Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 8
ENSKIR blaðamenn gripu til hástemmdra lýsingarorða í gær þegar þeir fjölluðu um mark Eiðs Smára Guðjohnsens fyrir Chelsea í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eiður skoraði að margra mati eitt falleg- asta markið á tímabilinu og þess má geta að í skoðanakönnun á heimasíðu Chelsea í gær var mark Eiðs með 91 prósent at- kvæða í kjöri á fallegasta marki liðsins í vetur. Hér koma sýnishorn úr ensku blöðunum í gær: Telegraph „Það var Guðjohnsen, sem hefur leikið svo frábærlega með Chelsea undanfarnar vikur, sem skoraði þetta magnaða jöfn- unarmark. Lampard var höfundurinn, lék upp hægri kantinn og sendi boltann í átt að vítapunktinum. Viðbrögð Gudjohnsens voru stórkostleg, Íslendingurinn hafði haukfrán augun á boltanum, sem sveif hátt og bar við Matthew Harding stúkuna. Á hárréttu augnabliki kastaði hann sér aftur á bak með hægri fótinn í hárri sveiflu og hitti boltann af snilld. Robinson átti ekki möguleika þegar knötturinn söng í netinu. Þetta var yndislegt mark, sem sýndi bestu hliðar Chelsea: falleg sókn sem lauk á eft- irminnilegan hátt.“ Sun „En mark kvöldsins, og jafnvel mark tímabilsins, skoraði Guðjohnsen á 56. mín- útu. Lampard lék á Teddy Lucic á hægri kantinum og sendi boltann til baka inn á hættusvæðið. Þetta var venjuleg fyrirgjöf, ekkert sérstök, þar til Guðjohnsen lét sig falla aftur á bak og sveiflaði sér í hjólhesta- spyrnu, og þrumaði þannig boltanum framhjá Robinson af 12 metra færi.“ Sun gaf Eiði Smára 7 í einkunn og aðeins Lampard og Grönkjær fengu hærri ein- kunn, 8. Times „Það var á 57. mínútu sem hinni vaxandi gremju var létt af áhorfendum á Stamford Bridge, og markið var þess virði að beðið væri eftir því. Frank Lampard lék upp að endalínu hægra megin og sendi boltann svífandi fyrir markið. Hjólhestaspyrna Eiðs Guðjohnsens hefði getað reynst þarf- laus og óábyrg, ef hún hefði ekki heppnast svona einstaklega vel. Boltinn sveif framhjá Robinson – þetta mark verður sýnt aftur, hvað eftir annað.“ Independent „Þegar ellefu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var Robinson loksins sigraður. Lampard sendi fyrir markið frá hægri, boltinn sveif fyrir aftan Guðjohnsen sem sneri upp á sig, féll til baka og tók boltann á lofti með magnaðri hjólhestaspyrnu.“ Independent gaf Eiði 8 í einkunn og að- eins Lampard, með 9, þótti betri. Hvað segja ensku blöðin um mark Eiðs Smára? AP Bakfallsspyrna Eiðs Smára. Hástemmdar lýsingar Þetta var mjög erfiður leikurfyrir íslenska liðið. Það lék ágætlega í seinni hálfleik en í þeim fyrri léku Íslendingar langt undir getu. Þeir voru skrefinu á eftir Pólverjunum allan fyrri hálfleik- inn og sérstaklega í vörninni,“ sagði Alfreð Gíslason í samtali við Morgunblaðið. Þér hefur varla litist á blikuna í upphafi síðari hálfleiks? „Nei, ég var orðinn ansi smeykur um að við myndum ekki ná tökum á leiknum. En sem betur fer tóku strák- arnir sig saman í seinni hálfleik. Vörnin lagaðist til muna og Roland Eradze kom mjög sterk- ur til leiks. Það var eins gott fyr- ir okkur að Marcin Lijewski skyldi ekki ná sér á strik en hann hefur leikið vel með Flens- burg í vetur.