Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 B 11 bílar Þ AÐ var ekki laust við að það færi um undirritaðan þegar hann var reyrður ofan í að- stoðarökumannssætið í Mitsubishi Pajero Evolution-bíl Frakkans Stephane Peterhansels úti í Sinai-eyðimörkinni. Keppni var lok- ið í Dakar-rallinu, Peterhansel í þriðja sæti og keppnislið Mitsubishi bauð blaðamönnum að upplifa akst- ur með bestu ökuþórunum. Við feng- um keppnishjálma og klöngruðumst upp í sætið sem er umgirt þykkum stálbitum sem gegna hlutverki vel- tivarnar. Búið var að fjarlægja tækjabúnað aðstoðarökumannsins, þ.e. stórt GPS-tæki og annað stjórn- borð sem stýrir jafnt eldsneytisflæði og afköstum túrbínu og aðstoðar- ökumaðurinn sér líka um að minnka loft í dekkjum eða auka það eftir at- vikum með sjálfvirkum búnaði. Okkur var bannað að taka nokkuð með okkur inn í bílinn því lausir hlut- ir eru eins og hættuleg vopn inni í stjórnrými bílsins ef eitthvað fer úr- skeiðis. Og ökuþórarnir ætluðu greinilega að láta okkur finna til te- vatnsins. Ég var múlbundinn niður í fimm punkta belti sem var hert svo að líkamanum að erfitt var að draga andann djúpt. Sem meitlaður úr steini Mitt hlutverk var bara að vera þægur og láta lítið fara fyrir mér meðan Peterhansel sýndir listir sín- ar. Það var auðsótt mál enda hefði ég lítið getað tjáð mig á þessum augna- blikum ævinnar vegna hreinnar eft- irvæntingar. Peterhansel spurði mig reyndar hvort ég væri mælandi á franska tungu en mér fannst hyggi- legast að neita því; vildi ekki reyna að halda uppi bjöguðum samræðum sem gætu fipað hann í akstrinum. Öruggast að hann fengi algeran frið. Næst spurði hann mig með augnr- áðinu hvort ég væri tilbúinn. Ég kinkaði kolli og þá þeyttist bíllinn af stað. Búið var að gera um 5 km lang- an slóða sem lá í hring um svæðið þar sem við höfðum komið okkur fyrir. Hestöflin 270 rifu áfram öll hjól bílsins og það brakaði og brast í öllu, enda ekki verið að þyngja keppnis- bílana með neinum óþarfa eins og pústkerfi eða hljóðeinangrun. Fyrri hluti hringsins var á tiltölulega slétt- um sandi og þá gafst mér tækifæri til þess að virða þennan 38 ára gamla Fransmann fyrir mér og aðfarir hans. Andlitið var eins og meitlað úr steini og augu hans viku ekki frá slóðanum framundan. Hann skipti sex gíra kassanum upp leiftursnöggt og án þess að nota kúplinguna. Þetta er eitthvað sem einungis færustu ökuþórar ná tökum á því þeir þurfa að finna á sér hvenær vélin er komin á nákvæmlega réttan snúning til þess að geta skipt upp án þess að kúpla. Peterhansel á að baki glæsilegan feril í Dakar-rallinu og öðrum íþrótt- um. 14 ára var hann Frakklands- meistari í hjólabrettakúnstum en hann tók þátt í fyrsta Dakar-rallinu á vélhjóli árið 1988. Fyrsta sigrinum á vélhjóli fagnaði hann 1990 í Túnis- rallinu og ári seinna, aðeins 25 ára gamall, sigraði hann í fyrsta sinn í Dakar-rallinu. Hann stóð síðan uppi sem sigurvegari næstu árin, þ.e.a.s. 1992, 1993, 1995, 1997 og 1998, alltaf á Yamaha-hjóli. Upp frá því ákvað hann að taka þátt í rallkeppnum á bíl og vinna sig- ur svo fljótt sem auðið væri. Fyrsta sigrinum landaði hann í Túnis-rall- inu í fyrra, tólf árum eftir fyrsta sig- urinn á vélhjóli