Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Á FYRSTA ársfjórðungi þessa árs bætist Touran í hóp nýrra bifreiða frá Volkswag- en. Þessi fjölnotabifreið var sýnd almenningi í fyrsta sinn í Wolfs- burg í síðustu viku. Bíllinn er hlaðinn öryggis- og þægindabúnaði, þar á meðal sex öryggisloftpúðum, virkum öryggishöfuðpúðum á framsætum, ESP stöðugleikabúnaði, hemlahjálp og útvarpi með geislaspilara. Framleiðslan, sem á sér stað í nýj- um verksmiðjum í Wolfsburg, er einnig háþróuð. „Auto 5000 GmbH“, eins og þessi nýja verksmiðja nefnist, hefur skapað 3.500 ný störf. Nýjir starfsmenn hafa hlotið sérstaka þjálf- un og eru þátttakendur í framleiðslu, sölu, markaðsmálum, flutningum og gæðastjórnun. Touran kemur á markað með FSI- bensínvél og tveimur TDI-dísilvélum, þ.e. 1,6 lítra, 115 hestafla FSI-vél, 1,9 lítra TDI, 100 hestafla og 2,0 lítra, 136 hestafla TDI Trendline. Tveggja lítra turbódísilvélin er ný hönnun, með fjórum ventlum á hverjum strokki. Allar þessar vélar mæta EU 4 stöðl- um varðandi útblástur og njóta því af- sláttar af gjöldum á heimamarkaði í Þýskalandi. Sex gíra kassar FSI og TDI-gerðirnar eru með sex gíra gírkössum. Síðar munu TDI- gerðirnar verða fáanlegar með nýjum gírkassa, sem er með svonefndri DSG-beinni skiptingu, (direct shift gearbox), sem einnig er með sex gíra áfram. Þessi nýi gírkassi sameinar kosti hefðbundinnar sjálfskiptingar og snöggrar gírskiptingar og spar- neytni venjulegs handskipts gírkassa. FSI-vélina er einnig hægt að fá með nýrri sex þrepa sjálfskiptingu. Fyrir utan blæjugerð nýju Bjöllunnar, er Touran eina bifreiðin í heiminum í dag sem er búin þverstæðri sex þrepa sjálfskiptingu. Yfirbygging, innanrými, hjólabún- aður og margir hlutar drifrásarinnar eru ný hönnun ætluð fyrir Touran, sem er í boði með fimm eða sem auka- búnað, sjö sæti. Meðal þeirra atriða sem vekja mesta athygli í í Touran er nýting innanrýmis og mikið pláss sem er til staðar. Þar er að finna 39 mis- munandi hillur, vasa og geymsluhólf. Bíllinn er með McPherson gorma- fjöðrun að framan og nýrri fjögurra liða fjöðrun að aftan. Í fyrsta sinn hjá Volkswagen í þessum stærðarflokki er Touran með rafknúið vökvastýri. Í samanburði við hefðbundin vökva- stýri notar þessi búnaður minni orku og eykur þar með sparneytni, hjálp- araflið fer eftir aksturshraða og hægt er að láta búnaðinn mæta betur eig- inleikum þeirra bifreiðar sem hann er í. Yfirbygging Touran er soðin sam- an með leysisuðu og er því stíf. Ör- yggisloftpúðar eru að framan og til hliðar, ásamt höfuðöryggispúðum og virkum öryggishöfuðpúðum á báðum framsætum. Þriggja festu öryggis- belti eru staðalbúnaður við öll sjö sæt- in. Diskahemlar eru á öllum hjólum, (með kældum diskum að framan). ESP, (stöðugleikastýring), með hemlahjálp og ABS-hemlalæsivörn eru staðalbúnaður sem tryggir mikið virkt öryggi. Hægt er að bæta við þriðju sæta- röðinni sem aukabúnað í Touran. Sætin tvö í þriðju sætaröðinni eru þægileg fyrir fullorðna farþega, og á auðveldan hátt er hægt að fella sætin niður í gólfið þegar þau eru ekki í notkun. Hægt er að haga farmrýminu eftir því hve mörg sæti eru í notkun: Í hefðbundinni fimm sæta uppröðun er pláss fyrir 695 lítra af farangri, en þessi tala hækkar í 1.989 lítra þegar aftursætin eru tekin í burtu. Heildar- burðargetan er meira en 660 kíló. Hekla kynnir nýjan Touran í vor hér á landi en verð liggur ekki fyrir enn. VW Touran verður kynntur hérlendis í vor. Touran verður fáanlegur með 2,0 lítra, 136 hestafla dísilvél og með sex gíra handskiptum kassa. Hægt er að bæta við þriðju sætaröðinni sem aukabúnaði í Touran. VW Touran kynntur í vor Sími 554 0040 - Fax 554 6144 Kársnesbraut 100 v/Vesturvör Netfang: bilklaedi@mmedia BIFREIÐASMÍÐI KLÆÐNINGAR BREYTINGAR Tjónaskoðun Alternatorar – Startarar í allflesta fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, bátavélar á lager og hraðpantanir. Trumatic gasmiðstöðvar í bíla, báta o.fl. Bílaraf Auðbrekku 20, s. 564 0400, f. 564 0404, n.bilaraf@isl.is umboðið umboðið Pústþjónusta BJB ehf. Flatahraun 7 - 220 HAFNARFIRÐI - Sími 565 1090 Sala, smíði og ísetning á pústkerfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.