Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 B 13 bílar Þ að speglast í eign minni að ég er dellu- karl á bílasviðinu, og reyndar fyrir ým- iss konar ökutækjum. Ég er bæði með fólksbíl og jeppa og svarið mótast af umhverfinu og því sem maður er að gera. Það er ekki hægt að eiga alla bíla á Íslandi til einhvers gagns. Mig langar vissulega í ýmsa sportbíla, og hefur alltaf gert, og Ferrari er ofarlega í huga mínum án þess að ætli að nefna eina týpu,“ segir Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og fyrrverandi bæj- arstjóri í höfuðstað Norðurlands. „Ferrari er bíltegund sem ég gæti að minnsta kosti alveg hugsað mér að njóta um sinn. En það er auðvitað fjarlægur draumur að eignast slíkan bíl, bæði vegna aðstæðna hér heima og pen- ingalega.“ Halldór segir praktískara að haga bílaeign sinni eins og hann gerir. „Að eiga eitthvað sem not er fyrir; til dæmis að breyta venjulegum jeppa. Ég er með mjög breyttan Patrol jeppa, einn með flestu, og hann dugar mér og mínum ágætlega. Ég nota hann mikið til þess að ferðast, hvenær sem er ársins.“ Halldór hrífst einnig af fólksbílum og keppti m.a. í ralli á sínum tíma. Sigraði reyndar í fyrstu rallkeppni sem haldin var á Íslandi ásamt Úlfari Haukssyni, sem nú er framkvæmdastjóri Kaffi- brennslu Akureyrar og formaður Rauða kross Íslands. Áhugi Halldórs á fólksbílum hefur auk- ist aftur í seinni tíð og hann á nú Subaru Imp- reza Turbo, mikið breyttan bíl, sem sonur hans hefur ekið í kvartmílukeppni. „Drengurinn keyrir og sá gamli er með, það þarf einhvern stjóra! Ég reyni að gera honum þetta kleift og nýt þess að vera með honum í þessu. Gamlir félagar hafa verið að bera það upp á mig að ég þori ekki að keyra sjálfur, en ég segi á móti að það sé gott ef feðgar finna sér eitthvað til þess að vera í saman.“ Hann segist fá mikið fyrir tiltölulega lítinn pening þegar Subaruinn er annars vegar. „Við- bragðið er öðrum hvorum megin við 5 sekúnd- urnar í 100 kílómetra og hámarkshraði er 240 km.“ Enda var Halldór að endurnýja kvartmílu- bílinn; fékk sér annan, nýrri, sömu tegundar. Halldór hefur líka lengi verið í vélsleðamennsku og ferðast talsvert um landið þannig. Hann kveðst hafa mikinn áhuga á þessu öllu og sér dugi yfirleitt ekki að tækin séu hefðbundin. Seg- ist reyna að laga þau til, í því skyni að hafa meira gagn og ánægju af. „Það er stundum erfitt að vera dellukarl því þá þarf maður að ganga svo langt. Þetta er eitt af því sem á sér engin endi- mörk!“ „Ég hef stundum sagt í gríni, þegar menn tala um kostnaðinn, að þetta sé mitt tóbak og mitt brennivín.“ Halldór notar hvorugt og segir því auðvelt að sannfæra sjálfan sig um að hann hafi af einhverju að taka sem sparast hafi við það. En skyldi það vera gamall draumur að fá að njóta Ferrari bíls? „Já, ég hef lengi fylgst með Formúlu 1 og ralli og reyndar öllum bílaíþróttum. Ég var mikill Fiat-áhugamaður á árum áður og átti Fiat. Ferrari er tengdur honum og hefur aldrei vikið frá mér; mér hefur alltaf fundist bæði fyrirtækið og bílarnir magnaðir. Þeir hafa ákveðna sér- stöðu, ásamt fleirum reyndar.“ Halldór segir að af þeim bílum sem fluttir séu til Íslands finnist honum rétt að nefna Porsche. „Þeir hafa líka mikla sérstöðu. Ég er hrifinn af bílum með drifi á öllum hjólum og Porsche býð- ur upp á það. Það hentar vel hér og gefur magn- aða aksturseiginleika.“ Bætir svo við að vitaskuld sé betra að vera með slík ökutæki í öðru umhverfi en á Íslandi. „Það er leiðinlegt að keyra svoleiðis bíla á innan við 100 kílómetra hraða. Hér heima duga manni tveir gírar, líklega bara einn og hálfur!“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Halldór Jónsson, bílaáhugamaður á Akureyri, við jeppann sinn – breyttan Nissan Patrol. Gæti hugsað mér að njóta Ferrari um sinn Draumabíllinn skapti@mbl.is Nýbýlavegi 10 og 32 • Kópavogi • S: 554 2510 - 554 2590 Tjónaviðgerðir á öllum tegundum bíla TOYOTA ÞJÓNUSTA Bílaleigan Berg ehf. Bíldshöfða 10, 110 Reykjavík Sími: 577-6050 Fax: 567-9195 Netf: berg@carrental-berg.com www. carrental-berg.com Frábær tilboð á mánaðarleigu, hafðu samband og kynntu þér málið Öryggi alla leið ! Alltaf sama kennitalan Gallerý Bón Grensásvegi 11 (Skeifumegin) sími 577 5000 Alþrif • innanþrif • hraðþvottur • teflon mössun og djúphreinsun Tökum breytta bíla allt að 44“ Allt handunnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.