér til Arndórs Hjart- arsonar deildarstjóra hjá Sjóvá–Almennum og spurði hann hvernig væri með tryggingar á vélhjólum hjá fyrirtæk- inu. „Það allra helsta um ábyrgðartryggingar fyr- ir vélhjól er, að iðgjald fyrir þann sem hefur 10% bónus er 529.023 krónur á ári en þeir sem hafa 75% bónus greiða 382.634 krónur. Síðan er hægt að leggja inn núm- er og þá er ekki greitt fyrir það tímabil sem númerin liggja inni. Stofnfélagar fá 10% afslátt frá þessu verði. Góðir viðskiptavinir í Stofni, sem eru eldri en 26 ára, hafa fengið aukaafslátt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem eru að mestu um tjónleysi. Einnig höfum við boðið upp á fast gjald fyrir þá sem uppfylla ákveðin skilyrði, s.s. að vera orðnir 29 ára, sem er 101.080 kr. en þá er ekki endurgreitt vegna innistöðu. Þeir sem eru í Stofni fá 10% af- slátt. Bónusreglur fyrir bifhjól eru líka aðrar en á bílum, þannig að ekki fæst fullur bónus fyrr en við 29 ára aldur.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ástrós Guðmundsdóttur deildar- stjóra hjá TM er um þrenns konar áhættuflokka bifhjóla að ræða hjá TM. Flokkur 350 þar sem ársiðgjald með 75% bónus er 374.907 krónur, en án bónuss 610.415 krónur. Þetta er trygging fyrir 25 ára og yngri og ef númer eru lögð inn þá er trygging endurgreidd í hlutfalli við það. Flokkur 355 fyrir 25 ára og eldri. Þar er iðgjaldið 249.393 krónur á ári með 75% bónus og 401.224 krónur með engan bónus. Það gildir það sama hér og að of- an, að það er hlutfallslega end- urgreitt ef númer eru lögð inn hluta ársins. Loks er hjá TM flokkur 353, fyr- ir 25 ára og eldri með fjórar trygg- ingar hjá TM. Í þessum flokki er ársiðgjaldið 86.801 króna með 75% bónus, en 199.137 krónur án bón- uss. Í þessum flokki fæst ekki end- urgreiðsla gegn því að leggja inn númer hluta af ári. Iðgjöld vegna mótorhjóla allt að 610.415 á ári Morgunblaðið/Sverrir Stefán Ásgrímsson á hjólinu góða. 2 B MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Skoda Octavia Elegance 1.8 Turbo, f. skr.d. 05.10. 2001, ekinn 15.000 km., 5 dyra., beinskiptur, sóllúga, 15“ álfelgur, vindskeið o.fl. Verð 1.720.000 HIN staðlaða evrópska árekstr- arvarnaprófun, Euro NCAP, er framkvæmd nokkrum sinnum á ári. Nýlega voru framkvæmdar prófanir á nokkrum algengum gerðum bíla. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi: Fjölskyldubílar  Skoda Superb Vernd fyrir farþega: 4 stjörnur. Vernd fyrir vegfarendur: Engin stjarna. Smábílar  Opel/Vauxhall Meriva Vernd fyrir farþega: 4 stjörnur. Vernd fyrir vegfarendur: 1 stjarna. Stórir jeppar  BMW X-5 Vernd fyrir farþega: 4 stjörnur. Vernd fyrir vegfarendur: 1 stjarna. Jepplingar  Mitsubishi Pajero Pinin Vernd fyrir farþega: 3 stjörnur. Vernd fyrir vegfarendur: 1 stjarna. Tveggja sæta sportbílar  Audi TT Vernd fyrir farþega: 4 stjörnur. Vernd fyrir vegfarendur: Engin stjarna.  MGTF Vernd fyrir farþega: 4 stjörnur. Vernd fyrir vegfarendur: 3 stjörnur. Þetta er í fyrsta sinn sem próf- un er gerð á árekstravörnum tveggja sæta sportbíla (roadster). Árekstrar- varnaprófun Euro NCAP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.