Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 1
2003  FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ALFREÐ GÍSLASON SEGIR ÁLIT SITT Á MÖGULEIKUM ÍSLANDS Á HM/B4 EFTIR úrslit leikja á HM í Portúgal í gær- kvöld er orðið líklegast að Íslendingar mæti annaðhvort Króötum eða Rússum í undan- úrslitum um sæti á laugardaginn. Það ræðst af leiknum við Spánverja í kvöld hvort það verður í keppninni um fjögur efstu sætin eða um sæti fimm til átta. Ísland leikur gegn liði úr milliriðli 3 og þar standa nú Danir höllum fæti í baráttu við Króata og Rússa um tvö efstu sætin. Reyndar er sá riðill galopinn ennþá og meira að segja Egyptar eiga mjög veika von um að ná öðru sætinu í riðlinum þrátt fyrir að þeir hafi tapað báðum leikjum sínum til þessa. Mætum Rússum eða Króötum? aði að menn væru að berjast með hjartanu eins og oft hefur verið sagt. Liðið var flatt og það skorti neistann sem þarf til þess að vinna svona leiki.“ Guðmundur var ekki sáttur við varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Hann var ekki ásættanlegur. Menn voru staðir, sátu eftir og náðu ekki að stöðva pólsku skytturnar. En það var eins og nýtt lið hefði mætt inná leikvöllinn í síðari hálfleik.“ Gekk mikið á í hálfleik hjá ykkur? „Ég ætla ekki að hafa það eftir sem sagt var á þeim stutta tíma. Þar sagði ég mína skoðun, leikmenn liðs- Mótið er sérstakt að mörgu leyti.Það er langt og það skiptast á leikir þar sem við lékum gegn slök- um liðum og sterkum liðum. Ég verð að játa það að sl. þrír dagar hafa verið sérkennilegir og í raun bara bið eftir stóru stundinni. Einn ferðadagur, einn æfingadagur og síðan bið fram á kvöld eftir leikn- um gegn Pólverjum. Það var greini- legt að við vorum ekki tilbúnir í verkefnið í upphafi leiks. Mér fannst vanta grimmdina sem hefur ein- kennt íslenska landsliðið. Það vant- ins fengu tækifæri til þess að segja sína, bæði um eigið framlag og ann- arra. Eftir þessa skorpu var ákveðið að nú skyldi látið sverfa til stáls. Annað var ekki hægt að gera þar sem við vorum komnir í stöðu sem var síður en svo vænleg fyrir okkur. Ég er ánægður með hvernig menn brugðust við áreitinu í síðari hálf- leik.“ Þjálfarinn var ánægður með hve margir leikmenn íslenska liðsins hafa náð sér á strik til þessa á HM. „Það kemur maður í manns stað og ég gerði ákveðnar áherslubreyt- ingar í vörn sem sókn í þessum leik. Það gekk upp og við getum verið ánægðir með síðari hálfleikinn. Vörnina, sóknina, hraðaupphlaupin og markvörsluna. Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli.“ Aðspurður um þátt Dags Sigurðs- sonar sagði Guðmundur að hann hefði átt gagnlegt samtal við fyr- irliðann deginum áður. „Það var gott og uppbyggilegt fyrir mig, liðið og Dag að við skyldum ræða vel saman í gær. Hann er sterkur per- sónuleiki sem vildi geta lagt meira af mörkum fyrir liðið. Hann átti frá- bæran leik að þessu sinni sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem liðsheild. Dagur hefur átt við meiðsli að stríða í undirbúningi liðs- ins en hann er hlekkur í okkar liði.“ Guðmundur játti því að hann væri búinn að kortleggja lið Spánverja töluvert og nokkurt efni væri til í tölvutæku formi nú þegar. „Við hefj- um undirbúning okkar fyrir leikinn gegn Spánverjum nú þegar. Það verður fundur nú strax eftir leikinn þar sem menn fá heildaryfirsýn yfir næstu mótherja. Síðan tekur við sama ferlið og fyrir alla aðra leiki.“ Markmið íslenska liðsins fyrir HM að þessu sinni var í fyrstu að ná einu af sjö efstu sætum keppninnar en núna er kominn glampi í augu hins skipulagða þjálfara þegar hann er inntur eftir næsta takmarki liðs- ins. „Það er einfalt. Við ætlum að leggja allt í sölurnar til þess að við munum leika til undanúrslita í Lissabon um næstu helgi,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið /RAX Guðmundur Þ. Guðmundsson í hita leiksins. Við hlið hans eru Patrekur Jóhannesson, Rúnar Sigtryggsson og Sigurður Bjarnason. Stefnum á undan- úrslit í Lissabon GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, var að vonum kátur með sigur íslenska liðsins gegn Pólverjum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gærkvöldi – í fyrri leik liðs- ins í milliriðlinum í Caminha, 33:29. Hann sagði það ljóst að liðið hefði tekið stórt skref í átt að áfangamarkmiði liðsins í þessum leik, en nú biði liðsins „stóri leikurinn“ gegn Spánverjum, þar sem liðið gæti tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar í fyrsta sinn. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Caminha Pólverjum hrósað heima PÓLVERJAR fengu hrós á heimaslóðum fyrir frammistöðu sína gegn Íslendingum í gærkvöld, þrátt fyrir fjögurra marka ósigur, 33:29. Í fréttatíma pólska rík- issjónvarpsins var sagt að þrátt fyrir ósigurinn hefði pólska liðið sýnt hvað í því bjó í hörku- spennandi leik gegn mjög góðu íslensku liði. Pólverjum var hrósað sérstaklega fyrir fyrri hálfleikinn, en þar hefði leikur liðsins byggst á góðri vörn. Íslenska liðið hefði hins vegar refsað því pólska fyrir mistök sín í síðari hálfleiknum og draumurinn um að komast á Ólympíuleikana í Aþenu væri því úti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.