Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 15 Reynslan hefur sýnt að jeppar sem eru að eigin þyngd 2–2,5 tonn þurfa að vera með spil sem draga 8.000– 9.000 lbs., eða 3,7–4,1 tonn. Þessi dráttargeta er miðuð við innsta vafn- ing á spilinu. Notkun á spili og frágangur Þegar spil er notað ber að gæta ýtrustu varkárni. Þetta eru öflug tæki sem ekki gefa eftir. Varast ber að standa nálægt vírnum við tog en muna að leggja ábreiðu eða úlpu á vír- inn miðja vegu milli bílanna. Ef vírinn losnar eða slitnar er minni hætta á slysum eða skemmdum. Huga þarf vel að því hvernig spilv- írinn raðast á spilið. Þegar honum er stýrt inn á spilið skal ætíð nota leð- urhanska og láta vírinn ekki renna eftir lófanum því slitnir vírþræðir geta valdið alvarlegum áverkum. Ef vírinn ALGENGUSTU gerðir dráttarspila á jeppa eru rafmagnsspil. Einnig eru til gírspil og vökvaspil. Rafmagnsspilin hafa þann kost að nokkuð auðvelt er að koma þeim fyrir á flestum jeppum. Þau eru einnig til í stærðum sem henta hverjum og einum. Spil þurfa að vera tryggilega fest í grind jeppans þannig að engin hætta sé á að yf- irbygging hans skemmist við mikið átak. Hentugt er að tengja spil í próf- ílbeisli. Einnig er hægt að nota próf- íltengi að framan sem hægt er að tengja spil við. Spil eru til margra hluta nyt- samleg, t.d. við að draga upp fasta bíla, halda bílum kyrrum eða strekkja girðingar. Deila má um dráttargetu spila. raðast ekki vel inn á spilið er mikil hætta á að hann skemmist eða eyði- leggist þegar átak kemur á vírinn. Þegar nýtt spil er sett á jeppa ætti alltaf að draga allan vírinn út og draga hann síðan inn undir álagi, t.d. með því að binda í eitthvað jarðfast. Setjið bílinn í hlutlausan gír og hand- bremsu og dragið hann síðan að jarð- fasta hlutnum og látið bílinn draga afturhjólin. Þetta þarf að gera til að herða vafninga vírsins svo minni hætta sé að að ytri vafningar sökkvi inn í þá innri undir miklu álagi á vírinn. Mikilvægt er að ganga vel frá öllum tengingum þegar spil eru sett á og muna að smyrja vel á alla staði þar sem tæring gæti byrjað. Kaplar sem flytja straum til spils- ins eiga að vera 35–50 kvaðröt. Öflugur rofi er nauðsynlegur örygg- isbúnaður við ásetningu spils. Rofinn er settur á plúskapal til spilsins. Rof- anum er síðan slegið inn, einungis þegar á að nota spilið. Rofinn getur varnað skammhlaupi og íkveikju og þar að auki varnað því að spilið sé notað fyrir slysni. Dynex-ofurtóg Nú þegar er nokkur reynsla komin á þessa gerð tóga sem notuð eru á spil í stað vírs. Dynex-tógið er 8 mm svert en þolir 7 tonna átak. Það er verulega léttara en stálvírinn. 50 metrar af 8 mm tógi vega einungis 1,93 kg en 30 metrar af 8 mm stálvír 8 kg. Tógið leggst betur á spiltroml- una og því kemst mun lengra tóg á hana en vír. Tógið flýtur í vatni sem er mjög hentugt þegar bíll festist í á. Þá er hægt að henda spottanum út í ána og láta hann fljóta niður að bílnum. Það er þægilegra að meðhöndla tógið en vírinn, það er hættuminna og mjög auðvelt að splæsa saman. Gallinn við dynex-tógið er sá að það er viðkvæmt fyrir hvössum brún- um, t.d. slæmum krókum og hraun- grýti. Við skemmd tapast styrkur þess verulega. Mjög mikilvægt er að ekki komi hnútur á tógið. Jeppahornið Spil á spilskúffu aftan á bíl. Spil á spilskúffu framan á bíl. Spil og spilbúnaður Úr Jeppabók Arctic Trucks. Bónstöð Reykjavíkur Tilboð Fólksbílar í alþrif frá kr. 3.600 Smiðjuvegi 5, Kóp. - grá gata BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- hurðir Öryggis- hurðir Ármúla 42 - sími 553 4236 netfang: glofaxi@simnet.is TRUKKURINN EHF. BÍLA OG VÉLAVERKSTÆÐI Óseyri 8, 603 Akureyri sími 462 3010, fax 462 3020 Gsm 24h 898 2459 www.trukkurinn.is trukkurinn@trukkurinn.is LoadMaster vejesystemer Þjónustuumboð vélasviðs Heklu BÍLVOGUR EHF. • AUÐBREKKU 17 • 200 KÓPAVOGI Sími 564 1180 • GSM 898 7130 • Netfang: bilvogur@binet.is Hyrjarhöfða 7, sími 567 8730 LAKKVÖRN Á BÍLINN Bílalakk Bílalakk 3M Bílasprautun og réttingar Smiðshöfða 12 - 110 Reykjavík Símar 557 6666 - 897 3337 Gerum við fyrir öll tryggingafélög Gerum við allar tegundir bifreiða Þjónustuaðili fyrir: Útvegum bílaleigubíla Bílgreina Sambandið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.