í sama ralli. Peter- hansel segir að hann sé orðinn of gamall til að keppa á vélhjóli í Dakar en sé hins vegar með yngstu kepp- endum á bíl. Gangi allt vel eigi hann enn eftir a.m.k. 10 góð ár í Dakar- rallinu. Það var því æði sérstök tilfinning að sitja við hlið þessa mikla íþrótta- manns. Á fyrri hluta leiðarinnar náði bíllinn strax um 170 km hraða en svo tók við skörp hægri beygja þar sem reyndi virkilega á grip bílsins. Pet- erhansel var búinn að gíra niður og botngaf bílnum um leið og hann var farinn að skríða inn í beygjuna. Risavaxið þvottabretti Framundan var svo erfiðasti hluti leiðarinnar, altént fyrir leikmanninn. Slóðinn var eins og risavaxið þvotta- bretti og bíllinn flaug í frjálsu flugi og fleytti kerlingar á milli hólanna, en „aðstoðarökumaðurinn“ gaf frá sér hljóð eins og lítil skólastúlka, jafnt af hræðslu en líka gleðiblöndn- um spenningi, eins og þeir kannast við sem hafa farið í rússíbana sem bragð er að. Það var mögnuð tilfinn- ing að finna bílinn takast á loft, fljúga áfram en lenda síðan jafnt á fjórum hjólum. Þarna skilst í einni svipan mikilvægi þyngdardreifingar bílsins sem er nánast jöfn á milli öxla og þess vegna er lendingin svona ná- kvæm. Fjöðrunarbúnaðurinn er síð- an snilld út af fyrir sig því ég átti allt- af von á þungu höggi þegar bíllinn kæmi aftur til jarðar. Fjöðrunin er geysilega slaglöng og dempaði högg- ið algerlega strax í lendingunni þannig að Peterhansel var strax með fulla stjórn á bílnum. Eftir þvotta- brettið leyfði Peterhansel sér að glotta til mín og ég endurgalt honum glottið með breiðu brosi. „C’est ab- solument formidable“, náði ég að stynja út úr mér þegar við námum staðar. Ég hefði viljað fara í miklu lengri ferð með Peterhansel og var jafnvel farinn að láta mig dreyma um eitthvað jafn óraunhæft og þátttöku í heilu Dakar-ralli. Þótt ég hafi borið mig vel eftir þessa 5 km er óvíst hvernig 8.552 km á 19 dögum, við mun erfiðari aðstæður á köflum, hefðu farið í mig. Í flugakstri með Peterhansel Stephane Peterhansel lenti í þriðja sæti í Dakar-rallinu sem lauk sl. sunnudag. Hann bauð Guðjóni Guðmundssyni með sér í 5 km flugakstur í Sinai-eyðimörkinni að keppni lokinni. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Stephane Peterhansel umkringdur fjölmiðlafólki. Greinarhöfundur og Stephane Peterhansel skömmu fyrir flugaksturinn. MITSUBISHI Pajero Evolution var sýndur á bílasýningunni í París 2002. Frumgerð bílsins var prófuð í Mar- okkó sl. sumar og tveir bílar voru skráðir í Marlboro UAE í nóvember og ók Stephane Peterhansel öðrum þeirra til sigurs í keppninni. Bíllinn er mikið frábrugðinn klassískum Pajero. Hann er t.a.m. 113 mm lengri, 39 mm breiðari og hjólhafið er 180 mm lengra. Einnig er sporvíddin bæði að framan og aftan 22 mm meiri. Vélin er sömuleiðis 100 mm lægra en í hefðbundnum Pajero og 300 mm aft- ar. Þetta eykur jafnt þyngdardreif- inguna og færir þyngdarpunktinn neðar. Lengd: 4.223 mm. Breidd: 1.994 mm. Hjólhaf: 2.725 mm. Sporvídd að framan: 1.722 mm. Sporvídd að aftan: 1.722 mm. Vél: 6G74, sex strokka, 24 ventla, tveir yfirliggjandi knastásar, rafeindastýrð fjölinnsprautun. Strokkþvermál: 93,0 mm. Slagrými: 3.497 