Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 B 19 bílar ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem nýtt bílamerki fæðist. Í júní verður hins vegar kynnt ný bílgerð í Bandaríkjunum að nafni Scion. Öfugt við til dæmis Volkswagen, sem víkkar út starfsemina með því að kaupa upp aðra bílaframleið- endur, fer Toyota þá leið að stofna ný merki. 1989 stofnaði Toyota Lexus sem er núna lúxusbílaarmur fyrirtækisins. Nú er röðin komin að Scion sem á að opna dyr fyrir þeim sem eru að kaupa bíl í fyrsta sinn. Tvær gerðir verða á boðstólum xA og xB. xA er meira hefðbund- inn í útliti af þessum tveimur bíl- um. Í útliti minnir hann á blöndu af Corolla og PT Cruiser. Hann er aðeins 3,91 m á lengd og þar með um 90 cm styttri en Corolla. xB er án efa róttækari í útliti. Hann er kassalaga og nánast rétt- hyrndur og í samanburði virðist Suzuki Wagon R vera ákaflega straumlínulagaður. xB er líka lítill bíll, 3,94 m á lengd. Hæðin er hins vegar 1,64 m og bíllinn því hærri en flestir fólksbílar. Athygli vekur að hjólin eru höfð á ystu brúnum jafnt að framan og aftan til að auka nýtanlegt innanrými. Fjórhjóladrifnir Báðir eru Scion-bílarnir fjór- hjóladrifnir og aðeins ein vél verð- ur í boði, þ.e. 1,5 lítra bensínvél, 16 ventla og með breytilegum ventla- opnunartíma. Hún skilar 108 hest- öflum við 6.000 snúninga á mínútu. Þetta er því sama vél og í Toyota Yaris T-Sport. Hægt verður að velja um fimm gíra handskiptan gírkassa eða fjögurra þrepa sjálf- skiptingu. Scion xA og xB koma á mark- aðinn í júní, en eingöngu í Kali- forníu. Í febrúar 2004 verður bíl- arnir einnig til sölu á austurströnd Bandaríkjanna og verða þeir síðan markaðssettir um öll Bandaríkin á vormánuðum 2004. Scion er fyrst og fremst framleiddur fyrir Bandaríkjamarkað og engin áform eru uppi um markaðssetningu í Evrópu. Sú var reyndar einnig raunin með Lexus á sínum tíma en eins og kunnugt er hefur hann nú verið á boðstólum í Evrópu í mörg misseri. Mikið nýtanlegt innanrými er í xB. Scion xB er kassalaga og hár. Scion xA líkist Corolla og PT Cruiser. Scion – ný bílgerð fæðist Chrysler á uppleið CHRYSLER sýnir á ný hagnað eftir nokkura ára taprekstur, upplýsir stjórinn Dieter Zetsche, sem segir að 1,7 milljón Chrysler-bílar muni selj- ast í Bandaríkjunum eftir tvö ár. Á síðasta ári seldi Chrysler 1,2 milljónir bíla í Bandaríkjunum. Einnig er stefnt að aukinni sölu Chrysler í Evrópu. Tvinnbílar GM General Motors hefur uppi áform um að selja allt að eina milljón tvinnbíla árlega frá og með 2007, allt frá minni fólksbílum og upp í sendibíla, jeppa og pallbíla. Tvinnbílar eru með litlum brunahreyfli og rafmótor og segir GM að slíkir bílar séu millistig áður en vetnisbílar koma á mark- aðinn upp úr 2010. Aston Martin byggir Aston Martin, sem er í eigu Ford, er að byggja nýja verksmiðju í Englandi þar sem m.a. á að framleiða V8 Vant- age. Aðeins 42 Aston Martin seldust árið 1994 þegar Ford keypti fyr- irtækið. Á síðasta ári seldust hins vegar 1.500 bílar og markmiðið er að það seljist minnst 5.000 bílar á ári. Bosch þróar nýtt ESP-kerfi Bosch hefur þróað nýtt ESP-kerfi, stöðugleikastýringu, sem er áttunda kynslóð þessa tæknibúnaðar. Nýja kerfið er 30% léttara en fyrri gerðir og vegur aðeins 2,2 kg. Kerfið getur auk þess betur en áður leiðrétt of mikla undirstýringu. Nissan Titan Nissan ráðgerir að selja 100.000 Tit- an-pallbíla á ári en framleiðsla hefst á bílnum næsta haust í nýrri verk- smiðju Nissan í Canton í Mississippi. Bíllinn er með 5,6 lítra V8 vél sem skilar 300 hestöflum. Bíllinn er of stór fyrir Evrópumarkað. Stutt og laggott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.