“ Heldur þú að eitthvert van- mat hafi verið í gangi hjá ís- lensku leikmönnunum? „Nei, ég vil ekki trúa því en það sem einkenndi þá var að það voru allt of margir sem náðu sér ekki á strik. Dagur átti hreint frábæran leik og var besti mað- ur vallarins að mínu mati. Ró- bert kom mjög sterkur inn á lín- una í síðari hálfleik og Eradze varði á mikilvægum augnablik- um. Þá voru mörkin sem Pat- rekur skoraði úr hraðaupp- hlaupunum ansi mikil. Ólafur hefur oftast spilað betur. Hann átti ágætan leik og það mæddi mikið á honum en ég hef oft og mörgum sinnum séð hann spila betur.“ liðið gafst ekki upp og það barði sig saman.“ Í hvaða sæti spáir þú að ís- lenska liðið lendi? „Eigum við ekki að tala um það eftir leikinn við Spánverja. Ég veit það fyrir víst að ef ís- lenska liðið leikur svipað og það gerði hér í kvöld á það enga möguleika á móti Spánverjun- um en ef allir strákarnir ná að bæta örlítið við sig og þá sér- staklega lykilmennirnir eigum við að hafa alla burði til að leggja Spánverjana. Þjóðverjar út á varnarleik sinn, markvörslu og frábæra horna- og líunumenn eru líklegir að mínu mati til að fara alla leið en það getur margt breyst. Þeir áttu til að mynda lengi vel í miklum vandræðum með Túnis. Það eru nokkrir kandítatar og þar get ég nefnt þjóðir eins og Júgóslavíu og Frakkland. Ég held að við Ís- lendingar eigum alveg mann- skap til að verða í einu af fjórum efstu sætunum. Það þarf heppni til að það gangi eftir og það verða allir að skila toppleik í hverjum leik. Það gengur til dæmis ekki ef hornamennirnir spila ekki betur en þeir gerðu hér í kvöld,“ sagði Alfreð. Alfreð ætlar að sjá leik Þjóð- verja á móti Júgóslövum í dag og hann segist verða mættur til Caminha í kvöld þegar Íslend- ingar leika sinn mikilvæga leik á móti Spánverjum. Spurður um frammistöðu síns manns hjá Pólverjunum sagði Alfreð: „Hann lék vel og ég var ánægður með leik hans og þá einkum og sér í lagi í fyrri hálf- leik. Mér fannst íslensku leik- mennirnir ekki nógu grimmir að ganga á móti honum og hann gerði okkur mjög erfitt fyrir.“ Ef þú spáir í framhaldið. Hvað sérð þú fyrir þér með íslenska liðið. Á það möguleika á að vinna til verðlauna í keppninni? „Ég segi hiklaust að íslenska liðið á möguleika á að fara lengra í keppninni en það er al- veg ljóst að það verður að leika miklu betur á móti Spánverjun- um heldur en það gerði hér í kvöld. Samheldnin verður að vera meiri í liðinu og neistinn sem kom ekki fyrr en í seinni hálfleik verður að kvikna um leið og flautað verður til leiks. Mér fannst skorta á samvinnu leik- manna og menn voru á köflum hálfsofandi. Flest fráköstin féllu Pólverjunum í skaut og það vantaði miklu meiri grimmd í strákana. Það var hins vegar mjög jákvætt að sjá að íslenska Morgunblaðið/RAX Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, var á meðal áhorfenda í Caminha. Alfreð Gíslason fylgdist með lærisveinum sínum Eigum mannskap til að ná langt ALFREÐ Gíslaon, þjálfari Evrópumeistara Magdeburg, var á meðal áhorfenda á leik Íslendinga og Pólverja í Caminha í gær. Alfreð hafði ríka ástæðu til að mæta á leikinn enda að fylgjast með lærisveinum sínum – Ólafi Stefánssyni og Sig- fúsi Sigurðssyni ásamt Grzegorz Tkaczyk en þessi 23 ára gamli Pólverji, sem leikur undir stjórn Alfreðs hjá Magde- burg, gerði Íslendingum heldur betur skráveifu í leiknum og skoraði níu mörk, þar af sjö í fyrri. