Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 1

Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 1
HLUTAFÉLAGIÐ Nordex ehf. sem er í meirihlutaeigu hjónanna Ragnhildar Önnu Jóns- dóttur og Sverris Berg Steinars- sonar mun opna 700 fm NEXT- verslun í Kringlunni í vor. Þar verður boðið upp á kven-, karl- manna- og barnafatnað auk fylgi- hluta sem og skófatnað. Verslunin verður á annarri hæð Kringlunnar þar sem Nanoq úti- vistarverslunin var áður til húsa. Ragnhildur og Sverrir þekkja vel til verslunarreksturs en þau reka fyrir tvær Noa-Noa-tísku- vöruverslanir, eina í Kringlunni og aðra á Laugaveginum. Eins árs ferli Að sögn Sverris er um ár síðan þau fóru að velta fyrir sér mögu- leikanum á að fá viðskiptasérleyfi fyrir bresku verslunarkeðjuna NEXT á Íslandi. „Hlutirnir gengu heldur hægar fyrir sig nú í sambandi við NEXT heldur en Noa-Noa á sínum tíma eða rúmt ár. Það var í febrúar 1999 sem við hófum viðræður við Noa- Noa-keðjuna og síðan opnuðum við verslunina í Kringlunni í júlí sama ár. Haustið 2000 opnuðum við síðan aðra verslun við Lauga- veginn. Í kjölfarið skoðuðum við möguleika á frekara samstarfi með eigendum Noa-Noa, m.a. með verslunarrekstur í Bandaríkjun- um í huga en hryðjuverkaárásirn- ar 11. september 2001 komu end- anlega í veg fyrir þau áform. Þá hófum við Ragnhildur að leita fyrir okkur í Bretlandi og fljótlega sett- um við okkur í samband við NEXT-verslunarkeðjuna,“ segir Sverrir. Tæplega 400 verslanir Fyrsta NEXT-verslunin var opn- uð í febrúar 1982 en nú rekur keðj- an 330 verslanir í Bretlandi og á Írlandi og 49 verslanir í öðrum löndum. Að sögn Sverris rekur keðjan sjálf verslanirnar í Bret- landi og á Írlandi en aðrar versl- anir eru reknar með viðskiptasér- leyfi og er verslunin hér sú fyrsta sem opnuð verður undir merkjum NEXT í Norður-Evrópu. Þar sem NEXT hefur samið við aðila um viðskiptasérleyfi þá hafa þeir einn- ig tekið að sér að skoða möguleika á að opna verslanir í nágrannaríkj- unum. Aðspurður segir Sverrir að ekkert liggi fyrir um að þau opni fleiri NEXT-verslanir en að sjálf- sögðu verði það kannað. Til að mynda eru engar NEXT-verslanir á Norðurlöndunum. „Við erum bú- in að gera samning um verslunina hér og ætlum að horfa fyrst á þennan markað enda mikilvægt að sýna fram á árangur á heima- markaði áður en horft er á aðra markaði,“ segir Sverrir. Hann segist telja mikilvægt í allri útrás að vera í góðu sambandi við heimamenn sem þekki sinn markað. Með því er hægt að spara mikinn tíma og fé. Margir aðilar höfðu sýnt áhuga á að opna NEXT-verslun á Íslandi í gegnum tíðina og segir Sverrir að í sjálfu sér hafi ekki verið erfitt að sannfæra stjórnendur NEXT um að opna slíka verslun á Íslandi. Aftur á móti tók sinn tíma að sann- færa þá um að þau væru réttu að- ilarnir til þess. „Við unnum í sam- einingu viðskiptaáætlun fyrir Ísland og þeir gerðu ákveðnar kröfur um arðsemi verslunarinn- ar. Það var gríðarleg vinna að fara í gegnum það ferli en mjög lær- dómsríkt og við vitum því vel út í hvað við erum að fara. Eins höfum við reynslu af sölu á kvenfatnaði á Íslandi en síður á vörum fyrir karl- menn og börn,“ segir Sverrir. Húsnæðið í Kringlunni er 1.000 fm. Verslunin verður á 700 fm og verður skipt upp í þrjár deildir; kvenföt, karlmannaföt og barna- fatnað. Í versluninni verður leik- aðstaða fyrir börn og kaffiaðstaða fyrir viðskiptavini. Verðlag í versluninni verður í takt við það sem fólk á að venjast í nágrannalöndunum að sögn Sverris og skýrist verðmunur ein- göngu af ólíku virðisaukaskatt- stigi, gengisáhættu og flutnings- kostnaði. NEXT-tískuvöruversl- un opnuð í Kringlunni Verslunin verður sú fyrsta í N-Evrópu en alls eru verslanirnar tæplega 400 talsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnhilur Anna Jónsdóttir og Sverrir Berg Steinarsson munu opna NEXT- verslun í Kringlunni þar sem Nanoq var áður á annarri hæð. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • www . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.isog fá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Stendur til a› fjölga atvinnutækjum? VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F LEIFSSTÖÐ NÁM SAMKEPPNI Spáð er 8% fjölgun far- þega um flugstöðina, aðalástæðan er tvö ný flugfélög sem lenda hér. Aðsókn að sjávarútvegs- tengdu námi hefur snarminnkað hér á landi undanfarin ár. Athugasemdir sam- keppnisyfirvalda hafa komið fyrirtækjum í opna skjöldu. SPÁÐ/2 SJÁVARÚTVEGUR/6 MIKILL/4 ÖRN Kjartansson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir fyrirhugaða opnun NEXT-verslunar í Kringlunni mikið gleði- efni. „Það er mikill styrkleiki fyrir Kringluna að fá NEXT hingað inn og að fá sterkan aðila inn í þetta 1.000 fm svæði.“ Verslunin á Íslandi verður fyrsta NEXT-verslunin í Norður-Evrópu og seg- ir Örn það gott fyrir Kringluna að hún hafi orðið fyrir valinu hjá keðjunni. Örn segir að forsvarsmenn NEXT hafi tekið út markaðinn hér á Íslandi og að þeir hafi mikið um staðsetningu verslana að segja. „Við sýndum þeim hvað við gæt- um boðið þeim og þeir mátu það þannig að Kringlan væri sterkasti staðurinn fyrir þá að koma hér inn og að þetta húsnæði væri hentugt fyrir NEXT,“ segir Örn. Nú eru rúmlega eitt hundrað verslanir í Kringlunni en um 150 rekstraraðilar ef læknastofur, veitingastaðir og fleiri aðilar eru taldir með. Nú er nýtingin 100% og um tuttugu aðilar á biðlista eftir húsnæði. Á síðasta ári nam velta NEXT um 1.872 milljónum punda eða 241,5 milljörðum ís- lenskra króna. Hagnaður eftir skatta nam 190 milljónum punda, 24,5 milljörðum ís- lenskra króna. Hagnaður á hvert hlutabréf var 58,1 pence en félagið er skráð í Kaup- höllinni í London. Örn segir að NEXT sé gríðarlega stórt fyrirtæki og því mikill akkur að fá jafn- stórt og vel þekkt fyrirtæki inn í Kringl- una. K R I N G L A N „Mikið gleðiefni“ Nýtingin í Kringlunni er nú 100% og um 20 aðilar á biðlista Örn Kjartansson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.  Miðopna: Sjávarútvegurinn menntar sig sjálfur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.