rúmsentimetrar. Afl: 270 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Gírskipting: Sex gíra, handskiptur. Framfjöðrun: Sjálfstæð, tvöfaldir klofar. Afturfjöðrun: Sjálfstæð, tvöfaldir klofar. Stýri: Tannstangarstýri með hjálparátaki. Hemlar: Kældir diskar, sex dælur í bremsuklemmur. Dekk: BF Goodrich. Eldsneytistankur: 500 lítrar. Hámarkshraði: 190 km/klst. Pajero Evolution Toyota Landcruiser 100 VX 4,2 turbo dísel, ný- skráður 10/98, ekinn 126 þús, vínrauður, sjálfsk, 35" breyting, leður, lúga, tölvu- fjöðrun, krómgrind, kastar- ar, krókur, filmur. Verð 4,750 þús. Toyota Landcruiser 90 VX turbo dísel, nýskráður 03/00 ekinn 80 þús, vín- rauður, sjálfskiptur, 33" breyting, krómgrind, spoil- er, varadekkshlíf, krókur. Verð 3,100 þús. Toyota Landcruiser 90 GX turbo dísel, nýskráður 04/97, ekinn 120 þús, sjálfsk, vínrauður, 33" breyting, krókur, 8 manna, varadekkshlíf. Verð 2,050 þús. Toyota Landcruiser 90 LX common rail, nýskráður 02/01, ekinn 40 þús, silfur- grár, 5 gíra, 38" breyting, kastaragrind, krókur, viður í mælaborði, kassi aftan á filmur, toppgrind. Verð 4,190 þús. Toyota Landcruiser GX common rail, nýskráður 01/02 ekinn 25 þús, silfur- grár, sjálfskiptur, 33" 16" breyting, krókur, vara- dekkshlíf, Verð 3,890 þús. Toyota Landcruiser 90 GX turbo dísel, nýskráður 01/00, ekinn 102 þús, svartur, sjálfskiptur, 33", 16" breyting, krómfelgur, krómpakki, varadekkshlíf, krókur, spoiler. Verð 3,100 þús. Nýr Toyota Landcruiser 90 VX common rail, ný- skráður 01/03 ekinn 0, sjálfskiptur, leður, blár. Verð 4,390 þús. Toyota Landcruiser 90 GX common rail, nýskráður 09/02, ekinn 2 þús, sjálf- skiptur, vínrauður, 35" breyting, krókur, spoiler, varadekkshlíf. Verð 4,690 þús. Toyota Landcruiser 90 VX turbo dísel, árg 2000, (nýskráður 12/99), ekinn 90 þús, sjálfskiptur, leður, krókur. Verð 2890 þús. Toyota Land-cruiser 90 GX turbo dísel, nýskráður 01/99, ekinn 114 þús, hvít- ur, 5 gíra, 35" breyting, krómgrind, kastarar, topp- grind, krókur. Verð 2,690 þús. Toyota Land-cruiser 90 VX turbo dísel, árg 98, (nýskráður 11/97) ekinn 130 þús, dökkblár, sjálf- skiptur, krókur. Verð 2,290 þús. Toyota Landruiser 90 LX common rail, nýskráður 06/01, ekinn 55 þús, dökk- blár, 5 gíra. Verð 2,840 þús. Mazda 626 GLXI 2000 ssk Árg 1999, ekinn 103 þ. km. Verð kr. 1.190,000 Land Rover Freelander V6, árg. 2001 Ssk. Ekinn 20 þ. km. Áhv. 1.700,000. TILBOÐ kr 2,600,000,-stgr. Bílasalan er staðsett í Vatnagörðum 38 (gengt IKEA) S. 517 0000 netfang: planid@planid.is MMC Pajero Sport árg 2000, ekinn 75 þ km. Áhvílandi kr. 1,700,000. Verð kr. 2,690,000 Renault Megané Scénic árg. 2000 Ekinn 70 þ. km. Verð kr. 1.280,000 Subaru Impreza LX WAGON 4WD árg. 2000 Ekinn 43 þ. km. Verð kr. 1.190,000 Opel Astra GL CARAVAN árg. 2003 NÝR BÍLL. Verð kr. 1.850,000 Nissan Terrano II Luxury, árg. 2000 ssk Ekinn 40 þ. km. 35” breyttur. Verð kr. 3.300,000 Toyota double cab dísel, árg. 1993 Ekinn 206 þ. km. Mikið breyttur. Verð kr. 1.180,000 M.B. Atego, árg. 1999 Ekinn 100 þ. km. Verð kr. 3.900,000 + vsk. VW Passat, árg 1998 Ekinn 79 þ. km. Áhvílandi kr. 700.000 Verð kr. 1.080,000 VAKTAÐ OG AFGIRT ÚTIPLAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.