Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 5
HM Í PORTÚGAL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 B 5 Morgunblaðið /RAX n tíma og hélt liði sínu á floti með mörkum í öllum regnbogans litum og m sínum. Dagur og samherjar mæta Spánverjum í kvöld í Caminha. „EF liðið hættir að skjóta á markið er ekki nema von að við töpum í slíkum leik,“ sagði Niko Markovic, þjálfari Pólverja, við Morgunblaðið eftir leikinn. Markovic var ekki ánægður með sitt lið og sagði það hafa skort kjark til þess að láta kné fylgja kviði í upphafi síðari hálf- leiks. „Markvörður íslenska liðsins (Roland Eradze) fór að verja langskotin og við misstum sjálfstraustið. Í kjöl- farið fengum við á okkur hraðaupphlaup, sem við viss- um að væri sterkasta hlið íslenska liðsins.“ Aðspurður um möguleika íslenska liðsins í keppninni sagði Markovic: „Íslensku leikmennirnir geta gert það sem þeir vilja í keppninni, ef þá langar alla leið hafa þeir getu til þess. Áframhaldið snýst aðeins um hug- arfar, ekki getu,“ sagði Markovic. „Við misstum sjálfstraustið“ vinnum Spánverja á morgun [í ] getum við fagnað áfanga sem höfum aldrei náð áður,“ sagði rekur. ni hálfleik ýna r býr                     ! "!#$$ $ "! % &%' (  )          Ég hef nú aðallega verið með hug-ann við fjölskyldu mína undan- farnar vikur, enda er hún í Japan,“ sagði Dagur er hann var inntur eftir því hvað hann hefði ver- ið með hugann við á undanförnum vikum. „Auðvitað hef ég líka verið að spá í það hvernig ég gæti komið að ein- hverjum notum fyrir íslenska liðið í þessari keppni,“ bætti hann við en undanfarnar vikur hefur Dagur átt við meiðsli að stríða vegna tognunar. „Ég skoraði mikið af mörkum gegn Pólverjum, aðrir léku vörnina af krafti í síðari hálfleik og síðan varði Roland Eradze einnig vel. Þannig lögðum við allir eitthvað í „púkkið“ og ég er afar ánægður með leikinn.“ Dagur bætti því við að hann hefði átt erfitt uppdráttar að undanförnu en að sama skapi hefði hann fengið góðan stuðning frá þjálfara liðsins sem og leikmönnum. „Ég hef fengið mikið traust frá öllum aðilum þrátt fyrir að ég hafi ekki verið alveg heill. Meiðslin voru þess háttar að ekki var hægt að taka neina áhættu. Ég er afar ánægður með að hafa lagt eitthvað af mörkum til liðsins í þess- um leik.“ Dagur var sammála því að ís- lenska liðið hefði mætt „flatt“ til leiks. „Við vorum eins og gamall bjór í fyrri hálfleik. Biðin eftir leikn- um var eitthvað sem við náðum ekki að höndla. Þriggja daga frí og satt best að segja er lítið hægt að gera hér í Caminha til þess að drepa tím- ann. Menn hafa því verið inná hóteli og spennan hefur verið of mikil hjá okkur í upphafi leiksins en það lag- aðist þegar á leið. Það var skrítið að ganga inní salinn þegar leikurinn var að hefjast. Húsið var hálftómt í leik sem við töldum vera einn af okk- ar mikilvægustu leikjum til þessa. Núna er þetta afstaðið og það má segja að við séum búnir að leika þrjá alvöruleiki til þessa. En ég get lofað því að það þarf ekkert að kveikja í okkur fyrir leikinn gegn Spánverj- um. Þá vita allir hvað verður í húfi, frá fyrstu mínútu til þeirrar síð- ustu,“ sagði fyrirliðinn Dagur Sig- urðsson. Morgunblaðið /RAX Roland Valur Eradze varði mjög vel þegar hann kom inná og má segja að hann hafi lagt grunninn að sigri Íslands með glæsilegri markvörslu er Pólverjar höfðu náð fjögurra marka forskoti, 19:15. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Caminha Dagur Sigurðsson fyrirliði fór á kostum gegn Pólverjum Hef fengið mikið traust EINBEITTUR á svip fór fyrirliði íslenska landsliðsins úr upphit- unargallanum áður en flautað var til leiks Íslendinga og Pólverja í milliriðli HM í Caminha í gær. Dagur Sigurðsson hafði fram að þess- um leik verið lítið áberandi í fyrri leikjum liðsins, verið á vara- mannabekknum að mestu og ekki fundið taktinn í þessu móti. Sjálfstraustið var samt sem áður enn til staðar hjá Degi sem fór fyr- ir sínu liði líkt og sannur fyrirliði gegn Pólverjum og skoraði alls níu mörk í leiknum, þar af átta úr langskotum. ÁN síns besta leikmanns, Talant Dujshabaev, rúlluðu Spánverjar yfir Katar og sigruðu með 25 marka mun, 40:15. Þjálfari Spánverja ákvað að hvíla Dujshabaev fyrir átökin á móti Íslendingum í kvöld en þessi frábæri leikstjórnandi átti við lítils háttar meiðsli að stríða og því var engin áhætta tekin með að láta hann spila. Það verður hann sem mun draga vagn Spánverja gegn Ís- landi í Caminha kl. 20.30. Spánverjarnir skiptu mörkum bróðurlega á milli sín en tíu leikmenn liðsins komust á blað. Enric Masip, Juan Garcia og Iker Romeru skoruðu 6 mörk hver og þeir Antonio Ortega og O’Callaghan skoruðu 5 hver. Í liði Katar var Othman atkvæðamestur og var sá eini sem virkilega dró á mark Spánverjanna en hann skor- aði 6 mörk. 25 marka sigur Spánverja RÓBERT Sighvatsson, línumaður íslenska liðsins, átti fína innkomu í gær gegn Pól- verjum þar sem Sigfús Sigurðsson náði sér ekki á strik í sóknarleiknum. Það hef- ur vakið athygli hve yfirvegaður Róbert er í færum sínum hér í Portúgal og oftar en ekki skýtur hann afar laust á markið en af mikilli nákvæmni, í stað þess að loka augunum, bíta í tunguna og þruma á markið. „Þetta er afar einföld aðferð við að skjóta á markið. Ef markvörðurinn fylgir eftir hreyfingum mínum er ekkert annað að gera en að setja knöttinn þar sem hann er ekki. Þessi aðferð hefur klikkað einu sinni til þessa og það gegn Katar þar sem ég skaut framhjá,“ sagði Róbert í léttum tón. Wetzlar-leikmaðurinn sagði leikinn hafa verið erfiðan og harð- an. „Dómararnir leyfðu mikla hörku í leiknum og við klúðruðum fínum færum af þeim sökum. Þeir dæmdu nánast ekki neitt en það kom hvorki niður á okkur né Pólverjum. Undir lok leiksins fóru hlut- irnir loks að ganga upp. Patrekur skoraði úr hraðaupphlaupum og Roland Eradze varði vel í markinu. Þegar sá gállinn er á okkar liði eigum við að geta unnið lið eins og það pólska sem við mættum að þessu sinni. Við vorum flatir í upphafi leiksins. Umgjörð leiksins var ekki uppörvandi, fá- ir áhorfendur mættir og ég held að menn hafi ekki verið á tánum í upphafi leiks. En það lagaðist þegar á leið,“ sagði Róbert. Einföld aðferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.