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Caminha  HJÁLMAR Þórarinsson, knatt- spyrnumaðurinn efnilegi úr Þrótti í Reykjavík, hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Mörg erlend félög hafa fylgst með Hjálmari, sem lék talsvert með Þrótti í 1. deildinni í fyrrasumar, þá enn í 3. flokki, og hann hefur skorað 6 mörk í fyrstu tveimur leikjum Þróttar í Reykjavíkurmótinu.  HJÁLMAR verður 17 ára í næsta mánuði og samkvæmt reglum KSÍ máttu Þróttarar ekki gera við hann samning fyrr en eftir síðustu áramót.  DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir hafnaði í 51. sæti af 84 keppendum á Evrópubikarmóti í bruni sem fram fór í Megeve í Frakklandi í gær. Tími Dagnýjar var 1:02,93 mínúta en Alison Powers frá Bandaríkjunum sigraði á 1:00,50 mínútu.  JÓHANNES Harðarson lék sinn fyrsta leik með Veendam í hollensku 1. deildinni í fyrrakvöld en félagið er með hann í láni frá úrvalsdeildarliði Groningen til vors. Veendam tapaði þá heima, 0:2, fyrir toppliðinu ADO Den Haag. Jóhannesi var skipt af velli á 86. mínútu og bæði mörk gest- anna komu eftir það.  LÁRUS Orri Sigurðsson var vara- maður hjá WBA og kom ekki við sögu þegar lið hans tapaði, 0:1, fyrir Charlton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.  JERMAIN Defoe tryggði West Ham sinn fyrsta heimasigur á tíma- bilinu í ensku úrvalsdeildinni í gær- kvöld. Hann skoraði sigurmarkið gegn Blackburn, 2:1, mínútu fyrir leikslok.  ARNAR Gunnlaugsson fékk ekki tækifæri frekar en fyrri daginn með Dundee United sem tapaði fyrir Celtic, 2:0, í skosku úrvalsdeildinni.  ARSENAL leikur án Brasilíu- mannsins Gilberto Silva gegn Man- chester United í bikarslag liðanna 12. febrúar á Old Trafford. Hann hefur verið kallaður heim til að leika vináttulandsleik gegn Kína þremur dögum síðar. „Við erum ekki ánægð- ir, en við getum ekkert gert,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. FÓLK LIVERPOOL og Arsenal skildu jöfn, 2:2, í bráð- fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld en leikið var á Anfield í Liverpool. Emile Heskey var hetja heimamanna því hann jafnaði metin með skallamarki þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. Arsenal komst tvívegis yfir í leiknum, með mörkum frá Robert Pires og Dennis Bergkamp, en John Arne Riise skoraði fyrra jöfnunarmark Liv- erpool. Úrslitin eru vatn á myllu Manchester United sem hefur nú aðeins tapað þremur stigum meira en Arsenal. Newcastle komst hins vegar í annað sætið í gærkvöld, fimm stigum á eftir Arsenal, með því að sigra Tottenham á útivelli, 1:0. Jermaine Jenas skoraði markið á síðustu mínútu leiksins. Heskey hetja Liverpool GRINDAVÍK og Þór náðu í gærkvöld samkomulagi um fé- lagaskipti knattspyrnumanns- ins Óðins Árnasonar úr Þór yf- ir í Grindavík. Viðræður hafa staðið á milli Grindvíkinga og Mjölnis, hlutafélags um leik- menn hjá Þór, frá því í lok október. Það er því orðið ljóst að Óðinn leikur með Grindvík- ingum í úrvalsdeildinni í sum- ar og er hann væntanlegur til Grindavíkur í dag til að ganga endanlega frá sínum málum þar. Óðinn er 23 ára varn- armaður og lék 15 leiki með Þórsurum í úrvalsdeildinni í sumar en hann hefur spilað með þeim allan sinn feril. Óðinn til Grindavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.